Liðið gegn United á Anfield

Bara svo það sé á hreinu: þetta eru stelpurnar okkar sem við erum að tala um í þessum pósti. Þær eru að leika sinn 2. leik á tímabilinu á Anfield, og fá núna stöllur sínar í Manchester United í heimsókn. Lið sem var í brasi á síðasta tímabili, þannig að okkar konur enduðu fyrir ofan þær í töflunni nokkuð óvænt. Voru svo í bölvuðu brasi í sumar á leikmannamarkaðinum, misstu Mary Earps og fleiri, en komu bara sterkari út úr þeim hremmingum og eru núna í 2. sæti í deildinni frekar gegn væntingum. Á meðan hafa okkar konur ekki náð að sýna sitt rétta andlit og eru um miðja deild í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna fór ekki nógu vel og við ræðum það ekkert frekar, en það er vonandi að stelpurnar okkar sýni réttara andlit í kvöld.

Það eru hins vegar einhver veikindi að hrella hópinn, svo við verðum án þeirra Gemmu Bonner, Gracie Fisk, Leanne Kiernan og Ceri Holland. Óhætt að segja að þar séu stór skörð hoggin í hópinn, en þá myndast tækifæri fyrir aðra leikmenn að rísa upp.

Svona stillir Amber liðinu upp:

Laws

Bernabé – Clark – Matthews – Hinds

Kerr – Nagano – Höbinger

Smith – Roman Haug – Kapocs

Bekkur: Micah, Parry, Evans, Fahey, Daniels, Bartel, Shaw, Enderby

Mögulega er þetta meira 4-2-3-1 með Kerr og Nagano í tvöfaldri sexu, og Höbinger þar fyrir framan. Yrði svosem ekki gapandi hissa þó það væri uppleggið.

Fyrir utan þær sem eru veikar og missa þar af leiðandi af leiknum þá vantar þær Hönnu Silcock sem er nú vonandi að koma til baka, svo er Sofie Lundgaard í langtímameiðslum og sést líklega ekki aftur á þessu tímabili, og að lokum er Faye Kirby að koma til baka úr sínum langtímameiðslum.

Fylgist með leiknum hér: https://www.youtube.com/watch?v=2Zz5-pczQWo

KOMA SVO!!!!!

2 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Bernabé virðist vera vinstra megin og Hinds hægra megin, sem er nú alls ekki hennar staða.

  2. United eru búnar að vera með boltann í rúmlega 60% tímans, og fram að 40. mínútu höfðu okkar konur ekki átt EINA snertingu í vítateig United… en staðan er 2-0 eftir mörk frá Liv Smith og Fuka Nagano á síðustu mínútunum. Sú síðarnefnda valdi sér sannarlega leikinn til að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Nú er að halda út í seinni hálfleik.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stór helgi framundan