Nema eitthvað sögulegt gerist í Ipswich næsta hálftíma er ljóst að við verðum að bíða í nokkra daga í viðót eftir titlinum. Æ nei. Skelfilegt alveg, eða þannig. Í millitíðinni þarf liðið okkar að klára Leicester City og Slot hefur valið hópinn sinn:
Team news is in! ?? #LEILIV
— Liverpool FC (@LFC) April 20, 2025
Áhugaverðustu fréttirnar klárlega að Chiesa þarf að vera utan hóps í stað Nunez þrátt fyrir fréttir í þessari viku að Darwin sé á útleið. Einnig er gaman að sjá Trent aftur á bekknum, undanfarna daga hefur slúðrið verið að hann sé frekar að fara að skrifa undan nýjan samning en að ganga inn í Real sirkusinn, sem væri frábært.
Heimamenn stilla eftirfarandi liði upp:
Your #LEILIV squad ? pic.twitter.com/ZuHTpxr2SE
— Leicester City (@LCFC) April 20, 2025
Ég bið liðsmenn Liverpool vinsamlegast um að afgreiða þetta botnlið fagmannlega. Koma svo!
Enginn Chiesa en einn Darwin.
Æ.
En við ættum að geta unnið þetta Leicester-lið.
Leicester ekki skorað á heimavelli síðan 8 desember 2024! Hversu týpiskt væri……..
Nóg um það, 3 stig í dag takk fyrir!
YNWA
Sterkt lið í dag og engin þreyta ætti að vera í hópnum.
Eigum með öllu eðlilegu að taka 3 stig, en ef ég á að vera frekur þá væri ég til í sannfærandi sigur svona aðeins til að fá meiri stemningu í þetta
hefði viljað sjá kraftinn í þeim sem var fyrir jól. Fremur ómarkvisst það sem af er leik. Vörnin óþarflega opin og löngu sendingarnar fram eru ekki skila miklu.
Vantar meira tempo í þetta
Ekki byrjar þetta sterkt.
Ndidi lítur óþarflega vel út hjá þessum varnarmönnum okkar. Að ekki sé nú talað um þennan Hermansen
En koma svo. Fara nú að skora!
Slatti af færum og svoleiðis en rosalega léleg skot að marki frá okkar mönnum.
Núna þarf aðeins að fara að vakna og spila betur og nýta þessi færi.
Dapurt hingað, til vantar meiri ákefð í leik okkar manna! Slot hlýtur að láta heyra í sér í hálfleik!
Sammála, manni finnst eins og menn séu ekki að spila af fullri ákefð. Allir eiga talsvert inni. Vonandi að menn komi nú síðu 45 mín á fullu og klári dæmið, þannig að hægt verði að landa titlinum um næstu helgi.
Enn ein vikan af sama skít, núna hittir salah ekki markið né boltan lengur, maður hefur á tilfinningunni að leicester skori frekar en liverpool.
Veit ekki hvað þarf
Það virðist ekki vera hægt að kveikja á liðinu. Hörmungar hvern einasta leik.
Hvernig geta þeir virkað svona þreyttir með viku á milli leikja ? þetta er rannsóknarefni og föstu leikatriðin það þarf að fá nýjan inn í þá stöðu gætum fengið 20 horn á móti lélegasta liði deildarinnar og ekkert kæmi úr því.
Óska eftir að fá liðið sem er að tryggja sér titilinn í næstu leikjum inná í seinni þetta er ekki boðlegt.
Sælir félagar
Afskaplega dauft og bragðlítið. Liðið bara í 1. og 2. gír. Varla eru leikmenn liðsins svona þreyttir eftir viku hvíld. Mér finnst að það megi gera kröfu til liðsins um meiri ákefð, og löngun til að vinna þennan leik. Meðan staðan er 0 – 0 er alltaf möguleiki á að tapa leiknum . Ég öfugt við marga aðra bjóst ekki við flugeldasýningu en þetta – þetta er bara leiðinlegt, því miður. Diaz eini leikmaðurinn sem eitthvað sýnir
Það er nú þannig
YNWA
Jesús minn, hvað er í gangi? Hvað hef ég gert rangt? Afhverju er Liverpool ekki komið í 0-4?
Hey, hugmynd! ímyndum okkur að leicester hafi skorað mark!
Þá fara menn loks að reyna á sig….
Agalega leiðinlegur leikur
Mikið rosalega er þetta leiðinlegt
WANTED: Liverpool 2024 version
Úff hvað þetta er lélegt. Og enginn hjá Liverpool virðist nenna þessu og já þeir virka þungir og áhugalausir, hvað er valda því er mikil ráðgáta því ekki er hægt að kvarta lengur yfir leikjaálagi.
Þolinmæði
Það sem maður gæfi nú fyrir alvöru níu.
Jæja, piltar, fara nú að skora takk. Tjakka tempóið aðeins upp.
Förum í næsta gír ef við lendum undir
Djöfull er Gakbo lelegur en varla veri en allt liðið.
Þetta ætlar að verða þungur enda sprettur
Af hverju er Júdas settur inná. Frysta þennan gaur.
Úff
Vertu úti
Vélrænt,fyrirsjáanlegt og leiðinlegt en vonandi dettur eitt inn fyrir okkar menn.
Rosalega er svekkjandi hvað liðið spilar leiðinlegan bolta núna. Hvað með að gefa í og taka titilinn með stæl?
Já takk! Svona á að gera þetta!
Trent já vel gert !
Júdas fer úr treyjunni frekar sterk skilaboð!
Nú er það bara hat trick í samningum, ekki seinna en á eftir!!
Trent Trent Trent!
Þvílíka markið hjá Trent og með vinstri.
Eftir enn eitt sláar og stangarskotið hjá okkur