Minnum á að það er enn nóg sem þarf að ræða eftir leik dagsins hjá strákunum í leikskýrslunni hjá Ívari.
Það er nóg að gera í dag fyrir þau okkur sem erum hvað helsjúkust, því núna kl. 18:45 mæta stelpurnar okkar á heimavöll Manchester City og mæta heimakonum í deildinni.
Okkar konur eiga harma að hefna eftir að hafa mætt City á Anfield í haust þar sem gestirnir náðu að skora sigurmarkið á lokamínútunum. Heimakonurnar í dag eru nú þegar komnar í eltingaleik við Chelsea, United og Arsenal, eru nú þegar 5 stigum á eftir þeim síðastnefndu en Chelsea virðast hreinlega ætla að stinga alla af og eru með 40 af 42 stigum mögulegum.
Okkar konur eru svo á nokkuð lygnum sjó í 7. sæti með 15 stig, en gætu komist í það 6. með sigri í dag og færu þá upp fyrir Spurs sem eru með 17 stig eftir að hafa skíttapað 5-0 fyrir Arsenal fyrr í dag.
Okkar konur eru svona að mestu leyti allar klárar í bátana, en þó spilar Olivia Smith ekki í dag þar sem hún er búin að krækja sér í nokkur gul spjöld. Liðið lítur a.m.k. svona út:
Clark – Fisk – Evans
Parry – Holland – Kerr – Höbinger – Hinds
Kiernan – Roman Haug
Bekkur: Laws, Bernabé, Bonner, Daniels, Nagano, Shaw, Enderby, Kapocs
Semsagt, þær Jas Matthews, Niamh Fahey, Hannah Silcock og Sofie Lundgaard eru enn frá vegna meiðsla, Smith frá vegna spjalda, og svo er lánskonan Julia Bartel ekki á skýrslu heldur.
Leikurinn verður sýndur á Youtube eins og áður.
KOMA SVO!!!!