Liverpool 2 – 1 West Ham – 6 stig eftir

Liverpool tók enn eitt skrefið í átt að 20. meistaratitlinum í dag með 2-1 sigri á spræku liði West Ham á Anfield.

Mörkin

1-0 Díaz (18. mín)
1-1 Robertson (sjálfsmark)(86. mín)
2-1 Virgil (89. mín)

Hvað réði úrslitum í dag?

Það sem réði úrslitum var að á þeim köflum þegar Liverpool nennti að spila fótbolta og sýna hvað í þeim býr, þá sýndu þeir hvaða lið er besta liðið í enska boltanum í dag. Þetta var ekki alveg jafn augljóst í öðrum hlutum leiksins.

Hvað gerðist helst markvert?

Þetta leit vel út fyrri hluta hálfleiksins, hápunkturinn var að sjálfsögðu þegar Salah fékk autt svæði fyrir framan sig á hægri kantinum, hljóp upp að teig og átti þar eina af sínum “trademark” utanfótar sendingum á Díaz sem kom aðvífandi og setti boltann í næstum því autt markið. Á þessum tímapunkti þá spiluðu okkar menn eins og sá sem valdið hefur. Það dalaði örlítið á síðari hluta hálfleiksins, West Ham fengu einhver færi og Alisson var kallaður til í einhver skipti, en ekkert til að hafa áhyggjur af, því liðið kemur jú alltaf sterkt inn í seinni hálfleik? Ekki satt?

Reyndar ekki alveg. Þessi seinni hálfleikur í dag var ekki góður. Liðið skapaði ekkert, Salah var lítið í boltanum, og bara almennt lítið að frétta. West Ham urðu sífellt hættulegri og það reyndi sífellt meira á Alisson sem átti nokkrar vörslur sem voru alveg á pari við að skora. Undir lokin skoruðu svo West Ham eftir að það hafði legið í loftinu, og þetta var afar klaufalegt hjá Virgil og Andy. Wan Bissaka slapp í gegn vinstra megin, átti sendingu inn á teig þar sem Virgil ætlaði að hreinsa boltann en sparkaði honum beint í lappirnar á Robbo og þaðan í netið. Þeir voru báðir alveg brjálaðir, og það sást því skyndilega vorum við aftur komin með liðið sem við þekkjum svo vel. Liðið sem ætlar sér stóra hluti. Það tók líka ekki nema rúmar 2 mínútur fyrir fyrirliðann að kvitta fyrir mistökin þegar hann stangaði hornspyrnu frá MacAllister í netið, og það reyndist sigurmarkið.

Hverjir stóðu sig vel?

Hér þarf fyrst og fremst að velja Alisson nokkurn Becker sem mann leiksins. Hann bjargaði okkar mönnum trekk í trekk, og sýndi af hverju hann er bestur í heimi í dag. Þvílíku forréttindin að hafa þennan mann milli stanganna hjá okkur. Macca sýndi líka af hverju hann á heimsmeistaramedalíu. Salah sýndi hvaða gæði hann býr yfir í fyrri hálfleik, en fékk boltann lítið í seinni og merkilegt nokk þá er það oft á tíðum ákveðin forkrafa þegar kemur að því að sóknarmenn sýni hvað í þeim býr. Díaz var líka mjög sprækur, Bradley var líflegur á meðan hann var inná. Quansah kom ágætlega inn í hans stað.

Hvað hefði mátt betur fara?

Hér þarf fyrst og fremst að ræða af hverju orkustigið féll svona niður eftir – tja – segjum hálftíma leik, og komst ekki aftur í lag fyrr en eftir jöfnunarmarkið. Slot notaði allar skiptingarnar – samt fengu Elliott og Chiesa ekki mínútu – en það kom lítið út úr þessum skiptingum. Engin ástæða annars til að taka einhvern leikmann sérstaklega fyrir, þetta er meira spurning um holninguna á liðinu í heild sinni.

Umræðan eftir leik

Salah hélt upp á nýja samninginn með því að slá enn eitt metið: enginn leikmaður hefur átt aðkomu að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili heldur en Salah. Hann er núna kominn í 45 mörk + stoðsendingar, gamla metið var 44 (Henry og Haaland). Og hann á 6 leiki eftir. Þá vantar hann bara 2 mörk til að jafna Thierry Henry varðandi stoðsendingar á einu tímabili, en er auðvitað löngu búinn að skora fleiri mörk en Henry gerði á því tímabili (27 vs. 20 sem Henry skoraði).

Virgil hélt vonandi upp á nýjan samning með því að skora sigurmark og kyssa merkið í framhaldinu, það þarf bara að tilkynna það.

Og núna vantar liðið bara 6 stig til að nr. 20 sé tryggður – þessi stig geta annaðhvort komið með því að liðið vinni sér þau inn, eða ef Arsenal tapar stigum, eða sambland af þessu tvennu. Þannig gætu þessi stig t.d. komið í hús um næstu helgi ef Arsenal tapar gegn Ipswich og okkar menn vinna Leicester. En líklega þurfum við að bíða ögn lengur en það. Það er í góðu lagi.

Hvað er framundan?

Næsti leikur er á sunnudag eftir viku, kl. 15:30 nánar tiltekið, þá heimsækja okkar menn lánlausa Leicester menn sem þó kræktu í stig um helgina með jafntefli gegn Brighton. Þeir eru þó í þeirri stöðu af ef West Ham vinna Southampton á laugardaginn, og Wolves vinna United á sunnudaginn kl. 13, þá verða þeir fallnir þegar leikurinn hefst eftir viku. Jafntefli í þessum tveim leikjum myndi í raun tryggja fallið sömuleiðis, ekki tölfræðilega samt, en þá þyrftu þeir að vinna upp einhvern 20 marka mun í síðustu 6 leikjum sínum. Raunveruleikinn er auðvitað sá að Leicester munu falla í vor, og Ipswich gera það sjálfsagt líka þrátt fyrir að hafa hirt stig af Chelsea í dag.

Aðal spennan í deildinni er núna varðandi restina af meistaradeildarsætunum. Ná Forest að hanga í efstu 5? Eru Villa að fara að smeygja sér þar á meðal? Undirrituðum myndi nú ekki leiðast ef City missi af meistaradeildarsæti, og Chelsea mega gera það líka.

Nóg um það. Eyðum ekki frekari tíma í þessi miðjumoðslið. Einbeitum okkur að stöðunni í deildinni, þar sem okkar menn eru með 13 stiga forystu, og verum þakklát fyrir liðið okkar sem kom sér í þá stöðu.

40 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Alisson er ástæðan fyrir því að við unnum og VVD ætlar að klára og undirrita nýjan samning takk fyrir.

    Það jákvæða…Liverpool skoraði öll mörkin í leiknum
    frábær fyrri hálfleikur , Salah með eina af betri sendingum á þessu tímabili í fyrra markinu.

    Nenni ekki að tala um það neikvæða 🙂
    3 stig ég er sáttur

    YNWA !!!

    18
  2. Þetta var taugatrekkjandi. Mér finnst reyndar WH með afburðamenn í mörgum stöðum. Bestur í þeirra leiði er þessi Kudus. Hann hlýtur að hafa vakið athygli kaupahéðna liðsins. Minnir um margt á Mane þótt hann sé skráður miðjumaður.

    En að okkar mönnum þá voru bakverðirnir sem af dularfullum ástæðum voru teknir út af – mjög góðir. Macca alltaf flottur og grjótharðara kvikindi þekkist varla á fótboltavöllum heimsins. Diaz sprækur í fyrri en hafði úr litlu að moða í seinni.

    Margt sem þarf að bæta en ekki tuðar maður lengi með liðið í efsta sæti og 13 stig í skotfæralausar fallbyssurnar!

    10
  3. Ánægður með 3 stig og ánægður með að Skotinn okkar brjálaður út í fyrirliðann fyrir þennan þumbaragang í vörninni!

    Allir glaðir í leikslok, 6 leikir eftir til að ná 6 stigum sem þarf…… er þetta ekki bara að verða soldið sexý?! :0)

    10
  4. McAllister er eini miðjumaðurinn okkar sem hefur verið góður undanfarna tvo mánuði. En við erum samt langefstir.

    12
  5. Liverpool vann og það er það eina sem skiptir máli. Kannski verða þeir meistarar um næstu helgi, hver veit.

    9
  6. Þetta nálgast. Ég vildi óska að Liverpool keypti Kundus, frábær leikmaður.

    6
  7. Var þetta í fyrsta skipti sem Slot tekur Salah út af? Missti af skiptingunni. Var kóngurinn nokkuð fúll? Hann brosti svo mikið í fyrri hálfleik og þá var nú gaman.

    2
    • Þetta var heiðursskipting, eftir að kóngurinn frá Egyptalandi skrifaði undir.

      Áhorfendur skildu skiptinguna og tóku vel undir!

      Held ég muni rétt að skiptingin fól líka í sér Japanska jarðbindingu leiksins. Nokkuð sem hefur ekki klikkað fram og með þessu.

      3
  8. Mér fannst í fyrsta sinn Slot gera mistök í skiptingu. Skiptingin hjá honum að taka Tsimikas út af var skrýtin þar sem það riðlaði miklu í vörninni og Robertson gerði ekki annað en að leika menn réttastæða og „skoraði“ svo klaufalegt sjálfsmark. Þá fannst mér líka skrýtið að taka Jota út af fyrir Gakpo því það tók okkar hættulegasta mann, Diaz, úr sinni stöðu og lítið var að frétta frá honum restina af leiknum.

    Þetta hins vegar slapp fyrir horn og við unnum leikinn, 3 stig í hús og allir sáttir.

    2
    • Afhverju eru menn alltaf að hlífa VVD?

      Eins og svo nokkrum sinnum áður þá var það hann sem var sá seki í markinu hér, hann blokkerar utanfótar hreinsun AR þannig að hún fer inn í markið en ekki út fyrir marklínu, eins og hún hefði annars gert.

      Vissulega vann sig út úr þessum vandræðum með skallanum. En VVD á alveg til klúður sem allt of margir horfa endalaust fram hjá.

      3
      • Enda sýndu viðbrögð beggja hver átti sökina, AR hefur greinilega kallað, enda algjörlega öskureiður yfir þessu á meðan VvD hengdi haus

        2
      • Þegar maður hefur séð VVD berja mann og annan hundrað sinnum þá er erfitt að gagnrýna hann.

        2
  9. Og er Andy Madley ekki einn af betri dómurum deildarinnar? Mér fannst þetta fínt hjá honum í dag, svona miðað við Simon Hooper og þess háttar snillinga.

    6
  10. Skýrslan er auðvitað löngu komin inn.

    Annars er það fullkomlega fáránlegt að liðið sé í reynd bara +2 miðað við samskonar leiki í fyrra. Ef við skoðum leikina sem eru eftir, þá unnu okkar menn bara einn af þeim á síðasta ári. 4 enduðu með jafntefli, og einn tapaðist. Sambærilegt form í þessum leikjum sem eftir eru myndi samt duga til að tryggja titilinn, jafnvel þó svo Arsenal myndi allt í einu fara að vinna alla sína leiki. Sem þeir munu ekki gera.

    Engu að síður eru okkar menn með 2.38 í PPG í augnablikinu, en á öllu tímabilinu í fyrra fengust 82 stig úr 38 leikjum sem gerir PPG upp á 2.16.

    Svo það er ljóst að deildin er með færri lið að sýna af sér titilvinningsform (les: City og Arsenal eru lélegri í ár).

    Þetta er annars bara einhver talnaleikfimi. Mestu skiptir að það styttist í þann tuttugasta.

    7
  11. Sælir félagar

    Það er ef til vill skrítið að vera að kvarta eftir sigurleik. En frammistaða liðsins sem leikur einn leik í viku var ekki boðleg. Fyrri hluti fyrri hálfleiks var í lagi og 3 – 5 mín eftir að WH jafnaði. Annars var þetta letilegt og ótrúlega orkulaust hjá liði sem vill vera besta liuð deildarinnar. Ég var hneykslaður á spilamennsku liðsins, leti manna og orkuleysi. Ég einfaldlega skil ekki af hverju þetta gerist leik eftir leik. Ef til vill getur einhver skýrt þetta fyrir mér. Alisson maður leiksins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
    • Nokkuð magnað samt að liðið sé að rústa þessari deild þegar varla nokkur einasta frammistaða er “boðleg” að þínu mati.

      7
      • Sæll Gamli.

        Þakka þér fyrir útúrsnúninginn. Hann er málefnalegur finnst þér ekki. Undanfarna ca. 10 leiki hefur liðið ekki átt heilan leik góðan. oftast hefur seinni hálfleikur verið betri og sá fyrri hefur oft á tíðum boðið andstæðingum uppá mörk og marktækifæri. Miðað við frammistöðu liðsins fyrir áramót eru svona frammistöður afar sérstakar. Ég veit að ég er ekki einn um að undrast þetta. Liðið leikur einn leik á viku og virðist vera sprungið leik eftir leik. Hvað veldur er það sem ég spyr um. Útúrsnúningur svarar því ekki og er ekki vitrænt innlegg í umræðuna.Ef til vill hefur KingKenny hér fyrir neðan rétt fyrir sér?

        Það er nú þannig

        YNWA

        4
      • Var einmitt að hugsa það.

        Þessi vetur er búinn að vera stórkostlegur og þvílík byrjun hjá Arne Slot. Að vinna alla CL-leikina í deildinni er eins og lygasaga og svo er líka lygilegt að fá PSG eftir slíkt rúst.

        Ég mun alltaf sætta mig við einn PL á ári ef ekkert annað vinnst. Núna er númer 20 að koma og eitthvað segir manni að þeir eigi eftir að verða fleiri undir stjórn þessa magnaða stjóra. Sumarið verður gríðarlega spennandi!

        3
    • Ég ætla að halda því fram að þetta sé upplegg.

      “Klárið leikina strákar og reynið að forðast meiðsli. Klárum þetta (ódýrt) saman og allir í besta formi.”

      1
  12. Liverpool var að mörgu leiti heppið í dag. Þeir náköflum þar sem þeir ráða lögum og lofum en eiga til að opna sig mjög mikið en sem betur fer eigum við besta markvörð í heimi, sem bjargaði okkur allt of oft í þessum leik. . West Ham hefði hæglega getað rænt af okkur þessum sigri og það verður að segjast að þeir áttu skilið að jafna gegn okkur. En þá fyrst, eins og hendi væri veifað, var eins og liðið tók hamskiptum og fór allt í einu að spila eins og Liverpool. stórliðið sem ég þekki.
    Afhverju getur liðið okkar ekki spilað í toppgír út tímabilið ? VIð erum dottnir út úr öllum keppnum en erum sem betur fer að tryggja okkur langþráðasta titilinn. Mér finnst eins og við eigum að vinna lið eins og West Ham með mun öruggari hætti en þeir gerðu.

    Hitt verður að segjast að West Ham er talandi dæmi um hvað þess deild er sterk. Það er ekki einn einasti leikur sem er “walk in the park”, það er ekkert gefins í þessari deild enda er ekki ástæðulaust að enska úrvaldsdeildin er álitin sú sterkasta í öllum heiminum. Það eru stórhættuleg gæði í öllum liðum.

    4
  13. Ég held að við getum þakkað fyrir að vera með besta markvörð í heimi, semjið við þennan mann strax, helst í gær. Mér er alveg sama um Mamardashvili og Kelleher, það þarf bara að semja við Alisson á langtíma samning, hinir geta farið á lán eða gert það sem þeim hentar en það á að vera forgangsatriði að tryggja Alisson.

    16
  14. Frábær úrslit en ömurleg frammistaða eftir fyrsta hálftímann. Titillinn er nánast kominn en maður er samt með smá biturt bragð í munni. Ég man varla eftir verri frammistöðu á heimavelli en þessi seinni hálfleikur. Nema ef vera skyldi seinni hálfleikur á móti Wolves í febrúar þar sem Wolves var með okkur í köðlunum allan seinni hálfleik. Niðurstaðan þá og nú 2-1 sigur, 3 stig en frammistaðan niður úr öllu valdi. Ég man varla eftir jafn ósannfærandi spilamennsku hjá toppliði í úrvalsdeildinni og hjá okkur undanfarna mánuði. Szobo var inn á í 30 mínútur og kom 7x við boltann. 1 eða 2 marktilraunir í seinni hálfleik. Ég mun fagna manna mest í vor ef þetta hefst en ég held að Slot og félagar verði að horfa í þetta fyrir næsta tímabil.

    6
  15. Ég horfði á Newcastle – Man Utd með öðru auganu og dapurt var það. Þeir geta sama og ekki neitt, Utd menn.

    Rosalega er búið að fara illa með þennan klúbb. Vondustu innkaup í heimi. Og hver asninn á fætur öðrum í langtíma-láni annars staðar af því það er ekki hægt að nota þá! Svo ekki sé minnst á skuldir í tonnavís og hvorki hægt að selja né kaupa menn svo nokkru nemi.

    Ég hef sagt það áður og segi það enn, við megum bara þakka fyrir að Glazerarnir keyptu ekki Liverpool…

    3
    • Það sem mér finnst eiginlega magnaðast í þessu er að við erum að sjá United í sögulegri lægð – líklega bara versti árangur félagsins síðan þeir voru síðast í næstefstu deild einhverntímann um miðja síðustu öld – og SAMT eru Spurs fyrir neðan þá í deildinni. Gætu reyndar auðveldlega endað í 17. sæti, en eina ástæðan fyrir því af hverju hvorugt liðið mun falla er einfaldlega út af því hvað þessi 3 sem komu upp í haust eru léleg.

      4
      • Sammála Daníel hérna.

        Ég er búinn að horfa á úrslit síðustu umferða og hef fengið á tilfinninguna að það sé einhver aumingjakærleikur hjá nokkrum liðum gagnvart mu. Spurs, Everton, WH virðast bara ekki vilja hoppa upp fyrir mu. Þau hafa fengið ótal tækifæri til að gera það af alvöru, markamuns hopp Everton þessa helgina getur ekki talist með til alvöru!!

    • Það eru nú ekkert rosalega mörg ár síðan við vorum í svipaðri stöðu og United er núna, þótt við höfum ekki farið neðar en 8.sæti ef ég man rétt. Þetta segir okkur bara hvað knattspyrnustjórnunin er mikilvæg. Það er sú stjórnun fyrst og fremst, ekki Glazeranna, sem hefur skapað þetta ástand á Old Trafford. Hafa bara keypt lélega leikmenn dýrum dómum. Og þá ekki bara lélega í fótbolta heldur líka lélega karaktera. Megi það halda sem lengst áfram.

      En til hamingju með titilinn kæru félagar, þetta er komið!

      3
      • Þetta er alveg rétt hjá þér, Ívar Örn. Það er knattspyrnustjórnunin, ömurleg innkaup og óskiljanlegir risasamningar sem er hið augljósa vandamál inni á vellinum hjá MU.

        En hitt er samt til staðar í stóra samhenginu, rosaskuldirnar sem Glazerarnir hafa steypt klúbbnum í. Þeir beisikklí keyptu félagið fyrir gúmmítékka, nokkuð sem væri ekki hægt í dag. Skuldirnar eru komnar yfir eina billjón punda og félagið ræður ekki við að borga neitt inn á höfuðstólinn, rétt slefar í að borga vextina per ár. Gjaldþrotið blasir við.

        Og Indriði, mér dytti aldrei í hug að nota lýsingarorðið “góður” í neinu samhengi við Man Utd. En þú mátt alveg gera það. Það eru allir velkomnir á kop.is, sama hversu skrýtnir þeir eru.

        3
  16. Þetta með manu er bara lysandi dæmi um felag, sem aður var eithvað, en er bara alls ekki neitt lengur. Þar lata allir eins og hægt se að gera kjuklingasalat ur kjuklinga skit, lifa i fortiðini.

    3 stig i dag var allt sem eg bað um, good or ugly. Mig dauðlangar að oska ollum til hamingju með titilinn, en auðvitað ma það ekki fyrr en a rettum timapunkti.

    YNWA

    4
  17. The total “true story”.

    (Hleð hér inn tilgangslausri viðbót, í tilraun til að komast fram hjá skilyrðasíu sem ég skil ekki …)

      • hahaha

        Eftir 3 tilraunir þar sem ekkert gekk, komst þetta innlegg í gegn, en samt fékk ég meldingu um að þetta væri blokkerað innlegg.

      • Já það var verið að blokkera öll innleggin þín, ég þurfti að opna sérstaklega fyrir.

        1
  18. Það er oft talað um styrkleikamerki að spila ekki vel en vinna samt, Liverpook hefur aðeins verið að taka þetta of alvarlega árið 2025. Maður varð eins og í mörgum leikjum núna undanfarið meira og meira pirraður eftir því á leið en blessunarlega komust okkar menn upp með þetta í gær.

    Þetta er ekkert control sem Liverpool var að bjóða uppá eftir að hafa komist í 1-0 og getum enn einu sinni þakkað Alisson að ekki fór illa. Liðið var á 40% hraða megnið af leiknum en gat svo skrúfað allt í botn í 2-3 mínútur til að klára dæmið. Segir kannski aðeins að þetta meira hugarfarslegt heldur en líkamleg þreyta. Eins verður fróðlegt að sjá hvort liðið mæti frálsara og afslappaðara til leiks þegar við fáum staðfest á þann tuttugasta.

    En til að draga þetta saman erum við hvað helst að pirra okkur á að Liverpool er ekki að rústa sínum leikjum nógu sannfærandi við að tryggja titilinn, eins og það sé ekki öllum drullusama svo lengi sem titillinn kemur í hús

    Munum að njóta þessara síðustu vikna tímabilsins, er kampavínið og Egils Gullið ekki örugglega klárt í kælinum?

    17
  19. Þetta hljómar eins og tónlist í mínum eyrum.

    Fabrizio Romano
    ?? Virgil van Dijk: “It should be a BIG summer. I think the club’s planning to make it a big summer”.
    “We all have to trust the board, as a Liverpool connected fan, to do the right job”.

    Það er alveg komin tími á að kaupa inn af alvöru og styrkja hópinn vel þannig að hægt sé að berjast áfram um titlana og vonandi halda þeim stóra sem við erum að landa.

    9
  20. Sælir félagar

    Hefn verið að horfa á með öðru auganu á leik Bournmouth og Fulham. Huijsen og Kerkes algerir lykilmenn í liði Bournmouth og þessir tveir yrðu gríðarlega góð viðbót við Liverpool liðið. Las það á netinu í dag að einhverjir (man ekki hverjir) Telji Huijsen jafnvel betri í sinni stöðu en Kerkes í sinni. Báðir mjög fljótir, góðir á boltanum og fínir spilarar og hörku varnarmenn báðir ogf Kerkes mjög öflugur sóknarlega. Já maður lætur sig dreyma eftir yfirlýsingu Virgil um að Liverpool ætlaði að gefa verulega í leikmannakaupin í sumar . 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Ellismellirnir hugsa eins… hahah!

      Segi eins og þú, vildi helst fá báða og fannst þó Kerkez vera betri. Algjör skriðdreki á kantinum og sókndjarfur.

      1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn West Ham – 9 stig eftir