Liverpool 1 – 2 Newcastle

Eftir tap gegn Newcastle á Wembley þá er staðan sú að Liverpool getur að hámarki náð í einn titil í ár. Og eins og liðið hefur verið að spila upp á síðkastið – þar sem okkar menn hafa virkað orkulausir bæði líkamlega og andlega – þá skulum við ekki bóka eitt eða neitt varðandi þennan eina titil sem enn er í boði.

Mörkin

0-1 Burn (45. mín)
0-2 Isak (52. mín)
1-2 Chiesa (90+4 mín)

Hvað réði úrslitum?

Það er frekar einfalt. Newcastle menn mættu mun hungraðri í leikinn, vildu þetta meira, sköpuðu meira og skoruðu á endanum fleiri mörk.

Hvað gerðist helst markvert?

Í fyrri hálfleik gerðist nánast ekkert markvert í sóknarleiknum hjá Liverpool, og fyrir utan eitt færi sem Jota fékk á síðustu mínútu uppbótartíma (sem hann skóflaði nánast í innkast), þá var xG hjá okkar mönnum upp á 0.0 í hálfleiknum. Newcastle fengu mun fleiri hornspyrnur, og upp úr einni þeirra skoraði Dan Burn með skalla þegar Mac Allister átti að vera að dekka hann. Þá hefði Kelleher líka sjálfsagt getað gert betur.

Síðari hálfleikur var eitthvað aðeins skárri, en samt ekki mikið. Isak þurfti auðvitað að skora, fyrst mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, en svo aftur sem var alveg löglegt. Sköpunin framávið hjá okkar mönnum var í algjöru lágmarki. Jones og Nunez komu inná eftir tæpan klukkutíma, Curtis átti gott skot sem var samt nánast beint á Pope, og það var eiginlega fyrsta alvöru tilraunin hjá okkar mönnum. Gakpo kom svo inná og er enn greinilega ekki kominn í rytma. Svo komu Elliott og Chiesa inná og það voru þeir sem sköpuðu þessa litlu von sem við höfðum með því að minnka muninn í 1-2 í uppbótartíma, tók reyndar alveg rúmar 2 mínútur að finna út að Chiesa var ekki rangstæður eins og aðstoðardómarinn hafði upphaflega dæmt. En þrátt fyrir þessa líflínu þá sköpuðu okkar menn ekkert af viti það sem eftir lifði uppbótartíma og því fór sem fór.

Það verður svo að minnast aðeins á árásina sem Joelinton átti á Elliott á síðustu mínútu uppbótartímans, en fékk ekki einusinni gult fyrir. Skandall. En breytti n.b. engu um úrslitin.

Hverjir stóðu sig vel?

Chiesa kom ferskur inn af bekknum. Kelleher átti góða vörslu og kom í veg fyrir að staðan yrði 0-3. Svo voru Konate og Virgil öflugir, en máttu sín lítils. Szoboszlai var duglegur, en ekki mjög áhrifaríkur. Quansah var líklega að spila nokkurnveginn á pari, og Robbo sömuleiðis.

Hvað hefði mátt betur fara?

Eiginlega allt. Líklega hefði mátt stilla upp algjörlega öðru byrjunarliði. Jota átti sinn versta leik, Salah var heppinn með það hvað Jota var skelfilegur því annars hefðum við talað um hvað Salah var ósýnilegur í leiknum. Það kom ekkert út úr Díaz. Miðjan var ekki með á löngum köflum, Grav var að eiga einn af sínum verstu leikjum fyrir félagið, og áhyggjuefni hve oft upp á síðkastið það er raunin. Mac Allister hefur oft verið betri.

Umræðan eftir leik

Sko, ef okkar menn ná nú að tryggja sér titilinn í apríl og maí, þá munum við gleyma þessu tapi mjög fljótt. En það hefði verið mjög gaman að ná í eina auka dollu. Svo verður ekki og við bara óskum Newcastle til hamingju með bikarinn, þeir voru klárlega betri í dag.

Nú þarf að sjá hvernig hópurinn nær að safna kröftum – bæði líkamlega og andlega. Vissulega eru margir að fara með landsliðunum sínum núna á næstu dögum, þá er bara að krossa fingur og vona að menn komi heilir til baka. Fyrsta helgi eftir landsleikjahlé er svo bikarhelgi, svo það er pása þá. Hugsa að það sé jákvætt frekar en neikvætt.

Við þökkum líka fyrir að í næsta leik sem Salah spilar fyrir Liverpool þá verður Ramadan lokið, svo þá má hann borða yfir daginn. Ég vil meina að þetta hafi áhrif á orkustigið hjá honum.

Næstu verkefni

Það er deildartitill sem þarf að vinna. Everton á Anfield miðvikudaginn 2. apríl, Fulham úti helgina þar á eftir, West Ham heima helgina þar á eftir. Í öllum þessum leikjum þarf liðið að mæta mun betur stemmt heldur en það hefur gert síðustu leiki.

Það er einfaldlega ekki í boði að missa dampinn núna á lokasprettinum!

33 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Súrt en maður hafði þessa tilfinningu í beinunum. Hjúkaselið átti þetta skilið. Miklu betri í þessum leik.

    Ein spurning: Hvað hefur Chiesa gert til að verðskulda þetta diss? Allir framherjar eru á undan honum í röðinni.

    Skil þetta ekki..

    8
  2. Skammarlegt
    Eitt að tapa en á þennan hátt er ömurlegt.
    Fyrri hálfleikur ??? Öllum sama
    PL titillinn öruggur ? Ég er ekki viss

    8
    • PL er ekkert öruggur og nu getur bara gerst eins og i fyrra eftir að Man U sló okkur ut i FA cup.

      Getur orðið algjört hrun sem eg von ekki

      1
  3. Benzínlausir og étnir
    Eða étnir kerfislega.

    Við áttum ekki mikið skilið í dag.

    Nú er bara að klára þessa deild.
    Það er smá pása og jú landsleikjahlé en okkar menn hafa núna tíma á æfingarsvæðinu sem hafa verið og eru að koma úr meiðslum allavega.
    Chiesa kom flottur inn og er það jákvætt uppá framhaldið.

    Við getum ekki verið of stressaðir eftir þennan leik við áttum hörkuleik gegn PSG og liðið er ekkert að fara spila svona áfram.

    Þetta er sárt en áfram með smjörið…

    3
  4. Er ekki bara ágætt að hvíla bara Salah í Ramadan og láta frekar Chiesa taka stöðuna hans á meðan, er enginn annar að tengja þetta orkuleysi hans á sama tíma alltaf?
    Til hamingju Newcastle þeir lögðu allt í leikinn og áttu skilið þennan bikar. Alvöru passion og andi þeirra skilaði þeim þessu mjög verðskuldað.

    9
  5. Hverjum datt í hug að láta MacAllister dekka Burn í hornum ?
    Og í leiknum á móti PSG, að láta Nunes taka víti númer 2 ???
    Álit mitt á dómgreind Slot’s hefur minnkað verulega.

    8
    • vissulega undarlegt,, an Macca var ekkert að hafa fyrir því að fylgja honum eftir í markinu. Algjör hauskúpuleikur hjá honum

      4
    • Sammála það er eiginlega rannsóknarefni af hverju hann hefur ekki fengið fleiri mínútur í vetur.

      4
  6. Tankurinn hjá mannskapnum tómur, ekkert flóknara en það! Við erum að upplifa það sama og síðasta tímabil!

    Salah og Ramadan eða hvað þetta nú heitir, þetta er komið gott hjá honum og takk fyrir allt, leyfum honum að fara í sumar og eyðum launatekjunum hans í 2 – 3 nýja leikmenn.

    Semja við Virgil! Trent áfram eða ekki, ég sáttur á hvorn veginn sem það fer.

    Annars til hamingju Newcastle, voruð betri og eyðimerkurgöngu ykkar er lokið hvað varðar bikar í safnið!

    YNWA

    4
  7. Skýrslan komin inn. Vona að mér fyrirgefist að vera ekki að skrifa extra langan prósa eftir svona leiki.

    6
  8. Núna er bara fókus a deildina, ENGINN, ENGINN er stærri en klúbburinn. Salah trent og van dijk meiga hypja sig.

    3
  9. Tapleikurinn gegn Plymouth var sennilega afdrifaríkari en maður gerði sér grein fyrir, á þeim tíma. Eftir það hefur Chiesa ekki fengið minnsta möguleika til að sanna sig. Nunez og Jota hafa fengið að hvert tækifærið á fætur öðru til að afsanna sig og hafa nýtt þau bara nokkuð vel.

    Það er sorglegt að fyrsti leikur Slot á Wembley skuli hafa einkennst af þessari hálfvelgju, hiki, breytingafælni og orku/áhugaleysi leikmanna.

    OK. þetta landsleikjahlé kemur á ágætum tíma en ég segi það nú engu að síður – að oft er liðið lengi í gang eftir svona pásur. Það er eins gott við eigum fjóra sigurleiki inni gegn Arsenal.

    3
  10. Til hamingju stuðningsmenn Newcastle og Saudí Arabíu. Fullkomlega verðskuldað.

    Og guð minn almáttugur hvað þetta var ógeðslega lélegt hjá okkar mönnum.

    Hef litla löngun til að greina þetta í þaula en langar aðeins að minnast á egypska kónginn, okkar ástkæra Mo Salah sem hefur sjaldan eða aldrei mætt í stóru leikina og þess vegna réttilega aldrei verið talin sá besti í sínu fagi. Frábær, en aldrei bestur, því það eru titlarnir og stóru leikirnir sem vega þyngst. Í þessum leik er hann einn sá reynslumesti og sá launahæsti á vellinum og hann gerir bókstaflega ekki neitt.
    Tel svo litlar líkur á að samið verði við hann nema hann slái stórkostlega af kröfum sínum og ef hann gerir það þá væri ég auðvitað til í að halda honum.

    En hvað þennan leik varðar þá er Salah ekki sá eini sem má skammast sín.

    Nánast allt liðið má hrútskammast sín fyrir það að mæta með þessa frammistöðu á Wembley. Þvílík og önnur eins hörmung í úrslitaleik man maður varla eftir.

    Stuðningsmenn Liverpool steindauðir sem er ekkert skrítið þegar leikmenn mæta ekki til leiks. Svo má alveg hætta að vera með bull um Anfield South og álíka hroka.

    Ég vil sjá Chiesa fá fleiri tækifæri á kostnað Salah. Flott innkoma hjá ítalanum og var eini leikmaður liðsins sem vildi vinna bikar og sá eini sem getur borið höfuðið hærra en tvo sentimetra frá jörðu eftir þenna leik.

    Nú förum við inn í ömurlegt landsleikjahlé eftir þessa ömurlegu spilamennsku liðsins í allt of mörgum leikjum frá áramótum og svekkelsið er svakalegt eftir síðustu leiki.

    En öll von er ekki úti enn því sá mikilvægasti er ennþá okkar að vinna og nú verður liðið bara að sjá til þess að klára það verkefni – og það vonandi með sóma.

    Áfram Liverpool!

    14
  11. Ég er hugsi. Var eitthvað í gangi hjá hópnum áður en leikurinn byrjaði? Fréttir af ekki-samningum eða rifrildi við stjórann?

    Hollingin á liðinu í fyrri hálfleik var algjörlega loftlaus og allslaus. Engin löngun, engin barátta, engin geta. Liðið sem leiðir ensku deildina með glæsibrag?

    Spilamennskan tók ekki við sér fyrr en varamennirnir tíndust inná. Og að Chiesa skyldi skora var hreinlega gott á Slot.

    En nú er eins gott að menn dru..ist til að vinna deildina. Annað væri óbætanlegur skaði.

    7
  12. Samning á Van Dijk. Við reddum okkur úr hinu. Það verður nóg að gera hjá Slot í sumar, alltof margir farþegar í þessu liði sem þarf að losa við, auk þess að hópurinn þarf að vera 2-3 gæða leikmönnum stærri.

    Líklega það eina sem mun koma okkur yfir línuna varðandi deildina er að það er vika á milli leikja restina af tímabilinu. Hef reyndar áhyggjur af að menn virðast ekki einu sinni nenna leggja á sig lengur. Hef enga trú á að þeir séu það sprungnir að þeir geta ekki sýnt aðeins meiri vilja og trú. Skín af þeim fýlan og neikvæðnin.

    Deildin er alls ekki kominn. Drulla sér í gang.

    9
    • Það er meira að segja þannig að næstu tveir leikir eru miðvikudaginn 2. apríl og svo sunnudaginn 6. apríl. En eftir það eru bara helgarleikir

      3
      • Everton leppalúðarnir eru örugglega farnir að hlakka til að spila á Anfield – í fyrsta skipti um ævina.

        3
      • Ansans, var búin að gleyma því að Everton eru næstir.. Okkar menn eru alveg líklegir til að brotna undan smá mótlæti í þeim leik..

        3
  13. Það er alveg ljóst að þessi samningavandamál hefur áhrif innan hópsins. Sama hvað menn reyna að segja að þetta hafi ekki áhrif. Ég verð að nefna forráðamenn liðsins. Það var bullandi tækifæri að gera þetta tímabil að stórkostlegu en til þess hefðu þeir þurft að styrkja hópinn fyrir tímabilið eða í janúar. Það er ekki hægt að keyra á þetta fámennum fjölda en þeir tímdu því ekki.

    9
  14. Það er erfitt að vinna deild og bikar. Það hefur margsannað sig. Að vinna Ensku væri stórkostlegur árangur. Sérstaklega með nýjan stjóra og ekkert keypt í sumar né janúar.

    Ég vona núna þegar deildin ein er eftir að áhorfendur og stuðningsfólk taki vel við sér og styðji líði af krafti til loka.

    6
  15. Hef orðið verulegar áhyggjur af liðin og leik þess.
    Búnir að vera arfaslakir undanfarna leiki, allt of langt síðan liðið spilaði virkilega vel, og nei, mér fannst PSG leikurinn heima ekki vera neitt sérstaklega góður.
    Liðið ítreka yfirkeyrt á miðjunni, sóknarmennirnir fá úr engu að moða og vörnin gerir sig sekan um barnaleg mistök trekk í trekk.
    Ef menn ætla að halda þessu áfram þá endar þetta illa, mjög illa. Eigum erfiða útileiki framundan á meðan ars á fáránlega létta leiki eftir, og leikurinn við okkur verður léttur fyrir þá ef menn mæta svona til leiks.
    Þetta lítur bara alls ekki vel út.

    6
  16. Arsenal en nú að fara í Cl leiki við Real Madrid milli leikja í PL.
    Það eru 9 leikir eftir og 12 stiga forysta.

    Arsenal á Newcastle og Birmimgham td eftir.
    Sem gætu mögulega verið í bullandi CL eða evrópuséns. Þeir eiga alveg leiki eftir.

    Við verðum að trúa á þetta!
    Það er enginn að hugsa um eitthverja samninga núna Dijk er með tilboð uppá hvað var það 8m á dag eða eitthvað rugl svo hann er bara hlæjandi og Salah með pottþétt álíka tilboð.
    Þessir menn vita sinn aldur og eru ekki að stressa sig neitt….

    Núna verðum við bara á Anfield og mætum Everton í næsta leik það gæti ekki verið betra!

    3
  17. Það sem er að eru fremstu þrír, tengjast ekki liðinu og Gravenberg er látinn spila allar mínútur sem eru í boði þó að hann sé algjörlega bensínlaus

    1
  18. Komin skýring á hvers vegna MacAllister dekkaði tröllið!
    Slott mislas 6‘3 (fet) sem 63 sm, en þá væri hann bara 2 sm hærri en Macallister!

    2
  19. Held að hérna og jafnvel í PSG leiknum hafi alveg komið fram að gott hefði verið að spila Endo og hvíla Gravenberg, hvíla Macallister og spila Jones, hvíla TAA og spila Quansah (sem stóð sig reyndar vel í dag…), hvíla alla eða einhverja af Diaz/Jota/Salah/Gagpo og byrja með alla eða einhverja af Ciesa/Elliot og jafnvel eh ungan í Southampton leiknum.

    Kannski ekki allar þessar breytingar í einu, og kannski skipta aðalköllunum inn ef þarf er líður á, en hefði eh svona verið gert í síðustu 4-5 deildarleikjum þá værum við sennilega með hressara og hvíldara lykillið.

    Eins og er vita andstæðingar okkar alveg hvernig við spilum og hverjir, og eru með svar við öllu. Gengur alveg með hresst og kvikt lið, en ekki þegar er svona þreyta.

    Við vinnum sennilega titilinn, en hef grun um að bilið muni minka…

  20. Ef Mo Salah getur ekki neitt, þá vinnur Liverpool ekki leikinn. Þannig er þetta búið að vera í allan vetur. Og þess vegna hrapar liðið alltaf í mars, þegar Mo er að fasta.

    Við erum að horfa á leifarnar af Klopp tímabilinu. Næsta haust verður Slot vonandi byrjaður að byggja upp lið eftir eigin höfði. Og kannski búinn að fatta að þetta hollenska dæmi með að keyra alltaf á fyrstu ellefu gengur alls ekki í Premier League.

    Nú er að hysja upp um sig, drengir, og missa ekki stóra laxinn!

    1
  21. Nú þegar rykið hefur sest, þetta var nú ljóta hörmungin.
    Er ekki tími kominn til að hreista aðeins upp í þessu liðsvali hjá stjóranum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Newcastle á Wembley