Svosem ekki margt sem kemur á óvart, einna helst að Díaz byrji uppi á topp frekar en Nunez sem þó spilaði bara hálfan leikinn um helgina á meðan Díaz spilaði allar mínúturnar:
Bekkur: Kelleher, Trent, Quansah, Tsimikias, Endo, Jones, Elliott, Jota, Nunez
Það væri rooooosalega vel þegið að krækja í stigin þrjú í kvöld.
KOMA SVOOOOO !!!!!
Okkar sterkasta lið. Því miður fáum við ekki að upplifa að vera með alvöru 9 sem Luis D er í nú því sumir leikmenn sem nú eru verða farnir í önnur lið.
Koma svo 1-3 fulla ferð áfram
Vonandi náum við að skora snemma
Vá ! .. litla varnafeilið
Ég var að garga og góla inni stofu hvers vegna þeir væru með vörnina svona framalega og þá skora þeir.
Átti ekki vera aukaspyrna.
Sama sagan… eins og þeir séu í sjokki að það sé smá mótlæti…
Ha ha ha
Fjörug byrjun koma svo!
Aldrei aukaspyrna
Oliver duglegur að dæma brot á Liverpool þar sem engin snerting er. Verður þá trúlega rautt loksins þegar við brjótum af okkur 🙂 En annars bara læti og fjör.
YNWA
Getum við.hætt að gefa þeim þessar aukaspyrnur ?
Djöfulsins sjálfur báðir bakverðirnir okkar alveg að drulla
Oliver heldur með Everton.
Þvílík dómgæsla !
Það er verra að horfa á þetta en bikarleikinn um helgina
Enn einu sinni brot án snertingar
Það væri gaman ef eh nennti að taka saman syrpu er varðar Liverpool sem héti, þetta er brot en þetta ekk
Ég skil bara ekki vin okkar sem er að lýsa leiknum. Tvær aukaspyrnur sem dæmdar voru á okkur var engin snerting en hann sá það ekki í útsendingunni.
Koma Gakpo betur inní leikinn
Djöf lélegt en yfir … ótrúlegt …
Spjald á níu mínútna fresti. It’s a derby allright!
Oliver er bara keng ruglaður þarna inn á !
Tökum þetta í seinni finnst Nunez eiga koma inná til að pönkast í þeim
Allt í einu er einsog Everton sé að fara að vinna titilinn.
Þetta oliver kvikindi. Þvílíkur viðbjóður !
Liverpool líta bara alls ekki út eins og meistarar í þessum fyrri hálfleik. Robbo með ævintýralega heimskulegt gult og Bradley með litlu skárra gult. Manni líður hálf illa við að horfa á þetta. Þetta VERÐUR að batna í seinni. Manni finnst eins og Everton vinni flest návígi.
Oliver er sannarlega lélegasti dómarinn í deildinni. Þótti efnilegur á árum áður en svo hefur leiðin legið niður á við.
En látum það ekki á okkur fá.
Ég okkar menn haldast 11 inni á vellinum þá munu þeir sigla þessu heim á endanum. Ofurfætur miðjumanna liðsins ættu að sjá til þess.
Leiðinlegt Everton lið mætt með enþá leiðinlegri þjálfara sem spilar einn leiðinlegsta fótbolta í heimi ,og svo er þetta kórónað með Michael Olver drullukunntu sem hatar Liverpool og öll vafaatriði falla hjá Everton. En ég er ekki vanur að spá fyrir leikjum en ég held að vinnum þetta helv Everton lið.
Fannst Everton bara spila miklu skemmtilegari bolta í þessum leik. Stend með sjálfum mér.
Er þetta ekki bara að spilast ca eftir bókinni!! Brjáluð barátta og brjáluð stemning. Vonandi eru þeir bláu að keyra sig út…..en hvað veit maður svona leikir gefa mönnum extra orku. Félagi Oliver svolítið í sviðsljósinu en vonandi er hann bara orðin þreyttur í spjaldahendinni. Slæmt að hafa báða bakverðina með spjald en eigum s.s. skiptimenn fyrir þá. Diaz ekki alveg í fílingnum, er svona meira að hlaupa á menn en framhjá en vonandi finnur hann sína braut í seinni. En bara áfram með fjörið
YNWA
Sælir félagar
Af hverju þarf Liverpool að spila eins og Everton. Því spila þeir ekki sinn bolta og vinna leikinn í rólegheitum þegar þeir bláu eru sprungnir. Ekki láta leiða sig í þessa bull knattspyrnu. Koma svo og taka þennan leik í sínar hendur.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála þurfum að vera aðeins klókari og þræða hann betur í gegnum miðjuna
Sammála, finnst liðið detta aðeins oftar í þetta að undanförnu.
Já, þetta er eins og Allerdyce á móti Allerdyce
Hvað er það með þennan völl? Okkur gengur verr þarna heldur en á Ethiad eða Emirates.
Veit að þetta er derby slagur en það eru nú ekki margir local drengir í þessum liðum.
Tveir sigrar í 13 leikjum á móti liði sem getur akkúrat ekki neitt.
Þeir gera allt til að pirra okkur meigum ekki falla í gildruna væri geggjað að Van Dijk kæmi með eina pönnu úr hornspyrnu
Robbo er að eiga stinker!
Var næstum því dottinn á hausinn við vítateig. Hefði getað orðið dýrt. Hann er ekki góður, kallinn.
Skiptingu takk fyrir.
Jæja núna má bara fara að ræsa aðalvélina og slökkva á dómaranum takk
YNWA
Oliver ömurlegur, með ólíkindum að Idrissa Guye hafi ekki fengið tvö gul í fyrri fyrir aftan í tog
Falleinkunn að halda ekki coolinu og falla á sama plan og Everton
Ekkert spil og lítið gæði í gangi
Þetta endar bara á einn veg.
Minnir smá á Bournemouth leikinn. Manni fannst þeir líklegri í seinni hálfleik fram að marki Liverpool.
Slot á þetta skuldlaust,afhverju er Diaz ennþá inná og Jota úti? Er hann að reyna að hanga á jafntefli? Þetta er ömurleg frmmistaða,ekki 1 marktilraun í seinni hálfleik
Dómgæslan maður minn!! En okkar lið dapurt í dag enn sem komið er
Jafntefli eða tap, sé ekki að við fáum meira úr þessu
Salah varla sést í leiknum en svona er hann! Mark og stoðsending! Gjörsamlega magnaður!
Yes, yes, yes, hver annar ?
Salah !!!!!!!!!
Sala Sala, ha ha.
“It is Mo Salah, of course it is!!”
Þulurinn ca. 2 mín. eftir að hafa sagt ca. Everton þarf að fylgjast með Salah, hann hefur varla sést en hann markaárangur hans gegn Everton er mikill.
Skandall þessi dómgæsla! Ef Liverpool vogar sér að vera jafn “fisikal” eins og Everton þá sturlast Oliver á flautunni!!
ps lof jú Salah!!!!! :0)
SALAHHHHHH!!!!!
Jæja Arne, inn með Endo og loka þessum pakka?
Trúi þessu rugli ekki
Aumingjar
Orðlaus.
Rottu unginn Oliver!!! ógeðslegt. átti að spila þar til að Everton skoraði
Spiluðum á móti 12 á vellinum ógeð
Þetta er nú meira bullið. Þessi leikur er algjörlega bara grín. Og þessir Neverton looserar fagna eins og þeir séu orðnir Englandsmeistarar.
Meiri fávitinn þessi dómari. Það var vitað.
Hrikalegur endir. Og dómarinn leyfði leiknum að halda ansi lengi áfram umfram tíma.
Þetta var samt mikilvægt stig. Markatalan gefur okkur enn aukastig og keppinauturinn þarf enn að vinna þrjá leiki umfram okkur. Hefði verið miklu verra að tapa. Auðvitað hefði maður samt viljað vinna þennan leik eins og hefði átt að vera.
uss… 7 stiga forysta + markatala. Þetta gæti nú verið verra gegn tannlausum nöllum.
Agalegt að missa svona stjórn á sjálfum sér. Megum ekki við svona vitleysu.
Þetta lið verður aldtrei meistari, hafa ekki hausinn í þetta,algjört þrot
Rétt, Everton verða aldrei meistarar.
Ætlaði ekki að læka þetta heldur spyrja: Um hvað ertu að tala? Fáein jafntefli og eitt tap?
Við verðum SKO meistarar, sjáðu bara til!
Hræðileg frammistaða. Ekki dómaranum að kenna.
EKKERT VÆL …. Okkar menn lélegir og jafntefli góð úrslit … hins vegar fannst manni þetta komið í 1-2 og reiknaði með sigri … en úrslitin sanngjörn því miður
Óliver – því miður maður leiksins. Verðum bara að taka þetta á kassann. Ekta derby leikur – sama sagan og með ManU. Finnst nú mest til þess koma að við höfum ekki misst menn í meiðsli í svona leik