Liðin eru svona:
Liverpool:
Bekkur: Kelleher, Bradley, Quansah, Tsimikas, Elliot, McConnell, Endo, Nunez, Chiesa
Wolves:
Sá
Ait Nouri-Gomes-Agbadou-Doherty-Semedo
Gomes-André
Cunha-Guedes-Sarabia
Bekkur: Bentley, Djiga, Lima, Bueno, Traore, Bellegarde, Munetsi, Doyle, Forbs
Áfram Liverpool
YNWA
Koma svo taka 3 stig og halda hreinu væri gott líka.
Vonandi verður Gakpo ekki lengi frá.
YNWA
Ef liðið ætlar sér að vinna deildina þá verður að ná í stigin þrjú í dag. Ég er skíthræddur við Wolves liðið. En Liverpool á móti er með sitt besta lið og í raun engar afsakanir. Ef þessi leikur vinnst ekki þá hef ég verulegur áhyggjur af framhaldinu.
Ég vil ekki bara sigur í dag. Ég vil sjá lið sem vill vinna leikinn.
Ástandið súrnar hratt ef liðið hættir að vinna leiki. Þá verða samningsmál og “ekki kaup” fljót upp á yfirborðið.
Áfram Liverpool og áfram Slot!!!
Ekkert annað í boði en 3 stig í dag.
Úlfarnir ættu að vera þokkalega auðveld bráð á Anfield, en þeir koma eflaust til með að pakka í vörn eins og vaninn er þegar litlu liðin mæta í vígið okkar.
Spurning hvernig okkar mönnum gengur að kljúfa slíkt.
Spái 2-0 og 7 stiga forskotið heldur áfram
YNWA
Diaz setur 2. Kominn í sína réttu stöðu
Vonandi hefur þú rangt fyrir þér og hann skorar þrennu
Bananhýði í dag sem hæglega getur sett strik í reikninginn en ef allt er eðlilegt þá ættu að vera örugg þrjú stig í hús sem og næsta miðvikudag miðað við það sem ég sá til Aston Villa í gær.
Að því sögðu óttast ég Nouri og Cunha sækja á Salah og Trent á vinstri vængnum. Bið bara um þrjú stig í dag hvernig svo sem okkar menn fara að því!
YNWA
Haha klunnalegt mark en mark gott að klára!
Ekkert klunnalegt, bara fyrsta magamark sem eg hef seð!
YNWA
Dómarinn ekki að hlusta á bull frá wolves gott stuff
Jota er hungraður
Diaz að eiga stórleik
Salah klárar þetta af list
Ekki margt að segja að sinni, en hann Gravenberch okkar sýnir ýmsa takta sem minna á Virgil og einnig okkar góða mann Matip. Langraskrefayfirvegun og svali. Btw þá fengum við hollenska Berkinn, Szoboszlai og Macallister fyrir prísinn á Bellingham. Ég er ekki viss um að ég myndi skipta, svona eftir á að hyggja.
Svo er náttúrlega komið mark frá Salah!
Konate þarf að passa sig!
Slökum ekki á og bætum markahlutfallið….Konate verður að passa sig að fá ekki annað gult….
Skipta Konate útaf. Hann er illa stemmdur.
Frábær fyrri okkar menn sprækir og Diaz bestur.
Hef áhyggjur af Konate í seinni ef hann fær annað spjald spurning um setja Quansah inná kemur í ljós.
Halda þessu áfram í seinni og halda hreinu væri frábært!
YNWA
Þetta er flott. Quansah mætir til leiks og Konate fær dýrmæta hvíld. Diaz sjóðheitur. Salah flottur og miðjan traust. Virgillinn hefur verið frábær. Þeir hafa ekki náð skoti á markið að heitið getur.
Trent þokkalegur í vörn en hefur sennilega átt 10 misheppnaðar sendingar/skot. Óvenjulegt úr þeirri áttinni.
Jæja, Quansah og samúræinn inn á. Mætti einnig fá Bradley og svo Nunez fyrir Jota þegar komið er fram á 75
og eitt í viðbót… ég þori varla að hafa orð á því en þessi dómari kemur úr efstu skúffu. Flott flæði, tekur á leikaraskap og þess háttar. Leyfir leiknum að flæða.
Vel dæmdur leikur
Mætar fætur Dias dró
sem Dómínó.
Vitið skýtur skorar Moh
og skellihló.
Geggjuð varsla hjá Alisson
Afhverju var þetta ekki skoðað í Var markið hja Salah???
Já, af hverju voru ekki dregnar línur? Mér fannst eins og Úlfurinn fjær Salah gerði hann réttstæðan.
VAR hefur það að reglu að skoða að jafnaði ekki atvik sem gætu fallið Liverpool í hag. Þetta er margséð. Engar línur teiknaðar og ekkert gert. Horfði á leik minni liða í gær þar sem svona fimm mínútur fóru í arkítektúr VAR-herbergisins, öllum til leiðinda, og upphaflegur dómur svo bara staðfestur.
Í Spurs-leiknum í september 2023 var ekki einu sinni neitt VAR. Eða því var bara kastað í ruslið enda allt dómaratríóið fullt eða þunnt eftir svall í Dubai í boði sponsora okkar stærstu keppinauta síðasta áratuginn. Og það er erfitt að segja til um hvort ástæðurnar séu fleiri. Óþol yfirstéttar Bretlands gagnvart “verkamannliðinu”? Það er augljóst að fáeinir dómarar hugsa til fyrirlitngar um Liverpool. Ekki sá í dag þó.
er oliver .i VAR herberginu
Aldrei viti
Því miður aldrei víti
Nunez og Elliot inn
Alls ekki gott
Hehe, held að þetta endi í jafntefli, þetta liverpool lið er alveg úti að aka í seinni.
Jesus minn. Það er þreyta í liðinu.
Hefði ekki Jota átt að fá gult fyrir dýfu þá? Ég sé alla vega pælingar um það á bbc.co.uk … en yikes … mark hjá Úlfunum og spenna í leikinn …
Er Nunez að skokka ný kominn inn á
manni færi með þennan gaur inn á
Jæja Endo mættur Nú vil ég fá alvöru hugrekki. Þeir eiga alla seinni boltana.
Ferlegt að miessa miðjuna svona.
Er game planið að Salah skori mark og bjargi þessu?
Ég neita að trúa því að þeir ætli að fara á límingunum núna. Fjandinn hafi það!
0 skot á mark í seinni wtf!!!
Liðið er á hælunum.
Hauskúpuseinni hálfleikur. Vonandi sleppur þetta.
Þetta er illa tæpt nuna .. hvar er gapko ?!
Það eru fimm landsliðs-fyrirliðar inná hjá Liverpool. Þeir hljóta nú að geta komið eins og einu almennilegu skoti á markið.
úlfamark í uppbótartíma er skrifað í skýin.
Hvað gerðist í hálfleik ? voru geggjaðir í fyrri og svo slökknar bara á þeim
Nkl það sem ég var að hugsa, skruppu menn í sánu eða á bjórdæluna. Munur milli halffleika er svakalegur.
Nunez vill greinilega bara vera á bekknum. Hann gerði jafn mikið þar eins og hann hefur gert eftir að hann kom inn á.
Getur ekkert drengurinn , bíður ekki upp á neitt.
Liggur í loftinu að Úlfarnir jafni. Liverpool eru bara búnir á því.
Hrikalega léleg frammistaða í seinni hálfleik.
Djöfull er þetta lið búið að drulla á sig
Alvöru lið klára svona leiki…..við erum alvöru lið….
Eins og við séum 2 færri á vellinum
Þeir eru alltaf þar sem boltinn er…. skil þetta ekki. Og núnez má skammast sín fyrir að koma inn á með hangandi haus. Það er lítið eftir ef hann er ekki að djöflast í andstæðingunum.
Endo! Af hverju hefur hann ekki oftar komið inn á í svona stöðu? Alvöru stríðsmaður.
Geggjaður
Dýrkeypt mistök að skipta honum ekki inn á móti Everton.
Endo þarf að spila oftar. Slot er að keyra miðju-þrenninguna í þrot.
Vakna, hjakka, Wolves við urð
sem vélin smurð.
Becker fékk á sköflung skurð
svo skall við hurð.
Versti háflleikur í langan tíma úffffff
úff það hafðist. Aumasti seinni hálfleikur í manna minnum en það slapp.
Kryptónítið gæti ekki verið augljósara. Ef okkar menn fá hvorki tíma né pláss dettur botninn úr þessu.
Vil að Endo byrji næsta leik. Yfirburðarmaður í seinni en ekki var það svo sem merkilegt!
Úff rétt slapp alveg glataður seinni en 3 stig í hús eina sem skiptir máli þurfum að eiga töluvert betri leik næst.
Þessar frammistöður undanfarið eru fyrir neðan allar hellur. Maður er bara í áfalli yfir getuleysinu. Það er bara rannsóknarefni að liðið skuli vera á toppnum og því miður er ekkert sem bendir til þess að liðið muni hysja upp um sig. Manni finnst Slot alveg vera búinn missa tökin á þessu. Lifum á lyginni.
þetta lofar ekki góðu fyrir framhaldð
Ekkert skot á mark í seinni hálfleik?
nope þetta var skita í seinni til allrar hamingju vorum við betri í fyrri og það dugði en dugar svona frammistaða í næstu leikjum ?
Úff, 10-0 fyrir Wolves í skotum í seinni hálfleik.
Sælir félagar
Frammistaðan í seinni er ekki boðleg liði sem vill vinna titil
Það er nú þannig
YNWA
Brekka.
En gleymum því ekki að fótbolti er jójó.
Höfum átt slaka leiki og svo geggjaðan næsta leik.
Það er mögulega smá pressa og leikur á miðvikudag. Þrjú stig er allt sem skipti máli í dag og leikjunum sem eru eftir fækkar.
En 7 stig plús 1 auka í formi markatölu.
Walk on!
Þrjú stig í hús, sama hvernig þau fengust.
Það er aðalatriðið að vinna þrátt fyrir að spilamennskan hafi verið götótt.
Í fyrri hálfleik flugu þeir hátt,
fótboltalist var sýnd með sátt.
En seinni var dapur, þeir þrautir þrá,
þó sigurinn fékkst, það gleymist þá.