Dásamlegar fréttir voru að berast núna í morgunsárið. Liverpool Football club setti út frétt kl. 7 í morgun að Mohammed Salah væri búinn að undirrita nýjan samning við félagið. Flestir helstu miðlar hafa síðan staðfest fréttina.
Mo Salah signs (af opinberu heimasíðunni)
Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er (í viðtali kemur fram að líklega eru það tvö ár) en í lauslegri þýðingu segir Mo Salah: “Auðvitað er ég mjög spenntur. Við erum með frábært lið eins og áður. En ég skrifaði undir vegna þess að ég tel okkur hafa góða möguleika á að vinna titla og njóta fótboltans. Þetta er frábært, ég hef átt mín bestu ár hérna. Ég hef spilað hérna í 8 ár og vonandi verða þau tíu. Ég er að njóta lífsins og fótboltans. Þetta eru bestu ár ferilsins. Ég myndi vilja segja við stuðningsmennina að ég er virkilega ánægður hérna. Ég skrifaði undir vegna þess að ég tel okkur geta unnið stóra titla saman. Haldið áfram að styðja okkur og við gerum okkar besta og í framtíðinni getum við vonandi unnið fleiri titla.
Ég segi bara til hamingju allir stuðningsmenn Liverpool nær og fjær. Mo Salah hefur verið ótrúlegur þjónn fyrir félagið síðastliðin átta ár og það verður hrein dásemd að hafa hann áfram þannig að hann geti slegið fleiri met og unnið fleiri titla með félaginu okkar.
Frábærar fréttir!
YNWA
Gleðilega páska Allir saman!!
Frábærar fréttir. Reisum styttu af kappanum.
Besti leikmaður í heimi.
Frábærar fréttir.
Heillaóskir hér frá Ystu Nöf. Skora svo í leiknum um helgina. Við þörfnumst þín.
Stórkostlegar fréttir að við fáum 2 ár í viðbót af besta leikmanni í sögu félagsins, ég var engan veginn tilbúinn að kveðja hann eftir þetta tímabil.
Núna er stefnan tekin út á næsta tímabil og sjá kappann aftur á vellinum live áður en hann svo hættir.
Held að hann verði í eitt ár og verði seldur næsta sumar til Sádi
Frábærar fréttir ! Vonandi fagnar Salah því með að skora í næsta leik !
Næst er að klára með VVD
YNWA !
Dásamlegt
Frábærar fréttir. Kæmi mér ekki á óvart ef hann gerði þrennu á sunnudaginn 🙂
Hvar er Plumbus?
Þegar ég segi Mo þá segið þið “Salah!” Mo …??!!
Það hefði verið niðurlægjandi að missa hann úr liðinu vegna einhverrar samningstregðu. Afbragð að þetta skyldi ganga upp. Nú er hann liverpool-goðsögn í lifanda lífi. Þekkir stórbrotna sigra og hefur líka kynnst óréttætinu sem tengist þessu öllu, Ramosar-glímunni og City-svindlinu.
Vinnur sig vonandi upp eftir markakóngslistanum og skilar metum. Svo vonar maður að myndhöggvarinn hafi náð brosinu góða þegar styttan verður vígð fyrir utan völlinn.
Eg held þetta sé rétt ákvörðun hjá klúbbnum og tvö ár er lítil sem engin áhætta. Ég er sammála Red hér að ofan, ég var ekki tilbúinn að kveðja. Vona fyrirliðinn skrifi undir líka enda jafn mikilvægur liðinu ef ekki meira. Held í vonina með Trent.
Þetta ætti bara að hafa jákvæð áhrif á leikmannakaup í sumar. Sé ekki annað.
Áfram Liverpool!!!
Sælir félagar
Frábærar fréttir af einum besta fótboltamanni allra tíma og svo virðist samningur við besta miðvörð í heimi í pípunum Virgil van Dijk. Vonandi er þetta upptakturinn að mögnuðum félagskiptaglugga sem inni ber Kerkes, Huijsen, Guökeres ásamt einum varnartengiilið. 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Geggjað, áfram svo,
Samsæriskenning dagsins:
* LFC voru í vanda með að semja við alla þrjá í einu
* LFC vildi alltaf halda í alla en TAA þurfti mikla launahækkun til að vera áfram og það hefði virkað illa á sama tíma og hinir tveir fengu ekki
* Með því að láta það frá sér og orðrómurinn sé að TAA sé farinn var auðveldara að klára hina tvo
* EN (og hér er plottið…) núna (þegar Virgil klárast) er hægt að fara til baka til TAA og segja, ok. Við erum tilbúin að borga sama og RM og bónusa yfir næstu 5 ár til að þú fáir meira…
Það væri samningstækni ársins…
… en kannski maður haldi nú ekki í sér andanum þangað til að þetta gerist.
-YNWA
Góðar fréttir með Salah kominn smá pressa á Trent að vera