Síðasta helgi var líklega besta helgi tímabilsins fyrir Liverpool þegar Man City var loksins lagt á Etihad í deildarleik og það í kjölfarið á tapi Arsenal á Emirates vellinum. Ekki alltaf sem úrslitin á þessum olíuvöllum falla svona með okkur.
Það var dregið í Meistaradeildinni, hörku vendingar í deildinni, Everton og Man Utd eru m.a. bara þremur stigum á eftir Liverpool, sko samanlagt. Næst er það svo hið heita/kalda Newcastle lið, generalprufa fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir
MP3: Þáttur 510
Við dróumst gegn psg, sem eru verðlaunin fyrir að no. 1. Þetta er ósanngjarnt. Verðlaunin ættu að vera 1. sæti gegn síðasta og svo koll af kolli.
Hvar er Indriði…..
Takk fyrir góðan þátt.
Steini, það er rétt hjá þér, Dom var alveg búinn eftir fyrri hálfleikinn en þu hlýtur að vita hvað hann gerði í hálfleik til að sýna sams konar frammistöðu í þeim seinni. Hann fékk sér auðvitað Cappucino Done í hléinu.