Everton 2-2 Liverpool

Það var mikill hávaði og brjáluð stemming hjá heimamönnum á Goodison Park í kvöld og ljóst að þeir ætluðu sér ekki að sjá lið sitt tapa síðasta grannaslagnum á vellinum. Okkar menn gerðu ekkert til að drepa þá von þeirra þegar Everton komust yfir eftir aðeins ellefu mínútna leik. Everton fengu þá mjög ódýra aukaspyrnu við miðlínu sem Branthwaite tók beint inn á Beto sem slapp einn í gegn þar sem Konate var algjörlega sofandi og Beto skoraði framhjá Alisson í markinu.

Sem betur fer tók það aðeins tæplega fimm mínútur að jafna leikinn þegar MacAllister náði að skalla boltann aftur fyrir sig í netið eftir fyrirgjöf Salah. Það gerðist ekki mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fyrir utan flautukonsert Oliver en samkvæmt lýsingu voru þetta flest brot í fyrri hálfleik síðan í leik liðanna árið 2008. Á loka mínútu hálfleiksins átti Szoboszlai þó gott skot sem Pickford blakaði út í teiginn en Diaz náði ekki til boltans, og hefði líklega verið rangstæður ef hann hefði gert það.

1-1 í hálfleik og greinilegt að uppleggið var ekki að virka og enn voru Everton að ná að draga okkur í grannaslag á Goodison. Höfum oft séð Slot gera áherslubreytingar í hálfleik þegar þetta er ekki að ganga en það var ekki að sjá í dag og til að byrja með var seinni hálfleikurinn verri en sá fyrri. Everton komust í nokkur fín marktækifæri og komu boltanum einu sinni í netið en var það klár rangstæða.

Salah kom okkar mönnum svo yfir eftir að Jones átti skot í varnarmann og boltinn barst til Salah sem skoraði. Liverpool virtist svo vera sigla heim erfiðum útisigri í slökum leik þegar Tarkowski jafnaði á áttundu mínútu uppbóta tíma þegar fimm hafði verið bætt við. Hefðum átt að vera búnir að koma í veg fyrir fyrirgjöfina ca. sautján sinnum, virðist brotið á Konate sem var líka bara frekar soft og gefum jöfnunarmark á “lokamínútunni”.

Góður dagur

Úff átti einhver góðan dag. Salah skoraði og lagði upp en var annars ekki með í dag, vissulega fengu menn að faðma, sparka og rífa í Salah eins og venjulega í leik þar sem ekkert mátti. MacAllister skoraði fyrra markið og var á tímum einn um það að spila fótbolta á miðsvæðinu og fær fyrir það maður leiksins hjá mér í dag.

Vondur dagur

Allir, mættum ekki til leiks í dag. Bradley heppinn að fjúka ekki útaf í dag, Gakpo og Diaz gjörsamlega ósýnilegir. Öll varnarlínan sofandi í báðum mörkum og frammistaða liðsins skítléleg í dag.

Umræðan

  • Jones, Slot og aðstoðarmaður hans Hulshoff fengu rautt eftir leik þegar Oliver endanlega missti alla stjórn og því spurning hver það verður sem stýrir liðinu gegn Wolves, líklega sjáum við Heitinga þar á hliðarlínunni.
  • Diaz í níunni er búið í hvert sinn lítur það verr og verr út þegar lið fá frekari gögn til að leysa úr þessu. Kom vel út sem óvænt útspil til að byrja með en nú verða Nunez og Jota bara fara fá sínar mínútur þarna.
  • Ég hugsa að ég sé hættur að kalla eftir að menn fái að hvíla, var alveg sammála liðsvali Slot gegn Plymouth og var á því að  liðið sem byrjaði þann leik átti einfaldlega að klára þann leik en til hvers í ósköpunum að hvíla menn ef þetta er frammistaðan sem menn sýna í kjölfarið.

Næsti leikur

Næst er það Wolves á sunnudaginn og það er eins gott að menn stigi upp og sýni okkur betri frammstöðu en í dag.

64 Comments

Skildu eftir athugasemd
    • Lfc hljota að mótmæla rauða spjaldinu a Slot.

      M Oliver gjörsamlega missti þennan leik ur höndum ser og var ekki einu sinni að reyna að fela það hvað hann er spiltur þessi helvitis man shity sleikja

      16
    • Hvernig í ósköpunum öðlast menn dómararéttindi á Englandi? Maður bara skilur ekki svona vitleysu. 20-9 í brotum fyrir Liverpool sem er galið þar sem Everton menn eru töluvert meiri tuddar að upplagi

      En rosalega dapurt að drepa þetta ekki og koma helvítis tuðrunni í burtu, endalaus skallatennis og panikk

      7
  1. Oliver var alveg hræðilegur í þessum leik, dæmdi ótrúlega ójafnt í þessum leik. Idrissa Gueye átti til dæmis að fjúka útaf í fyrri hálfleik fyrir eins augljós tvö gul spjöld og þau verða, en aðeins annað þeirra var dæmt. Eiginlega alveg eins brot, toga aftan í leikmenn. Og bara svo ótrúlega margt annað, eins og t.d. þegar það var brotið á Salah í lokin, svo margt smátt sem skipti ótrúlega máli. Þetta er hneyksli og ég er alveg brjálaður yfir þessu. Hann á ekki að koma nálægt leikjum City og Liverpool.

    18
    • Síðan fannst mér augljós hrinding á Konate í seinna marki Everton, honum var skóflað í burtu. Miðað við brotin sem Everton fékk ítrekað var þetta klárlega brot.

      21
  2. Ferlegt að missa þessa sigra niður á lokasekúndunum.

    Held við séum samt í þokkalega góðum málum 7 stig + markatala gegn illa tenntum nöllum

    12
    • Framherjalaust Arsenal er ekki endilega líklegt til stórræða og það eru tíu stig niður í Forrest. Reynum bara að ná andanum.

      15
  3. Sælir félagar

    Það er frekar leiðinlegt að horfa uppá það að Liverpool skuli fara niður á sama skítaplanið fótboltalega séð og Everton. Varnarleikurinn var liðinu til skammar og oft virkuðu Liverpool leikmennirnir hræddir og litlir í baráttunni við tryllta leikmenn Everton. Verulega slakur leikur hjá okkar mönnum verð ég að segja þar sem Liverpool gat ekki haldið út síðustu tvær mínúturnar. Niðurstaðan mjög slappt jafntefli en benda má á afar slaka dómgæslu M. Oliver sem mér finnst einhver slakasti dómarinn í deildinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    22
    • Menn eru hræddir við að meiðast gegn Everton þeir breyta þessum leikjum í slagsmál/rugby, eina sem þeir geta því ekki kunna þeir að spila knattspyrnu,

      5
  4. Manni líður aldrei vel þegar þessi háu boltar koma inn í teig svona í lokin. Hrikalega svekkjandi en allt í lagi stig. Mér fannst Oliver hafa mátt bæta við mínútu eftir að áhorfendur Everton hlupu inn á völlinn og tímann sem fór í VAR. Ekki það hefði breytt miklu.

    Ágætis frammistaða svosem. Samt ekki. Sanngjörn úrslit kannski. Liverpool ekki líkt sjálfu sér. Slot með rautt fyrir að toga í hendina á Oliver?

    Áfram gakk. Fínt að fá smá hita í þetta.

    5
    • Já klárlega hefðum við mátt slútta einni sókn í uppbót ef mið er tekið af hverju var bætt við uppbótartímann. Spentur að vita hvað Slott sagði sem verðskuldaði rautt

      4
    • Það er náttúrulega hrikalega erfitt að spila á móti svona útúrpeppuðu liði, eins og þeir hafi verið á spítti. En dómarinn var alveg úti á þekju. T.d. að dæma ekki þegar var brotið á Salah á 92. mínútu. Var þetta þá dýfa?

      6
  5. Núna er gott að anda inn og anda út og bölva svo hressilega. Þetta var svakalegt frá a til ö. En klárlega er Oliver ekki maður leiksins en það breytir því ekki að hann mætir með flautuna aftur eftir nokkra daga. Jöfnunarmarkið var náttúrulega bara röð af heppnis snertingum með svakalegu slútti. Ég hefði samt alveg þegið að dæmt væri á brot everton í þeirri sókn. Stig er stig og áfram gakk.
    YNWA

    6
  6. Rio Ferdinand var að lýsa leiknum og sagði, that is a foul and a freekick…
    langar líka að sjá þessar línur sem þeir voru að teikna upp, endursýning er leikmaðurinn vel fyrir innan svo kemur mynd sem er tekinn á nokia 3210 síma í 1 sec og hann er allt í einu réttstæður.

    6
    • Það þarf að biðja um brot. Það hefur augljós áhrif í VAR herbergið. Liverpool gerir það bara ekki. Hvað sem mönnum finnst um það.

      7
    • Klárt brot á Konate,,, mjög tæp rangstaða,, en oftar en ekki eru mörk tekin af þegar rangstaðan er þetta tæp.

      5
  7. Fari það í kolbölvað.
    Buðu þeir vikilega upp á þessa frammistöðu eftir viku hlé??.
    Skítlélegt er hrós!!
    Vinnum ekkert ef þetta er það sem menn ætla bjóða uppá!!
    Þvílíkur aumingjaskapur!!

    5
    • Rólegur það var alltaf vitað að þetta yrði erfiður leikur. Þessir leikir eru alltaf slagsmál á kostnað fótboltans. Líklega sanngjörn úrslit en ótrúlega súrt að tapa þessu svona. Fyrirfram kannski bara ásættanleg úrslit.

      6
      • Klárlega ekki meira en við áttum skilið en frammistaðan engan vegin nógu góð.

        3
  8. Everton spila því miður gamaldags rudda fótbolta þar sem líkamsstyrkur er nýttur í topp. Okkur gengur illa að spila fótbolta gegn slíkum liðum og dómarinn verndaði ekki léttu leikmennina okkar í kvöld. Jakk.

    7
  9. Þegar dómari eins og Oliver á í hlut,þá er boð upp á drama og hann er fjarri því að vera besti dómarinn í deildinni,eins hlutdrægur og hann er,aftur og aftur.

    En burtséð frá því,þá var Liverpool langt frá sínu besta í þessum leik og Arsenal þurfa nú 3 leiki á okkar menn til að ná þeim,sem er bara virkilega gott eftir allt saman….vildi bara ekki tapa þessum leik og sú varð raunin.

    7 stiga bil og bara áfram gakk og ná sér saman. Everton fagnaði furðulega mikið yfir þessu öllu saman og eru í sömu málum sem fyrr,skítaklúbbur sem hjakkar í sama farinu,ár eftir ár.

    7
  10. Mikill hiti og ekkert svakalega mörg færi. Fyrirgefið hreinskilnina en þetta var ekki ósanngjarnt jafntefli. Og þrátt fyrir að dómaragreyið hafi leyft Everton meira og dæmt illa… þá fannst mér Liverpool ekki spila nógu vel. En við þessu er að búast. Tvennt sem mér fannst áhugavert: að sjá fíflið hann Pickford high-five Diaz eftir að hann skelltist í stöngina … ekkert vesen, bara high five og haldið áfram. Svo fannst mér fyrirliðinn flottur að róa menn í lokin og reyna að koma Slot í burtu frá dómaranum. Þetta vil ég sjá hjá fyrirliða (sem samt var ekki að eiga sinn besta leik).

    Allt í allt … 7 stiga forysta og mér finnst það bara flott. Halda pressunni og láta okkur hafa fyrir titlinum. Það er ekki séns að við förum bikaralausir í gegnum þetta tímabil.

    11
    • Það er samt erfitt að halda takti þegar dómarinn flautar 20 sinnum á okkur vs 9 a Everton og þeir voru að spila grófa bolta

      8
  11. Það sem var mest svekkjandi var frammistaða okkar manna, hún var vel undir pari allan leikinn.
    Lélegar sendingar, lélegar hreinsanir og leikmenn fóru í heimskuleg brot sem drullulélegur dómari nýtti sér til að skemma leikinn.
    Líklega hefðu bæði mörk Neverton ekki átt að standa, en við áttum bara að gera betur.

    7 stiga forusta þegar 14 leikir eru eftir…………þigg það!
    YNWA!

    9
  12. Þetta var Everton í síðasta heimaleik sínum á Goodison Park. Það er eins og sumir haldi að við hefðum bara átt léttan leik í vændum.

    Svekkjandi úrslit já en við skulum ekki halda að þetta hefði átt að vera walk in the park dagur í vinnunni.

    Liðið var að reyna en Everton voru bara hrikalega fastir og erfiðir. Tek þetta stig og bæti því við á töflunni.

    11
  13. Með ólíkindum í stöðunni 1-2 á 88. mínútu að setja inn Jota en ekki Endo.

    Dómara leiksins tókst að sjálfsögðu að vera miðdepill og litla skitan þar. En ekkert sem kemur á óvart.

    Heilt yfir verðskuldað stig hjá Everton. En eftir að vera sekúndum frá sigri þá er tilfinningin ömurleg tvö töpuð stig og tvö ömurleg mörk sem liðið fær á sig.

    Doucouré er algjört shithouse en var líklega maður leiksins.

    Erfið leikjatörn framundan og vonandi láta menn þetta mótlæti ekki brjóta sig niður.

    Áfram Liverpool!

    11
    • Já einmitt. Þarna hefði maður viljað sá samúræjann okkar loka fyrir lekana.

      8
  14. Uppbótartimi er 5 mínútur, jöfnunarmarkið kemur þegar klukkan slær 97:08. Það segir allt sem segja þarf!

    Þess utan gátu okkar menn aldrei farið út í þennan bardaga Everton manna (minna á Stoke City hér um árið) þar sem dómara druslan dæmdi á allar snertingar af okkar hálfu = mikið ójafn leikur.

    Okkar menn eins og boxari í hringnum með aðra hendi bundna á bak aftur!

    Áfram gakk, næsta leik takk!

    YNWA

    6
    • Menn meiddust og leikurinn var stopp frá 93:46 – 95:45 þeir skora 97:10 (1:25 síðar). Þá hafði Oliver þegar gefið til kynna að hann hefði stoppað tímann þegar Ali og Dijk voru að tefja markspyrnu. Svo það var margt að hjá Óliver í kvöld en tíminn var ekki eitt af þvi.

      1
  15. Vont að eiga alltaf þennan leik inni því er lokið og forystan jókst um 1 stig þakka fyrir að enginn meiddist í leiknum þó við missum Jones og Slott í eins leikja bann…7 stiga forskot á arsenal er góð staða með hópinn nánast án meiðsla arsenal eru komnir í meiðslavandræði…

    7
  16. Sko, …

    1. Tökum þessum úrslitum af yfirvegun þeirra sem eru á toppnum. Við vorum á toppnum fyrir leikinn, við erum það líka eftir leikinn og við verðum þar (alla vega “solid” öruggt) eftir næstu 2 leiki, jafnvel 3. Búin að auka forystuna.

    2. Þetta var algjör innanborgarleikur í Liverpoolborg af bestu gerð, auðvitað var ekkert í boði eins né neins allar mínúturnar. Sem innanborgarleikur, var þetta líka sá síðasti í “nef upp við nef” mætingu beggja liða á vellinum. Auðvitað var ekkert gefið eftir af andstæðingana hálfu. Sjáum bara til með næsta leik Everton megin, þeir eiga enn eftir að búa til stemmingu þar, látum þau ekki ná henni auðveldlega.

    3. Eftir hina allra ljótustu meðferð Pickfords á VVD um árið lá leið Everton aldrei nema niður á við. Karma beit þau strax vel eftir þetta. Í dag (sem og alla daga í öllum kringumstæðum) var sérstaklega ánægjulegt að sjá P hirða boltann úr netinu. Og gaurinn hafði nákvæmlega ekki meira sjálfstraust en að hirða boltann úr netinu og taka því bara, hann bjóst allan tímann við verri útreið.

    2
  17. Við getum kvartað yfir dómgæslunni, sem er rétt en við verðum að horfa á uppstillinguna. Það hefur sýnt sig að Luis Diaz í níunni er fullreynt. Þarna hefði átt að stilla Nunez til að djöflast í vörninni. Þá óttast ég að það komi í bakið á okkur að hafa ekki keypt leikmann í þessa stöðu. Þá verð ég að segja að Arne og hans menn verða að halda haus. Hann má ekki fá dómarana uppá móti sér og liðinu. Ég get lofað því að það mun bitna á okkar liði.

    8
  18. Ég var að lesa að í þremur leikjum með Michael Oliver hefur Liverpool tapað 7 stigum en í hinum 21 leikjunum hefur liðið tapað 8 stigum. Getur þetta verið rétt? Hrikaleg tölfræði.

    6
    • Þessi gæi er bara með mjög vafasamatölfræði
      Fyrir City. Arsenal menn hata hann líka.
      Gulaspjaldið kom með tölfræði um þennan mann sem var sláandi
      Það er tvennt í boði annað hvort er hann svona svakalega slakur eða hlutdrægur.

      En hvað um það 7 stig er það plús markatalan. Nú er bara að vona að Arsenal misstígi sig næst.
      Við megum ekki gleyma að þetta er í okkar höndum.

      3
      • Arsenal fer bráðum á útivöll til Nottingham Forest og á útivöll gegn Man Utd, annars vegar liðið í þriðja sæti og hins vegar lið sem hatar Arsenal. Ekki víst að Arteta fari heim með sex stig úr þeim rimmum. Svo má alltaf vona að Michael Oliver fái góða fasta vinnu í Arabíu.

        3
      • Já samkvæmt LfcHistory.net hefur hann dæmt þrjá a þessu season hjá okkur. Þennan leik Man Utd leikinn 2-2 og svo 0-1 tapið gegn Forest (þar sem hann gerði í þvi að drepa tempo).

  19. Hræðilegt að hanga ekki á þessu sem hefði samt verið óverðskuldað því frammistaðan ver hörmung. Það vantaði 9 leikmenn að ég held ég lið Everton eftir að þeirra sprækasti maður í vetur fór út af í byrjun. Everton voru ákveðnari alls staðar á vellinum. Miðjumenn Liverpool voru eins og smákrakkar of töpuðu flestum návígum. Mér finnst því miður spilamennska Liverpool engan veginn nógu sannfærandi eftir áramót þótt sigrar hafi komið hér og þar. Það þarf mikið að batna og það fljótt ef forskotið á ekki að vera horfið fljótlega.

    6
  20. Heilt yfir sterkt að fá stig úr svona slakri frammistöðu. Sem er líklega mitt helsta áhyggjuefni á þessum tímapunkti. Hvernig er hægt að mæta í svona leik og sýna svona lélega frammistöðu. Alveg eins og Everton var þetta síðasti leikur okkar á Goodison og afhverju langaði okkur ekki að eyðileggja partýið þeirra eins og þeir okkar? Það er sama skítalykt af þessu og undir Klopp. Leikmennirnir okkar hreinlega brotna undan smá mótlæti og ég þoli það ekki. Eina sem þessir frábæru fótboltamenn þurfa að gera er að matcha orkuna þeirra. Afhverju er það svona erfitt fyrir þá. Við vinnum auðvitað flesta leiki útaf gæðum en þetta Everton lið er bara ekki gott og við eigum ekki að þurfa tefja á lokamínútum við nema kannski þrjú eða fjögur lið í heiminum.

    Þannig sterkt stig sem heldur þessari baráttu ennþá í þriggja leikja sveiflu. Arsenal á auðvitað ennþá eftir að mæta á Anfield sem er risa prik fyrir okkur. Vonum bara að bilið verði ennþá í kringum þessi 7 stig þá, sem ég er farinn að óttast að verði ekki. Nú er lag að rífa sig í gang, einn bikarleikur eftir og við eigum að geta höndlað deild og meistaradeild með vikuhvíld inná milli af og til!

    KOMA!

    3
  21. Oliver er nýji Howard Webb þ.e.þarf alltaf að vera miðpunkturinn og alltaf í sviðsljósinu. Á umfram þeim var headlines Halsey það er alltaf einn sem þarf að láta allt snúast um sig.

    6
  22. Spillingin er svo augljós og það ætlar enginn að gera neitt í því.
    20 vs. 9 aukaspyrnur !!
    Þetta er ógeðslegt.

    7
  23. Ekkert út á leikmenn að setja. Börðumst eins og ljón á velli sem við sjaldnast náum að kreysta fram sigur.

    Því miður kostað Oliver okkur leikinn að þessu sinni.

    1. Aldrei aukaspyrna í fyrsta markinu. Engin snerting.

    2. Gueye átti að fá seinna gula fyrir að hanga aftan í. Tim Sherwwod meira að segja sammála.

    3. Mo Salah sparkaður niður fyrir augum Olivers. Augljósari verða aukaspyrnur ekki og bara svindl að hann skyldi ekki hafa flautað

    4. Bakhrindingin á Konate. Alltaf brot og miðað við það sem hafði verið dæmt áður í leiknum … alltafíheiminum brot.

    Vona að þessi leikur gefi mönnum blóð á tennurnar og menn hugsi um sig sjálfa eins og Van Dijk orðaði svo vel í góðu viðtali eftir leikinn.

    Áfram Liverpool!

    8
    • Núna er manni aðeins búin að renna reiðin og ég var að spá í að telja upp þessi atriði og það eru reyndar miklu fleiri sem er hægt að tína til. Ég fer samt ekki svo langt að segja að Oliver hafi kostað okkur leikinn, við vorum arfaslakir og jafntefli eru sennilega sanngjörn úrslit.
      Það sem mér fannst eiginlega verst var hvað það var ótrúlega mikið ósamræmi í dómgæslunni, það mátti varla anda á Everton leikmennina, en það þurfti helst jarðýtu til að tækla okkar menn svo Oliver tæki eftir því
      Eina sem kannski er hægt að segja að hafi fallið með okkur var hugsanleg hendi á Konate, en fyrir mér var það samt ekki hendi, ekki hlutlaus, en það hefði verið afar harður dómur. Annars fannst mér eiginlega allt falla með Everton í dómgæslunni og það hafði áhrif á flæði okkar manna í leiknum, Everton fengu að spila nákvæmlega sinn leik en ekki við.

      8
      • Síðan má bæta við atriði 2. að PGMOL og dómarastéttin mun sennilega afsaka sig með því að hagnaði var beitt í seinna atvikinu. En það var engin hagnaður í því tilfelli, ef eitthvað var, skemmdi þetta peysutog sóknina, það er amk mín skoðun. Mér finnst þessi nýja regla varðandi hagnaðinn verulega vafasöm, þeas að fella niður gul spjöld í þessum tilvikum, það þarf að skilgreina þetta miklu betur.

        5
      • Algerlega, dómarar gera mistök en það er ekki hægt að fyrirgefa slíkt hróplegt ósamræmi innan sama leiksins.

        1
  24. Það er allavega klárt að við fáum L’pool í revange mode þegar þessi lið mætast aftur á Anfield síðar á leiktíðinni. Það verður svakalegur leikur 2. apríl.

    3
  25. Það er slæmur kostur að vanvirða og vanmeta andstæðinginn. Vera of sigurvissir og sjá bikara innan seilingar. Þetta er bannað.
    Betra að vera auðmjúkir og láta verkin tala.
    Hugsanlega er einhver lognmóða, leiði eða óánægja meðal leikmanna.
    Liðið er ekki að spila sama leki og fyrir áramót og hugsanlega mótherjarnir farnir að lesa leik liðsins.
    Kæruleysi og ofmat nei takk.
    Verðum ekki meistarar með þessu áframhaldi.

    3
  26. Þessi sirkus í lokin gæti hafa kostað okkur meira en bara þessi 2 stig. Þar sem Arne Slot verður í banni gegn Wolves, Villa og City. Verðum að halda haus.

    1
      • FA er búið að draga fréttina um tveggja leikja bannið til baka. Hún er horfin.

        Frestur til að kæra Slot er til loka vinnudags á mánudag. Liverpool fær 3 daga til að bregðast við kærunni og FA 3 daga eftir það til andsvars og svo líða 10 dagar í viðbót áður en yfirheyrslur hefjast – þannig að Slot er ekki að fara í bann næstum því strax.

        1
  27. Er einhver búinn að átta sig á því fyrir hvað Slot fékk rautt? Erfitt að sjá á myndum neitt annað en að hann hafi tekið í hendina á Oliver.

    1
    • Þetta er víst það sem hann sagði skv varalesara:

      According to lip reading expert Jeremy Freeman, Slot said to Oliver, “Great game” as he approached him, which the official seemingly took as sarcasm and promptly reached for his pocket. A stunned Slot then asked: “Sure, you give me a red for that?… I will check it out for later… me and you, yeah?”.

      1
  28. Arne Slot þarf að halda haus í aðstæðum eins og mynduðust í gær. Hann skammaðist sín fyrir leikinn gegn Plymouth og gjörsamlega sprakk og missti vitið undir lok leiks. Fyrir nokkrum dögum síðan hefðum við getað unnið þrennuna og Carabao cup en það er úr sögunni. Hann þarf líka að klára að gera samninga við lykilmenn liðsins til að sýna að hann sé rétti maðurinn í starfið. Við eigum fínan möguleika á móti fallbaráttu liði Wolves, snúum dæminu við þar!

    YNWA

    4
    • Það er ekki Slot sem gerir samninga við leikmenn. Því er stjórnað í efri hluta fyrirtækisins. Slot er head coach, ekki manager, og sér ekki um samninga.

      5
  29. Smá tölfræði.

    Miðað við stigasöfnun í fyrstu 24 leikjum tímabilsins er Liverpool að jafnaði með 2.375 stig í hverjum leik. Næsta lið á eftir, Arsenal, er með 2.083 stig í leik. Einföld margföldun, nb. miðað við gengi liðanna fram að þessu, segir okkur að Arsenal endi leiktíðina með 79 stig. Það þýðir að Liverpool þarf 80 stig til að vinna deildina. Og munum að Arsenal er bara með þrjá framherja á næstunni. Leandro Trossard (4 mörk), Ethan Nwaneri (3 mörk, verður 18 ára eftir mánuð) og Raheem Sterling (hefur enn ekki skorað mark í vetur).

    Ef við framreiknum þessi 2.375 stig þá verður Liverpool Englandsmeistari í 34. leik, á heimavell gegn Tottenham laugardaginn 26. apríl.

    Set þetta bara hérna til gamans.

    6
  30. Ég er búinn að halda með Liverpool ansi lengi, sennilega lengur en flestir á þessari síðu, ætli við séum ekki að tala um sirka 50 ár +/-. Ég verð samt að segja að ef eitthvað eitt gæti fengiæ mig ofan af því að halda með þessu dásamlega liði þá væri það hluti stuðningsmanna sem tjáir sig hér, það liggur hreinlega við að ég skammist mín fyrir að segja að ég haldi með þessu frábæra fótboltaliði þegar ég les komment eftir leiki um starfsmenn leiksins, fólkið sem sér til þess að leikurinn fari yfir höfuð fram. Menn vilja að þetta fólk sé aflífað með grófustu aðferðum fornaldar fyrir einhver smá mistök sem öllum geta orðið á í hita leiksins, ég meina, komm on stuðningsfólk Liverpool, við erum beyri en þetta!!!

    10
    • Djonnson, ég tek undir það með þér að línan er ansi þunn hjá flestum hér milli þessa að vera hetja eða skúrkur með á leik stendur.

      Auðvitað var þetta svekkjandi jafntefli, enn það er bara áfram gakk og næsti leikur.

      1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Everton – kveðjum Goodison með sigri!

Deloitte og Kop.is í samstarf