Upphitun: Leicester – Liverpool

Á morgun mæta Liverpool á King Power völlinn til að spila gegn heimamönnum í Leicester. Tapi Leicester leiknum er ljóst að þeir spila í næst efstu deild á næsta ári á meðan að Liverpool gæti tryggt sér Englandsmeistaratitil með sigri á morgun en Arsenal tapar gegn Ipswich fyrr um daginn.

Leicester hafa verið heppnir að hafa Southamtpon í deildinni því það hefur dregið athygli frá því hvað þeir hafa verið ótrúlega slakir í ár, þá sérstaklega í markaskorun. Þeir skoruðu tvívegis í jafntefli gegn Brighton um síðustu helgi en þar áður hafði þeim ekki tekist að skora í átta leikjum í röð.

Hjá okkar mönnum er aðallega verið að bíða og sjá hvenær titillinn kemur í hús en nú með þrettán stiga forskot og sex leiki eftir eru meira að segja svartsýnustu menn orðnir vissir um að titillinn sé í okkar höndum.

Einnig eru samningamál kominn í betri farveg þar sem Van Dijk og Salah hafa krotað undir nýja samninga og aðeins Trent sem verður samningslaus í sumar og virðist ljóst að hann sé á förum. Hinsvegar er að styttast í endurkomu hjá Trent og gætum við jafnvel séð hann á bekknum á morgun.

Alisson

Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson

Mac Allister – Gravenberch

Salah – Szoboszlai – Diaz

Jota

Giska á þetta byrjunarlið á morgun þar sem Robertson og Szoboszlai taka aftur sæti sín í byrjunarliðinu. Liðið hefur verið ansi fyrirsjáanlegt undanfarið og vonandi að það sé frekar vegna þess að nú er að litlu að keppa eftir að hafa dottið úr Meistaradeild og deildarbikar frekar en að hin liðin séu búinn að ná að lesa Slot.

Spá

Ætla að spá 5-0 sigri Liverpool þar sem liðið springur út gegn vonlausu liði Leicester. Salah setur þrennu og Diaz og Gakpo með sitt hvort í hvorum hálfleik.

Ein athugasemd

Skildu eftir athugasemd
  1. Æ, hvað það væri nú gaman að vinna þá 0-5! Ættum jafnvel að hafa það 0-7 júnæted-jálkinum sem stýrir þeim bláu til heiðurs!

    Hef aldrei fílað þetta Leicesterlið. Sé ekki á eftir þeim úr PL.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stelpurnar mæta Brighton