Stelpurnar mæta Chelsea í undanúrslitum bikarsins

(Rétt að minna á að Ívar er búinn að hita upp fyrir West Ham leikinn)

Núna kl. 11:15 eru stelpurnar okkar að spila gegn Chelsea á útivelli í undanúrslitum FA bikarsins, en þær unnu sér inn réttinn á að spila í undanúrslitunum með því að sigra Arsenal í síðustu umferð.

Það þarf ekkert að rifja upp hve ógnarsterkur andstæðingurinn er. Eftir að Sonia Bompastor tók við liðinu síðasta sumar þá hafa þær aðeins tapað einum leik, og það var í útsláttarkeppninni í CL gegn City, í leik sem endaði svo á að skipta engu máli því Chelsea vann seinni leikinn stærra og eru komnar í undanúrslit í CL sömuleiðis. Næsti leikur hjá þeim á eftir þessum bikarleik er einmitt fyrri undanúrslitaleikurinn gegn Barca, en sá leikur fer fram eftir rúma viku svo ekki þurfa þær að horfa eitthvað í leikjaálagið þegar þær ákveða hversu mikil orka fer í leikinn í dag. Það er a.m.k. mjög freistandi fyrir þær að stefna á að vinna fernu á þessu tímabili, ekki verða þær stöðvaðar í deildinni, eru nú þegar búnar að vinna deildarbikarinn, og þá er þetta bara spurning um þessa keppni og CL hjá þeim.

En okkar konur eru færar um ýmislegt, og það er vert að rifja upp að síðasti tapleikur Chelsea í deild kom 1. maí í fyrra á Prenton Park þegar okkar konur unnu Chelsea 4-3 í ótrúlegum og sveiflukenndum leik. Jafnframt er rétt að rifja upp að þó þær hafi verið ógnarsterkar í vetur, þá hafa komið leikir sem þær hafa ekki unnið: gegn Leicester, Brighton og í síðasta deildarleik fyrir landsleikjahlé þegar þær gerðu jafntefli við Dagnýju Brynjars og félaga í West Ham. Svo það eru möguleikar fyrir hendi, þó okkar konur séu klárlega “underdogs” í þessum leik.

Hópurinn er að mestu klár, en þó eru tvö forföll eftir landsleikjahléið, því Ceri Holland meiddist í landsleik og verður ekki með í dag en verður vonandi klár í næsta eða þarnæsta leik eftir það. Verri fréttir bárust af Zöru Shaw, en hún ku hafa slitið liðbönd í hné – AFTUR – og er væntanlega að fara að horfa á endurhæfingu næsta árið. Kemur líklega ekki til baka fyrr en haustið 2026. Þetta eru ömurlegar fréttir fyrir þessa efnilegu fótboltakonu, og við skulum sameinast um að senda henni góða strauma. En við fáum smá jákvæðar fréttir í staðinn því Olivia Smith er leikfær og er klár í slaginn í dag, liðið saknaði hennar klárlega í síðasta leik.

Nóg um það, svona ætlar Amber að stilla þessu upp í dag:

Laws

Fisk – Bonner – Evans – Hinds

Kerr – Nagano – Höbinger

Smith – Kiernan – Kapocs

Bekkur: Micah, Kirby, Clark, Parry, Fahey, Matthews, Daniels, Enderby, Roman Haug

Við sjáum þær Niamh Fahey og Lucy Parry aftur á bekk, nú og svo er þarna markvörðurinn Faye Kirby sem þurfti sjálf að glíma við meiðsli sem tóku hana út í meira en ár. Gaman að sjá að hún er orðin leikhæf, þó við sjáum hana nú tæpast fá mínútur. Lánskonurnar Julia Bartel og Alejandra Bernabé eru ekki með leikheimild því þær eru einmitt í láni frá Chelsea. Semsagt, miðjan er frekar þunn í dag.

Það verður hægt að fylgjast með leiknum á Youtube rás bikarsins.

KOMA SVO!!!!!

3 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. 0-1! Og AUÐVITAÐ var það Olivia Smith sem skoraði, eftir að Höbinger hafði þrætt boltann í gegnum nálarauga til hennar.

    1
      • Held að það sé nú nokkuð viðbúið að lið sem mæta Chelsea á þeirra heimavelli liggi meira bakatil og þurfi að verjast vel.

        1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool-West Ham