Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988.
Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 513
Aðeins varðandi það hvenær leikmenn renna út á samning. Eftirfarandi leikmenn eru með samning við Liverpool til 2028:
Mac Allister, Szoboszlai, Gravenberch, Gakpo, Nunez, Chiesa.
Þar fyrir utan er Quansah með samning til 2029.
Ýmisleg virðist benda til þess að ekki verð beðið með uppbyggingu á Anfield.
Margir leikmenn eru orðaðir við brottför fyrir utan þessa þrjá sem eru að renna út á samning.
Sterkustu orðrómarnir varða: Nunez, Chiesa, Diaz, Jota, Konate og Kelleher. Einnig hefur maður líka heyrt Tsimikas, Endo, Alisson og Elliott orðaða við önnur lið.
Svo er líka spurning með alla þá sem eru úti á láni.
Sumarið sem Slot gerði Feyenoord að meisturum keypti hann 11 leikmenn á samtals 70 milljón evra og fékk 5 á láni.
Semsagt gjörbylti liðinu og vann svo deildina með yfirburðum.
Í sumar er ekkert stórmót þannig að það fást nokkrar mikilvægar vikur á æfingavellinum.
Þess má geta að meðalaldur liðsins sem byrjaði PSG leikina var 28,8 ár og ansi margir af þeim leikmönnum hafa náð hápunktinum hjá LFC.
Hér er ágætt að benda á skemmtilega staðreynd í ljósi umræðna um Slot, að hann hafi gert mistök í vetur með því að nota hópinn ekki betur og þurfi jafnvel að læra af tímabilinu.
Notkun Slot á þessum c.a. 13 – 14 leikmönnum í öllum þeim mínútum og leikjum sem skipta máli hefur núna skilað okkur 12 stiga forskoti í deildinni og Liverpool er hársbreydd frá því að landa titlinum.
Við erum að tala um að þetta yrði þá úrvalsdeildar titill númer 2 á síðustu heilu 35 árum ! Ég ítreka titill númer 2 á síðustu 35 árum !
Það að vera sófaspekingur og aðdáandi snýst að mörgu leiti að spjalla um að hlutirnir ættu að vera gerðir svona eða hins vegin og elskum við allir “eftir á spekina”. Höfum við flestir gaman af þessu og tala ég nú ekki um þegar ástríðan og hitinn tekur aðeins yfir okkur.
“Eftir á spekin” í þessu tilfelli snýst nú um að þessi nýting á hópnum sem skilar okkur líklega titlinum sé ekki rétt 🙂
Mér er því fyrirmunað að skilja að Slot hafi átt að gera hlutina með öðrum hætti í þessari stöðu. Sömu menn og segja jafnvel að þeir væru tilbúnir að fórna öllum titlum fyrir deildina en ég held satt best að segja að það eigi við um flesta Liverpool aðdáendur.
Staðan er sú að allur fókus hefur farið á deild og meistaradeild. Hann var gríðarlega fljótur að finna út hvaða menn eru nægjanlega góðir og henta best inn í hans hugmyndafræði. Aðrir eru í miklum aukahlutverkum (Fa cup – deildarbikar – “ruslmínútur).
Ég er 100% sannfærður um að ef Darwin, Tsimikas, Jones og Elliot (eða aðrir leikmenn sem eru lengra frá liðinu) væru í stærra hlutverki að þá væri Liverpool ekki með 12 stiga forskot.
Við fáum aldrei nákvæmlega úr því skorið – en það sem við vitum er að þessi ráðstöfun á spiltíma þeirra er langleiðina að skila okkur titlinum !
Slot er búinn að ná öllu út úr þessum hóp og rúmlega það enda ekki nokkur maður sem hafði spáð því að Liverpool væri í raunverulegri titilbáráttu á síðasta þriðjungi mótsins.
Það umhverfi sem Slot fékk í hendurnar er svaðalega krefjandi og nánast kraftaverk hvernig hann hefur unnið úr stöðunni. Hann fékk engan stuðning frá eigendum varðandi leikmannakaup og þrír af langbestu leikmönnum liðsins eru samningslausir fram á lok tímabils.
Spurningin er kannski frekar sú hvort að eigendur Liverpool og við aðdáendur eigum ekki að læra betur af hans verkum varðandi það hvaða leikmenn eru nógu góðir til þess að hafa stórt hlutverk í liðinu til þess að koma fleiri titlum í hús.
Þetta er auðvitað ,,spot-on”. Það að við skulum röfla yfir einhverjum ákvörðunum þegar líkurnar á sigri í PL eru yfirgnæfandi er auðvitað kostulegt.
Eeeen samt… ef og hefði, sé og mundi… liðið á móti Southampton var hvorki beitt né í góðu líkamsstandi. Þarna hefði verið lag að rótera og þá hefði gamli herslumunurinn getað hrokkið inn í gegn PSG. Tímabilið minnir talsvert á 2020 tímabilið þegar yfirburðir voru algerir og manni fannst eftir á sem við hefðum alveg mátt landa einum bikar í viðbót í ljósi þess. Lúxuspælingar og 1. heims vandamál – veit, veit.
Svo gleymist blúsinn auðvitað, eins og kemur fram í gullvarpinu, ef og þegar við hirðum titilinn..
Svo hlakka ég til að fá inn ný andlit þegar glugginn opnar! Myndi alveg sætta mig við að Trent og Salah fari annað. Trent er vissulega frábær leikmaður en það eru takmörk fyrir því hvað á að ganga á eftir fólki. Salah hverfur á braut í Afríkumótið og það þarf að fara að finna nýja stólpa til að byggja utan á. Myndi aftur á móti sakna Virgils með verkjum!
Held að það séu nokkurnvegin allir sammála þessu innihaldi og líkt og við komum inná í þættinum er deildin númer 1, 2 og 3. Tapið í CL er svekkjandi og ekki síst frammistaðan en var með minnsta mögulega mun gegn mjög góðu liði. Skítur skeður.
Það er hinsvegar alls ekkert eftiráfræði að tala um það sem nokkuð fyrirséð að liðið væri í stórhættu á að springa undan leikjaálagi á lokakaflanum. Það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að leikmannakaup í sumar voru gagnrýnd og líka í janúar. Matip, Thiago og nokkrur ungir leikmenn fóru af launaskrá og í staðin kom bara Chiesa sem fær lítið sem ekkert að spila.
Ef hann treystir ekki meira en 2-3 leikmönnum fyrir utan sitt byrjunarlið er morgunljóst að Liverpool ræður ekki við fjórar keppnir og það er spurning hvort ekki sé rétt að þétta hópinn með fleiri leikmönnum sem hann treystir. Blessunarlega er liðið með 12 stiga forskot í deildinni og það sýnir hvað liðið er öflugt.
Liðið var líka gríðarlega öflugt í 7 mánuði á síðasta tímabili sem spilaðist öðruvísi og endaði með því að titilbaráttan fjaraði út. Liðið var btw líka á toppnum eftir 29 umferðir á síðasta tímabili! Bikarkeppnirnar þá enduðu álíka ósannfærandi.
Síðustu níu umferðirnar á síðasta tímabili spiluðust þannig að Arsenal fékk 24 stig og Liverpool 15 stig eða 9 stiga sveifla. Man City náði í 27 stig á þessum lokakafla eða 12 stigum meira en Liverpool, það er forskotið sem við höfum einmitt núna.
Þó að staðan í deildinni sé góð væri galið ef stuðningsmenn Liverpool verði ekki pirraðir að falla úr leik í Meistaradeild í 16-liða úrslitum eftir ósannfærandi frammistöðu og hvað þá að tapa bikarúrslitaleik gegn liði sem hefur ekkert unnið í 70 ár. Hvað þá í sömu vikunni. Ástæðurnar fyrir frammistöðu liðsins í þessum leikjum blasa við og nei ég held að forskotið væri ekki endilega minna ef Slot hefði stærri hóp úr að velja eða notaði þann sem hann hefur ennþá betur. Ekki það að imo er besta notkun á hóp að falla strax úr þessum blessaða deildarbikar.
Það eru öllum drullu sama í ár svo lengi sem deildin endar með sigri, þá verður enginn að tala um þessa ömurlegu viku í mars, en það er ekki þolinmæði til lengar á Anfield að falla alltaf snemma úr leik í Evrópukeppnum og vera með sprungið lið (eða uppfullt af meiðslum) í mars og apríl).
Sælir félagar
Býsna góður pistill hjá HákonJJ og ekki miklu við hann að bæta. Eins er athyglivert það sem Indriði er að tala um sem er þá fullkomin endurnýjun á hópnum. Það er amk. ljóst að nokkrir leikmenn eiga enga eða litla framtíð hjá liðinu. Slúður sem ég las einhversstaðar segir að LFC ætli að eyða 275 milljónum punda í leikmenn í sumar. Það kom ekki fram hvort um heildareyðslu væri að ræða eða “net spend”. En hvað um það. Liðið verður að vinna meistaratitilinn í vor hvað sem öðru líður og það verður að gerast með þeim leikmönnum sem eru til staðar í dag. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður að koma í ljós.
Það er nú þannig
YNWA
Þó Slott hafa staðið sig frábærlega skil ég ekki alveg hvaða hugmyndir hann hefur varðandi unga leikmenn og þróun þeirra. Einfaldast er að benda á Harwey Elliot sem spilaði töluvert mikið hjá Klopp en fær ekki margar mínútur hjá Slott. Meðferðin a Tyler Morton er einnig undarleg svo ekki sé meira sagt. Hann var á láni í Championship tvær seinustu leiktíðir og stóð sig mjög vel en mörg liðanna spila töluvert ,,harðan” fótbolta. Á þessum tveimur leiktíðum spilaði Morton 47 leiki. Það kom fram hjá The Athletic (hjá Liverpoolsérfræðingunum) að Xabi Alonso hefði óskað eftir að fá hann að láni til Bayern Leverkusen fyrir núverand tímabil og loforð um að hann myndi spila 50% leikja liðsins. Því var hafnað af Liverpool því þeir vildu nýta hann sjálfir og hafa gert í samtals 260 mínútur! Hann var 17 ára þegar hann spilaði Evrópuleik gegn AC Milan og nú þegar hann þarf að spila eru mínúturnar fáar og hann hefði að mínu mati haft gott af því að vera undir handleiðslu Xabi í eina leiktíð.
Liverpool hefur undanfarin ár keypt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum en þeir þurfa spilatíma. Mun það gerast hjá Slott?
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.
Það er spurning hvort það sé ekki réttara að leyfa kannski 1-2 degi að líða lengur þar til þátturinn er tekinn upp eftir svona afleita viku svo að menn geti aðeins jafnað sig. Ég hef sjaldan heyrt eins mikið tuð og nöldur í nafna mínum og í þessum þætti. Talandi um að vera kominn af felgunni!
Fyrir ykkur sem eruð að halda því fram að Slot hafi átt að spila Elliott og Chiesa meira þá langar mig bara að benda á leikinn gegn Plymouth um daginn. Þar fengu þessir bræður okkar sem og fleiri í ungviðinu heldur betur sénsinn og afraksturinn var þessi.
Slot sem þjálfari getur bara unnið með það sem hann sér og hefur í höndunum hverju sinni. Hákon hittir nefnilega naglann á höfuðið þarna – Slot hefur tekist það ómögulega – að koma þessum hóp, sem er svo til sá sami og var á boðstólnum í fyrra í þá stöðu að við erum með 12 stiga forskot á toppi deildarinnar og erum með titilinn í sjónmáli. Ég tek þó undir það sjónarmið að nú skiptir öllu að slútta þessari deild af krafti – við höfum enga afsökun – það er bara deildin á okkar herðum og ekkert annað.
Leikirnir gegn PSG náðu að opinbera veikleika í okkar uppleggi þar sem PSG tókst að kæfa gersamlega miðjuna okkar þannig að lítið var hægt að fóðra framherjana okkar. Í báðum leikjunum leið mér alltaf eins og við værum færri eða PSG væri með fleiri inn á vellinum. Þeir tóku Salah úr umferð og náðu í fyrri leiknum að kæfa okkar spil þannig að enginn taktur komst í okkar leik og við vorum meira og minna á hælunum. Eddie Howe vann greinilega sína heimavinnu vel því þetta er bara nákvæmlega það sama og hann lagði upp með og hafði betur. Látum það liggja á mili hluta hvort Joelinton hefði ekki átt að fara af velli í handjárnum eftir þetta hegningarlagabrot á Elliott í lokin en það virðist vera algert aukaatriði í stóru myndinni þar sem Newcastle virtist hafa átt það skilið að verða heimsmeistararar þarna.. ég meina deildarbikarmeistarar.
Við áttum síðan seinni leikinn gegn PSG og það voru þeir sem grísuðust til þess að skora. Við áttum 2 skot í stöng og hefðum vel getað klárað þennan leik í venjulegum leiktíma. En því miður, við vorum búnir á því og það sást svo innilega enda PSG algerlega að toppa á réttum tíma á þessu tímabili eftir meiðslahrinu og talsvert léttara prógram. Verst finnst mér að við misstum örþreytta menn útaf þarna og TTA síðan í leiðinleg meiðsli. Það væri synd og skömm ef þetta yrði hans síðasti leikur fyrir okkur þegar uppi er staðið.
Ef þið viljið síðan setja síðan alla þessa vitleysu í betra samhengi þá eru actually einhverjir málsmetandi einstaklingar í Newcastle-samfélaginu að leggja til að það verði reist stytta af Eddie Howe fyrir utan St. James Park fyrir afrek liðsins um helgina!
Ég minni bara á eitt – ég man ekki betur en eð Klopp hafi tapað í fyrsta úrslitaleiknum sínum í deildarbikarnum með Liverpool. The rest, er eins og þeir orða það, is history…
Áfram að markinu – YNWA!
Þetta eru leikirnir sem okkar menn eiga eftir á tímabilinu:
Heima gegn Everton
Úti gegn Fulham
Heima gegn West Ham
Úti gegn Leicester
Heima gegn Tottenham
Úti gegn Chelsea
Heima gegn Arsenal
Úti gegn Brighton
Heima gegn Crystal Palace
Og okkar einu keppinautar um titilinn eiga eftirfarandi leiki:
Heima gegn Fulham
Úti gegn Everton
Heima gegn Brentford
Úti gegn Ipswich
Heima gegn Crystal Palace
Heima gegn Bournemouth
Úti gegn Liverpool
Heima gegn Newcastle
Úti gegn Southampton
Ósköp svipað erfitt prógramm myndi ég segja.
Arsenal eiga pottþétt eftir að tapa stigum á restinni, og okkar menn líklega líka.
En þessi 12 stig ættu að duga okkur til að sigla titli nr 20 í höfn.
Vil annars taka undir með frábæru komment hjá HákonJJ, allt rétt sem hann segir, en ég set samt spurninga merki við þetta “Hann fékk engan stuðning frá eigendum varðandi leikmannakaup”.
Vitum við það?
Var einhver leikmaður sem hann vildi fá en fékk ekki stuðning til að kaupa?
Man ekki betur en Slot hafi sagt að hann sæi ekki ástæðu til að kaupa leikmenn fyrir tímabilið, því hann teldi hópinn nægjanlega góðan til að keppa um titilinn. Sem reyndist vera rétt.
Ef svo reynist verða eftir tímabilið að hann fái ekki “bönns’a monní” svo ég vitni í Megas, til að kaupa þá leikmenn sem hann vill, þá skal ég skrifa undir stuðnings skort FSG.
Þangað til njóta þeir vafans hjá mér.
YNWA
Opta Analyst var að endurreikna í dag og telur nú 99.13% líkur á því að Liverpool vinni Premier League. Allir veðmangarar eru líka löngu búnir að borga út. Þannig að við skulum ekki örvænta.
Maggi nefndi þáttaröð um tíma Klopp hjá Liverpool. Vitiði hvar hægt er að nálgast hana?
Amazon Prime
Þessi þáttur er ekki á Amazon Prime eða alla vega hef ég ekki fundið hann þar inni.
Eru það ekki þessir þættir?
https://youtu.be/H34ptpgBLaU?si=afk9N6WwXSbniguh
Sé að þættirnir eru ekki aðgengilegir á Íslandi
Varðandi umfjöllunarefni í landsleikjahléinu – er ekki fullt tilefni að henda í þátt þar sem er verið að skoða möguleg leikmannakaup, hverjir fara í sumar, hvar við þurfum að styrkja okkur, hverjir eru lykilmenn og hverjir eru farþegar o.s.frv.?
Ég myndi allaveganna borga fyrir svoleiðis þátt 🙂
Sælir félagar
Ég er sammála Magnúsi hér fyrir ofan að það er kominn tími á pælingar um leikmannakaup og sölur. Liverpool er orðað við ansi marga leikmenn og margir leikmenn orðaðir frá okkur. Leikmenn sem spila lítið og skila litlu ein og Jota og Nunez. É g vil helst fá Kerkez og Hujsen frá Bournmouth og hinn sænska Viktor Gyökeres frá Sporting. Einnig þarf alvöru “bakkup” fyrir Grav enda sýnir það sig að hann var alveg búinn á því en vonandi nær hann sér núna í hléinu.
Það er nú þannig
YNWA
Þung vika að baki heldur betur og þungt hljóðið í mönnum af þeim sökum, skiljanlega. Þetta einvígi við PSG var alltaf að fara að hafa áhrif á leikinn á Wembley og alveg ljóst að mínu mati að sá leikur skipti leikmenn Newcastle mun meira máli en okkar menn. Sást glöggt frá fyrstu mínútu og var því augljósara þegar á leið leikinn og leikmenn þeirra voru farnir að fagna af krafti hverju einasta atriði sem féll með þeim, hvort sem það var innkast, mark eða eitthvað annað.
Okkar menn virkuðu á sama tíma uppgefnir og áhugalausir og það var nákvæmlega það sem maður hafði mestar áhyggjur af, að erfitt yrði að gíra menn inn á Newcastle eftir þetta tap gegn PSG. Framlengingin gegn PSG var góð vísbending um það sem koma skyldi á Wembley enda Liverpool aldrei líklegir á þeim tímapunkti og virkuðu bara búnir á því. Vítaspyrnukeppnin var svo í besta falli vandræðaleg og enginn, að Darwin sjálfum meðtöldum, hafði trú á því að hann væri að fara að skora þar.
Eins og bent er á hefur orkustigið í leik liðsins verið á niðurleið og Slot verður að átta sig á því að nauðsynlegt er að nýta hópinn betur enda mannskapurinn sannarlega til staðar til þess.
Frammistaða Salah í þessum leikjum er svo ákveðin ráðgáta. Mögulega spilar Ramadan eitthvað inn í en hvers vegna er manninum ekki skipt útaf ef orkustigið er orðið lágt hjá honum? Er hann bara ósnertanlegur, sama hvað?
Það eru ýmsar spurningarnar sem vakna eftir þessa leiki en ég held þó að Slot muni draga lærdóm af þessu og muni aftur ná því besta fram í liðinu nú þegar við förum að sjá fyrir endann á þessu tímabili og leikjaálagið minnkar.
Já, það er einmitt þetta með Salah. Má hreinlega ekki skipta honum út af nema þrisvar á ári eða eitthvað?
Ég vek athygli á því að sjálfur Jordan Henderson hefur leik á varamannabekk Englands í kvöld. Hélt reyndar að hann væri löngu dottinn út úr landsliðssamhenginu, en hvað veit ég svosem? Þeir spila við Albaníu sem er nr. 65 á heimslistanum. Aldrei að vita nema gamli verði settur inná…
Eftir á að hyggja var eflaust lán í óláni að hafa tapað þessum eina leik, sem liðið hefur tapað, svo snemma á leiktíðinni. Það var klárlega vanmat – enginn hafði búist við NF svona sterkum en þeir hafa sýnt að þeir vinna ekki af tilviljun (þótt þeir hafi átt einn og einn ansi slakan leik).
Ég held að Arne hafi feisað sig svolítið eftir þennan leik: OK, nothing is for granted. Hann þurfti að stökkva ansi djúpt og snarpt í djúpu laugina og þótt þetta bakslag hafi komið núna í mars í öðrum keppnum þá vinnum við deildina. Slot mun leggja líf og sál í að leggja upp skipulagið og mótívera mannskapinn.
Og við skulum ekki gleyma því að við eigum VWD – sem á náttúrlega að semja við til níræðs. Hann á að verða næsti aðstoðarstjóri Liverpool og aldrei fara. Hann á að verða goðsögn eins og Rush og Kenny og þessir æðstuprestar og halda áfram að draga vagninn. Af þessum þrem sem eru að renna út vil ég klárlega síst missa hann.
En þó hann fari þá er ég viss um að hann kemur aftur í annað hlutverk. Allir hans stærstu sigrar á ferlinum eru hjá okkur og hjartað slær í Liverpool sama hvað gerist. Ég mun alveg fyrirgefa honum að taka einn rómantískan vetur í París eða hvað svo sem hann kýs að gera. Þótt ég vilji fyrir allra sístu muni missa hann sem leikmann næstu tvö árin.
En ef hann fer mun hann alltaf koma aftur. Ég held að það sé klárt.