Gullkastið – Allur fókus á deildina

Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988.

Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 513

Ein athugasemd

Skildu eftir athugasemd
  1. Aðeins varðandi það hvenær leikmenn renna út á samning. Eftirfarandi leikmenn eru með samning við Liverpool til 2028:

    Mac Allister, Szoboszlai, Gravenberch, Gakpo, Nunez, Chiesa.

    Þar fyrir utan er Quansah með samning til 2029.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 1 – 2 Newcastle