Liverpool 1 – 2 Newcastle

Eftir tap gegn Newcastle á Wembley þá er staðan sú að Liverpool getur að hámarki náð í einn titil í ár. Og eins og liðið hefur verið að spila upp á síðkastið – þar sem okkar menn hafa virkað orkulausir bæði líkamlega og andlega – þá skulum við ekki bóka eitt eða neitt varðandi þennan eina titil sem enn er í boði.

Mörkin

0-1 Burn (45. mín)
0-2 Isak (52. mín)
1-2 Chiesa (90+4 mín)

Hvað réði úrslitum?

Það er frekar einfalt. Newcastle menn mættu mun hungraðri í leikinn, vildu þetta meira, sköpuðu meira og skoruðu á endanum fleiri mörk.

Hvað gerðist helst markvert?

Í fyrri hálfleik gerðist nánast ekkert markvert í sóknarleiknum hjá Liverpool, og fyrir utan eitt færi sem Jota fékk á síðustu mínútu uppbótartíma (sem hann skóflaði nánast í innkast), þá var xG hjá okkar mönnum upp á 0.0 í hálfleiknum. Newcastle fengu mun fleiri hornspyrnur, og upp úr einni þeirra skoraði Dan Burn með skalla þegar Mac Allister átti að vera að dekka hann. Þá hefði Kelleher líka sjálfsagt getað gert betur.

Síðari hálfleikur var eitthvað aðeins skárri, en samt ekki mikið. Isak þurfti auðvitað að skora, fyrst mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, en svo aftur sem var alveg löglegt. Sköpunin framávið hjá okkar mönnum var í algjöru lágmarki. Jones og Nunez komu inná eftir tæpan klukkutíma, Curtis átti gott skot sem var samt nánast beint á Pope, og það var eiginlega fyrsta alvöru tilraunin hjá okkar mönnum. Gakpo kom svo inná og er enn greinilega ekki kominn í rytma. Svo komu Elliott og Chiesa inná og það voru þeir sem sköpuðu þessa litlu von sem við höfðum með því að minnka muninn í 1-2 í uppbótartíma, tók reyndar alveg rúmar 2 mínútur að finna út að Chiesa var ekki rangstæður eins og aðstoðardómarinn hafði upphaflega dæmt. En þrátt fyrir þessa líflínu þá sköpuðu okkar menn ekkert af viti það sem eftir lifði uppbótartíma og því fór sem fór.

Það verður svo að minnast aðeins á árásina sem Joelinton átti á Elliott á síðustu mínútu uppbótartímans, en fékk ekki einusinni gult fyrir. Skandall. En breytti n.b. engu um úrslitin.

Hverjir stóðu sig vel?

Chiesa kom ferskur inn af bekknum. Kelleher átti góða vörslu og kom í veg fyrir að staðan yrði 0-3. Svo voru Konate og Virgil öflugir, en máttu sín lítils. Szoboszlai var duglegur, en ekki mjög áhrifaríkur. Quansah var líklega að spila nokkurnveginn á pari, og Robbo sömuleiðis.

Hvað hefði mátt betur fara?

Eiginlega allt. Líklega hefði mátt stilla upp algjörlega öðru byrjunarliði. Jota átti sinn versta leik, Salah var heppinn með það hvað Jota var skelfilegur því annars hefðum við talað um hvað Salah var ósýnilegur í leiknum. Það kom ekkert út úr Díaz. Miðjan var ekki með á löngum köflum, Grav var að eiga einn af sínum verstu leikjum fyrir félagið, og áhyggjuefni hve oft upp á síðkastið það er raunin. Mac Allister hefur oft verið betri.

Umræðan eftir leik

Sko, ef okkar menn ná nú að tryggja sér titilinn í apríl og maí, þá munum við gleyma þessu tapi mjög fljótt. En það hefði verið mjög gaman að ná í eina auka dollu. Svo verður ekki og við bara óskum Newcastle til hamingju með bikarinn, þeir voru klárlega betri í dag.

Nú þarf að sjá hvernig hópurinn nær að safna kröftum – bæði líkamlega og andlega. Vissulega eru margir að fara með landsliðunum sínum núna á næstu dögum, þá er bara að krossa fingur og vona að menn komi heilir til baka. Fyrsta helgi eftir landsleikjahlé er svo bikarhelgi, svo það er pása þá. Hugsa að það sé jákvætt frekar en neikvætt.

Við þökkum líka fyrir að í næsta leik sem Salah spilar fyrir Liverpool þá verður Ramadan lokið, svo þá má hann borða yfir daginn. Ég vil meina að þetta hafi áhrif á orkustigið hjá honum.

Næstu verkefni

Það er deildartitill sem þarf að vinna. Everton á Anfield miðvikudaginn 2. apríl, Fulham úti helgina þar á eftir, West Ham heima helgina þar á eftir. Í öllum þessum leikjum þarf liðið að mæta mun betur stemmt heldur en það hefur gert síðustu leiki.

Það er einfaldlega ekki í boði að missa dampinn núna á lokasprettinum!

51 Comments

  1. Súrt en maður hafði þessa tilfinningu í beinunum. Hjúkaselið átti þetta skilið. Miklu betri í þessum leik.

    Ein spurning: Hvað hefur Chiesa gert til að verðskulda þetta diss? Allir framherjar eru á undan honum í röðinni.

    Skil þetta ekki..

    11
  2. Hwf barla upplifað verri dómara. Olíupeningar Kashoggi morðingjanna telja.

    5
  3. Skammarlegt
    Eitt að tapa en á þennan hátt er ömurlegt.
    Fyrri hálfleikur ??? Öllum sama
    PL titillinn öruggur ? Ég er ekki viss

    10
    • PL er ekkert öruggur og nu getur bara gerst eins og i fyrra eftir að Man U sló okkur ut i FA cup.

      Getur orðið algjört hrun sem eg von ekki

      3
  4. Benzínlausir og étnir
    Eða étnir kerfislega.

    Við áttum ekki mikið skilið í dag.

    Nú er bara að klára þessa deild.
    Það er smá pása og jú landsleikjahlé en okkar menn hafa núna tíma á æfingarsvæðinu sem hafa verið og eru að koma úr meiðslum allavega.
    Chiesa kom flottur inn og er það jákvætt uppá framhaldið.

    Við getum ekki verið of stressaðir eftir þennan leik við áttum hörkuleik gegn PSG og liðið er ekkert að fara spila svona áfram.

    Þetta er sárt en áfram með smjörið…

    5
  5. Er ekki bara ágætt að hvíla bara Salah í Ramadan og láta frekar Chiesa taka stöðuna hans á meðan, er enginn annar að tengja þetta orkuleysi hans á sama tíma alltaf?
    Til hamingju Newcastle þeir lögðu allt í leikinn og áttu skilið þennan bikar. Alvöru passion og andi þeirra skilaði þeim þessu mjög verðskuldað.

    13
    • spurning,, einu skiptin sem Salah hefur sést eftir Ramadan er á vítapunktinum.

      7
  6. Hverjum datt í hug að láta MacAllister dekka Burn í hornum ?
    Og í leiknum á móti PSG, að láta Nunes taka víti númer 2 ???
    Álit mitt á dómgreind Slot’s hefur minnkað verulega.

    9
    • vissulega undarlegt,, an Macca var ekkert að hafa fyrir því að fylgja honum eftir í markinu. Algjör hauskúpuleikur hjá honum

      5
  7. Chiesa var sá eini sem sýndi eitthvað í dag. Allir aðrir í ruglinu.

    10
    • Sammála það er eiginlega rannsóknarefni af hverju hann hefur ekki fengið fleiri mínútur í vetur.

      5
  8. Tankurinn hjá mannskapnum tómur, ekkert flóknara en það! Við erum að upplifa það sama og síðasta tímabil!

    Salah og Ramadan eða hvað þetta nú heitir, þetta er komið gott hjá honum og takk fyrir allt, leyfum honum að fara í sumar og eyðum launatekjunum hans í 2 – 3 nýja leikmenn.

    Semja við Virgil! Trent áfram eða ekki, ég sáttur á hvorn veginn sem það fer.

    Annars til hamingju Newcastle, voruð betri og eyðimerkurgöngu ykkar er lokið hvað varðar bikar í safnið!

    YNWA

    5
  9. Skýrslan komin inn. Vona að mér fyrirgefist að vera ekki að skrifa extra langan prósa eftir svona leiki.

    9
  10. Núna er bara fókus a deildina, ENGINN, ENGINN er stærri en klúbburinn. Salah trent og van dijk meiga hypja sig.

    3
  11. Tapleikurinn gegn Plymouth var sennilega afdrifaríkari en maður gerði sér grein fyrir, á þeim tíma. Eftir það hefur Chiesa ekki fengið minnsta möguleika til að sanna sig. Nunez og Jota hafa fengið að hvert tækifærið á fætur öðru til að afsanna sig og hafa nýtt þau bara nokkuð vel.

    Það er sorglegt að fyrsti leikur Slot á Wembley skuli hafa einkennst af þessari hálfvelgju, hiki, breytingafælni og orku/áhugaleysi leikmanna.

    OK. þetta landsleikjahlé kemur á ágætum tíma en ég segi það nú engu að síður – að oft er liðið lengi í gang eftir svona pásur. Það er eins gott við eigum fjóra sigurleiki inni gegn Arsenal.

    4
  12. Til hamingju stuðningsmenn Newcastle og Saudí Arabíu. Fullkomlega verðskuldað.

    Og guð minn almáttugur hvað þetta var ógeðslega lélegt hjá okkar mönnum.

    Hef litla löngun til að greina þetta í þaula en langar aðeins að minnast á egypska kónginn, okkar ástkæra Mo Salah sem hefur sjaldan eða aldrei mætt í stóru leikina og þess vegna réttilega aldrei verið talin sá besti í sínu fagi. Frábær, en aldrei bestur, því það eru titlarnir og stóru leikirnir sem vega þyngst. Í þessum leik er hann einn sá reynslumesti og sá launahæsti á vellinum og hann gerir bókstaflega ekki neitt.
    Tel svo litlar líkur á að samið verði við hann nema hann slái stórkostlega af kröfum sínum og ef hann gerir það þá væri ég auðvitað til í að halda honum.

    En hvað þennan leik varðar þá er Salah ekki sá eini sem má skammast sín.

    Nánast allt liðið má hrútskammast sín fyrir það að mæta með þessa frammistöðu á Wembley. Þvílík og önnur eins hörmung í úrslitaleik man maður varla eftir.

    Stuðningsmenn Liverpool steindauðir sem er ekkert skrítið þegar leikmenn mæta ekki til leiks. Svo má alveg hætta að vera með bull um Anfield South og álíka hroka.

    Ég vil sjá Chiesa fá fleiri tækifæri á kostnað Salah. Flott innkoma hjá ítalanum og var eini leikmaður liðsins sem vildi vinna bikar og sá eini sem getur borið höfuðið hærra en tvo sentimetra frá jörðu eftir þenna leik.

    Nú förum við inn í ömurlegt landsleikjahlé eftir þessa ömurlegu spilamennsku liðsins í allt of mörgum leikjum frá áramótum og svekkelsið er svakalegt eftir síðustu leiki.

    En öll von er ekki úti enn því sá mikilvægasti er ennþá okkar að vinna og nú verður liðið bara að sjá til þess að klára það verkefni – og það vonandi með sóma.

    Áfram Liverpool!

    18
  13. Ég er hugsi. Var eitthvað í gangi hjá hópnum áður en leikurinn byrjaði? Fréttir af ekki-samningum eða rifrildi við stjórann?

    Hollingin á liðinu í fyrri hálfleik var algjörlega loftlaus og allslaus. Engin löngun, engin barátta, engin geta. Liðið sem leiðir ensku deildina með glæsibrag?

    Spilamennskan tók ekki við sér fyrr en varamennirnir tíndust inná. Og að Chiesa skyldi skora var hreinlega gott á Slot.

    En nú er eins gott að menn dru..ist til að vinna deildina. Annað væri óbætanlegur skaði.

    9
  14. Samning á Van Dijk. Við reddum okkur úr hinu. Það verður nóg að gera hjá Slot í sumar, alltof margir farþegar í þessu liði sem þarf að losa við, auk þess að hópurinn þarf að vera 2-3 gæða leikmönnum stærri.

    Líklega það eina sem mun koma okkur yfir línuna varðandi deildina er að það er vika á milli leikja restina af tímabilinu. Hef reyndar áhyggjur af að menn virðast ekki einu sinni nenna leggja á sig lengur. Hef enga trú á að þeir séu það sprungnir að þeir geta ekki sýnt aðeins meiri vilja og trú. Skín af þeim fýlan og neikvæðnin.

    Deildin er alls ekki kominn. Drulla sér í gang.

    12
    • Það er meira að segja þannig að næstu tveir leikir eru miðvikudaginn 2. apríl og svo sunnudaginn 6. apríl. En eftir það eru bara helgarleikir

      4
      • Everton leppalúðarnir eru örugglega farnir að hlakka til að spila á Anfield – í fyrsta skipti um ævina.

        4
      • Ansans, var búin að gleyma því að Everton eru næstir.. Okkar menn eru alveg líklegir til að brotna undan smá mótlæti í þeim leik..

        6
  15. Það er alveg ljóst að þessi samningavandamál hefur áhrif innan hópsins. Sama hvað menn reyna að segja að þetta hafi ekki áhrif. Ég verð að nefna forráðamenn liðsins. Það var bullandi tækifæri að gera þetta tímabil að stórkostlegu en til þess hefðu þeir þurft að styrkja hópinn fyrir tímabilið eða í janúar. Það er ekki hægt að keyra á þetta fámennum fjölda en þeir tímdu því ekki.

    13
  16. Það er erfitt að vinna deild og bikar. Það hefur margsannað sig. Að vinna Ensku væri stórkostlegur árangur. Sérstaklega með nýjan stjóra og ekkert keypt í sumar né janúar.

    Ég vona núna þegar deildin ein er eftir að áhorfendur og stuðningsfólk taki vel við sér og styðji líði af krafti til loka.

    11
  17. Hef orðið verulegar áhyggjur af liðin og leik þess.
    Búnir að vera arfaslakir undanfarna leiki, allt of langt síðan liðið spilaði virkilega vel, og nei, mér fannst PSG leikurinn heima ekki vera neitt sérstaklega góður.
    Liðið ítreka yfirkeyrt á miðjunni, sóknarmennirnir fá úr engu að moða og vörnin gerir sig sekan um barnaleg mistök trekk í trekk.
    Ef menn ætla að halda þessu áfram þá endar þetta illa, mjög illa. Eigum erfiða útileiki framundan á meðan ars á fáránlega létta leiki eftir, og leikurinn við okkur verður léttur fyrir þá ef menn mæta svona til leiks.
    Þetta lítur bara alls ekki vel út.

    8
  18. Arsenal en nú að fara í Cl leiki við Real Madrid milli leikja í PL.
    Það eru 9 leikir eftir og 12 stiga forysta.

    Arsenal á Newcastle og Birmimgham td eftir.
    Sem gætu mögulega verið í bullandi CL eða evrópuséns. Þeir eiga alveg leiki eftir.

    Við verðum að trúa á þetta!
    Það er enginn að hugsa um eitthverja samninga núna Dijk er með tilboð uppá hvað var það 8m á dag eða eitthvað rugl svo hann er bara hlæjandi og Salah með pottþétt álíka tilboð.
    Þessir menn vita sinn aldur og eru ekki að stressa sig neitt….

    Núna verðum við bara á Anfield og mætum Everton í næsta leik það gæti ekki verið betra!

    6
  19. Það sem er að eru fremstu þrír, tengjast ekki liðinu og Gravenberg er látinn spila allar mínútur sem eru í boði þó að hann sé algjörlega bensínlaus

    3
  20. Komin skýring á hvers vegna MacAllister dekkaði tröllið!
    Slott mislas 6‘3 (fet) sem 63 sm, en þá væri hann bara 2 sm hærri en Macallister!

    6
  21. Held að hérna og jafnvel í PSG leiknum hafi alveg komið fram að gott hefði verið að spila Endo og hvíla Gravenberg, hvíla Macallister og spila Jones, hvíla TAA og spila Quansah (sem stóð sig reyndar vel í dag…), hvíla alla eða einhverja af Diaz/Jota/Salah/Gagpo og byrja með alla eða einhverja af Ciesa/Elliot og jafnvel eh ungan í Southampton leiknum.

    Kannski ekki allar þessar breytingar í einu, og kannski skipta aðalköllunum inn ef þarf er líður á, en hefði eh svona verið gert í síðustu 4-5 deildarleikjum þá værum við sennilega með hressara og hvíldara lykillið.

    Eins og er vita andstæðingar okkar alveg hvernig við spilum og hverjir, og eru með svar við öllu. Gengur alveg með hresst og kvikt lið, en ekki þegar er svona þreyta.

    Við vinnum sennilega titilinn, en hef grun um að bilið muni minka…

    2
  22. Ef Mo Salah getur ekki neitt, þá vinnur Liverpool ekki leikinn. Þannig er þetta búið að vera í allan vetur. Og þess vegna hrapar liðið alltaf í mars, þegar Mo er að fasta.

    Við erum að horfa á leifarnar af Klopp tímabilinu. Næsta haust verður Slot vonandi byrjaður að byggja upp lið eftir eigin höfði. Og kannski búinn að fatta að þetta hollenska dæmi með að keyra alltaf á fyrstu ellefu gengur alls ekki í Premier League.

    Nú er að hysja upp um sig, drengir, og missa ekki stóra laxinn!

    4
    • Hollenska dæmi ?
      Nú horfi ég nú á 1 til 2 leiki í hverri umferð í Hollandi.
      Og þekki þá deild nokkuð vel. Hef farið út oftar en einu sinni
      Og það er verið að hræra í liðunum í hverri umferð 3 plús milli leikja….

      1
  23. Nú þegar rykið hefur sest, þetta var nú ljóta hörmungin.
    Er ekki tími kominn til að hreista aðeins upp í þessu liðsvali hjá stjóranum?

    2
  24. Fyrst, til hamingju Newcastle. Verulega verðskuldan. Voru betra liðið og vildu vinna dolluna. Við vorum komnir í sumarfrí 2 mánuðum og snemma. Nú er bara að sjá hvort við náum ekki líka að klúðra deildinni á frábærlegan hátt því ef þeir spila svona áfram þá verður það akkúrat ekkert mál!

    Hovrt sem um andleg eða líkamlega þreytu er að ræða þá er það algjörlega þjálfarateyminu að kenna hvernig þeir stjórna því. Við höfum séð Slot spila mikið á sama liðinu sem er ekkert nýtt þar sem Klopp gerði það sama. Mér finnst Slot rótera liðinu meira en munurinn hér er sá að þetta er ekki liðið hans Slot og hann virðist vera búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann vill losa sig við. Það er jafnvel einhverjum leikmönnum ljóst að þeir eru á síðustu metrunum hjá Liverpool og hugurinn annarsstaðar. Það afsakar samt ekki allt liðið en kannski smitar þetta smá frá sér. Leikmenn tala.

    Ég vona að við verðum ekki að neinu aðhlátursefni og klúðrum niður þessum 12 stigum eftir þessi tvö töp. Þetta er starf fyrir þjálfarateymið. Kyngja smá stoltinu og hressa menn aðeins við. Það er nokkuð ljóst að við erum að fara að hrista upp í hópnum í sumar með því að leyfa Sala, Trent og VVD að fara frjálst og nú er það leikmanna að skíta ekki meira upp á sitt bak.

    Ég held að ég tali sem einn af fáum Liverpool aðdáendum sem vill hrista upp í hópnum í sumar. Leyfa þeim þremur að fara frítt ef þeirra launakröfur eru allt of háar og leggja út pening í þessa uppbyggingu. Við þurfum að gefa Slot sína leikmenn til að geta spilað sitt leikkerfi eins og hann vill. Það er ljóst að Grikkinn, Diaz, Nunez, Kelleher, Jota og Gomes eru allir til sölu til að hjálpa við þessa uppbyggingu. Jafnvel Robertson. Þetta gæti gefið yfir 200m ofan á hvað Henry er til í að nota af ellilífeyrisstyrknum. Þarna mun síðan Slot fá töfrasprotann til að sýna sitt rétta andlit.

    Nú er málið að leikmenn taki upp um sig og setji á sig bleyjur fyrir Everon leikinn og taki 3 stigin í boði. Ef stig tapast þar þá tel ég að við vinnum ekki deildina.

    Góðar stundir.

    4
  25. Chiesa (2) er með jafn mörg mörk og Jota (2) og helmingi fleiri en Diaz (1) í öllum keppnum frá áramótum.

    13
      • Má bæta því við að Chiesa hefur spilað um 350 mínútur allt tímabilið sem er svipað og Jota hefur spilað í seinustu 5 leikjum.

        3
  26. Skrattinn er fljótur að birtast við smá niðursveiflu. Ég hef fulla trú á að við klárum þessa deild.

    8
  27. Við erum rosalega háðir því að Salah leggi upp og skori, aðrir eru bara ekki að stíga upp þegar hann á dapra leiki.
    Þannig að þegar hann er ekki að spila vel þá er þetta lið bara ekki nægilega gott.
    Jota, Diaz og Nunez mega alveg fara í sumar og fá inn betri leikmenn.
    Ég vona svo að Slot gefi þeim Endo, Elliot og Chiesa fleiri tækifæri í deildinni núna.
    Mac Allister sérstaklega er bara eins og sprungin blaðra og Gravenbergh hefur spilað allt of mikið í vetur

    En tímabilið er nú aldeilis ekki búið og við erum í góðri stöðu um stærsta bikarinn

    8
  28. Satt best að segja þa vorum við að spila við lið sem hafði ekki unnið neitt i 70 ar, er i dag gott lið, engum bloðum um það að fletta. Eg set samt spurningarmerki við domgæsluna, enda vill Ian Wrigth meina það, að akvorðun liggi fyrir að gera LFC erfitt fyrir að vinna titla. En a endanum, ef leikmenn spila langt undir getu, þa er aldrei von a goðu.

    YNWA

    4
  29. Þetta var helv súrt að horfa á. Newcastle betri og áttu sigurinn skilið.
    Dómgæslan eins og jonas hér fyrir ofan bendir á var ósanngjörn.
    Væri til í að fá slóð á hvar Ian Wright talar um “að akvorðun liggi fyrir að gera LFC erfitt fyrir að vinna titla”

    Nú er bara að marsera í endamarkið í deildinni og taka titil nr 20!

    YNWA.

    3
  30. Erfið vika að baki. Til hamingju Newcastle með verðskuldaðan sigur. Hungrið, stemmningin og viljinn var þeirra megin. Liðið búið að slá út sterk lið á leið sinni á Wembley, Nott For, Chelsea, Brentford og svo Arsenal samanlegt 4-0. Vel gert hjá þeim.

    Að okkar mönnum þá fannst mér liðið ótrúlega andlaust miðað við að vera komið á Wembley. Newcastle hafði einfaldlega svör við öllum tilburðum Liverpool. Þegar maður horfir tilbaka þá sér maður að undirbúningur Newcastle fyrir þennan leik hófst fyrir mörgum vikum síðan. Leikjaálagi og leikskipulag hefur undanfarið tekið mið af þessum leik. Við sjáum til að mynda að Isak var hvíldur í leiknum gegn Liverpool á Anfield, blessunarlega en fram að þeim leik og næsta leik á eftir hefur hann verið að leika 70-90 mín í hverjum einasta leik. Mögulega nutum við góðs af þessari róteringu Newcastle manna þegar við mættum þeim á dögunum. Myndi ég vilja skipta á þeim 3 stigum sem við fengum og deildarbikarnum? – Nei, af hverju?

    Framundan eru margir erfiðir leikir og 12 stiga forskot getur fuðrað snögglega upp ef menn eru ekki á tánum. Tveir tap eða jafnteflisleikir í næstu tveimur leikjum getur sett óþarfa pressu á liðið á lokasprettinum. Mestu skiptir halda pressunni á Arsenal eins lengi og mögulegt er. Sigrar í næstu leikjum létta pressuna og dregur kraftinn úr Arsenal, sem eru að sigla inní frekar þægilegt prógram í deildinni og eru að endurheimta öfluga leikmenn.

    Ég lít svo á að það er ekki hægt að fá betri leik til þess að rífa sig í gang en að fá Everton heima. Eftir uppákomuna á Goodison í síðasta mánuði þá ætti ekki að þurfa mikið að mótivera menn í kvitta fyrir það bull. Einnig skulda leikmenn stuðningmönnum og sjálfum sér almennilega frammistöðu eftir tvö síðustu úrslit. Það er ekki oft sem maður fagnar landsleikjahléi en ég held að það komi á fínum tíma núna þar sem menn geta skipt um umhverfi og núllstillt sig.

    10
  31. Gravenberch er allt of linur fyrir svona leiki, þeir löbbuðu bara yfir hann. Ég hefði byrjað með Endo inn á, hann er allavega alvöru tæklari.

    3
  32. Sælir.
    Chiesa koma með vilja og áræðni og skoraði gott mark. Þetta var gluggi fyrir hann sem hann nýtti vel.

    Sigurður Þorbjörn Magnússon

    6
  33. Mér finnst áhugaverð umræðan og klassíska eftir á spekin um að Slot sé ekki að nýta hópinn nægilega vel og eigi að rótera meira.

    Slot er búinn að ná öllu út úr þessum hóp og rúmlega það enda ekki nokkur maður sem hafði spáð því að Liverpool væri í raunverulegri titilbáráttu á síðasta þriðjungi mótsins.

    Tímabilið spannar yfir 10 mánuði og það skín svo ævintýrilega í gegn núna hversu mikil gæði vantar í hópinn umfram þessa c.a. 14 leikmenn sem eru að spila allar mínútur sem eru að skipta máli.

    Halda stuðningsmenn virkilega að ef Darwin, Tsimkikas, Jones og Elliot væru í stóru hlutverki að þá væri Liverpool með 12 stiga forskot ?

    Það er akkúrat vegna þess að Slot spilar þeim afar takmarkað að Liverpool situr á toppnum með gott forskot.

    Þetta gæðaleysi í breyddinni blasti við í upphafi tímabils og að sjálfsögðu hvarf það ekki þegar raunverulega reynir á breydd hópsins. Eigendurnir (og aðrir stjórnendur) hafa algjörlega brugðist hvað þetta varðar.

    Við munum fagna titlinum í vor og tímabilið verður ógleymanlegt í framhaldinu en það eru svo sannanlega 2-3 viðvörunarljós í mælaborðinu þrátt fyrir að bíllinn sé að komast fyrstur í mark!

    13
  34. Úff, hvar á maður að byrja. Þetta var hrikalegt. Ég hætti að horfa á 60.min e. að Jones klúðraði. Þetta ramadan bull á Salah er orðið þreytt. Hann er búinn að vera gjörsamlega glataður leik e. leik en spilar og spilar. Það er orðið svoldið síðan að maður kallaði e. Chiesa því flestir af framlínunni hafa verið vonlausir undanfarið nema kannski Diaz. FA cup hent í vaskinn, detta út í 16 liða cl og tapa f. Newcastle í úrslitaleik. Hreint út sagt ótrúleg staðreynd um miðjan mars.

    Það er ekkert hægt að taka það af liðinu að stigasöfnunin í deildinni er frábær þó spilamennskan sé á niðurleið síðustu mánuði. Hvað veldur því nákvæmlega er erfitt að segja. Fyrir tímabilið var kallað á kaup til að breikka hópinn. Strax í haust fannst mér útskýringin að Slot þyrfti að meta hópinn meika mikið sense. Þó hefði mátt gera eitthvað í janúar en kannski óþarfi að rugga bátnum. Nýjir leikmenn geta haft mismunandi áhrif á hópinn.

    Grav er ungur og hafði átt frábært tímabil þangað til fyrir nokkrum vikum. Hefur spilað lítið undanfarin tvö ár og verður key player á núll einni og spilar flesta leiki í epl og cl. Hann virkar alveg búinn og þyrfti 2 vikna hvíld núna í stað leikja með Hollandi. Hefði mátt nota Endo miklu meira til að létta aðeins á honum álagið. Leikmann með styrk og hraða vantar á miðjuna og eru mikilvæg kaup í sumar. Önnur mikilvæg kaup, sem að mínu mati áttu að gerast síðasta sumar, er vinstri bakvörður. Robbo hefur ekki hitt á samherja í fyrirgjöf síðan 2022 og varnarlega hefur honum farið hratt hrakandi.

    Liverpool verður oftast betra þegar á líður tímabilið en í ár er það ekki raunin. Virðast hafa toppað fyrir áramót og gjörsamlega kokksa á “business end of the season”. Nú hangir spurningamerki yfir mörgum leikmönnum af mismunandi ástæðum en eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og klára þetta tímabil með stæl áður en aðgerð verður gerð á hópnum í sumar því mögulega erum við að tala um 1x vinstri bak, 2x miðverði, 2x hægri bak, amk 1x miðjumann og 3x sóknarmenn.

    4
  35. Sælir félagar

    Ég hætti að horfa á leikinn eftir 55 mín. Það ver greinilegt að Liverpool liðið var ekki að koma til baka þá þegar. Öll framlínan var á “off” degi en ekki að það hafi komið á óvart. Jota hefur verið skelfilegur í vor og má fara strax á morgun mín vegna. Diaz vantar fótboltaheila og kann ekkert annað en djöflast með boltann út um allan völl. Salah virðist í sálrænu áfalli eftir tapið gegn PSG þar sem hann missti endanlega af Gullboltanum sem er líklga hans síðasta tækifæri til að höndla hann. Hann hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan. Með þau laun sem hann er á verður að gera þá kröfu að hann taki sig saman í andlitinu og skili því sem til er ætlast. Svona aumingjgangur eins og hann hefur sýnt undanfarið er bara ekki boðlegur.

    Newcastle leysti pressu Liverpool einfaldlega með því að senda boltann aftur og aftur yfir miðjuna og þá voru engir eftir til varnar nema aftasta varnarlínan gegn eldfljótum leikmönnum Newcastle. Slot hefur bent á þetta sjálfur en einhverra hluta vegna brást hann ekki við með því að setja Endo aftast á miðjuna og hjálpa þannig vörninni (Konate og VvD) sem þurftu að gefa hornspyrnur á færibandi fyrir vikið. Nóg hefur verið rætt um að Macca átti að sjá um hæsta manninn á vellinum og nenni ég ekki að ræða þá sérkennilegu hugmynd Slot. En hún var augljóslega slæm. Grav verður að fá hvíld og Macca er á síðustu gufunum líka. Ótrúleg hlaupageta Szobo virtist ekki duga til enda nánast eini miðjumaðurinn sem eitthvað hafði fram að færa.

    Það er augljóst að nokkrir leikmenn Liverpool eiga sér enga framtíð með liðinu. Má þar nefna Jota, Darwin og Diaz og ef til vill fleiri. É g hefi líka efasemdir um Jones, Elliot og Chiesa þó þeir hafi átt innkomu í gær. Það er því miður afar sjaldan sem það gerist enda spilar Slot þeim lítið sem ekkert. Slot þarf að hugsa síðustu 9 leiki mótsins upp á nýtt ef ekki á illa að fara. Mér sýnist að áníðslan á fyrstu 11 til 12 leikmönnum liðsins vera að kaffæra liðið og Slot verður að leysa það með ferskari hugmyndum en hann hefur sýnt uppá síðkastið. Hvar er sá Slot aem allir dáðust í upphafi leiktíðar (fyrir utan Nott for leikinn) fyrir hvað hann væri afburða snjall taktíst og gæti fundið magnaðar breytinga í miðjum leik sem breytti öllu og færði liðinum sigu eftir sigur. Nei ég bara spyr.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  36. Er ég einn um að finnast hornið sem þeir fengu og skoruðu úr hefði ekki átt að standa þar sem brotið var á Quansah í aukaspyrnunni sem svo leiddi til hornspyrnunnar. hann var rifinn niður. En líklega hefðu þeir bara skorað úr annari hornspyrnu í staðinn þetta var skrifað í skýin. Liverpool liðið var í þunglyndi í þessum leik og hafði bara ekki sama áhuga á að vinna leikinn. Salah fastandi og orkulaus. Skelfilegt bara.

    2
    • Víti fyrir hendi gegn Southampton fyrir hendi ekki ósvipað og var ekki dæmd hendi á í gær. Skil ekki muninn

      1
  37. Anda inn og anda út

    Maður er sultu slakur með Liverpool þessa dagana. Já, það var ekkert gaman að detta út í hörkuleik gegn PSG þar sem við hefðum klárlega getað unnið þá viðureign og svo láta Newcastle slátra sér í baráttu og vinnusemi um helgina.
    Alveg sama hvað Slot sagði þá vildu þeir þetta klárlega meira. Stuðningsmenn liðsins búnir að bíða lengi og þetta var þeira stærstileikur á ferlinum á meðan að maður fannst eiginlega PSG leikurinn stærri hjá okkur.

    Það sem gerir mig slakan er staðan í deildinni.

    Ég er fæddur á því herrans ári 1981( þið vitið árið sem Liverpool urðu Evrópumeistara gegn Real ) og mann mjög takmarkað eftir sigrum í deildinni og var því sigurinn 2020 ótrúlega sætur en það sittur í manni að við náðum ekki að fagna honum saman( liðið og stuðningsmenn).

    Ef einhver hefði sagt mér fyrir tímabilið að Liverpool myndi vera með 12 stiga forskot þegar 9 leikir væru eftir þá hefði ég talið sá aðila vera með óráði og ætti að leita sér læknis.

    Mér langar svo mikið í þessa dollu að ef einhver myndir bjóða manni að vera Evrópumeistarar, FA Cup meistara, deildarbikarmeistara, góðgerðaskjöldinn og vinniningsmiða í Íslenska lottóinu fyrir Englandsmeistaratitil þá myndi ég afþakka það boð og vera fljótur að.

    Ég vill að Liverpool settur allt sitt púður í að klára deildina og ná í þessi 16 stig sem þarf til þess. Að vera dottnir úr FA Cup og meistaradeild er bara að fara að hjálpa okkur að klára það verkefni með minna leikjaálagi og meiri tíma til undirbúnings á milli leikja.

    Þessi Newcastle leik var kjaftshögg en vonandi er það höggið sem þarf til þess að við förum að fá blóð aftur á tennurnar og förum að pakka liðum aftur saman.

    Núna vonar maður bara að menn koma heilir til baka eftir landsleikjarhlé 7,9,13 og að Trent verður komin aftur á æfingarsvæðið fljótlega í Apríl og klárum númer 20.

    YNWA – Mér finnst þetta stórkostleg leiktíð hingað til.

    p.s Salah hefur verið hálf orkulaus í mars en það er ekki afsökun en ég er 100% viss um að ramada er að hafa áhrif á orkustigið í þessum mánuði eða það myndi gera það klárlega hjá mér og ekki er ég að spila 90 mín fótbolta tvisvar í viku á fullu.

    8

Liðið gegn Newcastle á Wembley

Gullkastið – Allur fókus á deildina