0-1 Mo Salah 29 mín
1-1 Tielemans 38. mín
2-1 Watkins 45.mín
2-2 Trent 61.mín
Liverpool byrjuðu leikinn í dag ágætlega og voru búnir að fá nokkur tækifæri sem þeim tókst ekki að koma á ramman áður en Salah kom liðinu yfir á 29.mínútu með sínu 24 deildarmarki í ár eftir góðan undirbúning frá Jota. Aðeins níu mínútum seinna tókst Villa að jafna þegar klafst í teignum endaði á því að Szoboszlai skallaði boltann beint fyrir fæturna á Tielemans sem skoraði auðveldlega.
Strax eftir markið voru Liverpool nálægt því að taka forustuna á ný þegar Jota slapp í gegn en skot hans fór langt framhjá. Í uppbótatíma fyrri hálfleiks tóku Villa svo forustuna þegar það kom fyrirgjöf inn í teiginn og af einhverjum ástæðum fylgdi enginn Watkins á eftir sem skoraði með skalla.
Eftir fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik fóru Liverpool að taka völdin í leiknum og uppskáru svo loks. Fyrst átti Jota skot í þverslá og mínútu seinna jafnaði Trent leikinn þegar MacAllister kom boltanum á Salah sem sótti í átt að teignum, gaf svo á Trent sem átti skot í Mings og þaðan í netið.
Á mínútunum sem fylgdu komu nokkur færi Liverpool þar sem Szoboszlai og Salah voru nánast búnir að spila sig í gegnum vörn Villa manna og Jota átti skalla yfir markið. Slot gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Jota og Trent fóru útaf fyrir Nunez og Bradley. Vissulega margir leikir á fáum dögum þessi misseri en Trent var búinn að vera að vaxa inn í leikinn og skora jöfnunarmarkið.
Stuttu eftir skiptinguna fékk Nunez sannkallað dauðafæri þar sem Szoboszlai gaf boltann þver yfir teiginn og Nunez skaut yfir markið undir pressu en með það fyrirgefur ekki það að það var enginn í markinu þar sem Martínez hafði mætt Szoboszlai. Eitt af klúðrum tímabilsins.
Eftir þetta fór allur kraftur úr okkar mönnum Villa skoraði en sem betur fer var það rangstæða. Bradley meiddist og þurfti að fara af velli eftir að hafa komið inn á og á lokamínútunum fengu Villa tvö fín færi til að klára leikinn en sem betur fer endaði 2-2
Bestu menn Liverpool
Salah skilar af sér marki og stoðsendingu í enn eitt skiptið á tímabilinu. Jones var flottur í pressunni og Trent var að líta vel út þegar hann var tekinn af velli.
Vondur dagur
Líklegast slakasti leikur Gravenberch á þessu tímabili en verðum að fyrirgefa það því í fljótu bragði man ég ekki eftir öðrum slökum leik hjá honum á tímabilinu, leiðréttið mig ef það er rangt. Hinsvegar verður Nunez að vera hér menn bara verða að klára svona færi og tók svo ótal rangar ákvarðanir í kjölfarið. Jota hefði líka mátt gera betur í sínu færi og er það helst færanýting og kærulaus varnarleikur sem kostar okkur í dag.
Umræðan
- Gefum Arsenal tækifæri á að minnka munin og setjum enn meiri pressu á leik okkar manna gegn City um helgina.
- Það er hægt að kvarta sig sáran undan færanýtingu og ekkert rangt við það en að skora tvö mörk gegn Everton og Villa og labba ekki út með þrjú stig er sárt og verðum að fara verjast betur en í síðustu leikjum ef við ætlum að sigla heim þessum titli.
- Síðan er alveg punktur í þessu að Villa eru ekki mikið í því að tapa á heimavelli í ár. Þeir töpuðu fyrsta heimaleiknum sínum gegn Arsenal en hafa síðan unnið sex og gert sjö jafntefli, með leiknum í dag.
Næsta verkefni
Við lokum næstu umferð með síðdegis leik á sunnudegi á Etihad gegn Manchester City sem áttu erfitt kvöld í kvöld þegar þeir féllu úr leik í Meistaradeildinni gegn Real Madrid og vonandi mun það sitja í þeim um helgina.
Hvar er gamla góða færanýtingin, hvar er leikgleðin, hvar er sigurviljinn ???
Hvar er Nunez???????
Hvar er Nunez????
Ekki gott dæmi um game management í kvöld. En frábær skemmtun og hefði getað dottið með okkur, auðvitað líka með Villa. Jafntefli sanngjarnt.
Liverpool augljóslega þreyttir undir lokin. Mér fannst ekki skorta vilja.
Áfram gakk!
Lélegar skiptingar hjá Slot! Trent og Jota í stuði og til alls líklegir, þá er þeim skipt útaf?!!
En hvað um það, 8 stiga forskot, áfram West Ham!!!
Ef Nunez hefði skorað úr dauðafærinu sem hann fékk, hefðir þú líklegast skrifað.
“Frábærar skiptingar hjá Slot! Trent og Jota búnir að vera meiddir og frábært að skipta þeim út og hvíla fyrir sunnudagsleikinn!!
Ef og ef…… það er bara þannig að botninn datt úr sóknarleiknum eftir að Trent og Jota voru teknir af velli!
Hvenær skoraði Nunez síðast úr dauðafæri???
Eins og svo oft, þá dó leikurinn þegar Nunez kom inná, er þetta ekki fullreynt?
Mig langar að brjóta eitthvað á hausnum á Darwin. Og þá er ég ekki að meina páskaegg.
Ótrúlega svekkjandi að tapa tveimur stigum annan leikinn í röð.
Í þetta skiptið engum öðrum að kenna en okkur sjálfum, færanýtingin og kaótísk vörn sem getur varla haldið hreinu.
Löngu orðið fullreynt að gefa Nunez sjensinn, hann er bara hræðilegur slúttari og að auki alltaf rangstæður.
Treysti á Forrest að vinna Arsenal um helgina, við þurfum að treysta á að Arsenal missi stig líka.
YNWA
Annan leikinn í röð? Töpuðum engum stigum í síðasta leik
þeas Wolves leiknum
Arsenal eru reyndar að spila við West Ham um helgina. Tveir síðustu leikir þeirra liða hafa farið 2-5 og 0-6, báðir á heimavelli West Ham.
Við unnum Úlfana í síðasta leik… “anda inn, anda út”
Já afsakið, ég er ennþá að jafna mig eftir Neverton leikinn.
Svo var ég viss um að Arsenal væri að fara í útileik gegn Forrest líka.
Lofa að anda sko….
YNWA.
Rosalega erfiður útivöllur og 1 stig bara vel þegið, hefðum getað stolið þessu en vorum alls ekki betra liðið í dag.
Villa hafa fengið inn marga góða leikmenn og þeir tapa ekki mörgum stigum á heimavelli.
Ég ætla svo ekki að tjá mig um Darwin Nunez.
Nunes er því miður ekki góður framherji og allt of mörg dæmi um slaka ákvarðanatöku og lélega færanýtingu. Þetta höfum við vitað lengi. Vandinn nuna er sá að miðjan okkar er orðin mjög ,,þung” og Slot virðist meta það þannig að bekkurinn bjóði ekki upp á nógu sterka möguleika. Jones var búinn að fa viku ,,hvíld” en hann var mjög þungur og Gravenberch sást ekki. Villa hlupu upp miðjuna og skildu okkar menn eftir trekk í trekk og enn er bara febrúar. Við erum alltaf að spila á sömu leikmönnunum því leikirnir eru mjög tæpir. Þetta hræðist ég en vonandi á Arsenal eftir að klúðra leikjum því annars fer Liverpoolliðið að stressast upp.
Arsenal tekur 3 stig í næsta leik heima á móti West Ham, síðan tekur við strembið prógram hjá þeim. Ég hef meiri áhyggjur af City, eru að ljúka keppni í Meistaradeildinni í kvöld sem léttir á álaginu hjá þeim. Á pappírum eiga þeir frekar létt prógram eftir í deildinni þannig að ég óttast þá meira en Arsenal!
Úr því sem komið var þá tek ég jafnteflinu. Skiptingarnar ekki alveg að gera sig og varnarleikurinn og djúpa miðjan ekki alveg með þetta í dag. Að úthrópa Nunez gerir ekki mikið fyrir leikinn og liðið. Aðrir stærri spekingar klúðruðu ekki síðri færum. En ég get tekið undir margt sem sagt er um kappann. Staðan er samt enn sú að við þurfum bara að treysta á okkar eigið lið og það er gott en skakkaföllin mega samt ekki vera mörg. Það eru stórar áskoranir og næstu vikur eru svakalegar í álagi, bæði andlega og líkamlega. En ég ætla að halda í trúnna á liðið og Slot því ég held að ævintýrin séu frammundan og draumarnir muni rætast.
YNWA
Varðandi Núnezarklúðrið þá finnst mér að Szobo hafi tekið mikla áhættu með því að senda á hann. Nunez var með mann ofan í sér og færið var þröngt. Allir vita hvernig hann fer með færin og þetta var í raun miklu erfiðari staða en hann sjálfur var í.
Það er rannsóknarefni hvers vegna Szobo er með svona lítið sjálfstraust lykilmaður í besta liði deildarinnar.
Annars opnuðu þeir okkur hvað eftir annað í leiknum. Miðjan í ruglinu meðan Gravenberch er hættur að spila svona vel.
Zobo er tía í einu besta liðinu í prem. Hann er ekki að standast væntingar hvað varðar mörk og stoðsendingar. En líklegast besti pressu miðjumaðurinn í deildinni og víðar
Góðu fréttirnar: Man City er dottið út úr Meistaradeildinni
Vondu fréttirnar: Man City er dottið út úr Meistaradeildinni
Slappt að liðið fái á sig tvö mörk eftir að komast yfir. En sterkt að ná jafntefli eftir það og svekkjandi að komast ekki í 2-3 miðað við færin sem liðið fékk. Í heildina voru úrslitin sanngjörn.
Söknum klárlega Cody Gakpo og hans gæða í kringum mark andstæðinganna.
Og Nunez Nunez Nunez, eins mikið og ég dýrka þennan dreng fyrir þá ringulreið sem hann getur skapað, þá er hann því miður ekki nothæfur á hæsta leveli – þó ég óski þess aftur og aftur að ég hafi rangt fyrir mér.
Síðasta tímabil fór í vaskinn að stórum hluta til vegna skelfilegrar færanýtingar og þar var hann í aðalhlutverki.
Svo Bradley anginn, eins efnilegur og hann er, þá er ég smá áhyggjufullur og smeykur um að hann sé ekki með lappirnar til að vera lykilmaður í liðinu.
Vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en hrikaleg vonbrigði að hann skuli togna svona auðveldlega, ekki síst fyrir hann sjálfan.
Bölvanlegt að missa hann í líklega 4-8 vikur. Aftur.
Liðið okkar er í smá lægð og verður að rífa sig upp úr henni.
Fúlt að vinna ekki alla leiki en stigið í kvöld telur.
Áfram gakk og áfram Liverpool!
Þigg stigið með þökkum og mökk erfiðum heimavelli Villa.
Við erum búnir að vera í fáránlegu prógrammi, erum búnir að spila bara í febrúar þann 1, 6, 9, 12, 16, 19, síðan er það 23 og 26 febrúar. Ámeðan var Arsenal t.d í 10 daga fríi (æfingaferð) í Dubai,
Það er ekkert óeðlilegt að t.d Jota var tekinn útaf og Trent, það er enginn smá leikur framundann á móti City á þeirra heimavelli.
Það fer enginn í gegnum þetta mót nema dreifa álaginu og við sjáum það að þreyta er farinn að segja til sín og við þurfum að reyna að halda okkar bestu mönnum ferskum. Slæmt að Gomes og Bradley eru að detta út og Gakbo hefur verið tæpur, síðan er Jota einsog hann er þannig að Nunez og þarf að finna netið og Diaz þarf að finna sitt besta form.
Þetta er ennþá í okkar höndum og það munar um hvert stig þótt það vannst ekki sigur í kvöld, það er 8 stig í Arsenal og þeir eiga leik á okkur, þetta er okkar hendum og við þurfum að komast í gegnum City allavega með 1 stig þá tekur við heimaleikjaprógramm næstu 4 leiki.
YNWA
1 stig úti gegn sterku Villa liði er ekki dauði. En að ná ekki að klára eitthvað af þessum leikjum. Everton úti, manutd úti villa úti er ekki gott. Eigum en eftir Chelsea úti og City svo eitthvað er talið.
Villa reyndi allt til að gefa okkur leikinn í byrjun voru að gefa frá sér boltan trekk í trekk
Liverpool eru bara að deyja úr stressi inná vellinum
Sóknin flæðir varla og menn eru að taka rangar ákvarðanir og léleg skot það virðist enginn taka á skarið þarna aftast á vellinum og mörkin 6 í 4 leikjum og það ekki gegn sterkustu anstæðingunum.
En þetta er langt frá því búið. Arsenal eru líka líklegir til að tapa. Eru ekkert mjög samfæarndi.
Og ef City vinnur þennan leik sem þeir eiga inni munar 14 stigum og 13-12 leikir eftir
Ef liverpool endar missir forskotið til þeirra miðað við þetta. Þá yrði það svo mikill skandall að við færum í sögubækurnar.
Við töpum á móti city, þetta lið á ekki séns í þá.
Ég vil bara benda þér á að real vann city en tapaði fyrir okkur þannig að ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum ekki unnið city eins og öll önnur lið.
Afar gott stig á erfiðum útivelli en við vorum samt sjálfum okkur verstir í færanýtingunni. Minnir svolítið á seinni hluta tímabilsins í fyrra þar sem liðið fór illa með mörg færi og tímabilið fjaraði út.
Finnst miðjan orðin mjög þreytt og ég kenni Klopp-líkri þrjósku Slot um það. Af hverju ekki að byrja með Endo á þessum erfiða útivelli og gefa Gravenberch smá pásu? Hann hrósar Endo endalaust en vill ekki gefa honum séns. Er viss um að Endo hefði látið þá McGinn og Tielemanns finna til tevatnsins, alla vega betur en Gravenberch.
Annars sýnist mér, miðað við notkun á leikmönnum, að það stefni í hreinsanir hjá Slot í sumar. Elliot er augljóslega ekki inni í hans plönum, varla Endo, Fede er í frystinum og Tsimikas of mistækur. Svo var Nunez endanlega að gera út um vonir sínar í kvöld.
En áfram gakk og vonandi fáum við sprækan Gakpo á móti City á sunnudag.
Tap næstu helgi og þetta er farid ad looka scary. Einu sem virkudu med orku voru jota og mcallister. Restin af lidinu er a tómum tanki!. Arsenal virdast vera búnir ad spila mótid i fyrsta gír so far en eru samt ennþa þarna eitthvernveginn an þess ad vera búnir ad spila vel. Slot þarf ad fara rótera mönnum meira og gefa mönnum hvíld. Ég vill sjá endo byrja gegn city a kostnad gravenberch og vonandi er gakpo heill aftur.
Ég hef áhyggjur af miðjunni hjá okkur, finnst keyrt yfir þá leik eftir leik. Gravenbech, eins og hann byrjaði tímabilið vel er alveg off þessa dagana. Þetta er ekki fyrsti lélegi leikurinn hans, hann er búinn að vera slakur í síðustu þremur leikjum. Eins góður og hann er á boltanum, þá vantar grimmdina í hans leik, hann hoppar upp úr tæklingum og tapar flestum líkamlegum einvígum. Kannski kominn tími á að gefa Endo sénsinn. Varðandi Nunez, þá er ég alveg búinn að gefast upp á honum, færanýtingin og lélegar tímasetningar hans í hlaupum gerir mann brjálaðan stundum 🙂 Mér finnst liðið orðið hálf bensínlaust en vonandi rífa þeir sig í gang fyrir sunnudaginn.
Hefði nú kannski ekki verið vitlausasta hugmynd í heimi að styrkja liðið í sumar og í janúarglugganum.
Sælir félagar
Nenni varla að tjá mig um færanýtingu Jota og Darwin, Miðjan og Grav er off og Endo er látinn horfa á það eftir mjög góða innkomu um daginn. Er hægt að selja Darwin strax, hann er að gera mig gráhærðan. Hvernig er það með vörnina, geta þeir ekki hreinsað boltann úr teignum? Þá meina ég bara að sparka honum burtu? Mér er spurn. Leikmönnum liðsins virðist það algerlega fyrir munað.
Það er nú þannig
YNWA
Villa er frábært lið og finnst það mjög gott að fá 1 punkt, sérstaklega á Villa park
Þetta hlýtur að hafa verið síðasti séns Nunez. Hann fær að vera uppfyllingarefni restina af tímabilinu, en svo þarf því miður bara að losna við hann.
Gæðin eru bara ekki til staðar.
Ég vil aldrei sjá Nunez spila aftur fyrir Liverpool
Verstu kaup Lfc á leikmanni, þessi upphæð og getuleysi.
Annað mál.
Getur það verið að mu hafi ekki spilað PL leik í næstum því mánuð?
(Það er alla vega nákvæmlega ekki mikið að frétta þarna.)
heildin:
https://www.raududjoflarnir.is/
síðasta PL:
https://www.raududjoflarnir.is/2025/01/26/upphitun-fulham-manchester-united/
Umræðan er ótímabær varðandi Nunez. Held að staðan sé einfaldlega sú að hann er hluti af hópnum í dag og liðið þarf á honum að halda. hann er partur af breiddini. hvort það væri betra að hafa einhvern annan þarna er svo spurning sem við getum ekkert gert í fyrr en í sumar.
við ættum bara að vona að honum gangi sem best og eflis eftir þennan leik. enda fékk hann gangríni frá yfirmanni sínum eftir hann. sem hann vonandi tekur til sín.
Auðvelt að detta í eh volæði yfir frammistöðu síðustu leikja en ég hef ekki miklar áhyggjur akkurat núna.
Arsenal eru ekki að fara vinna alla sína leiki þeir geta másið og blásið en þeim vantar alla framherjana sína fyrir utan útbrendan Sterling ,Trossard og 17 ára gutta ef við getum ekki keyrt á Arsenal með þessa meiðsla krísu þá eigum við líklega titilinn ekki skilið.
Ég er ekkert endilega 100% við séum að fara fá 6 stig úr City og Newcastle leiknum á þessum tímapunkti en tel að Arsenal eigi líka erfiða leiki inni og ef þeir skora ekki mörk þá er voðin vís fyrir þá.
Við höfum enn okkar snillinga þarna frammi sem geta klárað leiki og ég ætla hafa fulla trú á þeim og liðinu að halda áfram að grinda þessi stig sem er í boði!
Hlýtur að vera erfitt að vera Nunez að fá þessa gagnrýni frá Slot vonandi er það last ditch hjá Slot að reyna kveikja í eh í hausnum á honum því þetta er þar sem hlutinir eru ekki í lagi.
YNWA
PSG-Liverpool! Kannski græddi Liverpool nákvæmlega ekki neitt á því að verða efstir í Meistaradeildar-undankeppninni? Mér hefði fundist „léttara” lið við hæfi. En hver skilur seeding?
Vondar minningar tengdar síðasta stórleik í París hjálpa taugunum ekki mikið…