Liverpool mætti, ja…nokkuð öflugum Úlfum í dag. Förum yfir stöðu mála:
Mörkin
1-0 Luis Diaz (15.mín)
2-0 Salah (37.mín – víti)
2-1 Cunha (67.mín)
Hvað gerðist markvert í leiknum?
Leikurinn byrjaði frekar rólega, fyrstu 10-12 mínúturnar voru liðin að þreifa fyrir sér. Liverpool virkaði með yfirhöndina og eftir ekkert alltof langa bið kom fyrsta mark leiksins. Skyndisókn, Salah með frekar misheppnaða snertingu/sendingu, en varnarmenn Úlfanna lögðu boltann fyrir Diaz sem skoraði með maganum.
Eftir markið var Liverpool með yfirhöndina, Úlfarnir komust lítið sem ekkert áleiðis og þessir yfirburðir skiluðu sér í vítaspyrnu. Hún kom eftir sendingu MacAllister, innfyrir varnarlínuna á Diaz. Hann axlaði Agbadou og komst einn í gegn, tók snertingu á boltann og Sá óð í hann og tók hann niður. Pjúra víti.
Fyrri hálfleikurinn leið svo sitt skeið, það var þó ansi afdrifaríkt að Konate fékk gult fyrir brot við vítateig andstæðinganna og svo hálft annað gult skömmu seinna, þannig að Slot þorði ekki öðru en að taka hann út af í hálfleik. Eftiráaðhyggja frábær ákvörðun en þið farið kannski yfir það í ummælum hvort hægt sé að spjalda fyrir uppsöfnuð brot liðsins. Sem ég held reyndar að sé oft gert.
Því að seinni hálfleikur var eins slappur og sá fyrri var hress. Þetta var eins og svart og hvítt því Liverpool gat hreint ekki rassgat í seinni hálfleik og Úlfarnir gengu svo sannarlega á lagið. Jota hefði getað gert aðeins betur í skyndisókn þar sem hann reyndi að fiska víti og Salah skoraði síðan rangstöðumark. En Salah er nú kominn með jafnmörg mörk úr vítum og Steven Gerrard, 32 talsins. Og þarf þá bara eitt víti í viðbót til að komast á toppinn hjá Liverpool yfir flest mörk skoruð úr vítum í sögu félagsins. Enn eitt metið hjá honum. Og hann er í fjórða sæti á eftir Alan Shearer, Frank Lampard og Harry Kane í ensku úrvalsdeildinni.
Hverjir stóðu sig vel?
Það er nánast eingöngu hægt að tala um fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var virkilega slakur þótt varnarhluti liðsins hafi spilað ágætlega þann part.
Í fyrri hálfleik voru það Diaz og Salah sem gerðu það sem breytti leiknum. Þeir gerðu það sem skipti máli rétt eina ferðina enn. Diaz hefur spilað út úr stöðu upp á síðkastið og í dag minnti hann á sig á vinstri kantinum. Við erum bara spoilt for choices þar, en ekki eins mikið í sentersstöðunni. Miðjumennirnir réðu ferðinni í leiknum og stjórnuðu þessu öllu saman mjög vel.
Mér fannst Jota líka spila nokkuð vel megnið af hans mínútum inni á vellinum, djöfulgangurinn í honum er alveg magnaður og hæfileikarnir líka. Vonum að hann haldist heill fram á vorið, þá verður titillinn okkar.
En…maður leiksins fyrir mig. Tveir gaurar. Þegar Úlfarnir hótuðu jöfnunarmarki varði Alisson frábærlega. Og í lokin átti Quansah blokk sem kom í veg fyrir klárt mark frá Wolves. Þess vegna fá þessir drengir mann leiksins í dag. Og það er þrátt fyrir að Van Dijk hafi átt nánast alveg gallalausan leik, Salah hafi hálf lagt upp og skorað, og Diaz fiskað víti og skorað – það sem gerði út um leikinn. Þegar þarna var komið sögu þurftu menn að stíga upp og Alisson og Quansah gerðu það, menn leiksins í mínum huga.
Hvað hefði mátt betur fara?
Agalegur seinni hálfleikur hjá svo gott sem öllu liðinu. Menn stóðu þó pliktina sína og kláruðu þrjú stig. Héldu ekki hreinu. Margar frammistöður sigu verulega í seinni hálfleik, kannski ætti ég að nefna miðjumennina, en það er óþarfi, þrjú stig eru komin í pokann.
Umræðan eftir leik
Hálfleikirnir eins og svart og hvítt. Hvernig væri að ná bara heilum leik á fullu blasti? Ef við gerum það klárum við alla leiki 3 eða 4-0. En það er auðvitað farið að vora, meira að segja hérna á klakanum og þreyta tímabilsins er kannski farin að segja til sín þótt prógrammið hafi hingað til ekki verið neitt bilað. Kannski líka andleg þreyta eftir að hafa misst leikinn gegn Everton í jafntefli. Staðan er samt 7 stiga forysta og með hverjum sigrinum minnkar trú Arsenal á verkefnið. 3 stig. Það er það sem skiptir öllu.
Hvað er framundan?
Næst er það heimsókn á Villa Park. Við erum með 4 af 6 mögulegum stigum úr þessu 15 stiga prógrammi í febrúar. Það er ágætis byrjun, höfum það 7 af 9 eftir leikinn gegn Villa. Svipað byrjunarlið, vonandi verður Gakpo klár, Jota og Trent fengu hvíld í dag. Miðjan þarf samt að klára 90 mínúturnar gegn Villa aðeins betur. Þeir eru samt búnir að vera upp og ofan og stefnum bara á klár þrjú stig þar.
YNWA
Ég sakna virkilega sannfærandi sigra núorðið. Hvað er að ske ?
Getur líka verið dýrt ef krafturinn minnkar og fleiri jafntefli detta inn. Arsenal virðist því miður þvælast í gegnum flesta leiki, jafnvel þeir eigi ekki að geta það.
Hvernig ætlar Slott og Co að laga þetta?
Við getum ekki bara spilað fyrri hálfleik.
Það er alveg á hreinu að svona frammistaða eins og var boðið upp á í seinni hálfleik dugir alls ekki á móti næstu 2 andstæðingum á útivelli, Aston Villa og Man city munu refsa okkur illa ef við verðum ekki á tánum í 90 mín.
En fengum 3 stig þrátt fyrir ömurlegan seinni hálfleik og þau eru svo sannarlega vel þegin.
Ekki gleyma Endo, stríðsmaður þegar á reynir og munaði svo sannarlega um hann þegar hann mætti til leiks!
Sterkur sigur eftir mjög orkufrekan leik gegn Everton í miðri viku.
Alls ekki arfaslakur leikur við fjarlægjumst 15. sætið hægt og örugglega.
Til að komast í gegnum leikjaálagið verða leikmenn að passa sig og því er liðið að spila á 80-90% krafti. Í dag vantaði Jones og þvi ekki hægt að fá aukakraft a miðjuna. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig næstu 3 leikir fara. Verður orkan næg til að vinna Aston Villa, ManCity og Newcastle á einni viku? Vonandi.
Þetta var ekki fallegt hjá okkar mönnum í dag. En höfum hugfast:
Að landa þremur stigum með slakri frammistöðu – að vinna ljótt – er einkenni liða sem vilja og geta unnið titla.
Margir erfiðir leikinn framundan og vonandi missa Slot og Hulshoff ekki af alltof mörgum leikjum þegar búið verður að afgreiða kæruna gegn þeim.
Eftir mótlætið gegn Everton voru stigin þrjú það eina sem skipti máli í dag.
Áfram Liverpool!
Þessi leikur var aldrei að fara að vera auðveldur, eiginlega alls vegna. En næstu 2 verða ennþa erfiðari, eiginlega stigmognun, þar til maður ser LFC taka manc live a heimavelli manc, það verður eithvað.
Aður fyrr var seinni alltaf betri, nu var það fyrri, tokum Bjart a þetta, og harmonerum þetta saman.
YNWA
Leikjaálagið að segja til sín hjá Liverpool, góður fyrrihálfleik en Úlfarnir frábærir í seinnihalfleik þannig að við réðum ekkert við kraftinn í þeim en þrjú stig í hús er allt sem ég bið um og er sæll og glaður með okkar sjö stiga forustu í ensku deildinni.
Hvort við verðum meistarar í vor eða ekki veit ekki nokkur maður en vissulega er staðan góða miðað við mínar væntingar síðasta sumar.
Ég veit ekki á hverju menn áttu von ef þeir halda að Liverpool fari léttilega gegna um alla leik sem þeir spila, við höfum harkað í gegnum um nokkra leiki en náð samt í eitt eða þrjú stig úr leikjum sem við áttum kannski ekkert skilið úr sem ber að virða.
Þetta er vissulega spennandi staða sem við erum í og að vinna ,,ljótan” sigur í dag er merki um karakter. Við eigum svakalega leiki framundan og þá mun virkilega reyna á. Það er líka strembið prógram hjá nöllurum en þeir eiga WH, NF, MU og Chelskí framundan. Þeir verða að vinna allt sitt og treysta á að við töpum leikjum, nokkrum leikjum. Látum það ekki gerast, takk fyrir!
Munurinn á okkur sem sitjum með öl og bumbuna út í loftið á meðan LFC spilar, og þeim sem hafa atvinnu hjá LFC er að við gerum þetta sem afþreyingu en það fólk sem vinnu.
Everton, Wolves, Villa, City, Newcastle í kippu með ca. 3 daga bili á milli leikja er svakaleg vinnutörn. Ímyndið ykkur erfiðustu vinnutörn sem þið getið. Svoleiðis törn.
Allir — leikmenn og aðstoðarfólk og meira að segja áhorfendur á Anfield — slökuðu of mikið á þegar við vorum 2-0 yfir gegn Úlfunum. Við höfum oft í vetur getað siglt inn sigrum og í raun var allt í lagi þangað til að Cunha skoraði geggjað mark með xG upp á ca. 0.05. Þá sáu Úlfarnir ljós og hlupu að því. Allir leikir allra liða á Anfield eru úrslitaleikir og þeir eygðu von að ná jafntefli — Everton sigri.
Auðvitað voru menn að reyna að slaka á og klára leikinn létt. Það virkaði ekki og því litum við illa út. Slot kom með svarið sem var Endo og 442 án bolta. Við erum ekki mjög góðir í því kerfi, en það hafðist.
En held að enginn leikmaður hafi gleymt hvernig á að spila fótbolta, eða aðrir starfsmenn sem hafa gert svo vel þetta tímabil hvernig á að vinna vinnuna. Við kunnum allt sem við kunnum fyrir viku og mánuði síðan. Og meira til. Margir leikmenn eru að læra hvernig er að leiða erfiðustu deild í heimi. Meira en helmingur byrjunarliðsins og langflestir í hópnum voru ekki hjá LFC síðast þegar deildin vannst.
Njótum þess að styðja lið sem getur og gerir allt sem liðið okkar gerir. Þetta er allt “boðlegt” og ekki “skítlélegt” bara af því að við þurftum að naga neglurnar í korter. Deildin er maraþon og maður tekur ekki sprett á km 30 bara af því bara. Öll lið geta hluti og geta gert skráveifur. Gegn okkur og gegn Arsenal.
“Imagine what it’s like not to be us”
Tek alveg undir með Andra Þ. og gott að hafa sloppið með þetta. Man hreinlega vart eftir jafn slökum seinnihálfleik okkar manna. Það er aðeins of snemmt að vera orðinn þreyttur um miðjan febrúar. Kannski ætti að skrúfa upp stemninguna og koma leikmannamálum á hreint, gefa þeim bestu smá búst. Ef þetta verður svona eins og það var seinni helminginn í dag verður forskotið fljótt að fara. En auðvitað getum við þetta. Hreinsa hausinn, þjappa sér saman og klára þetta.
Vá hvað ég væri ekki til í að sjá Bobby fara til okkar aðal mótherja um sigur í deildinni
https://fotbolti.net/news/16-02-2025/roberto-firmino-ordadur-vid-arsenal
Held að hann myndi gera virkilega góða hluti með þeim
Sælir félagar
Það eru greinileg þreytumerki á liðinu og úthaldið ekki nema einn hálfleikur eins og er. Slot segir leikmenn mjög þreytta bæði andlega og líkamlega. Það er of snemmt finnst mér að vera búnir á því upp úr miðjum febrúar. Hvernig Slot ætlar að díla við það veit ég ekki en það verður ekki gert með varamönnum eins og Darwin Nunez sem kemur inná og gerir minna en ekkert. Líklega það slakasta sem ég hefi séð hjá honum frá upphafi og er þá langt til jafnað. Þegar álagið er svona verða varamenn að standa sig eins og Endo sem kom inná og gaf allt sem hann átti og átti mikinn þátt í að sigla þessum sigri heim.
Það er nú þannig
YNWA
Mér sýnist dagsplanið hafa verið að hægja á tempóinu og ,,spara orku”. Krafturinn í úlfunum leiddi aftur á móti til þess að okkar lið þurfti að eyða meiri orku í leikinn en hefði annars verið.
Svo er maður farinn að greina svipað ferli og í fyrra um þetta leyti. Það er eins og ákvarðanatakan um allan völl sé að verða of flókin eða ómarkviss. Sést best í fremstu víglínu þar sem sóknarmenn einhvern veginn gera hlutina á kolvitlausan hátt. Jota hefði auðvitað getað gert betur en að taka þessa dýfu og fleiri dæmi mætti nefna. En miðjan varð hriplek í seinni og vörnin opnaðist upp á gátt trekk í trekk.
Þessi leikur við Plymouth reyndist vera herfilegt IKEA próf á nokkra leikmenn sem við eygðum vonir um að myndu stíga upp núna í lokin. Hvorki Elliott né Chiesa gáfu til kynna að þeim væri treystandi fyrir mikilli ábyrgð, því miður. Þess vegna mun mæða enn meira á þessum sem hafa staðist prófraunir hingað til en þreytumerkin verða þá auðvitað meiri.
Enn erum við sennilega þremur tapleikjum vs. þremur siguleikjum ARS frá því að hafa þetta. Mikið þarf að ganga upp svo við klárum AV og MC næst Vonandi nýtir Slot tímann vel hann er sannarlega knappur.
Ljós í myrkrinu? Jú, Kurteisi Jónas ætti að verða klár, er það ekki, Konate fékk góða hvíld og Endo hlýtur að vera búinn að sanna sig sem lykilleikmann til að þétta miðjuna. Svo færi fengur í Gomez en ég veit ekk hvenær von er á honum! Og jú talandi um meiðsli þá gæti ég trúað því að ARS fari sömu spíralleiðina niður á við og gerðist hjá okkur þegar lykilmenn meiddust. Fleiri gætu fylgt í kjölfarið.
Þurfum á öllu að halda ef þetta á að sleppa hjá okkur í vor!
Ég held að menn hafi verið alveg dauðþreyttir og útúrkreistir bæði á sál og líkama eftir Everton leikinn. Slot er búinn að segja að þeir hafi ennþá verið með hausinn í Everton leiknum og panikkin varð eftir því, þegar Úlfunum tókst að skora. Allir skíthræddir um að fá annað jafntefli framan í sig. Þetta verður erfitt en Liverpool er EFST og áfram gakk!
Var orðinn mjög stressaður í lokinn. Svona seinni hálfleiks frammistaða mun hjálpa Arsenal að nálgast okkur, en Arsenal mun ekki vinna alla þá leiki sem eftir eru.
Liðið var bara bensínlaust í seinni hálfleiknum og einskær heppni að stig töpuðust ekki í þessum leik.
Innkoma Núnez var ekki heillandi og hann var bara á röltinu oft á tíðum og jafnvægið datt niður þegar hann kom inn og Jota fór af velli og auðvitað þá voru miðjumennirnir þreyttir og úr takti eftir því sem leið á leikinn og gerðu mikið af sendingar feilum og panik spörk fram á við sem enduðu beint í fætur Úlfanna.
Þetta verður mjög áhugavert á miðvikudaginn gegn Villa en þolið verður að vera betra þar í þeim leik ef ekki á illa að fara.