Gullkastið – Sex stiga helgi

Síðasta helgi var líklega besta helgi tímabilsins fyrir Liverpool þegar Man City var loksins lagt á Etihad í deildarleik og það í kjölfarið á tapi Arsenal á Emirates vellinum. Ekki alltaf sem úrslitin á þessum olíuvöllum falla svona með okkur.
Það var dregið í Meistaradeildinni, hörku vendingar í deildinni, Everton og Man Utd eru m.a. bara þremur stigum á eftir Liverpool, sko samanlagt. Næst er það svo hið heita/kalda Newcastle lið, generalprufa fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir

MP3: Þáttur 510

17 Comments

  1. Við dróumst gegn psg, sem eru verðlaunin fyrir að no. 1. Þetta er ósanngjarnt. Verðlaunin ættu að vera 1. sæti gegn síðasta og svo koll af kolli.

    4
    • Að vísu fáum við seinni leikinn sem heimaleik, sem er aukabónus fyrir að enda í fyrsta sæti
      Við vinnum PSG í tveimur leikjum.

      5
  2. Takk fyrir góðan þátt.
    Steini, það er rétt hjá þér, Dom var alveg búinn eftir fyrri hálfleikinn en þu hlýtur að vita hvað hann gerði í hálfleik til að sýna sams konar frammistöðu í þeim seinni. Hann fékk sér auðvitað Cappucino Done í hléinu.

    4
  3. Ánægður að menn haldi okkar breidd á lofti. það er mikilvægr í umræðunni.
    það er árlega næstum að Liverpool geti ekki unnið neitt því okkur vantar breidd.
    meira segja stærstu podcöst skrípent landsins ræða það endalaust. leiðinlegt að sjá að jafn reyndir menn í bransanum haldi en að kaupa 5 plús leikmenn í hverjum glugga sé en viðmið uppá breidd.
    það er ekki þannig.

    en varðandi Marc Guéhi þá lýst mér ekkert á hann, hann er í þessari lowblock og 1,82 cm að hæð
    ég bara held að þessir 10 plús cm í hafsentaparinu okkar séu bara það mikilvægir sem þeir hafi á þennan mann. þrátt fyrir alla aðra kosti sem hann mögulega er með.

    3
  4. Sælir bræður og takk fyrir frábæran þátt.

    Það er hægt að stilla hamingjuvogina af út frá því hversu fljótt þátturinn kemur út hjá ykkur út frá því hversu vel gekk hjá okkar mönnum um helgina. Það að þátturinn er kominn inn út strax á mánudegi bendir til að helgin hafi verið mjög góð 🙂

    … og mjög góð var hún blessuð helgin 🙂 Arsenal í dauðafæri að setja pressu á okkur og draga stigamuninn yfir nóttina í 5 stig en nei nei – Trúðinum Arteta tókst að galdra fram mögulega verstu frammistöðu Arsenal síðan ‘Dagskrá næstu viku’ var í sýningu á sunnudögum. Fyrirséð að það versta sem styður þetta lið er síðan grenjandi yfir því að þetta sé ósanngjarn árangur hjá okkur af því þeir hafa ekki náð að tefla sínu sterkasta liði í vetur – einmitt, kanntu annan?

    Þessi leikur gegn €ity er að mínu mati besti leikur Liverpool í vetur. Við förum á Etihad og höldum hreinu, setjum 2 mörk og erum bara með 34% possession. Gersamlega galið hversu gott þetta var og ólíkt nafna mínum þá var ég ekki vitund smeykur í seinni hálfleiknum – þetta gekk allt upp hjá okkur og voru mörkin síst of fá hjá okkur mönnum. Mögulega segir þetta meira um stöðu €ity þessa dagana og þessa hroðalegu vörn sem þeir hafa upp á að bjóða en það er þeirra hausverkur – ekki okkar.

    Mér finnst yndislegt að sjá liðið okkar spila aðeins til baka og vera ekki of uppteknir að halda boltanum. Þetta er eitthvað sem Klopp átti erfitt með en Slot virðist hafa góð tök á. Nú þurfum við bara að vanda okkur betur þegar við erum að pressa og erum með possession, það væri svo yndislegt að við gætum tamið okkur það að geta klárað leiki í fyrri hálfleik með því að setja 2-3 mörk.

    Sjáið síðan Anthony Taylor, dómara, í þessum leik okkar á Etihad. Hann blés sárasjaldan í flautuna, leyfði leiknum að flæða og það var eðlilegur taktur í leiknum, ólíkt frænda hans Óliver Tvist sem gersamlega fokkaði Everton-leiknum upp. Ef það var einhvern tímann þörf á því að senda dómara í lyfjapróf…

    Vonum svo að við getum endanlega jarðað þetta tímabil á miðvikudaginn með því að leggja Newcastle. Ég held svei mér þá að Forest geti sömuleiðis lagt Arsenal miðað við hvað allt er að vinna gegn þeim… að þeirra sögn!

    Áfram að markinu – YNWA!

    22
    • Viðar kann að líta til hliðar…..Klopp lofaði að skila góðu liði í hendur næsta þjálfara sem hann gerði svo sannarlega….Slott hefur heldur betur farið vel af stað og vonandi heldur það áfram…..YNWA

      10
      • Þetta er nefnilega svo rosalega góður punktur sem er þarft að minna á. Það er ekki sjálfsagt að hægt væri að halda áfram takti með þennan hóp og ekki bara halda takti heldur halda áfram upp á við. Sjáið hvað gerðist eftir að Sir Alex fer frá ManUtd. Þetta er búin að vera ein stór skítsýning í 12 ár hjá þeim.

        Það gleymist nefnilega oft í umræðunni með Richard Hughes og Michael Edwards fundu Slot og töldu hann vera besta kostinn fyrir Liverpool, umfram þjálfara eins og Amorim sem er nú heldur betur að valda straumhvörfum hjá ManUtd þessa dagana.

        Klopp á alveg jafn mikið í þessari velgengni okkar í vetur eins og Slot. Vona svo innilega að hann verði á Anfield þegar við fáum PL-bikarinn í vor!

        12
  5. Sælir félagar

    Takk fyrir mjög góðan þátt. Arne Slot tók við mjög góðu liði það er ekki spurning. Klopp skildi eftir hóp góðara og svo vaxandi leikmanna Ólíkt Sörnum hjá MU sem skildi eftir lið sem var aldrað og úr sér gengið. Lið sem hann var búinn að kreista allt úr og skildi ekkert eftir handa eftirmanni/mönnum sínum nema vesen og leiðindi. Þetta sýnir auðvitað muninn á manngildinu milli þessara tveggja manna. þar að auki var Sörinn á sínum tíma með eitt allra ríkasta lið Evrópu og gat keypt og keypti allt sem hann vildi. Það var ekki fyrr en Wenger kom og svo olíupeningar Chelsea að önnur lið fóru að láta að sér kveða. Sem sagt peningar kaupa titla.

    En svo kom Klopp. Og Klopp sýndi það allan sinn tíma að það er hægt að vinna titla án þess að hafa endalausa peninga. Með rétt saman settu liði og með motiveringu leikmanna og stuðningsmanna vann hann allt sem hægt er að vinna og skilaði eftirmanni sínum frábærum hópi. Arne Slot er svo að nýta þann hóp mjög skynsamlega og er nánast búiin að vinna deildina á sínu fyrsta leiktímabili þrátt fyrir að kaupa nánast ekkert til liðsins í sumar né í janúar. Það er frábærlega gert og ber að þakka.

    Því er samt ekki að leyna að það þarf að styrkja þennan hóp í sumar. Fyrst og fremst þarf að semja við “hina þrjá stóru” og svo þarf að bæta við tveimur til þremur leikmönnum úr efstu hillu í sumar. Eftir það ætti að nægja að kaupa 1 til 2 leikmenn á ári til að viðhalda hópnum og fá stráka úr akademíunni með í bland. Þetta er sem sagt staðan og hún er góð. Já hún er afbrgsgóð svo ekki sé meira sagt. Liðið okkar á möguleika á þremur titlum á þessari leiktíð og það væri gaman að vinna þá alla. Ég fyrir mína parta verð ánægður með að vinna ensku deildin en þygg hitt líka.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
  6. Það var allt frábært við þessa helgi. Liverpool vann og Arsenal tapaði þannig það var sko haldið upp á það uppi í rúmi aðfaranótt mánudags. Svo bárust þær hörmulegu fréttir í dag að Salah ætli að semja við Man City eftir tímabilið. Hann talaði víst lengi við Pep um hugmyndir þeirra liðs næsta tímabil og þeir sóttu víst Marmoush til að liðka fyrir skiptum Salah.

    YNWA

    3
  7. Það er ekkert athugavert við það að Salah ræði við Pep búnir að vera saman í þessari deild og mæst oft.
    menn tala af virðingu við hvorn annan.
    Ef þeir voru að ræða næstu skref sín þá eru þeir frekar að ræða það að verða samherjar í Arabíu hjá eitthverju félaginu þar.

    Salah er aldrei á leið til ManCity frekar myndi hann leggja skónna á hilluna því skal ég lofa þér.

    Annars er ég líka öruggur á því að sumarið er kortlagt hjá Liverpool. þar vita menn stöðuna á þessum þrem og ekkert sem mun koma þeim á óvart og menn pottþétt byrjaðir að vinna í targetunum.
    öll önnur vinnubrögð væru alveg úr karakter frá FSG.
    það eru bara spennandi tímar framundan hjá félaginu. þurfum ekki að stressa okkur á neinu öðru.
    Liverpool verður að berjast í öllum keppnum næsta tímabil líkt og núna og síðasta.
    en við vinnum ekki alltaf allt . en við gerum tilraun!

    3

City 0 – 2 Liverpool – farið þið núna að trúa okkur?

Upphitun: Generalprufa á úrslitaleik deildarbikarsins