Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988.
Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 513
Aðeins varðandi það hvenær leikmenn renna út á samning. Eftirfarandi leikmenn eru með samning við Liverpool til 2028:
Mac Allister, Szoboszlai, Gravenberch, Gakpo, Nunez, Chiesa.
Þar fyrir utan er Quansah með samning til 2029.
Ýmisleg virðist benda til þess að ekki verð beðið með uppbyggingu á Anfield.
Margir leikmenn eru orðaðir við brottför fyrir utan þessa þrjá sem eru að renna út á samning.
Sterkustu orðrómarnir varða: Nunez, Chiesa, Diaz, Jota, Konate og Kelleher. Einnig hefur maður líka heyrt Tsimikas, Endo, Alisson og Elliott orðaða við önnur lið.
Svo er líka spurning með alla þá sem eru úti á láni.
Sumarið sem Slot gerði Feyenoord að meisturum keypti hann 11 leikmenn á samtals 70 milljón evra og fékk 5 á láni.
Semsagt gjörbylti liðinu og vann svo deildina með yfirburðum.
Í sumar er ekkert stórmót þannig að það fást nokkrar mikilvægar vikur á æfingavellinum.
Þess má geta að meðalaldur liðsins sem byrjaði PSG leikina var 28,8 ár og ansi margir af þeim leikmönnum hafa náð hápunktinum hjá LFC.