Byrjunarliðið gegn Everton

Jæja, þá er liðið komið og Slot stillir þessu svona upp í kvöld:

 

Það er ekkert sem kemur á óvart á miðjunni eða frammi en Jones tekur bakvörðinn í fjarveru TAA og Bradley og Kelleher kemur í markið í stað Alisson sem varð fyrir höfuðmeiðslum með Braselíu og hefur greinilega ekki náð að jafna sig eins og menn áttu von á.

3 stig takk.

Koma svo!

YNWA

58 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Ég hefi áhyggjur af Jota í níunni en ef til vill hefur Slot séð það til hans á æfingum að hann setur hann þar. Mér skildist að Slot hafi sagt það mistök í Newcastle leiknum að setja Jota í níuna enda var hann nánast verri en enginn þar. Það er líka áhugavert hvernig Salah kemur inn í leikinn og hvernig hann matar teiginn. En hvað um það, Jones í hægri bak og hefur svo sem verið nefndur til þess verks áður og Robbo í vinstri og veit alveg hvaða leik hann er að fara í og þeir báðir reyndar. Miðjan og hjarta varnarinnar vel mannað og svo er bara að mæta til leiks.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Enginn Anthony Gordon hjá Newcastle. Það léttir vonandi aðeins verkið fyrir Jones í hægri bak.

      1
      • Nei, vá hvað ég er úti að aka! Það er víst eitthvað blátt skítalið á Anfield í kvöld. Dísus, alsheimerinn að kikka inn…

        5
  2. Afhverju fær Chiesa ekki séns ? hann skoraði síðast og hefur skilað mörkum þessar örfáu mínutur sem hann fékk að spila á meðan að Jota hefur verið verri en enginn á seinni partinum á tímabilinu eftir meiðslin !

    5
  3. Þetta er eitt rauðasta spjald sem ég hef séð lengi.
    Það er 100% að VAR dómarinn Paul Tierny fer í hvíld í næstu umferð.
    Þetta var pjúra heppni að MacAllister standi í lappirnar eftir þetta.

    8
  4. Virgil stálheppinn að vera ekki búinn að gefa tvö mörk. Hvað er í gangi hjá mönnum?

    7
  5. Hvað er að gerast, okkar menn gjörsamlega geldur í sókn.

    Everton eru bara óheppnir að vera ekki einu marki yfir.

    4
  6. Þessar frammistöður hjá liðinu undanfarna mánuði eru að gera mann brjálaðan. Virðist sem Slot hafi ekki hugmynd um hvernig á að breyta þessu til betri vegar. Heppnir að vera ekki undir í hálfleik.

    7
  7. Farið að minna á fyrri leikinn, Everton má toga, hrinda og djöflast án dómgæslu, að ógleymdu fólsku broti Tarkowski!

    6
  8. Hvað með þessa dómara, hallar verulega á okkar lið. Sá á síðu everton þar sem þeir eru að kvarta yfir Herði Magg. Minnast ekki á eitt eða tvö rauð spjöld, sem þeir ættu að vera búnir að fá. Held að Jota eigi að hvíla í seinni og Gapko komi inn. Þá finnst mér zopo, gæti gert betur.

    4
  9. Eins og venjulega gilda ALLT aðrar reglur þegar Liverpool spilar og sérstaklega ef Tierny kemur nálægt dómgæslunni. Tarkowski beint rautt og Beto seinna gula eftir að sparka í Kelleher hefði verið niðurstaðan á öllum öðrum völlum.

    6
  10. Bardagi frá A til Ö þar sem annað liðið má bara brjóta af sér eins og engin sé morgundagurinn. Ekki sést mikið til mannanna sem eru að renna út á samning en þeir láta vonandi sjá sig í seinni. Gerum okkur grein fyrir því að ef dómgæslan væri í lagi þá væru í það minnsta 1 og hálfur everton maður farin útaf með rautt. Beto hefði alltaf fengið gullt fyrir sparkið í Kelleher ef hann hefði ekki verið búin að fá gult áður. En okkar menn verða að finna leiðina í gegn og klára þennan leik.
    YNWA

    3
  11. Það eiga 2 leikmenn Everon að vera farnir af velli, hvenær er það ekki gult spjald að dúndra í hendurna á markmanni í höfuðhæð. Annað berið saman brotið á Macallister við brotið hjá Jones þegar hann rælað yfir boltann? Hvort er meira rautt. Þetta er bara fáránlegt og segja að Liverpool sé ekki að standa á mótisvona physical liði sem er á grensunni í brotum allan leikinn er óþolandi. Dómarar þurfa að verja leikmenn fyrst og fremst.

    8
  12. Því miður er sami hægagangurinn og kraftleysið á miðjunni og var fyrir landsleikjahlé. Everton skilja miðjumennina eftir í öllum skyndisóknum, eru mun fljótari og grimmari. Svo eru þeir með framherja!

    3
  13. Jæja Slot farðu nú að gera breytingar á þessu liði
    Útaf með Jota og Diaz og inná með Chiesa og Gakpo.
    Einnig mætti Quansha koma inná í bakvörðinn.
    Algjörlega óásættanleg frammistaða hjá flest öllum rauðklæddu í kvöld.
    Vonandi nær Slot að hressa uppá þetta því annars fer kvöldið illa fyrir okkar.
    Sýnist Gerrard vera þarna uppí stúku, held að hann kæmi þó allavega inná með ástríðu og baráttu.

    3
  14. Duncan Ferguson fyrrum Everton harðjaxl á Sky Sport segir brotið hjá Tarkowski púra rautt og þurfi ekki að ræða það frekar!

    3
  15. Finnst okkar menn alltof linir í að mótmæla þessari vitleysu sem er í gangi inn á vellinum. Það er svo mikil linkend í liðinu, vantar að vera aggressive, mótmæla dómum, ýkja aðstæður eins og öll lið gera. Kelleher t.d. hefði átt að rúlla um teiginn eftir sparkið. En nei, okkar menn labba alltaf í burtu frá aðstæðum. Búið að vera svona í allan vetur og gerir mig brjálaðan. Á meðan önnur lið ýkja allar aðstæður. argggg….

    4
  16. Salah týndur og tröllum gefinn, Jota getur ekkert, Diaz í ruglinu, hvaðan eiga mörkin að koma??

  17. Ótrúlegt. Ég var búinn að hugsa “Jota útaf hann getur ekki blautan”. Og hvað gerist, Jota skorar gull af marki.

    9
  18. Vonandi er Salah svona þungur útaf því að hann komst ekki með peninga úr nýja samningnum í bankann fyrir leik og mætir ferskari í næsta leik, skelfilegur leikur hingað til hjá honum.

    3
  19. Hvað með hornspyrnur hjá okkar liði. Við skorum ekki mörk úr þeim. Það þarf að skoða.

    3
  20. Mykolenko í vinstri bak fær að taka menn fangbrögðum trekk í trekk fyrir framan andlitið á línuverðinum en aldrei dæmt! Skil pirring hjá Jota þarna áðan sem fær svo gult fyrir að láta í ljós óánægju sína! Makalaus alveg hreint þessi enska dómarastétt!

    7
  21. Hvers vegna dæmir hann aukaspyrnu þegar við erum að fara upp. Þeir hagnast á brotinu. Dómgæslan var ekki með okkur í leiknum.

    3
    • Reynslulaus dómari. Og því til viðbótar svínið hann Paul Tierney á varsjánni.

      2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Merseyside derby á miðvikudagskvöld

Liverpool-Everton