Liverpool er í mjög þungu prógrammi þessa dagana og það sást vel í báðum leikjum vikunnar sem tóku á taugarnar. Framundan eru tveir risastórir útileikir gegn Villa og Man City. Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir
MP3: Þáttur 509
Hlakka til hlusta gott að Maggi er kominn tilbaka þurfum á öllum að halda í restina á tímabilinu YNWA
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.
Ég var kannski að misskilja en erum við ekki alltaf í stigasöfnun þegar við erum að keppa? 🙂 eða kom eitthvað minnisblað sem fór framhjá mér?
Manni finnst fæturnir farnir að verða nokkuð þungir á okkar mönnum í undanförnum leikjum. Ef við horfum á kúrfuna hjá okkar mönnum í samanburði við Plymouth-leikinn þá hélt maður einhvern veginn í vonina að við myndum ná að skáka Everton. Annað kom á daginn og ljóst að grannar okkar á Goodison Park komu gíraðir inn í Miðvikudags-bikarinn og ekki nóg með það þá tókst þeim að landa einnig Jafnteflis-skildinum, geri aðrir betur!
Látum það liggja á milli hluta að þetta var derby-leikur, við Everton, með Moyes aftur í brúnni, í síðasta skiptið á Goodison Park… þá var þessi leikur alltaf að verða brekka. Hinsvegar þá gerði maður ekki fyrirfram ráð fyrir því að Oliver Tvist sjálfur myndi vera í Everton-treyjunni í þokkabót og einhvern veginn setja sig í aðalhlutverk í þessum leik. Það er alltaf erfitt þegar við erum að berjast, 11 á móti 12 í leikjum sem þessum. Það síðan að manninum tekst að kóróna frammistöðu sína með því að gefa tveimur af okkar þjálfurum beint rautt spjald í lokin hlýtur að vera eitthvað rannsóknarefni og verður bara mjög áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeirri áfrýjun sem verður tekin fyrir á miðvikudaginn… og nei, ég get ekki verið sammála nafna mínum með að við eigum að láta dómarahjalið kjurrt eftir liggja.
Það er talsverður munur á grenjinu hjá Arsenal-mönnum í þeirra samsæriskenningum en að við getum ekki tekið yfirvegað samtal um hversu hroðvirknislegur Michael Oliver var í þessum leik. Hann er búinn að eiga hvern hauskúpuleikinn á fætur öðrum að undanförnu. Hvað er í gangi hjá honum? Maðurinn sem hefur verið talinn besti dómari Bretlandseyja undanfarin ár er eitthvað að klikka á verkefninu og við hljótum að geta rætt það og hreinlega metið þetta hlutlægt hvort maðurinn sé bara í einhverjum vanda eða of hrokafullur til þess að viðurkenna mistök. Beini því til nafna míns: ekki vera lítill í þér þó svo að þú sért með dómararéttindi, dómarar eru mannlegir, rétt eins og þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn og það sem er mannlegt þarf að ræða þegar tilefni er til – standard, takk!
Að því sögðu þá er framundan þriggja leikja prógram sem mun líklegast skera úr um hvernig okkur mun farnast á lokasprettinum. Við erum í kjörstöðu að tryggja okkar 20. Englandsmeistaratitil og í lykilstöðu í Meistaradeildinni þannig að nú reynir á að þétta raðirnar og bekkurinn fari að gefa af sér af fullri alvöru, ólíkt því sem gerðist í Plymouth-leiknum.
Ég spái sigri á móti Villa en að við náum að merja jafnteflið á móti Man€ity og svo pökkum við Newcastle saman. Það mun síðan leggja drög að mögnuðum úrslitleik í Coca Cola-bikarnum þar sem Eddie Howe & co. koma dýrvitlausir til leiks en munu ekki hafa erindi sem erfiði.
Mannskapurinn okkar er vel gíraður inn í þetta, maður sér það að menn eru að henda sér í allt þessa dagana og eru duglegir að klappa hvorn annan upp þegar það á við. Ég er sérstaklega ánægður með Konate í vetur, hann hefur lent í einum erfiðum meiðslakafla eftir ömurlega tæklingu eftir leikslok gegn Real Madrid um jólin. Hann mun gefa allt í þetta núna og held ég hreinlega að Slot hafi komið með meiri yfirvegun inn í hópinn sem er svolítið sem hinn maníski Klopp okkar allra besti átti stundum erfitt með.að miðla til hópsins.
Þetta eru æðsilegir tímar, kæru stuðningsmenn, við skulum njóta þess til hins ítrasta og fagna innilega í vor!
Áfram að markinu – YNWA!
Vissulega var Oliver arfaslakur í þessum leik en við vorum líka heppnir með sumar hans ákvarðanir eins og að dæma ekki víti á Konate þegar hann fékk boltann í hendina og eins að Bradley skildi ekki fá seinna gula spjaldið enda tók Slot hann útaf mjög fljótlega.
Held einmitt að þetta undirstriki enn frekar hversu arfaslakur hann var í leiknum.
Dómarar á Bretlandi eru langt í frá þeir bestu í heiminum og í samanburði við aðrar deildir í Evrópu þá sér maður það bara best í Meistaradeildinni hvað það er langt um minna um svona vitleysis-leiki eins og við sáum í síðustu viku.
Tökum dæmi um annan umdeildan dómara; Anthony Taylor, sem mun dæma leikinn okkar gegn €ity á sunnnudaginn. Mér finnst hann t.d. vera duglegur að leyfa leiknum að flæða þó svo að menn séu að fara heldur hressilega utan í hvorn annan. Þetta er af því að dómurum er gefið þetta svigrúm við dómgæsluna að þeir geta metið alvarleika brota sem mögulega kalli ekki á áminningu. Hinsvegar þá erum við alveg undir hælinn komnir með það að mögulega er dagsform dómarans að hafa áhrif á þetta enda var Oliver eins og hann væri að flytja burtfararpróf sitt í flautublístri í þessum leik – enginn taktur og ekkert flæði í leiknum og það hentar vel fyrir bakenda-lið eins og Everton.
Takk fyrir gott hlaðvarp.
Þó okkar menn séu í smá hökti núna, þá hef ég ekki trú á að við séum að fara að missa þetta sjö stiga forskot.
Þetta gæti samt orðið óþægilega spennandi ef við vinnum ekki Aston Villa..