Liverpool 2-0 Newcastle

Mörkin

1-0 Szoboszlai (11.mín)

2-0 MacAllister (63.mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Atvik fyrri hálfleiks voru þessi:

  • Salah tekinn niður, eða…allavega dæmt á hann innan teigs. Víti hefði verið eðlilegt, aukaspyrna á hann var út úr korti, ekki skoðað í VAR. Veit einhver í alvöru af hverju?
  • Markið frá Szobo, frábærlega gert.
  • Upphlaup sem sköpuðu ekki endilega markskot eða xG, t.d. sendingar í hæla í tvígang og þannig möguleikar sem ekkert varð úr.
  • Eitt gott færi hjá annars frekar daufu Newcastle liði. Óvenju dauft fyrir þá.

Atvik seinni hálfleiks:

  • Smá pressa frá Newcastle í fyrsta hluta hálfleiksins.
  • Virkuðu samt ekki mjög ógnandi – kannski er að færast meiri ró yfir varnarleik Liverpool.
  • Markið frá MacAllister gulltryggði eiginlega sigurinn, Newcastle voru eiginlega aldrei nálægt markinu, Allison átti rólegan dag.
  • Fleiri færi hjá okkur, skiptingar, leikurinn fjaraði út.

Í mínum huga var rosalegur meistarabragur á liðinu. Margir í kringum mig voru stressaðir en mér fannst yfirbragð leiksins aldrei stefna þremur stigum í hættu. Liðið er orðið virkilega sjóað, leikmennirnir eru bara að spila leiki lífs síns margir hverjir. Þessar tvær síðustu frammistöður eru bara ótrúlegar í lok 5 leikja tarnar á 15 dögum eða hvað það er. Þeir virkuðu mjög frískir og léttir á sér sérstaklega í byrjun eftir að hafa hlaupið úr sér lungu, eyru, nýru og taugar á sunnudaginn (Szobo…hóst…Szobo). Og Díaz líka.

Hvað réði úrslitum?

Ég held ég sé alltaf búinn að skrifa þetta sem ástæðu síðan ég byrjaði að skrifa skýrslur hérna: gæði leikmanna. Gæði starfsliðsins. Gæðin á matnum í mötuneytinu. Liverpool Football Club er bara á virkilega góðum stað og stendur sig betur en flest önnur félög á flestum sviðum. Það þurfti ekki einu sinni Arne Slot á hliðarlínuna, Johnny Heitinga stýrði þessu eins og hann hefði aldrei gert neitt annað.

Hverjir stóðu sig vel?

Lélegastur í dag var Alisson. Bara af því að hann þurfti akkúrat að gera eiginlega ekki neitt. Hinir 10 spiluðu nokkurn veginn óaðfinnanlega. Það má alveg gagnrýna eitt og annað hjá hinum og þessum en liðið er bara eins og frábærasta vél sem klikkar bara ekki. Bestu leikmenn liðsins í dag voru Dominic Szoboszlai og Luis Díaz. Þeir voru frábærir, Szobo er að breytast í eitthvað ofurmenni núna upp á síðkastið. Salah var rólegur en hann átti að fá víti og var með stoðsendingu. Semjiði við hann!

Hvað hefði mátt betur fara?

Ekkert. Arsenal gerði jafntefli, forystan er núna 13 stig.

Umræðan eftir leik

Þið krossfestið mig þá bara fyrir jinxmeistaragráðuna mína. Titillinn er í augsýn. 13 stig, Arsenal getur mest náð 87 stigum, þeir eru aldrei að fara yfir 80 stig á þessu tímabili. Þeir eru með 1 stig úr síðustu 2 leikjum, 4 stig úr síðustu 3 leikjum og 2 stig að meðaltali í leik frá byrjun tímabils. Og núna eru þeir senterslausir. Ef eitthvað er þá er stigasöfnunin þeirra upp á ca. 2 stig í leik að fara lækkandi. Ef 80 stig duga og við erum með 67, þá dugar að vinna 4 leiki af 10. 6 af þeim eru á heimavelli. Takk fyrir. Þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér. Það þarf klúður sem aldrei hefur sést áður til að klúðra þessum titli. Við erum ekki að fara að gera það.

 

Hvað er framundan?

Vikuhlé. Getum andað aðeins. Szobo þarf að fá smá nudd, pott, helst smá sól og hita og kannski sauna. PSG eftir viku, við erum á siglingu og göngum vonandi bara frá PSG í fyrri leiknum. Ef ekki þá eigum við bouncing Anfield í seinni leiknum og mýsnar frá París eru ekki að fara neitt í gegnum þann leik.

Ég segi eins og Daníel eftir Man City sigurinn: Munið krakkar: þetta er ekkert sjálfsagt. Njóta þess á meðan það er.

10 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Maggi hefur ekkert að gera núna hendið í podcast ! Og sláið met í Gullstundum á meðan !

    11
  2. Þetta var auðvitað frábært, segir sig sjálft. Svartagallsrausið mitt var sem betur fer tilefnislaust. Það er eins og hnjúkaselið sé að bíða eftir þessum úrslitaleik og hlífi manni og öðrum fram að honum. Það verður vonandi ekki þeim til gagns.

    Slot og félagar hafa nú í vetur þróað og fínpússað leikkerfi sem gerir liðið svo gott sem ósigrandi um leið og tekst að varna meiðslum eftir því sem auðið er. Það sást vel í leiknum þegar Hnjúsælingar voru við það að örmagnast og lögðu ekki í pressuna. Þá stóðu okkar menn rólegir á eigin vallarhelmingi og biðu þolinmóðir átekta. Svo… bimm…bamm.. og boltinn var kominn fyrir fætur fremstu manna.

    Miðjan var ógnarsterk og ekki mýktist hún þegar Made in Japan mætti á svæðið. Það sem ég hef gaman af því að fylgjast með þeim kappa. Diaz var svakalegur, Salah ómetanlegur, vörnin óaðfinnanleg.

    Jota er búinn að líma á sig verðmiðann. Hvað er annars hægt að segja um þessa aumingjalegu fyrirgjöf? Nunezinn má eiga það að þegar hann nennir er alltaf eitthvað stuð í kringum hann.

    En ekki meira svartagall frá mér. Himinsæll með sigurinn. Nú er langþráð frí framundan fyrir lúnar lappir og tími til að skipuleggja næstu lotu. Gaman væri að fá einhverja tölfræði um það hvenær við gætum fyrst átt möguleika á að innbyrða titilinn. Eða er það nokkuð jinx?

    4
    • Já og auðvitað þurfti dómarinn að flækjast fyrir okkur. Ég spáði því í upphitun að þetta yrði dómaraskandall og stend við hvert orð. Að hann skyldi ekki gefa okkur víti þarna í blábyrjun… skandall!

      Og þegar hann stoppaði leikinn eftir að Jota hafði brotist í gegn?

      Og að þeir skyldu ekki fá nema eitt gult spjald, þessir fautar?

      3
    • Í fyrsta lagi? Sko, Liverpool þarf 21 stig til viðbótar – EÐA að Arsenal tapi 21 stigi – EÐA einhverja samsetningu af þessu tvennu. Þannig að 4 sigrar hjá Liverpool (+12 stig) og 3 töp hjá Arsenal (9 stig til viðbótar) myndu gulltryggja þetta. Hef nú ekki trú á að slíkt gerist í næstu 4 umferðum. En ég yrði ekki hissa ef þetta klárast áður en Arsenal mæta á Anfield.

      4
  3. Mikilvægur sigur gegn sterku liði Newcastle.

    Allt liðið frábært og hvergi veikan blett að finna á hópnum.

    Szoboszlai er reyndar sturlaður þessa daganna og Salah er besti leikmaðurin í heiminum.

    Þetta lítur vel út. Núna er bara að landa þessu.

    Áfram Liverpool!

    4
  4. Nýjustu meðaltalstölur:

    Liverpool er núna með 2,39 stig í leik að meðaltali en Arsenal með 2. Sem þýðir að Arsenal kemst ekki hærra en í 76 stig með þessu áframhaldi og það tekur Liverpool fjóra leiki til viðbótar að tryggja sér deildina.

    Allt er þetta leikur að tölum en líkurnar á sigri hafa batnað, ekki versnað.

    9
  5. Núna þurfa menn eins og Slot, VVD o.s.frv að henda mönnum á jörðina, við ætlum að vinna 3 titla, ótrúlega erfiður dráttur í UCL og svo er nog eftir í premier league. Hef samt engar áhyggjur þannig séð, er sannfærður um að þeir tækli þetta. PSG verða ótrúlega erfiðir en Slot og félagar taka þetta.

    6
  6. Niðurstaðan 11 stig af 15 úr líklega erfiðasta deildarleikja kafla tímabilsins og Arsenal nær á meðan í 4 af 9. Þeir eru með stigasöfnun upp á 2 stig í leik eða 76 stig yfir tímabilið, það er níu stigum meira en Liverpool er með núna. Þvílíka helvítis snilldar vikan!
    Fögnum ekki fyrr en það er komið (Staðfest) en það þarf líklega heimsfaraldur (aftur) til að stoppa Liverpool úr þessu.

    Já og spáið í glugganum þegar við misstum af Bellingham, hversu vel hljómar Gravenberch, Szoboszlai og MacAllister í staðan yfir svipaðan pening? Með Watarao Endo í kaupæti. Nokkuð viss um að Jorg Schmadtke er nú þegar búinn að skála a.m.k. einum Egils Gull en andskotinn hafi það, gaurinn á skilið annan.

    9

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið og leikþráður