Gullkastið – Hvað gerir Liverpool á leikmannamarkaðnum?

Allar helstu fréttir vikunnar benda til að Trent sé við það að skrifa undir hjá Real Madríd og fari þangað á frjálsri sölu. Afskaplega leiðinlegur viðskilnaður hjá uppöldum leikmanni og lykilmanni í algjöru toppliði.

Óháð framtíð Trent er ljóst að Liverpool þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og tókum við púlsinn á því hvaða leikmenn eru líklegir til að fara og hvað er í boði í staðin í hverri stöðu.

Ögurverk liðið er á sínum stað og þrenna að þessu sinni.

Deildin fer svo aftur af stað í næstu viku og spilar Liverpool við Everton á miðvikudaginn og Fulham um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 514

25 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. næsta ögurverk lið:
    1: Leikmenn sem komu ykkur á óvart, sem þið bjuggust ekki við miklu af en gerðu góða hluti.
    2: Cult-hero leikmenn.
    3: One-hit wonder leikmenn, einn góður leikur, eitt mark, eitt season.

    4
    • Tilfnefning í númer 3. Dossena, sýndi lítið í heildina en skoraði á hvað 4 daga millibili minnir mig, á móti bæði Real Madrid (4-0) og Manchester United (4-1).

      2
  2. Áhugaverðar pælingar.

    Greinilega þurfum við að kaupa hægri og vinstri bak í sumar, svo þarf að laga framlínuna, okkur vantar alvöru striker, nunez og jota eru báðir vonlausir, kannski diaz út líka, slot hefur nóg að gera í sumar satt að segja.

    Fari van djik og salah líka þá held ég að við séu að horfa á nokkur ár af uppbyggingu þar sem okkar mestu markmið eru að ná meistaradeild næstu ár, of mikið högg fyrir liðið að missa þessa menn út á þessum timapunkti.

    Ekki ræða það að van djik og salah fari, skítsama hvað liðið þarf að greiða þeim í laun, skella 3 ára samning á þá báða og bæta aðrar stöður.

    4
  3. Varðandi næsta lið, þa stakk eg siðast upp a umframvæntinga liðinu. Þ.e. leikmenn sem komu til LFC, en reyndust betri kaup en syndist i byrjun, sprungu ut hja okkur. Mogulega Salah besta dæmið, kom og reyndist kongur i sauðagæru.

    þetta sumar a eftir að verða eithvað, best bara að loka augum og eyrum og sja hvað gerist, og vona það besta.

    YNWA

    4
  4. Þetta er tækifæri fyrir Liverpool en ekki vandamál. Við erum að losna við vandræðamál sem hefur legið á liðinu í nokkurn tíma sem er vanhæfur varnarmaður í hægri bakvarðarstöðunni. Þessa vanhæfni hafa mótherjar LFC nýtt ýtrekað í gegnum tíðina sérstaklega sterkari lið eins og Real Madrid. Málið er að vörnin er jafn sterk og veikasti hlekkurinn og veikasti hlekkurinn er loksins að fara. Vandamál Liverpool hefur verið að hann er uppalinn scouser og þess vegna var pólitískt ómögulegt fyrir liðið að selja hann á þeim tíma þegar ljóst var að Trent vildi fara. Nú getur Liverpool stoppað í götin í vörninni sem er miklu mikilvægara en flottar hollywood sendingar annarslagið.

    9
    • Sælir félagar

      Ég er fullkomlega sammála Brynjólfi hér fyrir ofan. Mjög gott að losna við vanhæfan varnarmann og skítakarakter að auki. Mér finnst nálgun Steina mjög áhugaverð að fara í að forgangsraða leikmannakaupum. Fyrir mér er vinstri bak í fyrsta sæti, svo framherji fyrir Jota og/eða Nunez. þar næst alvöru staðgengill (bakköp) fyrir Grav, og svo hægri bak og að síuðstu miðvörður þar sem það er ákveðið að selja ekki Quansa. Þetta eru mín “two pence” á þetta.

      Havað ögurvíkur liðið varðar þá langar mig að heyra um nauðungarskipti. Það er þannig að farið er yfir fyrstu 11 (byrjunarlið) og 5 varamenn og þeim skipt út fyrir einhvern annan í deildinni. Þetta er anuðung af því að hver vill skipta út VvD eða Salah fyrir einhverna annan í ensku efstu deildinni, já eða Alisson. Þetta fer þannig fram að 2 stöður eru teknar í hverjum þætti og byrjað á Alisson og Conor Bradleysvo miðverðirnir og svo vinstri bak og miðjumaður. Út úr þessu ætti að koma mjög áhugavert lið sem segir okkur lika hvaða leikmenn við gætum hugsað okkur í Liverpool liðinu ef við missum tilfallandi Liverpool leikmenn dagsins í dag. Ég tel skítseiðið TAA ekki lengur með sem LFC leikmann og endurtek hvað ég er feginn að losna við þennan lélega varnarmann.

      Það er nú þannig

      YNWA

      1
  5. Varðandi homegrown regluna og framherja þá eigum við bara að sækja Harry Kane.
    Það er alveg 100% að hann skilar 20+ mörkum á tímabili
    Hann vill sækja fleiri met á Englandi og hann er ekkert rosalega dýr.

    7
  6. Sælir bræður og takk fyrir að henda í þátt í mögulega leiðinlegasta landsleikjahléi ever.

    Það er hjákátlegt að hlusta á þessi skilaboð sem TAA er að fá frá ykkur, sérstaklega þar sem í brúnni hjá ykkur er nafni minn sem gersamlega spilaði sama leik og TAA er að gera þegar það kom að þessum blessuðu kennarasamningum sem var hrossað í gegn nú á útmánuðum.

    Eini munurinn þarna er sá að óilíkt kennurum landsins sem geta bara spilað fyrir eitt lið – ríkisliðið – þá hefur TAA þann möguleika að blómstra og stefna á ný markmið á nýjum vettvangi ef af verður að hann fari frá Liverpool.

    Enginn leikmaður er stærri en klúbburinn.

    Ef af vistaskiptum TAA verða þá bara þökkum við honum fyrir veitta þjónustu og alla titlana sem hann náði að landa. Maðurinn er bókstaflega búinn að vinna allt sem hægt er með Liverpool – hver láir honum að vilja láta á sig reyna í annarri deild? Auðvitað er það skítt að maðurinn myndi þá labba frá okkur endurgjaldslaust en liðið (lesist: eigendur) þurfa þá að horfa í eigin barm og velta fyrir sér hvað veldur því að þetta sé staðan? Gefum okkur t.d. að það hefði verið vandað betur við leikmannakaup og sterkari grunnur settur undir eðlilega endurnýjun á hópnum þá værum við ekki í þessari stöðu.

    Það er algerlega óhæft að útmála TAA sem einhvern Júdas í þessum efnum. Menn uppskera eins og þeir sá og það verður ekki af TAA tekið að hann var hluti af einum öflugasta hóp Liverpool fyrr og síðar á ótrúlegu tímabili í sögu ensku deildarinnar undir stjórn Jürgen Klopp. Látum þar kyrrt liggja ef af þessu verður og setjum fókusinn á að koma Connor Bradley aftur á legg og fara í frekari uppstokkun á hópnum sem full þörf er komin á að fara í.

    Það eru t.a.m. alltof margir farþegar í hópnum núna sem þarf hreinlega að fara að koma út á gresjuna til betri nýtingar hjá öðrum liðum. Við þurfum að geta stólað á að okkar fremstu leikmenn séu það burðugir að þeir geti skilað af sér með reglulegum hætti góðri frammistöðu sem skilar af sér mörkum, stoðsendingum og sigrum.

    Held að við getum slegið því föstu að allaveganna Salah og VVD verða áfram hjá okkur og því þarf að setja fókus á að bæta vinstri bakvörðinn, endurnýja í framlínunni um 1-2 og svo væri ekki verra að henda inn í mixið einhverju í vörn og miðju í seinni innkaupa-bylgjunni ef einhverjiar álitlegir kostir eru þarna úti.

    Treysti því síðan að við sýnum Everton af hverju Liverpool-borg verður máluð rauð núna í vor og að sigur þá verði upphafið af verðskulduðum lokaspretti hjá okkur í átt að enska meistaratitlinum.

    Að lokum, þessar blammeringar á Richard Hughes eru orðnar vel þreyttar. Ólíkt ykkur sem virðast velta ykkur endalaust upp úr öllu slúðri sem er þarna í gangi út i núna (seriously, hættið að lesa þetta, það er alger gúrkutíð í boltanum í þessu glataða landsleikjahléi og þá fer öll vitleysan af stað í fréttaflutningi). Hughes er maðurinn sem landaði Slot og þið sjáið árangurinn af því. Hughes og Edwards eru að spila 4-5 leiki fram í tímann og eru fyrir löngu búnir að leysa þessa sviðsmynd með TAA og aðra hæfileika sem eru þarna úti á markaðnum.

    Höldum haus og missum ekki kúlið – það þarf að landa ensku meistaratitli núna á næstu vikum.

    Áfram að markinu – YNWA!

    16
    • Sæll Magnús

      Það er einfaldlega þannig að ég er fullkomlega ósammála þér um taa. Fyrir mér er taa smámenni og hefi enga samúð með honum né neinar góðar óskir honum til handa. Það sem meira er þá þarf ég ekki né nokkur annar leyfi frá þér fyrir þessari skoðun svo það sé sagt. Hitt er svo annað ósmekkleg samlíking þín um Magnús Þór er ekki þér til framdráttar svo það sé líka sagt. Þú ert fullkomlega frjáls að skoðun þinni og stendur einfaldlega fyrir henni sjálfur. En ég frábið mér að þú stjórnir áliti mínu né annara hér svo það sé einnig sagt.

      Það er nú þannig

      YNWA

      7
      • Sæll Sigkarl – ég er ekki að stjórna neinum skoðunum og ég á ekki raddirnar í kollinum á þér 🙂

        TAA, líkt og allir aðrir, stendur með sínum skoðunum og ákvörðunum. Ég hefði t.a.m. haldið að allt bröltið á Coutinho ætti að sýna hversu varhugavert það er að halda að grasið sé grænna hinum megin.

        Hinsvegar þá er TAA búinn að afreka allt sem hægt er að afreka með Liverpool og arfleifð hans þar er samofin sögu Liverpool síðustu ára. Að halda því fram að hann sé skítmenni og minnipokamaður fyrir það eitt að lítast ekki á blikuna og vilja takast á við nýjar áskoranir er bara dæmi um einhverja lítilmennsku.

        Það er nákvæmlega enginn sem horfir á arfleifð David Beckham hjá ManUtd öðruvísi en að hann er stór partur af þeirra sögu og þeirra arfleifð. Ef TAA fer á vit nýrra ævintýra, þá er ég handviss um að þegar ferli hans er lokið þá muni hann vera öflugur stuðningsmaður Liverpool um ókomna framtíð, óháð því hvar hann spilar annarsstaðar.

        Við eigum ekki að koma svona fram við okkar bestu menn – við eigum að hampa þeim og ef þeir vilja fara þá bara er það staðan. Það hefur ekkert upp á sig að níða af þeim skóinn og gera lítið úr afrekum þeirra. Það segir meira um okkur heldur en annað.

        21
    • Ánægður með þig Magús og sammála. TAA á ekki skilið að vera rakkaður niður. Hann hefur verið elskaður af flestum hér inni. Ekkert furðulegt að hann vilji reyna eitthvað nýtt eftir öll árin í Liverpool. Hann var leiður í allan vetur. Þökkum honum.

      5
    • Æ, þetta er samt svo súrt. Trent hefði getað gert eins og aðrir – skrifað undir samning og leyft svo uppeldisfélaginu að njóta söluverðsins þegar leitað er á önnur mið.

      Ferlega hallærislegt eitthvað, að vera búinn að draga samningaþóf í langan tíma og rölta svo bara yfir þegar samningstíminn er útrunninn.

      Það væri að sama skapi blaut tuska framan í félagið ef Virgil og Salah færu sömu leið. Algjört diss, satt að segja!

      5
  7. Þetta verður spennandi sumar. Það er alveg hellingur af söluvöru til í Liverpool í dag. Nunez, Tsimikas, Morton, Chiesa, Koumas, Keheller svo eitthvað sé nefnt. Þessir ættu að geta skilað 130-160m í ofanlag á þessar…. nokkrar milljónir sem eigendur ætla leggja fram.

    Kerkez, Baleba, Isak, Geertruida væri draumur. Svo fá Bajetic og Doak heim sem ég hef enn trú á.

    Alisson
    Geertruida Konate Dijk Kerkez
    Grav Macca Sobo
    Salah Isak Diaz

    Mamardashvili
    Bradley Quansah Gomez Robertson
    Elliot Baleba Jones
    Doak Jota Gakpo

    Endo, Bajetic…

    Raunhæft, veit ekki. Það mun bíta stórt í budduna ef við ætlum í Isak en cmon, við erum Liverpool

    7
  8. Síðan má bæta við að eins slæmt og það var að missa Suarez og Coutinho á sínum tíma, þá voru þeir nýlega búnir að skrifa undir nýjan samning

    Luis Suárez (Liverpool ? Barcelona, 2014)

    July 2013: Signed a new long-term contract with Liverpool.

    July 2014: Moved to Barcelona for €81 million after an incredible season.

    Philippe Coutinho (Liverpool ? Barcelona, 2018)

    January 2017: Signed a new five-year deal with Liverpool, with no release clause.

    January 2018: Sold to Barcelona for €145 million.

    10
  9. Eins og ég sagði um daginn þá er að myndast 250 milljón punda gat í liðið með brottför Trent, Virgil og Salah. Það verður rosalega erfitt að fylla þetta skarð. Við verðum að semja við Konate í sumar eða selja hann til að lenda ekki í sömu helvítis vitleysu með hann að ári.
    Slot þarf að selja mönnum verkefnið þannig að tímabilið fjari ekki út, erum að vinna okkar annan PL titil og það þarf að enda tímabilið á jákvæðum nótum!

    YNWA

    3
  10. Það er eitt sem Magnus skrifar ekkert um, sem er, að taa virðist ekkert hafa komið til mots við LFC varðandi það að uppeldisfelagið hans fengi eithvað fyrir hann. Meðan Suarez og Coutinho virðast alla vega hafa gert það, og ekki uppaldir. Það er eitt að leita drauma og ævintyra annrs staðar, en svona þarf að gera með reisn, alla vega a þessum kaliber. Það að hafa unnið allt, hefur ekkert með þessa akvorðun taa að gera, ef slikt ætti við, hvað þa með leikmenn BM, Barcelona og RM, endalaust a faraldsfæti milli liða af þvi þeir hafi unnið allt, nei Magnus þetta er rangt metið hja þer.

    YNWA

    12
  11. SællafturMa Magnús

    Þú segir “við” og telur þig þá vera að tala fyrir hönd okkar allra stuðningsmanna. Ég tel mig geta fullyrt að svo sé ekki. Þú talar í athugasemd þinni eins og þú talir fyrir alla og ég endurtek þú gerir það ekki. Mer finnst ekki rétt að þú talir um við og okkur og stuðningsmenn almennt. Þú getur aðeins talað fyrir fyrir þig sjálfan og ég geri ekki atlhugasemdir við það. En þegar þú ferð að tala fyrir aðra og atyrða aðra þá er ég þér fullkomlega ósammála og frá bíð mér slíkt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  12. Þetta segir Melissa Reddy á X:,, Both Real Madrid and Trent were surprised of the stories that broke this week given nothing major has changed since January. No agreement, no deal has been signed nor has a conclusion been communicated to either club, ”
    Í raun er ekkert að gerast nema að sumir Liverpoolstuðningsmenn úthúða Trent og draga ekkert af. Þessi þögn er á ábyrgð LiverpoolFC og á við um Trent, Van Dijk og Sala. Ekki gott mál.

    3
  13. Afhverju er eg med a tilfiningunni ad vid fáum eitthverja eins og jarrod bowen og flynn downes frekar en isak og kerkez

    5
  14. Stundum er gaman að lesa slúðrið um möguleg leikmanna skipti og núna er það besta
    Newcastle vilji kaupa Darwin fokkin Nunez á 50m og það myndi þá þýða að Isak kæmi í staðinn.
    Veit að þetta er kjaftæði en ég skal fjárfesta í plaggati af Hughes og hengja upp hér heima ef þeim tekst þetta 😀 því skal ég lofa.

    5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Allar líkur á að Trent Alexander-Arnold fari

Stelpurnar fá Villa í heimsókn