Liðið gegn City

Hollendingurinn fljúgandi – Cody Gakpo – er kominn aftur, en byrjar á bekk. Annars virðist Slot lifa eftir orðtakinu að rótering sé fyrir aumingja:

Bekkur: Kelleher, Tsimikas, Quansah, Endo, Elliott, Nunez, Gakpo, Chiesa, Jota

Vonum bara að menn hafi náð að endurheimta almennilega eftir Villa leikinn.

Alveg sæmilegustu möguleikar til að endurnýja í framlínunni ef og þegar menn verða þreyttir, en líklega mun Slot ekki skipta út á miðju eða í vörn nema hann neyðist til.

3 stig væru frábær, 1 stig væri enginn heimsendir. Mikið væri svo líka gaman ef menn sleppa við meiðsli.

KOMA SVO!!!!!

28 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Hér á Ystu Nöf hafa skýin komið svargrá í morgun. Nú koma þau grá. Á morgun kemur sólin. Hvað verður um skýin þá? Jamm, skrifað í skýin 1- 2. Nema að það komi hellidemba, hvað þá?

    13
  2. Örlítill skortur á framherjum í byrjunarliðinu, sýnist mér. Gakpo, Chiesa, Jota og Darwin allir á bekknum samt. Kannski koma einhverjar brilljant innáskiptingar? Það er að birta yfir í hverfi 105 og kaffið hefur smakkast vel það sem af er degi. So far, so good.

    5
  3. Það sést svo mikið á þrssari uppstilligu að við sjáum breytingar í sunar.

    En koma svo! Mætum í þetta eins og úrslitaleik í Cl!

    2
  4. Finnst klukkan ganga ansi hægt í þessum leik akkúrat núna……ef það eru ekki dómararnir þá er það he…..S klukkan 🙂 Hefði gjarnan viljað að við næðum að halda aðeins betur í boltann. City betri það sem af er en við erum ofaná þannig að áfram gakk
    YNWA

    4
  5. Pep að tapa sér á hliðarlínunni yfir rangstöðumarkinu. Orgar á Marmoush: „Fucking hell!”

    3
  6. Sly suddalega góður í þessum leik og vörnin búinn að vera SOLID virkilega ánægður með allt í fyrri hálfleik.

    8
  7. Ótrúleg staða miðað við gang leiksins. Frábær reyndar. Liverpool með 2-3 góðar sóknir annars bara að elta boltann. Náum lítið að halda í boltann og spila. Ég held að Doku sé búinn að fara 12x fram hjá Trent og Salah farinn að spila sem aukabakvörður. Szobo góður, Grav, Jones og MC varla með.

    4
  8. Manchester blaðið Guardian skrifar: „Liverpool hands are almost on the title after that half.”

    Og Salah búinn að setja skammtinn: mark og stoddara.

    4
  9. Mjög þéttur leikur hjá Liverpool. Hef ekki séð Salah koma svona mikið aftur í hjálparvörnina. Allir á tánum og þó svo City sé meira með boltann eru þeir ekki að skapa mikið.

    5
  10. Frábær fyrri hálfleikur. City ráðþrota. Mikið sprikl, engin klíník. Litlir leikmenn, enginn Walker, Haaland, Stones og ef við förum aftar, Kompany, Toure… Munar að hafa yfirburði í sentimetrum þegar kemur að föstum leikatriðum.

    Myndi kjósa að fá títtnefndan Endo inn á 70. Gott að þétta þetta.

    5
    • Svo ekki sé minnst á De Bruyne. Svakalega dapurt að sjá svona stjörnu vera orðna að skugganum af sjálfum sér.

      1
  11. Hvernig er ekki búið að semja við van Dijk og Salah? Það er u.þ.b að eina sem ég get fundið að í dag. Allt annað er eins og lið sem ætlar sér að vinna þessa deild!

    Klárum leikinn!!!

    5
  12. Verður gaman að lesa skýrslu Daníels og vonandi einhverjar talnapælingar með restina af mótinu….

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Heimsókn á Etihad á morgun – tækifæri til að stinga af

City 0 – 2 Liverpool – farið þið núna að trúa okkur?