Á morgun heimsækir spilar Liverpool í London þegar liðið heimsækir Fulham í 31. umferð Úrvalsdeildarinnar þegar lokasprettur deildarinnar fer að rúlla almennilega af stað.
Liverpool fékk ágætis stoðsendingu frá grönnum sínum í Everton fyrr í dag þegar þeir gerðu jafntefli við Arsenal og rændu af þeim tveimur stigum sem þýðir að Liverpool þarf nú aðeins ellefu stig til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn og vinni þeir Fulham á morgun fer það niður í átta stig sem þeir þurfa úr síðustu sjö leikjum sínum. Það má því fastlega búast við því að það verði einhver spenna í loftinu á morgun.
Fyrr á leiktíðinni gerðu liðin 2-2 jafntefli á Anfield þegar Andy Robertson var rekinn út af snemma leiks, lentu í tvígang undir og höfðu á nokkuð brattan að sækja áður en Diogo Jota jafnaði seint í leiknum. Fulham verið heilt yfir nokkuð sveiflukenndir á leiktíðinni, bæði verið mjög fínir og mjög ósannfærandi eða slakir og allt þar á milli bara. Þeir eru eitt þessara liða sem eru í og við baráttunni um Evrópusætin en svona eiginlega alltaf verið þessu hálfu skrefi á eftir liðunum í baráttunni.
Þar sem Liverpool hefur ekki neitt annað fyrir stafni þessa dagana heldur en að klára það að landa þessum risastóra titli þá má sterklega búast við því að Arne Slot geri engar rosalegar breytingar frá sigurleiknum gegn Everton í miðri viku. Alisson var fjarri góðu gamni þar sem hann komst ekki í gegnum heilahristings skoðun fyrir leik en sé hann kominn á ról aftur þá mun hann væntanlega taka aftur sæti sitt í byrjunarliðinu. Gomez og Trent eru enn einhverjum vikum frá því að geta snúið aftur svo ætli hægri bakvarðarstaðan sé ekki svona stærsta spurningarmerkið. Curtis Jones spilaði bakvörðinn gegn Everton og átti bara hreint út sagt frábæran leik, spurning hvort hann muni halda því hlutverki eða hvort að Slot muni spila Quansah þar.
Þá er svo sem spurning með framlínuna, Jota skoraði gott mark gegn Everton og Luis Diaz átti heilt yfir mjög fínan leik á vinstri kantinum svo ég yrði ekki hissa ef þeir halda sæti sínu þar en það væri þá kannski einna helst spurning hvort að Cody Gakpo byrji á vinstri vængnum en hann hefur lítið byrjað að ráði síðan hann kom aftur úr meiðslum sínum. Ég reikna samt með að liðið verði bara óbreytt frá síðasta leik þar sem það er svo vika í næsta leik eftir þennan.
Jones – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Jota – Diaz
Þetta verður áhugaverður leikur á morgun og mikið undir hjá báðum liðum. Fulham tapaði í síðustu umferð 2-1 gegn Arsenal þar sem þeir voru nú samt alveg mjög líklegir til að sækja að minnsta kosti eitt stig og þeir hafa gjarnan reynst Liverpool nokkuð strembnir yfir síðustu viðureignir liðana. Liverpool hefur unnið fjórar af síðustu sjö viðureignum og bara í eitt skipti tekist að vinna með meira en einu marki og liðin gert jafntefli í hin þrjú skiptin og hefur Liverpool bara einu sinni haldið hreinu gegn þeim í þeim leikjum. Það má því alveg búast við nokkuð krefjandi leik á morgun en vonandi endar hann á þann veg að Liverpool verði átta stigum frá því að tryggja sér titilinn!
Takk fyrir Everton. Nú er komið að okkur að stíga upp og sýna meistaraframmistöðu. Ekki það að manni er nákvæmlega saga hvernig 3 stig koma en maður er farinn að sakna sannfærandi sigra með heilsteyptari frammistöðu. Væri til í góðan fyrri hálfleik og skora 2-3 mörk. Maður er orðinn hálfhjartveikur eftir síðustu vikur. Væri gaman að rúlla þessari deild upp og fá guard of honour frá hinum ekki svo skemmtilega Arteta. Vona að Salah vakni á morgun með 2 mörk og Diaz eitt. Spái 0-3
Salah verður jú að skora á morgun ef hann ætlar að slá metið yfir fjölda andstæðinga sem einn leikmaður hefur skorað gegn á sama tímabilinu. Met sem hann á sjálfur með Thierry Henry. Hann er nú þegar búinn að klikka á að skora gegn Forest, og þá er bufferinn búinn. Annars getur hann í besta falli jafnað eigið met.
Vinnum þá, helst stórt!
Það er tilefni til að sýna meistaratakta nú þegar titillinn er í sjónmáli.
Svei mér þá ef Darwin krummafótur Nunez nær ekki að pota honum inn í blálokin, en það verður þá þriðja og síðasta markið okkar í þessari viðureign.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur. Sigur er það eina sem ég bið um og auðvitað væri gaman ef Salah næði að hnekkja metinu, enn einu slíku. En sigur í dag fer langt með að koma titlinum í höfn fyrir fullt og fast. Arsenal lenti í svipuðum leik og okkar menn í síðusta leik þó brjálæði Everton manna væri ekki eins hættulegt leikmönnum Arsenal og það var okkar mönnum síðast. Tarkowski fékk enn eitt gula spjaldið og magnað hvað sá drengur sleppur við eðlilega dómgæslu. En slagsmálabolti Everton manna gaf þeim stig og hafði tvö af Nöllunum. Sem sagt gott.
En hvað um það. Sigur og ekkert nema sigur er dagskipunin og annað er svo sem ekki neitt sem ég fer fram á. Uppstillingin verður þannig að Slot mun spila á þeim leikmönnum sem hann telur sína sterkustu í hverjum leik hér eftir. Það er það langt á milli leikja að það þarf enga aukahvíld fyrir enn né neinn. Ég treysti Slot fullkomlega til að meta hverjir eiga spila og hverjir verða á bekknum. Það væri ansi gaman ef Salah skoraði og/eða legði upp í leinum en er svo sem ekkert aðalatriði. Hann er þegar búinn að sanna sig sem einn allrabesti leikmaður í enskri fótboltasögu svo hann þarf í sjálfiu sér ekkert að sanna.
Það er nú þannig
YNWA