Liverpool borg er og hefur alltaf verið rauð, sigur á David Moyes og Everton var aðalatriði í leik sem tók vel á þolrifin og þökk sé því hvernig hann var dæmdur. Tólf stig þarf úr átta síðustu leikjunum til að klára titilinn.
Hlóðum í nýtt Ögurverk lið og spáðum í spilin fyrir leikinn gegn Fulham um helgina og leikjaprógrammið í þessum mánuði. Allir leikir Liverpool sem eftir lifa tímabilsins verða á sunnudegi.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 515
Mikið er gott að heyra í ykkur aftur
Komnir á fimmtudaga hljómar vel ennþá betra líka mánudaga.
Ég hlakka til að hlusta og djöfull vona ég að Maggi hafi tekið samfélagsendann í markinu hjá Everton rækilega fyrir. Þetta brot hans á Nunez var ótrúlega keimlíkt því þegar hann slasaði Van Dijk og það er algjör skömm að hann fái að halda áfram leik í bæði skiptin og bara fái að spila fótbolta yfir höfuð. Fyrir mér skiptir engu hvort búið sé að flauta eða ekki, árás er alltaf árás, leikmenn fá rautt fyrir að hrinda hvor öðrum þótt búið sé að flauta.
Afsakið rantið, þurfti aðeins að fá að blása 🙂
Varðandi köll um rangstöðu frá Everton, voru þeir einfaldlega ekki að reyna að breyta umræðunni eins og þjálfarar gera oft, sérstaklega að reyna að breyta umræðunni frá rauða spjaldinu. Ég held að þeir hafi vitað vel að þetta var rétt ákvörðun þegar Jota skoraði, aum tilraun hjá þeim.
Leyfum þessu rangstöðumarki bara að standa. Alveg frábært að hafa unnið Everton svona.
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn og gott spjall. Maður er aunar alveg orðinn háður því að hlusta á ykkur í viku hverri og gott að heyra hlutlaust og sanngjarnt mat á Liverpool og öðrum liðum. Þið eruð sigurvissir fyrir næsta leik og hafið vonandi rétt fyrir ykkur.
Það er nú þannig
YNWA