Á morgun fer fram leikur Liverpool og Newcastle í úrslitum Deildarbikarsins þar sem Liverpool fær tækifæri til að verja titil sinn sem var síðasti bikar sem Jurgen Klopp vann með Liverpool – og nú gæti farið svo að það verði fyrsti bikar Arne Slot sen þjálfari liðsins. Það er pínu rómans í því þó hugur flestra beinist þó klárlega að þessum stóra sem virðist innan seilingar.
Lengi vel hefur þessi bikarkeppni verið töluð niður og margir sem segja þann titil nokkuð ómerkilegan en flest allir sem vinna hann fagna honum þó vel og innilega. Bikarkeppnirnar í Englandi hafa kannski bara því miður misst einhvern ákveðin sjarma eða mikilvægi í alltof þéttu leikjaprógrami fótboltans. Við glöddumst yfir þessum bikarsigri í fyrra og munum án efa fagna þessum innilega líka verði það raunin aftur í ár enda vilja allir að sitt lið vinni allt það sem býðst.
Verkefnið á morgun verður þó klárlega krefjandi þar sem Liverpool mætir sterku liði Newcastle sem geta verið hræðilegt lið að mæta og. Þeir eru með marga öfluga karaktera, sterkir í vörn, miðjan þeirra er öflug, þeir hafa hraða menn á köntunum og einn besta strikerinn í bransanum í dag. Síðast þegar liðin mættust vantaði framherjann þeirra Isak og nokkra menn á miðjuna sem munar nú alveg um og eru þeir klárir í slaginn á morgun. Þeir verða hins vegar án vinstri vængs síns þar sem þeir Lewis Hall og Anthony Gordon verða fjarri góðu gamni og getur munað um það, sér í lagi þar sem Trent Alexander Arnold er meiddur.
Newcastle er eitt þeirra liða sem eru í baráttunni um að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári og klæjar eflaust í fingurna að takast það verkefni og kóróna það sem ansi langþráðum bikarsigri. Það má því alveg búast við að þeir selji sig ansi dýrt á morgun og verði enn erfiðari viðureignar en áður – og eru þeir nú öllu jafna ansi verðugur mótherji.
Liverpool spilaði heilt yfir frábæran leik þegar þeir duttu út fyrir PSG í miðri síðustu viku og eiga nú góða möguleika á þeim tveimur keppnum sem liðið er eftir í. Trent varð fyrir því óláni að meiðast að því virtist nokkuð illa í leiknum og verður frá í einhvern tíma, Konate var tekinn út af en það var meira þreyta eða krampi en einhver meiðsli svo líklega verður hann á sínum stað. Annað er svona nokkurn veginn eins og það hefur verið.
Nú hefur verið gefið til kynna að Kelleher, sem var lykilmaður í úrslitaleiknum í fyrra þegar hann meðal annars skoraði í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea, muni líklega byrjan leikinn sem er heiðarlegt val þar sem þetta á að vera “hans keppni” en fylgir ákveðin áhætta að velja ekki Alisson, sem hefur verið í frábæru formi upp á síðkastið og er aðalmarkvörður liðsins.
Quansah – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Jota – Diaz
Ætli ég spái þessu ekki bara svona. Svipað heilt yfir og liðið sem byrjaði gegn PSG fyrir utan þær tvær breytingar að Quansah kemur líklegast inn fyrir Trent og Kelleher fyrir Alisson. Persónulega vil ég sjá Gakpo út á vinstri kanti ef hann er orðinn nógu fit en miðað við það sem maður sá þegar hann kom inn á gegn PSG þá er það ekki raunin svo ætli Diaz verði ekki á þeim kanti og líklega Jota í strikernum.
Þetta verður síðasti leikur Liverpool í þessum mánuði svo vonandi getum við talað um bikarsigur fram að næsta deildarleik í byrjun apríl. Sjáum hvað setur, erfitt og stórt verkefni framundan sem vonandi fer allt á réttan veg!
Hnjúkaselið mætir til leiks í ógnarham. Það er eins gott að halda haus fyrsta hálftímann eða svo og ná svo stjórn á leiknum.
Er hræddur um að við töpum þessu á morgun. Væri grautfúlt, já.
Það er ekki það að eg spai ekki LFC sigri, heldur getur hungur Newcastle eftir titli orðið þeirra vopn. Er ekki orðið yfir 50 ar siðan siðasti titill kom i hus hja þeim. En spennustigið getur lika farið illa með margan. Spai 2-1 fyrir okkar monnum.
YNWA
Verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá
Við erum á heimavelli, Anfield south, og við erum alltaf að fara að vinna þennan bikar. Alltaf.
Áfram Liverpool!
ALLTAF!!!!
Spurning hvort tapið og svekkelsið í meistaradeildinni og að spila 120 mín og á síðustu bensíndropunum í restins komi í bakið á okkar mönnum eða að þeir komi á útopnu í þennan leik og sigli yfir Newcastle sem ég hef reyndar ekki trú á heldur held ég að þetta verði bölvað strögla með framlengingu og jafnvel vítaspyrnu keppni í lokin þar sem við höfum vonandi heppnina með okkur í þetta skiftið.
Chrlsea fyrstu 25 á móti Arsenal með því daprara sem maður hefur séð. Dýrasta lið sögunnar.
Það er orðið mjög langt síðan Liverpool tapaði fyrir Newcastle. Væri leiðinlegt að tapa í úrslitaleik þó svo þessi bikar sé ekki hátt skrifaður hjá stórliðum.
Ég held leikmenn mæti til leiks staðráðnir í að vinna, það væri frábær viðbót við ótrúlega gott tímabil að vinna þannan bikar.
Ég held reyndar líka Newcastle mæti til leiks og núna með Joelinton í liðinu. Ég óttast Newcastle talsvert meira með hann á miðjunni. Þeir eru reyndar bara mér mjög gott lið þó það vanti Gordon. Yrði ekki hissa ef Barnes ætti sinn leik tímabilsins.
Ætla að spá 2-1 sigri okkar manna. Salah viti og Szoboszlai með sigurmarkið.
KOMA SVO!!!
Finnst eftir að þeir klúðruðu meistaradeildinni, og töpuðu í vító þá sé þetta kannski smá sárabót að vinna þennan bikar þó að hann skipti engu máli. Fer 4 -3 fyrir Liverpool og fer í framlengingu og einhver meiðsli líka í bónus. Svona típískt fyrir Liverpool.
Þetta fer í víto
Höldum ekki boltanum furðulegt