Liverpool-Everton

Mörkin

1-0 Jota (57.mín)

Hvað réði úrslitum?

Kraftmikil innkoma í seinni hálfleik. Yfirburðirnir voru algjörir fram að marki og raunar megnið af seinni hálfleik.

Hvað gerðist helst markvert?

Í fyrri hálfleik var einu stykki leggjarbrjót sleppt með gult spjald. Hvað þessi dómarastétt (ég blótaði mun meira áðan og ég blóta nú hvorki oft né mikið og ég hefði viljað að menn hefndu sín á Tarkowski) er að hugsa er alveg fullkomlega hulin ráðgáta. Bæði átti dómarinn að gefa beint rautt, VAR átti að gefa rautt strax og líka að senda hann í skjáinn til að gefa honum rautt. Árið 1970 var þetta meira að segja rautt á mölinni á Siglufirði og meira að segja Drunken Ferguson fannst þetta rautt.

Færin voru nokkur á báða bóga, Ekkert dauðafæri svo sem okkar megin, skalli frá Salah, nokkur skot úr teignum en betri færin féllu blárra megin. Beto er alvöru striker, komst í gegn eftir fáránlega tilburði frá Van Dijk og fleirum og skaut í stöng. Eins skoraði hann frekar tæpt rangstöðumark sem var samt alveg rétt.

Liverpool átti síðan seinni hálfleik nokkurn veginn skuldlausan. Everton gerði ekkert allan seinni hálfleikinn annað en að vera fyrir og pirrandi. Sókn Liverpool þyngdist stöðugt þar til Jota skoraði sigurmark leiksins á 57. mínútu. Sóknin hélt áfram út hálfleikinn án þess að neitt sérstaklega markvert gerðist, mikil barátta og á köflum áframhaldandi undarleg dómgæsla sem skilaði sér í ansi miklum pirringi hjá okkar mönnum. En ég var alveg ánægður með það, því það vantar alveg stundum að liðið sé gróft, fylgi eftir, fari í manninn með boltanum og tileinki sér meiri skítbuxahátt. Sérstaklega í svona leikjum. Leikurinn rann síðan sitt skeið, stresslítið.

 

Hverjir stóðu sig vel?

Sko, að Mac Allister hafi staðið upp úr þessari fólskulegu árás sem hann varð fyrir er bara kraftaverk, hann kláraði svo bara leikinn. Vonandi er í lagi með hann. Hann var líka frábær í leiknum. Diaz skapaði mest allra og Jota skoraði markið. Vörnin hélt þótt hún hafi virkað dodgy á köflum, Salah virkaði aðeins orkumeiri en í Ramadan og Kelleher kláraði sig á því litla sem kom á hann. Curtis Jones spilaði hægri bakvörð eins og hann hafi aldrei gert neitt annað alla ævi og var ekki síður með scouser attitude, lét finna fyrir sér og spilaði bara fjári vel. Ég held ég láti Jota hafa mann leiksins, markið hans breytti einu stigi í þrjú og það er það sem mestu skiptir.

Hvað hefði mátt betur fara?

Dómgæslan. Það er komið nýtt gerpi – Tarkowski heitir það gerpi. Löggan hefði átt að handtaka hann fyrir líkamsárás. Leikirnir við Everton eru alltaf erfiðir og gæði liðsins skipta ekkert alltaf mestu máli en þetta hafðist.

Umræðan eftir leik

Sigur, þrjú stig, 12 stiga forysta. Gleði. Feginleiki. Hvenær fáum við að fagna?

Næsta verkefni

Deildin áfram. Á sunnudaginn 6.apríl er leikur við Fulham sem þarf að vinnast.

36 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Ekki fallegur en fáránlega mikilvægur sigur. Slök dómgæsla og smá meistaraheppni með okkur í fyrri hálfleik.

    Ég er helsáttur.

    Áfram Liverpool!

    15
  2. YESSSS. Tierny reyndi allt sem hann gat til þess að stela þessu, en allt kom fyrir ekki. ÞRJÚ gríðarlega mikilvæg stig. MAGNAÐ. Diaz frábær og Jones líka. 8 leikir eftir !

    12
  3. Stigin 3 telja dýrmætt og ég hefði ekki vitað hvað ég hefði gert ef við hefðum fengið aftur skítamark á okkur í lokin eins og seinast.
    En liðið virkar þreytt og menn þungir, við þurfum að klára nokkra leiki í viðbót og þá kemur sá stóri númer #20 í hús.
    Við höfum núna bara deildina að keppa um og það kemur vonandi til með að hjálpa okkur aðeins með ferskari lappir á næstu vikum.

    Vonandi er svo sannleikur í þessu slúðri sem datt inn í dag um að Salah sé búinn að skrifa undir 2-3 ára samning.

    8
  4. Þvílíkt mikilvægur sigur! Ótrúlegt að þetta skyldi ekki hafa verið rautt.

    11
  5. Jones stóð sig vel í bakverðinum !
    Diaz var lang bestur að mínu mati
    Jota tróð langþráðan sokk ég er enn að ákveða hvort það á að vera tómatsósa eða BBQ með.
    Hvað er að frétta með okkar ástsæla Salah ?
    Djufull var gott að vinna þessa bláshits.
    YNWA !

    13
  6. Það sem ég er pirraður eftir þennan leik.
    Þessi dómari á ekki að fá svona stóran leik og gimpið í VAR herberginu sýndi það en og aftur að hann á ekki að koma nálægt leikjum hjá Liverpool. Það væri bara mikið hreinna og auka um einn leikmann í liðum anstæðingana hafa 12 inná í Td Everton treyju.

    En 3 stig og skrefunum fækkar í átt að 20 og jöfnum við rauðu drulluna frá manchester þar og erum náttla búnir að jarða þá í evrópu.
    En það verður gaman að verða óumdeilanlega besta félagslið á englandi eftir tímabilið.

    8
  7. Nei liðið virkar ekkert þreytt þetta var bara eins og alltaf skítafýlu leikur á móti skýtafýlu liðinu í bakgarðinum og bara þessi litlu extra gæði klára þessa leiki. YEEEEESSSS 3 stig og upinyours neverton shite!

    6
  8. Bakverðinir báðir magnaðir í þessum leik – Fann Diogo Jota markaskóna sem Salah týndi fyrir nokkru ?

    11
  9. Frábær sigur.
    Erfitt að spila gegn liði og dómara.
    Mér fannst einsog oft áður halla á Liverpool í dómgæslunni og vildi gjarnan sjá AI forrit taka þetta saman, þetta brot var dæmt á en ekki þettasem er alveg eins. Held að það sé tilhneiging til að dæma gegn Liverpoool. Kannski og vonandi er ég biaseraður en Tompkins Time eða hvað hans síða heitir tók saman tölfræðileg gögn um dómgæslu og þá hallaði verulega á Liverpool. Það liggur við að Liverpool epigi að fara fram á að erlendir dómarar fæmi þeirra leiki. Þetta var í það mynsta algerlega óásættanlegt í alla staði.

    10
  10. Að þetta hafi ekki verið RAUTT verður heilabrot næstu viku að minnsta kosti. Ég held að þetta verði erfiðasti leikurinn sem við eigum eftir að spila á þessari leiktíð

    6
  11. All round the fields of Anfield Road!!!

    Vonandi þagna sófasérfræðingarnir aðeins sem endalaust eru að tala um hvað þessi og hinn leikmaðurinn okkar eru orðnir lélegir og þörf á að selja þá.

    Annars þoli ég ekki þegar leikmenn LFC að klappa þessum Everton aumingjum og gantast við þá. Þetta eru tíkarsynir allir saman og okkar menn eiga að þruma þá niður í hvers sinn sem tækifæri gefst í svona derby leikjum.

    12
  12. Yndisleg þrjú stig gegn ljótu liði og dómara sem var að dæma sinn fyrsta leik í Premier League (heyrðist mér þulirnir tala um), hversu klikkað sem það þá er að láta óreyndan dómara fá þennan leik til að byrja á.
    VAR skeit eins og svo oft áður en okkar með gerðu það ekki og sigldu þessu nokkuð þægilega í seinni hálfleiknum.

    12 stiga forusta og 8 leikir eftir!
    Vonir Arsenal voru litlar fyrir þennan leik, og núna eru þær svo gott sem gufaðar upp.

    YNWA

    9
  13. Eigum við ekki bara núna að þakka fyrir að þeir misstu ekki mann af velli því þá spilar hann á móti Arsenal.

    12
  14. Maður er hálf eftir sig eftir svona leik og hvað þá svona dómgæslu, hún er rannsóknarefni léleg í þessum Everton leikjum í vetur. Gjörsamlega galið að Tarkowski hafi klárað þennan leik, svo lélegt að Thierny ætti ekki að koma nálægt dómgæslu í fleiri leikjum, ekki það að Barrott á ekki að þurfa VAR í þetta heldur.

    En til að draga þetta saman og þetta þarf að fara hærra og vera aðalatriði næstu vikur.

    1. Liverpool er að vinna titilbaráttu gegn fokkings óþolandi Arsenal
    2. Liverpool var að vinna fokkings ógeðis Everton í kvöld og fara með því langt með þetta

    Vantar bara að Man United sé í hálfgerðri fallbaráttu til að fullkomna þetta

    Heyrðu

    3. Man United er…..

    30
  15. Frábær sigur í ekta Liverpool rimmu þar sem reynt var eins og mögulegt er að dæma okkur út úr leiknum. Menn buguðust ekki heldur börðust allt til loka og uppskáru. Við erum með frábært lið og magnaðan hóp hvað svo sem sófa sérfræðingarnir segja og við værum ekki á þeim stað sem við erum nema vegna leikmannanna, stjórans og annarra sem koma að liðinu. Það að kalla leikmenn liðsins ljótum nöfnum gerir bara lítið úr þeim sem það skrifa. Maður er alveg missáttur og vill sjá breytingar (t.d. Jota útaf í hálfleik…..gott að ég er ekki stjórinn) en að níða skóinn af mönnum er ekki fallegt.
    Við eigum að njóta en ekki blóta 🙂
    YNWA

    14
  16. Gríðarlega sterkt að klára þetta ömurlega Everton lið. Ótrúlegt að brotið á Macca hafi ekki verið rautt spjald. En svo finnst mér að rannsaka þurfi markvarðargerpið þeirra sem ég er sannfærður um að hafi vitað að búið var að flauta áður en hann réðst á Darwin Nunez. Í annað sinn sem hann sleppur með svona fautabrot gegn Liverpool eftir að búið er að flauta. Þvílíkur pappakassi.

    19
  17. Skrýtið hvað maður er ofsalega pirraður að horfa á liðið spila undanfarna mánuði. Frekar leiðinlegir leikir, fá marktækifæri, hægt og bitlaust. Alltof mikið af slæmum frammistöðum. En ótrúlega mikilvægur sigur í erfiðum leik. Diaz langbestur í leiknum og Virgil reyndar flottur í seinni hálfleik. Eigum góðan möguleika á titlinum en fyrir mér er þetta alls ekki búið því spilamennskan er mjög ósannfærandi. Miðjumennirnir straumlausir. Sóknarmennirnir að mestu ískaldir en frábært mark hjá Jota í kvöld. Maður vonar að þessi sigur lyfti liðinu upp andlega og við fáum að sjá meira sannfærandi frammistöður. Ef við náum að vinna næstu 3 leiki gegn Fulham, West Ham og Leicester þá held ég að þetta sé 98% klárt. Koma svo!!! Stígum upp og gerum þetta sannfærandi í restina.

    8
    • Ekki svona svartsýnn með 98%……. :O) Opta segir möguleika Liverpool á Englandsmeistaratitlinum núna 99%, Arsenal 1% :O)

      En sammála, kálið er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið!

      YNWA

      7
    • Veist að við þurfum bara að vinna 4 leiki í viðbót miðað við stóðuna í dag, arsenal á everton úti á laugardag, gángi þeim vel.

      2
  18. Langsóttur og frábær sigur, þrjú stig fyrir mestu.

    Nú hljóta að vera hér inni löglærðir menn með dómarréttindi og hafa þá einhverja reynslu af því að munda flautuna sem og að lyfta gulum og rauðum spjölduð. Augljóst rautt spjald á Tarkowski sem við þurfum ekki að ræða frekar en það sem er óþolandi að horfa upp á endalaust og það sem ég kom inná í þræðinum á meðan leik stóð – það eru þessi endalausu fangabrögð sem minna helst á handboltaleik þar sem m a Jota og Salah voru að lenda í krumlunum og fanginu á Mykolenko……. beint fyrir framan andlitið á línuverðinum! Jota greinilega mikið pirraður yfir þessu og endar á að fá gult spjald! Galið!

    Afhverju í ósköpunum er ekki dæmt á þessar glímur?? Er þetta bara í lagi?? Þegar stórt er spurt!

    YNWA

    15
  19. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Ívar og engu við hana að bæta. Þessi dómari á að vera efnilegasti dómari Englands og það segir ansi mikið um enska dómara. Hann” lét leikinn fljóta” sem þýddi að Evrton mátti brjóta á Liverpool leikmönnum (takið eftir ég tala ekki um leikmenn Everton) en svo daæmdi hann á leikmenn Livepool fyrir sömu sakir og minni. Tarkowski er nottla bara gerpi af ömurlegustu sort og þessi vesæli dómari á skilið að falla um deild. En bara takk fyrir mig leikmenn Liverpool sem unnuð slagsmálahunda Everton með því að reyna að spila fótbolta allan leikinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
    • Dómarinn sem slíkur var svo sem ekki svo slæmur, hann sá þetta einu sinni á miklum hraða.
      Mér fannst hann einna helst flauta of snemma í leiknum, því tvisvar sinnum tók hann af okkur efnilega sókn, með að flauta á brot of snemma.
      Hins vegar á maðurinn í VAR herberginu aldrei að fá að vera þar framar, því líklegast var þetta augljósasta rauða spjald á leiktíðinni.
      Hálf merkilegt að þeir geta teiknað línur í 2-3 mínútur til að reyna að sjá hvort sóknarmaður var rangstæður eða ekki, en svona mál er afgreitt á 5 sek.
      Það að Tarkowski hafi fengið sömu refsingu fyrir ljótasta brot á leiktiðinni og Everton maðurinn sem danglaði í boltann og tafði innkast um 2 sek á vallarhelmingi Liverpool er brandari.

      7
  20. Nei, PGMOL er ekkert á móti Liverpool. Er það nokkuð? Setja byrjanda sem hefur ALDREI dæmt í Premier League beint á Liverpool derbyið sem eru alltaf slagsmálaleikir! Og heiladauða fávitann Paul Tierney á VAR. PGMOL að þrítryggja leikinn á getraunaseðlinum. Sorrí, tókst ekki. Na na na na bú bú.

    Auðvitað missti dómarinn undireins tökin á leiknum og gaf Everton hakkavélinni lausan tauminn. Verst af öllu var þetta viðbjóðslega fótbrots-spark hjá Tarkowsky, sem nýgræðingurinn þorði ekki að dæma rautt spjald á og Paul Tierney gerði auðvitað ekki neitt í því á varsjánni. Og líka þegar Prickford stútaði Nunez í teignum (og vissi mæta vel að það var búið að flauta og hann myndi því sleppa með þetta brot alveg eins og Van Dijk árásina). Ég tek undir með þeim sem óskaði eftir samantekt á dómaramistökum gegn Liverpool í vetur. Þetta er hroðalegt.

    11
    • Gleymdi einum augljósum mistökum í viðbót. Þegar Everton-maður á gulu spjaldi þrumaði löppinni þversum og mjög hátt framan á Kelleher í teignum. Það átti að vera gult spjald númer tvö.

      10
  21. Sætur sigur. Frábær þrjú stig.

    En ég verð að segja að það var hálf sorglegt að sjá Trent þegar hann kom í mynd. Mögulega síðasti grannaslagurinn hans og hann meiddur uppi í stúku.

    Glatað að missa hann frá Liverpool. Og leiðinlegt þetta endi svona hjá þessum frábæra leikmanni.

    Mér fannst áðan, eins og hálft liðið væri að spila sína síðustu leiki í Liverpool treyjunni. Kannski er það ekki svo fjarri lagi?

    5
  22. Að þetta hafi ekki verið rautt í gær er skandall, þarf að skoða og ræða þetta nánar, svona atvik gætu hugsanlega kostað Liverpool titilinn.
    Jafnvel þó við tökum þá ákvörðun út fyrir sviga, þá var dómarinn hræðilegur, ég hélt að ekkert gæti toppað Oliver í fyrri leiknum en þetta var verra, það á ekki að vera hægt, svo margt hægt að tína til eins og hefur komið fram í kommentum hér að ofan.
    Svona slæm dómaraframmistaða gerist alltof oft þegar kemur að Liverpool, það er eins og glímubrögð séu allt í einu leyfð, þetta er alveg óþolandi. Þó við höfum unnið þá er maður eiginlega samt alveg brjálaður útaf þessu.

    5
  23. Jæja þá eru menn búnir að viðurkenna mistökin með gullt/rautt spjald….og hvað svo? Nákvæmlega ekkert mun breytast og einföld afsökun virðist alltaf duga þegar dómarastéttin á í hlut. Sem betur fer þá kom þetta ekki að sök fyrir okkur í þetta sinn og nú er bara áfram gakk og klára þetta mót.
    YNWA

    8
  24. Dómarasamtökin í Englandi búin að viðukenna að þetta hefði átt að vera rautt spjald í gær og að mistök hafi verið gerð! Og hvað svo…. svo er bara ekki rassgat gert í þessu og þetta gerpi sem var í VAR herberginu Paul Tierney fær að dæma áfram og allt er bara gúddí.

    Alveg ótrúlegt ég segi ekki annað.

    7
  25. Þetta atvik er einfaldlega staðfesting á því að Paul Tierney á aldrei að koma nálægt Liverpool leikjum. Vissulega átti dómarinn að gefa beint rautt en mögulega var hann ekki í aðstöðu til að meta það 100% en PT hefur ekkert að skýla sér á bakvið.

    Það er hundfúlt að vera eyða orku í tjá sig um dómara eftir sigurleik en því miður var frammistaða dómarana í þessum leik að þeir gripu fyrirsagnirnar. Ég fagna því þó þegar dómarar ákveða að leyfa leiknum að fljóta í stað þess að vera stanslaust inngrip. Sú nálgun hentar betur síbrotaliðunum sem vilja drepa tempóið í leikjunum. Hins vegar er kúnst að halda línu þegar ákveðið er að leyfa leikjum að fljóta og því miður missti umræddur dómari tökin á því. Það eru fleiri atvik sem hægt er að ræða t.d. þegar brotið er á Nunez. Aftur kemst Pickford upp með líkamsárás eftir að bolti er úr leik, líkt og þegar hann réðst á VVD.

    Verður maður bara ekki bara vona fyrst Tarkowsky var ekki rekinn af velli og fer ekki í leikbann að hann hjálpað Everton að ná stigum á móti Arsenal á laugardaginn kemur.

    Annars bara stórt hrós á okkar menn. Það var alltaf vitað að þetta yrði erfiður leikur og Everton myndi selja sig dýrt. Fyrstu leikir eftir landsleikjahlé eru alltaf snúnir. Leikmenn koma tilbaka í mismunandi ástandi, margir leikmenn á erfiðum ferðalögum, margir leikmenn í burtu af æfingasvæðinu o.s.frv.. Á sama tíma voru t.d. Everton með alla sína leikmenn heimavið á æfingasvæðinu. Þegar uppi er staðið fannst mér liðið sýna gríðarlegan karakter í þessum leik þar sem það landaði iðnaðar 1-0 sigri gegn margvíslegu mótlæti.

    Næsti leikur á sunnudaginn kemur er risaleikur í baráttunni. Leikir þessara liða hafa ávallt verið jafnir og erfiðir til að mynda gerðu liðin 2-2 jafntefli á Anfield í desember. Saga Fulham í vetur hefur verið dálítill óstöðugleiki, verið að vinna sterk lið heima og úti og síðan verið að tapa stigum á móti liðum í botnbaráttunni.

    Það þarf ekkert að velkjast í vafa um að 3 stig á sunnudaginn væri massivt. Eftir því sem við náum lengur að viðhalda viðhalda 12 stig forystu, mun máttur, kraftur og vonir Arsenal manna hægt og rólega dvína en það fer nú framhjá neinum að þeir fara hátt eftir sína sigurleiki og eru ófeimnir að tala um meistaravonir sínar.

    7
  26. En svona bara rétt til að gagnrýna þá skil ég ekki af hverju Salah og Szobozlai fengu svona mikin spilatíma í gær, þeir voru báðir vel slappir í þessum leik.
    Við eigum Elliot og Chiesa sem hefðu getað komið inn með mikin ferskleika í leikinn.
    Hann skiptir á 75, 86 og 92 mín.

    Þetta lítur samt vel út og við höfum gríðarlega gott forskot en það er eins gott að menn fari að stíga aðeins betur á bensíngjöfina í næstu leikjum, álagið er að minnka á liðið og menn hljóta að verða ferskari.

    En að öðru en samt þessu tengt…
    Segjum sem svo að við vinnum deildina, ættum við að leigja stóran sal á seinasta leik tímabilsins og fagna saman og gera okkur glaðan dag ?
    Gæti orðið góð veisla

    6
  27. Sælir félagar

    Bláu leðjuslagsliðarnir kvarta mikið undan að Diaz hafi verið rangur í marki Jota. Þegar boltinn er sendur inn í pakkan við teig bláliða þá er Diaz fyrir innan. En hann kemur ekki nálægt boltanum og fer boltinn milli tveggja leðjuslagsleikmanna áður en Diaz sendir hælsendinguna inná Jota og þá er hann kominn úr rangstöðunni. Þýðir þetta ekki að komið er nýtt “moment” í leiknum og Diaz því ekki rangstæður. Bæði böðullinn Tarkowski og Moyes halda því stöðugt fram að Diaz hafi verið rangstæður. Geta einhverjir mér fróðari skýrt þetta eða hefi ég rétt fyrir mér í þessu efni?

    Og af því ég er nú kominn hér inn þá finnst mér rétt að árétta hvað ég er ánægður með frammistöðu liðsins í leiknum. Þó einstaka leikmenn hafi ekki náð sínu allra besta allan leikinn þá var frammistaða liðsheildarinnar frábær og seinni hálfleikur með þeim hætti að ég var viss uma að Liverpool ynni þennan leik – sem og gerðist. Ég las á netinu að dómarasambandið sá ástæðu til að gera athugasemd við það þegar Tarkowski hékk með báðum höndum utan um hálsinn VvD og VvD henti honum af sér þá hefði VvD átty að fá amk. gult ef ekki rautt. Hinsvegar segja þeir bara sorry vegna hegðunar Tarkowski í leiknum. Hverslags drullusamkunda er þetta enska dómarasamband?

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Ég er ekki dómari en Slot svaraði þessu annsi vel á BBC þegar hann var spurður út í mögulega rangstæðu á Diaz þá sagði hann að samkvæmt reglunum væri þetta ekki rangstæða og dómarinn hefði farið eftir þeim. Hann sagði líka að honum líkaði ekki þessi regla en það væri ekki hans að setja reglurnar. Boltinn er sendur á Diaz þegar hann er rangstæður en hann reynir ekki við boltann likamlega heldur stendur kyrr. Menn vilja meina að hann hafi hafr áhrif á leikinn samt og varnarmanninn sem reyndar átti að vera farinn útaf með rautt spjald. En hvað sjáum við þetta oft til dæmis í föstum leikatriðum þar sem einn maður er fyrir innan í rangstöðunn og er látinn vera þessvegna, boltinn síðan sendur í átt til hans en hann lætur boltann vera og annar sem var ekki rangstæður tekur hann. Þetta er leyfilegt og á meðan reglan er svona þá hljóta leikmenn að notfæra sér það.

      2
  28. 3 stig enn og mc á ekki einu fræðilegan séns og Chelsea bara langsóttan markatöluséns.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið gegn Everton