Deloitte og Kop.is í samstarf

Eins og hlustendur Gullkastsins hafa heyrt í síðustu þáttum, þá hefur nýr samstarfsaðili bæst í hópinn hjá Kop.is.
Við bjóðum Deloitte hjartanlega velkomin til leiks.

Fagmaður vikunnar í Gullkastinu mun héðan í frá vera í boði Deloitte, enda eru þau leiðandi í faglegri þjónustu.
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu.
Það eru margir góðir stuðningsmenn Liverpool í Deloitte liðinu og gaman að fá þau til liðs við Kop.is samfélagið.

Á myndinni má sjá Þorstein Pétur Guðjónsson, forstjóra Deloitte, og Sigurstein Brynjólfsson frá Kop.is, við undirritun samningsins.

5 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Ég bað gervigreindina að skanna yfir samninginn sem liggur á borðinu. Jahérnahér, þvílikur samningur. Þó svo að gervigreindin hafi verið meira hrifnari að uppsetningu og formi en innihaldi samningsins. Til hamingju Kop.is

    Við hér á Ystu Nöf höfum verið að pæla í að fá okkur áhættumat enda oft langt gengið og farið fram á ystu nöf. Það er aldrei að vita nema við leitum til áhætturáðgjafa Deloitte.

    14
  2. Til lukku með þetta og takk fyrir að styðja síðuna góðu maður veit ekki hvar maður gæti tuðað um Liverpool ef ekki hér : D enda besta spjallborðið þó víða væri leitað !

    YNWA

    8

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Everton 2-2 Liverpool

Úlfarnir koma heimsókn – Upphitun