Í dag var fyrsta skiptið þar sem Travelling Kop söng “And now you’re gonna believe us, we’re going to win the league!”.
Og full ástæða til. Liðið er núna með 11 stiga forystu á Arsenal – hafa reyndar spilað einum leik meira – en núna hafa líkurnar á því að Liverpool nái í 20. titilinn í vor líklega aldrei verið jafn miklar á þessu tímabili eins og núna.
Mörkin
0-1 Salah (14. mín)
0-2 Szoboszlai (37. mín)
Hvað gerðist markvert í leiknum?
Við sáum mögulega hlið á Liverpool sem hefur ekki mikið sést hingað til, en kannski er þetta lið og leikstíll sem er búinn að þróast í hausnum á Slot eftir leikina gegn Everton og Villa. Semsagt, liðið lá að mestu baka til, spilaði sig skynsamlega fram, pressaði á vel skilgreindum stöðum á vellinum og klukkunni, og nýtti svo færin sem gáfust.
Fyrsta markið kom eftir korter. City hafði verið meira með boltann þegar þeir töpuðu honum við að spila út, og þar kom pressan fyrst almennilega við sögu. Szoboszlai fékk boltann á hættulegum stað eftir að leikmenn City höfðu tapað honum, gaf á Díaz sem vann horn. Jújú, þið munið þessi föstu leikatriði sem hafa skilað litlu sem engu á tímabilinu? Nema að nú drógu okkar menn upp úr rassvasanum rútínu beint af æfingasvæðinu, þar sem Macca tók hornið, gaf á Szobo sem var á markteigshorninu nær, hann gaf beint á Salah sem var við vítapunktinn og Salah skoraði. Smá heppni því skotið hjá Salah fór í varnarmann, og sendingin frá Szobo var ekkert fjarri því að vera veidd af varnarmanni, en stundum þarf meistarheppni. Hún kom þarna.
Svo þegar vel var liðið á hálfleikinn gaf Trent langa sendingu fram, Szoboszlai hefði verið rangstæður ef hann hefði farið í boltann en hann sleppti því og lét Salah eftir að taka hlaup upp kantinn sem hann og gerði. Salah spilaði inn í teig, fann þar Szoboszlai ekkert fjarri sama stað þar sem Salah hafði skorað áður, og Dom gerði engin mistök þegar hann renndi boltanum gegnum klofið á varnarmanni og í nærhornið, Ederson reyndi ekki einusinni við boltann sem þó var ekkert það mikið úti við stöng.
City héldu svo að þeir hefðu minnkað muninn þegar Marmoush komst í gegn og skoraði, en hann var vel rangstæður þegar hann fékk sendinguna inn fyrir og markið réttilega dæmt af.
Í síðari hálfleik sýndi Liverpool svo gríðarlega agaðan leik. Kannski ekki mesta skemmtanagildið í slíkum bolta, en ég tek samt skemmtanagildið við það að vinna City á Etihad framyfir allan daginn. City komust einfaldlega hvorki lönd né strönd þó þeir væru mun meira með boltann, Doku var hvað eftir annað að spila sig upp að endamörkum en svo kom ekkert út úr því. Í reynd voru það okkar menn sem voru nær því að skora, og gerðu það reyndar einusinni en Dom var naumlega rangstæður sem kom í ljós við VAR yfirferð. Díaz átti líka gott skot sem Ederson varði.
Endo fékk óvenju margar mínútur og spilaði eins og samúræinn sem hann er. Elska þennan leikmann.
Semsagt, okkar menn spiluðu eins og meistarar, og í uppbótartíma fór stúkan að syngja lagið sem var sungið svo glatt á vormánuðum 2020.
Hvað réði úrslitum?
Það má segja að Slot hafi ráðið úrslitum, einfaldlega með taktík. Hann spilaði í reynd ekki með neina níu, en Curtis og Szoboszlai voru í falskri níu. Þetta var því kannski meira eins og 4-2-4, en mjög fljótandi samt. Nú svo var það vinnusemin í leikmönnum sem gerði gæfumunin. Szoboszlai var sívinnandi allan leikinn og er líklega að hlaupa heim til Liverpool í þessum rituðu orðunum. Macca og Gravenberch unnu mjög óeigingjarnt starf, þetta var svona leikur þar sem miðjan okkar sýnir að hún er ein sú besta í heiminum.
Hverjir stóðu sig vel?
Nafnbótin “maður leiksins” fer til Dominik Szoboszlai í dag, með Mohamed Salah mjög nálægt og í reynd ættu þeir að deila nafnbótinni. En liðið allt á hrós skilið, og Slot reyndar líka.
Hvað hefði mátt betur fara?
Tja…
Mér dettur eiginlega ekkert í hug. Eini leikmaðurinn sem þarf eitthvað að hugsa sinn gang held ég að sé Darwin Nunez, sem fékk ekki eina einustu mínútu í dag. Ég er samt ekki viss um að það sé búið að afskrifa hann innan herbúða Liverpool eins og margir Liverpool aðdáendur hafa gert. En það kemur í ljós á næstu vikum. Ég yrði ekkert hissa þó Slot sé að halda áfram að vinna með honum, og hann fái sín tækifæri til að spreyta sig. En það er ljóst að þessi leikur hefði aldrei farið eins og hann gerði nema af því að Salah og Szobo nýttu færin sín.
Umræðan eftir leik
Helsti punkturinn er auðvitað þetta 11 stiga forskot sem liðið er núna með á Arsenal (og 20 stig á City, en það er bara ekki lengur eitthvað sem skiptir máli). Jújú, Arsenal á leik til góða, en þeir spila næst gegn Forest, United, Chelsea, Fulham og Everton, plús svo tvo leiki við PSV í Meistaradeildinni þarna inn á milli. Þetta er bara fjarri því að vera eitthvað auðvelt prógram, jafnvel leikurinn gegn United sem verður á Old Trafford. Við getum farið að láta okkur líða vel með stöðuna, rétt eins og Travelling Kop sýndi undir lokin.
En gleymum samt ekki að það er ekki búið að afhenda bikarinn ennþá. Það eru ennþá 11 leikir sem okkar menn þurfa að mæta í í deildinni, og það þarf að ná eins góðum úrslitum eins og hægt er í þeim leikjum. Staðan er núna sú að 7 þeirra eru heima en 4 á útivelli. PPG á heimavelli er í dag 2.42 ÞRÁTT FYRIR tapið gegn Forest í haust, og á útivelli er liðið með PPG upp á 2.33 (og er n.b. með bætingu upp á 7 stig samanborið við sambærilega útileiki á síðasta tímabili, en -3 í samanburði á heimaleikjum).
Semsagt: staðan er frábær, en þetta er EKKI BÚIÐ. Það er ekki þar með sagt að ef (eða þegar!) liðið tapar næst stigum – eða jafnvel leik, guð forði okkur – að þá sé allt í einu liðið ómögulegt, eigendurnir hálfvitar fyrir að hafa ekki keypt fullt af leikmönnum, og allt í hers höndum. Munum það.
Liverpool og Arsenal mætast á Anfield þann 10. maí. Í fullkomnum heimi þá verða okkar menn búnir að tryggja sér titilinn þá, og Arsenal þurfa vonandi bara að standa heiðursvörð fyrir strákana okkar.
Tölum svo aðeins um Mo Salah. Hann er núna búinn að jafna Gordon Hodgson í markaskorun hjá félaginu, og er jafn honum í þriðja sæti. LFC: viljið þið PLÍS semja við hann og gefa honum þó ekki nema eitt tímabil til viðbótar? Salah ÞARF að fá möguleikann á að komast í 2. sætið. Líklega nær hann Rush aldrei, enda spilaði Rush það lengi fyrir Liverpool að hans met fellur mögulega aldrei.
Hvað er framundan?
Newcastle koma í heimsókn á Anfield á miðvikudaginn. Það verður fjarri því að vera eitthvað léttur leikur, þeir sýndu a.m.k. í fyrri hálfleik gegn Forest af hverju það skyldi enginn vanmeta þá – og sýndu svo í seinni af hverju svona margir vanmeta þá. Svo er frí um næstu helgi því þá verður spilað í FA bikarnum, og á miðvikudag eftir rúma viku er það svo meistaradeildin. Engin ástæða til að hugsa of langt fram í tímann, nú er það bara leikurinn á miðvikudaginn.
Munið krakkar: þetta er ekkert sjálfsagt. Njóta þess á meðan það er.
Þvílíkt flott úrslit í enska um helgina ! Ég er alveg í skýjunum og ætla að dvelja þar um stund !
Daníel er orðinn eftirlætis pöndittinn. Hlakka til að lesa skýrsluna.
Ævintýralega gott.
Og hver mætti á ca 70.? Og tæklaði eins og samúræi?
Takk!
Destroyer Endo!!
Ég er enn að reyna koma mér af skýinu þarna lengst uppi maturinn er að verða tilbúinn 😀
SLY geggjaður fær mitt man of the match og Salah frábær en það verður að minnast á varnarvinnuna algjörlega með því betra sem maður hefur séð á þessu tímabili !
YNWA !
Það sást að leikmönnum eftir lokaflautið að þeir eru farir að leyfa sér að dreyma. Ég er með þeim þar.
Án efa besta varnarframmistaða tímabilsins. Szaboslai geggjaður og Mo samur við sig. Til hamingju Liverpool-fólk með þetta frábæra lið.
Innilega sammála Sölva. Varnarframistaða tímabilsins. Koma svo… YNWA.
Já já jaaaaaá!!!
Þetta er bara að gerast!!!!
Ríkjandi meistarar teknir að heiman og heima, rauði herinn marserar í átt að lokamarkinu þar sem deildartitill nr 20 bíður.
Þvílíka snilldin.
Hrós á alla leikmenn og þjálfara.
YNWA
En Nallarnir eru með leik í hendi ?
Jú en miðað við leikjaprogran þá var maður hræddur um 4 stig.
En 11 stig plús 1 markastaða. =12
Leikur inni úti gegn Forrest við vitum að það er endilega ekki gott
Allt liðið var fràbært, allir með 9 nema Slott, hann fær 10 fyrir frábæra kænsku.
Risaskref en hellingur af stigum enn í pottinum. Frábær úrslit og vel útfærður leikur en mikið svakalega fannst manni tíminn líða hægt allan leikin. Algjör liðs frammistaða og yfir fáu að kvarta. Eigum svo hörkuleik í miðri viku og spurning hvernig orkustaðan verður á leikmönnum. Fannst TAA eitthvað vera að haltra í lokin en vonandi bara smá þreyta. En mikið óskaplega var þetta góð helgi á allan hátt 🙂
YNWA
Já það er 100% öruggt að Conor Bradley hefði komið inn á í seinni ef hann væri ekki meiddur. TAA var alveg búinn á því.
11 leikir eftir
7 heima
4 úti
Mögnuð “misskipting” og í ljósi þessa lítur árangurinn til þessa enn betur út.
já, næstu 3 leikir eru heima
Varnarleikur Liverpool í seinni hálfleiknum algjört meistaraverk. Man ekki eftir svona vörn á seinni árum . Grunnur lagður í dag að sigri í deildinni.
Virkilega sterkur sigur, vel gert.
Nóg eftir af mótinu þannig að við verðum að halda í okkur aðeins lengur.
En þetta færist nær og nær.
VVD er klárlega maður leiksins
Þetta var virkilega mikilvægur sigur enda ansi erfitt fyrir lið eins og Arsenal að sjá að það er núna 11 stiga munur á milli liðina, jafnvel þó þeir eigi leik til góða. Mín tilfinning er sú að stigafjöldin setji frekar pressu á Arsenal. Arsenal meiga hreinlega ekki mistakast og það er mjög erfitt verandi með framherjalaust lið. Það kæmi mér ekki á óvart að Arsenal tapi fleirri stigum því innst inni vita þeir að þessi barátta er hálf vonlaus,sér í lagi ef liðið lendir t.d undir í leik. Það er meira en að segja það í þessari deild þar sem andlegi þátturinn og sigurtrúin spilar stóran þátt í árangri liða, að þurfa að vinna upp 11 stig. Það kemur að því að lið hreinlega gefast upp sem eiga í brattann að sækja.
Ég sjálfur man ekki eftir að lið hafi klúðrað svona miklu forskoti í ensku deildinni þegar liðið er svona langt á tímabilið. Það breytir samt því ekki að Liverpool þarf að spila leikina sem eftir eru og allt getur gerst í fótbolta.
Arsenal aðhangenfur geta lítið kvartað yfir meiðslum. Þetta er það sem Liverpool hefur glímt við ár eftir ár að missa lykilmenn í meiðsli og það hlaut að koma að þeim, verandi ekki með neitt voðalega breiðan hóp og þar að auki er enginn tilviljun að leikmenn Arne Slott lenda lítið í meiðslum. Sama var upp á teningnum er hann stjórnaði Feyennoord.
Ég vil meina að FSG eigi líka mikin heiður skilið fyrir árangur Liverpool. Skinsemi þeirra í peninga málum er forsenda þess að við erum samkeppnishæfir við önnur lið í deildinni sem ættu ekki að vera neitt slor sé horft til þess hvað þau eyða mikið af peningnum í leikmenn.
Svo sýnist mér að þrátt fyrir allt, átti Liverpool kaup ársins. Þau kaup voru á Arne Slot.
FSG eiga allt “kredit” í mýkstu stjóraskiptum “ever”.
En leyfum samt mu að keppa um þann titil líka en svona til að þeim finnist það raunhæft miðum þá bara við PL árin.
Góður Brynjar
Þetta humble-komment er heldur betur búið að bakkfýra í skotlöppina á Haaland! Verði honum að því.
Skýrslan loksins komin inn. Mikið ofboðslega er nú gaman að vera á vaktinni eftir svona leiki.
“Liverpool og Arsenal mætast á Anfield þann 10. maí. Í fullkomnum heimi þá verða okkar menn búnir að tryggja sér titilinn þá, og Arsenal þurfa vonandi bara að standa heiðursvörð fyrir strákana okkar.”
Þvílíkar syndsamlegar hugsanir sem þú vekur hjá saklausum, nær sextugum manni.
Einn leikur í einu, ekki hugsa lengra!!!
PS.
Ég vil fá virkilega kröfuharðan en styðjandi Anfield í næstu 3 leiki.
Newcastle og Everton mæta ekki þangað til að brosa.
enginn búinn að minnast á neina samninga, þá bara ríður maður á vaðið.
???: The received wisdom remains that Trent Alexander-Arnold will leave while Mohamed Salah and Virgil Van Dijk will extend for up to two years.
?? Sam Wallace Telegraph
veit svosem ekki hversu áreiðanlegur Sam Wallace er