Liverpool 2-0 Newcastle

Mörkin

1-0 Szoboszlai (11.mín)

2-0 MacAllister (63.mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Atvik fyrri hálfleiks voru þessi:

  • Salah tekinn niður, eða…allavega dæmt á hann innan teigs. Víti hefði verið eðlilegt, aukaspyrna á hann var út úr korti, ekki skoðað í VAR. Veit einhver í alvöru af hverju?
  • Markið frá Szobo, frábærlega gert.
  • Upphlaup sem sköpuðu ekki endilega markskot eða xG, t.d. sendingar í hæla í tvígang og þannig möguleikar sem ekkert varð úr.
  • Eitt gott færi hjá annars frekar daufu Newcastle liði. Óvenju dauft fyrir þá.

Atvik seinni hálfleiks:

  • Smá pressa frá Newcastle í fyrsta hluta hálfleiksins.
  • Virkuðu samt ekki mjög ógnandi – kannski er að færast meiri ró yfir varnarleik Liverpool.
  • Markið frá MacAllister gulltryggði eiginlega sigurinn, Newcastle voru eiginlega aldrei nálægt markinu, Allison átti rólegan dag.
  • Fleiri færi hjá okkur, skiptingar, leikurinn fjaraði út.

Í mínum huga var rosalegur meistarabragur á liðinu. Margir í kringum mig voru stressaðir en mér fannst yfirbragð leiksins aldrei stefna þremur stigum í hættu. Liðið er orðið virkilega sjóað, leikmennirnir eru bara að spila leiki lífs síns margir hverjir. Þessar tvær síðustu frammistöður eru bara ótrúlegar í lok 5 leikja tarnar á 15 dögum eða hvað það er. Þeir virkuðu mjög frískir og léttir á sér sérstaklega í byrjun eftir að hafa hlaupið úr sér lungu, eyru, nýru og taugar á sunnudaginn (Szobo…hóst…Szobo). Og Díaz líka.

Hvað réði úrslitum?

Ég held ég sé alltaf búinn að skrifa þetta sem ástæðu síðan ég byrjaði að skrifa skýrslur hérna: gæði leikmanna. Gæði starfsliðsins. Gæðin á matnum í mötuneytinu. Liverpool Football Club er bara á virkilega góðum stað og stendur sig betur en flest önnur félög á flestum sviðum. Það þurfti ekki einu sinni Arne Slot á hliðarlínuna, Johnny Heitinga stýrði þessu eins og hann hefði aldrei gert neitt annað.

Hverjir stóðu sig vel?

Lélegastur í dag var Alisson. Bara af því að hann þurfti akkúrat að gera eiginlega ekki neitt. Hinir 10 spiluðu nokkurn veginn óaðfinnanlega. Það má alveg gagnrýna eitt og annað hjá hinum og þessum en liðið er bara eins og frábærasta vél sem klikkar bara ekki. Bestu leikmenn liðsins í dag voru Dominic Szoboszlai og Luis Díaz. Þeir voru frábærir, Szobo er að breytast í eitthvað ofurmenni núna upp á síðkastið. Salah var rólegur en hann átti að fá víti og var með stoðsendingu. Semjiði við hann!

Hvað hefði mátt betur fara?

Ekkert. Arsenal gerði jafntefli, forystan er núna 13 stig.

Umræðan eftir leik

Þið krossfestið mig þá bara fyrir jinxmeistaragráðuna mína. Titillinn er í augsýn. 13 stig, Arsenal getur mest náð 87 stigum, þeir eru aldrei að fara yfir 80 stig á þessu tímabili. Þeir eru með 1 stig úr síðustu 2 leikjum, 4 stig úr síðustu 3 leikjum og 2 stig að meðaltali í leik frá byrjun tímabils. Og núna eru þeir senterslausir. Ef eitthvað er þá er stigasöfnunin þeirra upp á ca. 2 stig í leik að fara lækkandi. Ef 80 stig duga og við erum með 67, þá dugar að vinna 4 leiki af 10. 6 af þeim eru á heimavelli. Takk fyrir. Þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér. Það þarf klúður sem aldrei hefur sést áður til að klúðra þessum titli. Við erum ekki að fara að gera það.

 

Hvað er framundan?

Vikuhlé. Getum andað aðeins. Szobo þarf að fá smá nudd, pott, helst smá sól og hita og kannski sauna. PSG eftir viku, við erum á siglingu og göngum vonandi bara frá PSG í fyrri leiknum. Ef ekki þá eigum við bouncing Anfield í seinni leiknum og mýsnar frá París eru ekki að fara neitt í gegnum þann leik.

Ég segi eins og Daníel eftir Man City sigurinn: Munið krakkar: þetta er ekkert sjálfsagt. Njóta þess á meðan það er.

39 Comments

  1. Maggi hefur ekkert að gera núna hendið í podcast ! Og sláið met í Gullstundum á meðan !

    19
  2. Þetta var auðvitað frábært, segir sig sjálft. Svartagallsrausið mitt var sem betur fer tilefnislaust. Það er eins og hnjúkaselið sé að bíða eftir þessum úrslitaleik og hlífi manni og öðrum fram að honum. Það verður vonandi ekki þeim til gagns.

    Slot og félagar hafa nú í vetur þróað og fínpússað leikkerfi sem gerir liðið svo gott sem ósigrandi um leið og tekst að varna meiðslum eftir því sem auðið er. Það sást vel í leiknum þegar Hnjúsælingar voru við það að örmagnast og lögðu ekki í pressuna. Þá stóðu okkar menn rólegir á eigin vallarhelmingi og biðu þolinmóðir átekta. Svo… bimm…bamm.. og boltinn var kominn fyrir fætur fremstu manna.

    Miðjan var ógnarsterk og ekki mýktist hún þegar Made in Japan mætti á svæðið. Það sem ég hef gaman af því að fylgjast með þeim kappa. Diaz var svakalegur, Salah ómetanlegur, vörnin óaðfinnanleg.

    Jota er búinn að líma á sig verðmiðann. Hvað er annars hægt að segja um þessa aumingjalegu fyrirgjöf? Nunezinn má eiga það að þegar hann nennir er alltaf eitthvað stuð í kringum hann.

    En ekki meira svartagall frá mér. Himinsæll með sigurinn. Nú er langþráð frí framundan fyrir lúnar lappir og tími til að skipuleggja næstu lotu. Gaman væri að fá einhverja tölfræði um það hvenær við gætum fyrst átt möguleika á að innbyrða titilinn. Eða er það nokkuð jinx?

    7
    • Já og auðvitað þurfti dómarinn að flækjast fyrir okkur. Ég spáði því í upphitun að þetta yrði dómaraskandall og stend við hvert orð. Að hann skyldi ekki gefa okkur víti þarna í blábyrjun… skandall!

      Og þegar hann stoppaði leikinn eftir að Jota hafði brotist í gegn?

      Og að þeir skyldu ekki fá nema eitt gult spjald, þessir fautar?

      8
    • Í fyrsta lagi? Sko, Liverpool þarf 21 stig til viðbótar – EÐA að Arsenal tapi 21 stigi – EÐA einhverja samsetningu af þessu tvennu. Þannig að 4 sigrar hjá Liverpool (+12 stig) og 3 töp hjá Arsenal (9 stig til viðbótar) myndu gulltryggja þetta. Hef nú ekki trú á að slíkt gerist í næstu 4 umferðum. En ég yrði ekki hissa ef þetta klárast áður en Arsenal mæta á Anfield.

      13
  3. Mikilvægur sigur gegn sterku liði Newcastle.

    Allt liðið frábært og hvergi veikan blett að finna á hópnum.

    Szoboszlai er reyndar sturlaður þessa daganna og Salah er besti leikmaðurin í heiminum.

    Þetta lítur vel út. Núna er bara að landa þessu.

    Áfram Liverpool!

    11
  4. Nýjustu meðaltalstölur:

    Liverpool er núna með 2,39 stig í leik að meðaltali en Arsenal með 2. Sem þýðir að Arsenal kemst ekki hærra en í 76 stig með þessu áframhaldi og það tekur Liverpool fjóra leiki til viðbótar að tryggja sér deildina.

    Allt er þetta leikur að tölum en líkurnar á sigri hafa batnað, ekki versnað.

    15
  5. Núna þurfa menn eins og Slot, VVD o.s.frv að henda mönnum á jörðina, við ætlum að vinna 3 titla, ótrúlega erfiður dráttur í UCL og svo er nog eftir í premier league. Hef samt engar áhyggjur þannig séð, er sannfærður um að þeir tækli þetta. PSG verða ótrúlega erfiðir en Slot og félagar taka þetta.

    11
  6. Niðurstaðan 11 stig af 15 úr líklega erfiðasta deildarleikja kafla tímabilsins og Arsenal nær á meðan í 4 af 9. Þeir eru með stigasöfnun upp á 2 stig í leik eða 76 stig yfir tímabilið, það er níu stigum meira en Liverpool er með núna. Þvílíka helvítis snilldar vikan!
    Fögnum ekki fyrr en það er komið (Staðfest) en það þarf líklega heimsfaraldur (aftur) til að stoppa Liverpool úr þessu.

    Já og spáið í glugganum þegar við misstum af Bellingham, hversu vel hljómar Gravenberch, Szoboszlai og MacAllister í staðan yfir svipaðan pening? Með Watarao Endo í kaupæti. Nokkuð viss um að Jorg Schmadtke er nú þegar búinn að skála a.m.k. einum Egils Gull en andskotinn hafi það, gaurinn á skilið annan.

    37
  7. Þessi vika gat varla farið betur. Ef við snúum niðurstöðum leikjana við þannig að við hefðum fengið 1 stig úr síðustu 2 leikjum en Arsenal 6 sem fyrirfram var góður möguleiki. Arsenal átti fyrirfram meiri möguleika að vinna sína báða leiki og City hefði getað hrokkið í gírinn og unnið okkur á sínum heimavelli og jafntefli við Newcastle var fyrirfram alveg möguleiki. Þetta myndi þýða að Arsenal væri með 59 stig en ekki 54 og Liverpool væri með 62 stig en ekki 67. Við værum 3 stigum á undan Arsenal og þeir ættu leik til góða. Það myndi þýða stress og panik í næstu leikjum. Í staðinn er búið að drepa niður allar vonir hjá Arsenal og sjálfstraustið er fokið út um gluggann. Áfram vinna þeir sennilega ekkert á þessari leiktíð og fögnuður þeirra í fyrra þegar þeir unnu okkur, með myndatökum úti á velli eins og þeir væru orðnir meistarar virkar nú hjákátlegur og jafnvel hlægilegurl YNWA

    8
  8. Sannfærandi sigrar i siðustu tveim leikjum, reyndar osigraðir siðan heima gegn NF, a ekki að fa neinn til að segja ef þetta eða ef hitt. Nu sa eg leikinn gegn City live, sa leikur hlitur að hafa verið martroð fyrir heimamenn, enda for frammistaðan það illa i heimamenn að onefndum aðilum var hennt ut eftir sma fagn, satu reyndar meðal heimamanna. Erfið leikjahrina að baki og kærkomin vika i uppbyggingu likama og salar fyrir komandi atok. PSG hvað!!

    YNWA

    4
  9. Þetta lið er svo geggjað þetta var snilldar framistaða
    Manni hlakkar til að sjá hvort þetta verði svona í bikarnum held reyndar að sá leikur verði jafnari
    Þeir áttu bara ekki skot á markið haha

    3
  10. Sælir félagar

    Ég hafði aldrei áhyggjur í þessum leik. Róin og öryggið sem skein af leikmönnum var með þeim hætti að aldrei var ástæða til að efast. Szobo er skrímsli, þvílíkur leikmaður sem hann er og Diaz var mjög góður líka. Salah það þarf ekki að nefna hann. Frammistöður hans eru bara fastur liður í leikjum Liverpool. Hugsið ykkur hryggsúluna í þessu liði: Alisson, Virgil, Szobo Salah. Ekkert lið í Evrópu (og þar með veröldinni) getur státað af öðrum eins leikmönnum.

    Svo eru menn sem koma þar fast á hæla: Konate, TAA, Gakpo, Macca, Grav og Diaz. Leikmenn eins og Jones, Darwin, Endo, Robbo og Quansah koma þar svo skammt á eftir. Ef til vill er ég að gleyma einhverjum en þessi hópur er ótrúlegur og er að skila fullkominni yfirburðastöðu í deildinni. Það er í reynd ekkert annað að gera en halla sér aftur í sófanum og njóta. Þvílík sæla sem það er að horfa á liðið sitt gjörsamlega “dóminera” þessa ensku deild. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  11. Veit einhver stöðuna á samningsmálum þessa þriggja sem fara annars frítt í vor ?

    3
    • Ég hugsa að Michael Edwards og Richard Hughes séu þeir einu sem viti stöðuna.

      6
  12. Það sem er líka svo geggjað við þessa stöðu sem liðið er í núna í deildinni er að við erum eiginlega pressulausir og getum passað álagið uppá meistaradeildina að gera, Arsenal aftur á móti vita að þeir mega ekki gera nein mistök en ætli þeir séu ekki búnir að gera sér grein fyrir því að núna er þetta nánast lost case. Verst kannski að PSG eru að rúlla upp pepsídeildinni í Frakklandi þannig að þeir geta líka leyft sér að hvíla leikmenn þar.
    En núna eigum við bara að njóta þessara seinustu leikja í deildinni og njóta þess að fylgjast með Salah í hans mögulega seinustu leikjum fyrir Liverpool því andskotans ver og miður.

    5
  13. Það er gaman að fylgjast með Arsenal mönnum þessa daga.

    Ástæða þess að Liverpool eru að taka titilinn er heppni með meiðsli.

    Arsenal eru semsagt með 5 leikmenn á meiðslalista þám lykilmenn eins og: Tomiyasu, Havertz, Martinelli og Jesus,

    Þeir eru semsagt lykilmenn en Alisson, Jota og Konate eru það ekki.

    Þetta er frekar sérstakt þar sem síðustu tvö tímabil hefur Arsenal getað spila á sirka 13 leikmönnum, og virðast líta á það sem sjálfsagðan hlut en ef önnur lið komast af með að nota sirka 16 leikmenn þá er það heppni.

    10
  14. Áhugavert að fá greiningu á fjármálunum hjá Liverpool hvað þeir meiga samkvæmt FFP…..þessi regla er vonandi að virka loksins

    3
  15. Það var athyglisvert viðtal við Roy Keene. Hann sagði að Liverpool yrði að passa sig á því að verða ekki athlátusefni ensku deildarinnar. Þá átti hann við að ef við glutruðum niður þessu forskoti þá yrði það mikil niðurlæging fyrir okkar menn.

    Málið er að þetta er einfaldlega hárrétt hjá honum. Ég spyr mig hvort hann sé skápaaðdáandi okkar liðs því er þetta ekki akkurat martröðin sem við Liverpool aðhangendur hræðumst ? Að fagna ekki of snemma.

    Jú jú, auðvitað lítur þetta vel út hjá okkur en það þarf að klára þessa leiki og það er oft hægara sagt en gert því allir gera bestu liðinum, Liverpool, Arsenal og Man City leikina erfiða. Bæði með því að leggja sig óvenju mikið fram gegn þeim og liggja meira aftarlega.

    Þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þessa áminningu. Mér fanst eins og Roy væri að lýsa einfaldlega sinni reynslu þegar hann spilaði fyrir Man Und en ég geri fastlega ráð fyrir því að keppnisklikkhaus eins og hann hafi svo sannarlega aldrei farið fram úr sjálfum sér og var ekkert að fagna einhverjum titli fyrr en þeir voru komnir í hús. Hann er einfaldlega að lýsa hugarfari sigurvegarans og það var Roy svo sannarlega á sínum tíma.

    9
    • Sælir félagar

      Ég er algerlega sammála Brynjari og Keane í þessu efni. Það má benda á í þessu sambandi að þessi ummæli Keane eru á samfélagsmiðlum og því þarf ekki að far inná “djöflana” til að sjá það. Liðið okkar sem er í ótrúlegu “sinki” nú um stundir mun ekki tapa mörgum stigum EF meiðsli og annað slíkt setja ekki strik í reikninginn. Við höfum séð það áður hvernig meiðsl hafa eyðilagt leiktíð fyrir okkur svo verum bara róleg og skynsöm og fögnum ekki fyrr en öruggt er.

      Það er nú þannig

      YNWA

      5
    • þú varst líklega ekki ekki fæddur þegar þessi rasshaus spilaði fótbolta á sínum tíma. Þess utan er hann hræðilegur álitsgjafi í alla staði enda hatar hann ekkert lið jafn mikið og Liverpool

      2
      • Miðað við skrif þín Indriði þá hefur þú sennilega ekki þroskast mikið frá því þú fæddist?

        Vissulega splaði Roy Keane fyrir Man Utd, enn hann hefur oft talað vel um Liverpool á undanförnum árum, hann var til dæmið mjög hrifin af leikstíl Jurgen klopp.

        Mér finnst Roy Keane skemmtilegur álitsgjafi, hann er harðhaus af gamla skólanum svona eins og Graeme Souness okkar, ég er ekki alltaf sammála honum enn ég ber virðingu fyrir þessum mönnum.

        1
  16. Ari Oskarsson

    Þú hefur ansi mjúkan blett fyrir Man Utd greinilega.

    Souness var mikið betri leikmaður en Keane (já ég sá hann oft spila á sínum tíma) en álílka slæmur stjóri og álitsgjafi.

    Hvað skrif mín varðar þá er éh amk ekki að traðka liðið sem ég styð ofan í svaðið líkt og þú gerðir allt síðasta sumar.

    Hvað finnst þér um það að þetta lið sem þú hafðir enga trú á sl. sumar sé núna að verða Englandsmeistari og mögulega deildarbikarmeistari líka?

    Áttu í þeim hvert bein núna?

    “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.” Shankly

    3
    • Ari Oskarsson:

      “Það var vitað að það þurfti að opna veskið hressilega í sumar enn auðvitað er það ekki að fara að gerast. Það er sorgleg staðreind að Liverpool er sökkvandi skip undir eignarhaldi FSG!”

      1
      • Ég ætla að byrja að segja álit mitt á kommentinu hans Brynjars Jóhannsonar
        Það er nú bara vel fram sett og ekkert út á það að setja, stundum er gott að minna okkur Liverpool áðdáendur á það að halda okkur á jörðinni, Takk Brynjar.

        Þá er það hin parturinn með hann Indriða okkar

        „Þú hefur ansi mjúkan blett fyrir Man Utd greinilega“

        Ég er engin aðdáandi Man Utd og mun ALDREI verða svo það sé á hreinu!
        Ég ber virðingu fyrir andstæðingum okkar og get viðurkennt það ef þeir eru eða hafa haft í fórum sínum góða leikmenn eða þjálfara, ég hataði bæði Roy Keane og Ferguson þegar þeir voru hjá Man Utd enn ég viðurkenni það að Roy Keane var góður leikmaður og Alex Ferguson var mjög góður stjóri, tölurnar tala sínu máli.

        „Souness var mikið betri leikmaður en Keane (já ég sá hann oft spila á sínum tíma) en álílka slæmur stjóri og álitsgjafi“

        Bæði Graeme Souness og Roy Keane voru frábærir leikmenn, þeim hefur báðum ekki gengið eins vel sem stjórar. Mér finnst þeir bara nokkuð skemmtilegir álitgjafar og í rauninni mun meira gaman að hlusta á þá frekar enn Gary Neville.

        „Hvað skrif mín varðar þá er éh amk ekki að traðka liðið sem ég styð ofan í svaðið líkt og þú gerðir allt síðasta sumar“

        Um hvað ert þú að tala!
        Ég hef ALDREI drullað yfir leikmenn eða talað niður liðið staffið eða þjálfara þess þessi fullyrðing þín er alröng!
        Ég sagði í vor að mér litist bara ágætlega á Arne Slot og var nokkuð spenntur fyrir honum

        “Það var vitað að það þurfti að opna veskið hressilega í sumar enn auðvitað er það ekki að fara að gerast. Það er sorgleg staðreind að Liverpool er sökkvandi skip undir eignarhaldi FSG!”

        Þarna ert þú að fara áravillt, ég sagði þessi orð sumarið 2023
        Ég hef ekkert verið að fela mínar skoðanir á þínum heittelskuðu FSG!
        og þær hafa ekkert breyst,

        Ég setti þennan link inn í vor
        https://www.youtube.com/watch?v=x3xnSIzzhs0&t=308s
        Þarna sést svart á hvítu að Liverpool á stjóratíð Jurgen Klopp var með um þan bil helmingi minna budget enn Arsenal og Tottenham

        Að lokum.
        Indriði það virðist vara nánast þannig að það eina sem þú ert að gera hér inni er það að hengja þig á komment annara heldur enn að leifa frjálsri umræðu að ganga fyrir sig.
        Þú réðist á þá aðila sem voru að lýsa áhyggjum sínum yfir samningamálum þessara þriggja mikilvægu leikmanna okkar fyrir nokkrum vikum og kallaðir þá ekki alvöru stuðningsmenn.

        Mér er allveg sama þótt þú sér mikill aðdáandi FSG, mér gæti ekki verið meira sama

        Ég hef of verið að velta því fyrir mér hvar þú ert á meðan á leikjum stendur þegar stór hluti stuðnígsmanna er að hrauna yfir hálft liðið þegar ylla gengur, ég myndi nú halda að annað hvert komment ætti að vera í þinni eigu miðað við skrif þín hérna inni enn sem betur fer er það ekki þannig.

        1
      • “Um hvað ert þú að tala!
        Ég hef ALDREI drullað yfir leikmenn eða talað niður liðið staffið eða þjálfara þess þessi fullyrðing þín er alröng!”

        Það er skiljanlegt að þú vitir ekki um hvað ég er að tala þegar þú leggur mér orð í munn.

        Vantrú þín á leikmannahópnum hefur verið til staðar hér í kommentakerfinu í nokkur ár.

        Þann 14. júlí 2024 segir þú t.d.

        Klopp gerði kraftaverk með það sem hann fékk upp í hendurnar frá FSG enn það er engin ávísun á sama árangur fyrir nýja stjóran okkar.

        Þú hafðir ekki meiri trú á liðinu en það að þú taldir þriðja sætið kraftaverk og það væri einungis Klopp að þakka.

        Svo einkennilega vill til að liðið er núna að vinna Englandsmeistaratitilinn og líklega fleiri tiltla með hóp sem þú hefur aldrei ahft neina trú á. Hóp sem á ótrúlegan hátt lenti í 3 sætið í fyrra þökk sé þjálfaranum sem nú er farinn.

        Í upphafi tímabils spáðir þú að titilbaráttan yrði á milli Arsenal og City.

        Þú hafðir auðvitað enga trú á hópnum.

        Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að vitna í blammeringarnar á eignarhaldinu,, en þú hefur margoft óskað eftir nýjum eigendum vegna þess að þú vilt ausa peningum í leikmannahópinn vegna þess eins að þú hefur ekki trú á honum.

        Hverju ertu bættari með að segja ekki hafa ráðist á þjálfara eða einstaka leikmenn þegar þú hefur enga trú á klúbbnum sem þú þykist styðja?

        Kannski er það ekki árás á leikmenn með að hafa enga trú á þeim,, mögulega ekki.

        Ari Oskarsson 01.09.2024 at 08:01

        “Ég tel að stóri dómurinn muni falla í vetur hversu góðir eigendur FSG eru í rauninni”.

        já það er spurning hver stóri dómurinn verður.

        Vissulega má benda á eitt og annað varðandi samningamálin,, en ég vil heldur tjá mig um þau þegar ljóst er hvernig þetta fer alltsaman. Á meðan nýt ég þess að horfa á mitt lið rúlla upp þessari deild.

        3
  17. Sælir félagar

    Það er mikið gleðiefni að Indriði er kominn aftur í sinn gamla ham og fer í manninn en ekki boltan. Ég er algerlega sammála Ara Óskars um Keane. Hann er t. d. margbúinn að spá Liverpool titlinum í ár og hefur sagt að ekkert lið í deildinni jafnist á við Liverpool. Varnaðarporð hans eru samt fullkomlega eðlileg því annað eins hefur gerst hjá okkar ástkæra liði. Hvað Keane sem leikmann varðar þá fannst mér hann ótrúlega góður leikmaður sem aldrei hætti að spila af öllum kröftum fyrr en flautan gall. Hann var líka mjög grófur leikmaður og fékk mikið af spjöldum í öllum regnbogans litum. Þó ég hafi hatað MU á þessum árum þá bar maður virðingu fyrir liðinu og leikmönnum þess á þeim tíma.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Börkur, já þú meinar 🙂

      Ég held að ég myndi frekar handera Inda greyið á einhverjum öðrum stað
      Hann er allavega búin að koma sér á þann lista hjá mér bölvaður fávitinn

      1
      • Já Börkur, það er allveg rétt hjá, þetta er bara fótbolti

        Sumir eru þannig að þeir virða ekki skoðanir annara og upphefja sjálfan sig á eigin ágæti
        Indriði er akkurat þessi týpa, hann tekur svo stórt uppí sig að hann telur sig meiri stuðningsmann vegna þess að hann gagnrínir ekki eigendur liðsins, það er í góðu lagi mín vegna enn hann á að leifa öðrum að hafa sínar skoðanir.

        YNWA

        1
  18. Indriði, þó ég sé að gagnrína budgetið hjá FSG er ég ekki að hrauna yfir leikmenn eða staffið hjá Liverpool Fc sem er að leggja sig fram eins vel og það getur,

    þú er súefniþjófur og fáviti og það er í góðu lagi mín vegna!

    1
    • skiptir ekki máli hvernig þú þenur þig,, þú hefur aldrei haft trú á þessum leikmannahóp eins og ótal upphrópanir, köll eftir styrkingu og svartsýnisspár segja til um.

      Samt heldur þú áfram að tjá þig um leikmannahópinn sem þú hefur aldrei haft trú á og er núna að verða Englandsmeistari.

      Endilega fagnaðu með okkur og sýndu hræsni þína í allri sinni dýrð.

      Svo ég vitni aftur í þig: “Það er sorgleg staðreind að Liverpool er sökkvandi skip undir eignarhaldi FSG!”

      Engu breytir þó kommentið sé frá 23,, það er svotil sami hópur og er að verða meistari 25.

      4
  19. Þetta er líka sami hópurinn sem tapaði titilbaráttunni síðasta vor 😉

    1

Liðið og leikþráður

Stelpurnar mæta Palace