Bekkur: Kelleher, Bradley, Quansah, Tsimikas, Elliott, Endo, Nunez, Chiesa og Diaz
Áhugavert lið í dag þar sem Diaz fær hvíld en í stað Chiesa eða Nunez úti vinstra meginn virðist vera að Jones eða Szoboszlai byrji þar í dag.
Bekkur: Kelleher, Bradley, Quansah, Tsimikas, Elliott, Endo, Nunez, Chiesa og Diaz
Áhugavert lið í dag þar sem Diaz fær hvíld en í stað Chiesa eða Nunez úti vinstra meginn virðist vera að Jones eða Szoboszlai byrji þar í dag.
Er Slot að taka út bann núna eða?
Nei, hann er ekki í banni núna.
Það er naumast að sá Kurteisi fær traustið. Ekki vantar mannskapinn í þetta horn. Vonandi skilar hann sínu í leiknum. Ekki ætti þreytan að vera að sliga hann.
Vonandi stöndumst við þetta próf og heimtum stigin þrjú.
Ef einhver ætti að spila á vinstri vængnum, þá væri það Szoboszly frekar en Jones. sökum hraðans sem hann býr yfir.Miðað við liðskipan, þá held ég að þetta er eitthvað annað leikskipulag en venjulega. Meiri áhersla lögð á að þétta miðjuna á kostnað framlínu. Líklega til þess að bregðast við lágu orkustigi liðsins eða hvar veikleikar og styrkleikar Aston Villa liggja. Líklega sitt lítið af hverju því sem ég nefndi.
Get ekki sagt að ég sé spenntur að sjá John McGinn breytast í prime Zidane í kvöld… vonandi fer þetta vel en ég hef einhverja tilfinningu að þetta verði eitthvað súrt..
Erfitt að átta sig á þessari uppstillingu þar sem maður hefur ekki séð hana undir Slot nema kanski í skiptingum í seinni.
Sly útá kanti það verður interesting að sjá.
Diaz er svo á bekknum og fleiri að sjálfsögðu.
Verðum að vinna þennan leik !
YNWA
Slot að byggja kastala (slot…) á miðjunni til að þreyta Villa (líka slot!!). Augljóst að hann er orðinn þreyttur á því að stjórna ekki leikjum. Ef jafnt eftir 60 míns koma sóknarmenn inn og sprengja þetta upp.
0-2 LFC…
4-2-3-1 eða 4-4-2 . Þétta miðju.
Bara gott plan. Hörku prógram framundan. 3 stig sama hvernig þau koma !!!
Ekki alveg sáttur. Finnst AV hafa ansi mikla stöðuyfirburði.
Salah!!!!!
JOTA á réttum stað haha!
Jess. Gamla silfurfatið!
Ástæðan að Slotarinn startar Jota en ekki Nunez…
Ótrúlega öruggt! Meira svona, já takk!
Aumingja MacAllister, hann er barinn alveg í kássu hvað eftir annað.
Þetta var ekki eins gott
Föstu leikatriðin eru að fara með okkur
Djöf mistök hjá Zobó að skalla hann beint út í teig
sama draslið og á móti everton. Boltinn skoppar um allan teig
Gætum verið búnir að skora svona 3 mörk
Ég einfaldlega átta mig ekki á Zobo. Virkar oft hálf linur eða áhugalaus. Hann hefði getað skallað boltann í horn.
Dom að gera mig brjálaðann! Sendingar ganga ekkert upp hjá honum
Djöfull eiga þeir erfitt með að hitta á rammann
Jæja hvað er í gangi núna
Hvar er Gravenberch eiginlega? Miðjan er handónýt.
jæja nú þarf að bretta upp á ermar. Þetta AV lið er ekki svona gott. Eigum að vera búnir að skora amk 2 til viðbótar
Verðskuldað bara, Lélegt og vægast sagt. Zóbó til skammar. eini miðjumaðurinn að spila þarna að viti er Maca.
Eitthvað stórkostlega að færa klárun í þessu liði.
Jesús hvar er eiginlega vörnin hjá Liverpool, rosalega er þetta lélegt og ekki geðslegt að fá þetta mark svona rétt fyrir hálfleik.
Litla þrotið í undanförnum leikjum, getum ekki varist,töpum boltanum trekk í trekk á miðjunni, þetta er ekki boðlegt
Þeir eru bara linir,tapa öllum návigum og seinni boltum,þetta bara blasir við
Svona er að nýta ekki færin eins og hjá Jota er búin að fá. Sagði Slot ekki í glugganum að liðið þyrfti ekki styrkingu. Sennilega verður það okkur að falli, því miður.
Þetta er ekki þreyta, þetta er áhugaleysi á að verjast
Úff hvað var erfitt að sjá þá skora seinna markið. Ég er ekkert alltof bjartsýnn á sigur í kvöld. Auðvitað bara hálfleikur, en það virkar á mann sem Villa gæti bætt við marki í seinni.
Seinni hálfleikur fer 0-2 Salah og van Dijk.
Við bara verðum að vinna í kvöld.
KOMA SVO!!!
Hvernig í ósköpunum geta menn bara hætt stjórnun á leik enn og aftur bara af því að við erum búnir að skora eitt mark. Menn bara leyfa andstæðingnum trekk í trekk að taka fullt control á leiknum og hætta að pressa. Hvaða þvæla er þetta. Ætlar okkar félag enn og aftur að skíta uppá bak og henda titlinum í burtu. Ég hafði mjög slæma tilfinningu fyrir leikinn og ég er farinn að halda að liðið sé sprungið. Við skulum bara vona að Arsenal haldi áfram að vera jójó lið svo þetta fari ekki til andskotans.
Tómt djöfulsins vesen……. best að segja sem minnst!!
Villa að fara pakka í vörn í seinni væntanlega og tefja.
Varnarleikur liðsins í heild eru mikil vonbrigði.
Sælir félagar
Hvað var Robbo að passa í seinna markinu. Varnarleikur hans undanfarnar vikur er skelfileggur. Færanýting Jota ömurleg og hann virðist hættur að geta skallað og hættur að geta skotið. Linkan í miðjunni í einn á einn er með eindæmum. Menn verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu í seinni hálfleik ef ekki á illa að fara.
Það er nú þannig
YNWA
Er mögulegt að fá Liverpool liðið sem spilaði fyrir áramót?
Hættur að horfa, töpum þessu og city nun rústa okkur um helgina.
Flott að hafa ekki keypt neitt í janúar og bjóða svo upp á þessa skitu, og menn sem eru gjörsamlega búinir á því andlega og líkamlega. Og bara rétt að minna á það að um og um næstu helgi er það City á heimavelli og svo 2 leikir með Newcastle. Svo bara guð hjálpi Liverpool ef þeir halda áfram að spila svona illa, okkur verður slátrað!
Það sem glti bjargað okkur er að önnur lið muni líka tapa stigum. Það verður einfaldlega vera vilji hjá þessum eigendum að vinna deildina, ekki bara skoða bankareikninginn.
Nú ætla ég að trúa á okkar menn. Skorum tvö í seinni hálfleik.
Það mun segja mikið um liðið hvernig það mætir út í seinni. Og nú reynir líka á Slot.
Miðjuþrennan búin að spila milljón mínútur. Virka sprungnir. Við missum trekk í trekk niður vinningsstöðu. Vörnin míglekur. Man eftir að misstum niður leiki á móti ManUtd, Everton, Villa, Newcastle, PSV…
Hvað eigum við nú upp í erminni?
Diaz? Verst að Jota hefur verið mjög sprækur í leiknum, þrátt fyrir mega-klúður.
Macca flottur, Jones líka. Salah alltaf góður. En Gravenberch valdið vonbrigðum sem og Szobo.
Taka Szobo útaf. Hann er skelfilegur.
TRENT !!!!!!!!!!!
Þetta er skárra núna.
Neiiii Nunez
Setti Trent í alvörunni upp „svipinn” þegar hann var tekinn útaf? Blessaður drengurinn. Gat hann ekki glaðst yfir sínu framlagi til leiksins?
Að taka Trent útaf þarna var náttúruleg alveg galið… Skil vel að hann hafi verið pirraður
Reyndar alveg hárrétt athugað hjá þér, Stefán Már. Ætli Slot hafi ekki verið búinn að ákveða þessa skiptingu fyrirfram og ekki fattað að Trentarinn var on fire og til í allt eftir markið?
Ef Nunez klárar þetta ekki fyrir okkur í kvöld eru dagar hans taldir.
Nunez úff. Eins gott að hann bæti fyrir þetta klúður. Þetta á bara að vera ólöglegt svona á hæsta leveli.
hallóóóó ekki gefa á nunez í þessari stöðu.
Hefðurðu ekkert horft á enska boltann Szobo???
Diaz inná ??
Nunez waaat
Halló, taka Szoboszlai út af og setja Diaz inná! Lappirnar á Ungverjanum eru úr steinsteypu.
Nunez, guð minn góður.
Stuðningsmenn annara liði hafa sungið shit Andy Carroll.
Hann er varla hæfur að reima skóna hans.
Þetta eru Borini kaup og verra
Mér finnst mínir menn mættir til leiks í fyrsta skipti í langan tíma … vaða í færum og eru flottir ….
Diaz að koma inná
Ef og þá stórt EF Nunez skorar ekki í kvöld þá verður hann að fara annað næsta tímabili. Gaurinn er nánast að klúðra leiknum fyrir okkur. Elska kauðann en þetta er komið gott. Koma svo 3 stig og ekkert annað
Ég myndi vilja sjá Nunez skipt út af aftur. Það er því miður ekki hægt að nota hann.
Endo inn og Curtis í framlínuna.
Nú fer þetta að hrynja, því miður.
Þú veist ekkert um það, frekar en aðrir. Bara pirraður og svartsýnn.
Conor Bradley meiddur. Vondur dagur.
Jæja maður sættir sig við jafntefli. Þetta er búið að vera óttalegt rugl
Nunez hefði getað skorað sigurmarkið en hann getur ekki hitt hlöðu
Gott stig á erfiðum útivelli
Sterkt stig á Villa Park. Við erum í brekku en með allt í okkar höndum ennþá.
Fínt stig áfram gagg
City úti. Verður 4 stig eftir næstu helgi er ég hræddur um
City geta ekki neitt, örugglega þægilegri leikur og áhorfendur þar með einhverja plastfána og að finna sér annað lið. Sáttur með stigið eins og þetta spilaðist gegn Villa, þeir tapa sjaldnast heima.
Hef samt áhyggjur af því að liðið virkar “þungt” á mig. Sá nokkrar þreytutæklingar og hengda hausa þegar á leið.
Hefði ekki verið skynsamlegra að lána eða selja Nunez í glugganum og halda frekar Dans. Hann hefði skorað ú þessu færi.