Upphitun: Generalprufa á úrslitaleik deildarbikarsins

Viðbót: Það er búið að dæma Slot í tveggja leikja bann eftir viðskipti hans við Oliver í Everton leiknum og Hulshoff, aðstoðarmaður Slot, eins leiks bann og mun þetta taka í gildi strax í kvöld og verður því Heitinga á hliðarlínunni hjá okkar mönnum í kvöld. Heitinga verður þá fyrsti þjálfari Liverpool sem hefur spilað eða þjálfað Everton síðan William Barkley, einn af stofendum félagsins, þjálfaði liðið.

Á morgun mæta Newcastle menn á Anfield og etja kappi við okkar menn en rúmlega tveimur vikum síðar mætast liðin á Wembley í úrslitaleik deildarbikarsins. Fyrri leikur liðanna var æsispennandi og endaði með 3-3 jafntefli eftir að Schar skoraði jöfnunarmark á lokamínútum leiksins eftir mistök frá Kelleher.

Í gegnum tíðina hafa þessi lið átt nokkra ansi þekkta leiki og tilfinningin sú að Newcastle er alltaf ansi erfiður leikur og því kom mér á óvart að sjá að Newcastle hefur ekki unnið gegn Liverpool frá 2015 þar sem Wijnaldum var meðal markaskorara Newcastle, og þeir hafa ekki unnið á Anfield síðan 1994 þegar þeir unnu 2-0 sigur með mörkum frá Rob Lee og Andy Cole.

Það mun þó ekki hjálpa okkur á morgun, Newcastle eru að berjast um að komast aftur í Meistaradeildina á næsta ári en eiga í erfiðleikum með að byggja upp stöðugleika. Það sést einmitt vel í síðustu sex leikjum þeirra þar sem þeir hafa unnið þrjá og tapað þrem. Þeir unnu virkilega góðan sigur gegn Nottingham Forest um helgina en voru þó nálægt því að kasta honum frá sér undir lokinn og á undan því steinlágu þeir gegn Manchester City.

Okkar menn hinsvegar komust í ellefu stiga forustu þegar Arsenal missteig sig um helgina meðan Liverpool vann sannfærandi 2-0 sigur gegn Manchester City og því komnir með nokkra putta á Englandsmeistaratitilinn. Morgundagurinn verður líka áhugaverður þar sem Arsenal spilar erfiðan leik gegn Nottingham Forest og hefst þeirra leikur 45 mínútum á undan okkar og gæti slæmt gengi þeirra þar gefið okkur auka kraft inn í þennan leik.

Býst við að sjá liðið svona á morgun en það verður áhugaverðast að sjá hvað hann gerir á miðsvæðinu. Szoboszlai, MacAllister og Gravenberch hafa allir spilað mikið undanfarið en allir byrjuðu þeir ásamt Jones gegn City og ég geri ráð fyrir að MacAllister fái sér sæti á bekknum á morgun. Gakpo og Jota snúa þá aftur í byrjunarliðið og Diaz myndi þá fá hvíld fyrir Meistaradeildarleikinn eftir viku.

Spá

Held að þetta verði mikill markaleikur þar sem tvær nokkuð heitar sóknarlínur mætast og Liverpool endi á að vinna í 3-2 leik þar sem Isak og Gordon reynast okkur erfiðir en sóknarmenn okkar reynast þeim enn verr.

14 Comments

  1. Svartsýni dagsins: Spennufall hjá okkar mönnum og bensínlaus Szobo. Annað heimavallatapið á tímabilinu. Gefið mér valkost í upphafi móts að við töpum einum leik fyrir jól og einum eftir jól og ég kinka kolli með velþóknun. En því miður óttast ég að þetta verði annar þessara tapleikja.

    Líklega dómaraskandall

    Arsenal nær á undraverðan hátt að vinna Nott. Forest og aftur kemst spenna í mótið.

    2
    • Ætti Szobo að vera eitthvað meira bensínlaus en Newcastle liðið sem hafa fengið sama hvíldartíma?

      Hvernig aðstæður mynduðust sem orsakað gætu spennufall?

      2
  2. Erum að fara að mæta enskasta liðinu í deildinni enda Newcastel með 18 Enska leikmenn á skrá hjá sér og enskan þjálfara að auki.
    Þetta er eitthvað sem ég öfunda þá smá með, mér finnst vanta smá enskari kjarna hjá okkur í liðið og ekki skánar það í sumar þegar að Trent fer líklegast og ekki ólíklegt að Joe Gomez fari einnig.
    Auðvitað eru þeir dýrari en gengur og gerist en við verðum að vera með Enska leikmenn í liðinu og það er orðið ansi fátt um slíkt hjá okkur.

    En að leiknum, þessir leikir bjóða alltaf upp á slatta af mörkum og oftast skemmtilegir.
    Vonandi fáum við orku í liðunu okkar og menn klári þetta, ekki ólíklegt að Salah komi að 1 jafnvel 2 mörkum í kvöld.

    Slot var að tjá sig um að hann væri mjög ósáttur með framlag Nunez og hefur gagnrýnt hann á blaðamannafundum en tók fram að hann væri búinn að æfa vel að undanförnu.
    Ég ætla að skjóta á að Nunez byrji í kvöld og skori 2 mörk.

    6
    • Ja það er svo svakalega mikilvægt ad hafa enskan þjalfara og enska leikmenn til ad na arangri. Þu saknar eflaust þess tima þegar vid hofdum frabaera englendinga eins og Hodgson og Konchesky. Annars er thetta Bretland ef thu vissir ekki; samanstendur af Wales, Skotlandi, N Irlandi og Englandi . England er ekki sjalfstæð þjod. Margir skotar, walesbuar og n-irar hafa spilad stora rullu hja stærstu lidunum i urvalsdeildinni,

      1
  3. Slot dæmdur í tveggja leikja bann, missir af leiknum í kvöld og gegn Southampton.

    Ætti að verða hörkuleikur í kvöld, í gegnum tíðina hafa leikir Liverpool og Newcastle oft verið háspennuleikir og hin mesta skemmtun.
    Verður eflaust þannig líka í kvöld.

    YNWA.

    4
  4. 70.000 punda sekt og tveggja leikja bann fyrir að rífa aðeins of fast í höndina á Oliver?!
    Dómarinn var búinn að ákveða sig áður en Slot kom því hann vissi að hann gerði upp á bak í þessum leik og til að verja sig reif hann upp spjaldið.Jafn handónýtur dómari sem og restin af prúðuleikurunum þarna sem fá að kalla sig dómara.

    Þetta verður bardagi í kvöld en vonast eftir sigri,3-1 en mögulega gæti jafntefli orðið niðurstaðan en ég vil ekki hugsa neitt frekar um slíkt,bara vinna þessa Norðlendinga.

    11
    • Slot hefur viðurkennt að hafa látið einhver fúkyrði falla sem hann sér eftir.

      Maður vissi svosem að Oliver yrði alltaf bakkaður upp varðandi þetta atvik.

      Auk þess ætti ekki að breyta miklu þó Slot verði upp í stúku

      Það besta er að hvernig sem hann reynir þá getur hann lítið hjálpað City úr þessu.

      Oliver var einn besti dómari deildarinnar þar til hann fékk að dæma í Furstadæmunum, í deild sem eigendur Man City eiga. Eftir það fór hann að dæma mjög undarlega. Hefur margoft sleppt leikmönnum City við rauð spjöld og verið mjög hlutdægur gegn liðum eins og Arsenal og Liverpool.

      Þess má einnig geta að Darren England var nýlentur frá Furstadæmunum þegar hann tók markið af Diaz gegn Spurs í fyrra.

      2
  5. Anfield verður on fire!! Held að stuðningsmenn ætli að kvitta vel fyrir síðasta útileik á móti Newcastle og að það muni gera gæfumuninn. Það verður enginn bensínlaus með þennan stuðning

    Við jörðum þá!! 3-0!!!

    7
  6. Rosa leikur í kvöld, vona að þetta verði okkar besti leikur á tímabilinu og að arsenal eigi sinn versta.

    3
  7. Okkar menn farnir að finna lyktina af titlinum og líta ekki um öxl og vinna þetta örugglega.

    6
  8. Það verður allt á suðupunkti í kvöld. Leikmenn verða hvattir áfram af stuðningsmönnum sem munu syngja allan tímann. Þetta er leikur sem verður að vinnast tl að halda mómentinu gangandi. Horfði á skemmtilegt viðtal við Gordon hjá Newcastle en allir í hans fjölskyldu halda með Liverpool og hann var sjálfur poolari en var seldur til Everton 11 ára gamall. Allir í hans fjölskyldu vonast til þess að hann tapi í kvöld. Annað, til að skilja betur við hvað Liverpool þarf að eiga og hvað það er sem fær jafnvel rólegasta mann eins og Slot til að miss stjórn á skapi sínu er hér áhugavert stutt söguyfirlit . Þetta yfirlit skýrir hvers vegna púað er á breska þjóðsöngin, hvers vegna sorpblaðið Sun er bannað í Liverpool og hvernig fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina ýtt undir neikvæða ímynd af íbúum Liverpool borgar.
    https://www.youtube.com/watch?v=ypyVScCZLJU

    5

Gullkastið – Sex stiga helgi

Liðið og leikþráður