Liverpool 1 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)

Mörkin

Trent 76 (0-1)

Hvað réði úrslitum í dag?

Okkar menn spiluðu alls ekki frábærlega voru einstaklingsgæði nóg til að klára þennan leik.

Hvað gerðist helst markvert?

Þrátt fyrir að stuðningsmenn Liverpool í geststúkunni hafi verið í partý stuði fyrsta hálftíman í leiknum voru leikmennirnir ekki í takt við lögin. Eins og ansi oft í vetur var spilið hægt, skipulagt og ef við erum hreinskilin fremur leiðinlegt. Okkar menn áttu einhver 5-10 góð færi en ekki vildi tuðran inn. Fyrir utan eitt skot í stöngina (sem ég uppgötvaði í dag að teljast ekki sem skot á markið í tölfræðinni) var ekki erfitt að skilja hví Leicester hafa ekki skorað mánuðum saman. Frekar dapur og leiðinlegur hálfleikur en okkar menn fengu allavega ekki á sig mark og voru klárlega betra liðið á vellinum.

Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af seinni náðu Leicester að pota boltanum í netið með því að brjóta á Alisson og ná svo klassísku línupoti en það var réttilega dæmt af. Þetta kveikti vel í heimamönnum, jafnt á vellinum sem og í stúkunni. Á sama tíma kóðnuðu okkar menn niður. Trent og Elliot komu inn með einfalt verkefni: Opna þessa fjárans Leicester vörn og klára leikinn

Markið kom loksins eftir horn. Hornspyrnan var tekin inn á markteig þar sem Jota og Salah náðu báðir skotum í klafsinu. Boltinn skoppaði út í teiginn þar sem Trent beið og þrumaði boltanum af öllum sínum krafti í netið! Karlinn reif sig úr að ofan og fagnaði með stuðningsmönnunum eins og… ja eins og hann væri uppalinn Liverpool strákur sem hefði verið að skora mark sem nánast gulltryggir Liverpool titil númer 20!

Þegar fimm mínútur voru eftir hrundi svo tölvan sem ég var að horfa á leikinn á. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist út leikinn nema að dómarinn fann einhvernveginn 7 mínútur til að bæta við á meðan ég reyndi að fá draslið aftur í gang.

Hverjir stóðu sig vel?

Í grunninn voru allir á fimmu í dag. Engin var frábær, engin var afleiddur. Maður leiksins klárlega Trent fyrir að ná að klára þetta og ég var afar hrifinn af Elliot eins og oft áður.

Hvað hefði mátt betur fara?

Ekki í fyrsta sinn í vetur var kokkteillinn frammi bara ekki réttur. Gakpo karlinn er bara ekki komin aftur úr meiðslunum, hvort sem það sé hausinn eða skrokkurinn sem er að klikka hjá honum. Salah bara á að skora úr einhverju af þessum þúsund færum sem hann kom sér í.

Umræðan eftir leik

Þrátt fyrir að Liverpool séu efstir, með flest mörk skoruð og næst fæst fengin á sig þá er ekki hægt að líta hjá því hvað spil liðsins er búið að vera ósannfærandi síðustu vikur. Okkar menn virðast vera að hugsa um að stýra leikjum frekar en sigra þá, færanýtingin var afleidd í dag og ótrúlega oft sem að þeir tóku óþarfa auka sendingu eða auka snertingu. Þetta veldur því að drasllið eins og Leicester halda í vonina að ná í eitthvað úr leiknum miklu lengur en þau ættu að fá að gera.

Að sama skapi þá þýðir þessi leikstíll að Alisson þurfti ekki að verja skot fyrr en í uppbótartíma.

Það verður mikið skrifað um Trent næstu vikuna. Vonum að hann eigi sitt Gerrard augnablik, átti sig á að hver titill sem hann vinnur með uppeldisfélaginu er eins og fimm titlar annarsstaðar. Kannski átti hann það augnablik þegar stuðningsmennirnir sungu um hetjuna hans Gerrard áratug eftir að Gerrard hætti, eða kannski þar sem hann stóð á kassanum og horfði á stuðningsmennina. Allavega væri það mjög asnalegt að hengja treyjuna á hornfánan eins og hann gerði ef hann ætlar að fara.

Hvað er framundan?

3 stig. Það er það eina sem skiptir máli. Annað hvort klárar Palace þetta fyrir okkur á miðvikudaginn eða við getum unnið titilinn fyrir framan trylltan Anfield á sunnudaginn!

 

 

13 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. jæja, ekki vantaði færin. Svo var það ,,glataði sonurinn” sem mætti og kláraði þetta.

    Hvað fékk Salah annars mörg færi til að skora?

    5
  2. Ekki var það flugeldasýning en allavega 3-4 sláar og stangarakot áður en Trent skoraði glæsilegt mark með vinstri og fagnaði vel með stuðningsmönnunum og mikið væri það geggjað ef hann sæi nú bara framtíð sína hjá sínu uppeldisfélagi og skrifaði undir nýjan langtímasamning.

    En 3 stig í hús og við getum orðið meistarar á Anfield í næstu umferð á móti spurs.

    9
  3. Hrikalega illa farið með öll færi í leiknum skipti engu hvort það var úr þessum 234 horn spyrnum eða öðru.
    Salah óheppinn í upphafi leiks með 2 falt stangar skot.
    Fannst fyrri hálfleikur einkennast af göngubolta og hundleiðinlegra aftur til baka sendinga sérstaklega frá bakvörðum okkar.

    Það lifnaði talsvert yfir okkar mönnum við skiptingar og Trent með þetta sigurmark.

    Ég nenni samt ekki að dvelja við það að leikurinn hafi verið undir pari þeir gerðu það sem þurfti að gera og það er að taka þessi 3 stig!
    1 sigurleikur í viðbót !

    YNWA !

    3
  4. Mikið vildi ég frekar að Jota yrði seldur en nokkurn tímann Elliott. Skil ekki af hverju Slot kann ekki að meta þennan vinnusama smáa terrier okkar.

    4
  5. Vinsamlegast ráða fastra-leikatriða þjálfara fyrir næsta vetur. Áttahundrað hornspyrnur og ekkert skeður.

    6
    • Satt, fátt gefið undanfarið. Nema Allister. En Simmi skapaði þessa kaos sem TAA hefði venjulega verið með í upphafinu. Kvarta því ALLS ekki.

  6. Getur einhver útskýrt af hverju svona margir leikir hjá Liverpool eru spilaðir á Sunnudögum?

    2
    • Líklega öryggisástæður, vegna þess að lögreglan í Liverpool/Englandi vilja ekki að Liverpool stuðningsmenn fagni titlinum á föstudegi eða laugardegi.

      1
  7. Af einhverjum ástæðum spilar London lykilhlutverki í mögulegum möguleikum Liverpool til þess 20.

    Næstur leikir:
    25.04.23. Asenal – Crystal Palace
    25.04.27. Liverpool – Spurs
    25.05.04. Chelsea – Liverpool
    25.05.11. Liverpool – Arsenal

    (
    25.05.25. Liverpool – Crystal Palace

    … og Brighton 19.05 er akkúrat sunnan London.
    )

    Þetta er landsbyggðin gegn höfuðborginni.

    Klárum þetta virki!!

    1
  8. Vissulega ánægjulegt að ná sigri. Liðið sýndi mikla yfirburði en fór illa með færin. Sóknarlína okkar hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma.

    Síðan við sigruðum Man City þann 23. febrúar hefur liðið leikið 9 leiki og sóknarlínan einungis skorað 5 mörk úr opnum leik.

    Salah 2 úr vítum, en ekkert úr opnum leik og hefur leikið nánast allar mínútur.
    Nunez 1
    Chiesa 1
    Jota 1
    Diaz 2
    Gakpo 0

    Deildar formið er þó þannig að það hafa náðst 6 sigrar í síðustu 7 leikjum sem er harla gott í ljósi þess að margir stuðningsmenn eru ósáttir við spilamennskuna.

    4
  9. Verð að viðurkenna að mér finnst bæði skýrsluhöfundur og margir aðrir hér inni full dómharðir á liðið (þá er ég aðallega að tala um virka í athugasemdum á leikþræðinum). Leicester varð að vinna leikinn til að halda sér uppi og Liverpool sem í raun kláruðu deildina fyrir mörgum vikum síðan þurfa í raun bara að spila þokkalega til að klára þetta. Sleppa við meiðsli o.s.frv.
    Vissulega unnum við bara 0-1 á útivelli, en með xG upp á 2,62, 28 marktilraunir og 10 skot á mark. Einnig eru flestir sammála um að markmaður þeirra hafi átt stórleik og við með 3 stangar eða sláarskot. Leicester tók eiginlega bara gömlu rútuna og “pörkuðu” fyrir framan markið, það hefur oft reynst okkur erfitt að brjóta slíkt niður.
    Hins vegar þá bara skil ég ekki þetta Chiesa dæmi, hann hlýtur að hafa sofið hjá konu Arne Slot þar sem hann var hafður utan hóps í dag, en Darwin tekin með

    6
  10. Sælir félagar

    Sigur var það sem ég fór fram á fyrir leikinn í dag og ég fékk það. Um hvað frammistöður einstakra leikmanna varðar eða spilamennsku liðsins í heild ætla ég ekki að tjá mig. Þó vil ég segja að ég hefi horft á skemmtilegri fótboltaleik. það hlýtur auðvitað að vera dálítið erfitt að halda dampi og einbeitingu þegar liðið er í raun búið að vinna þessa deild fyrir löngu. En ég gæti samt þegið meira skemmtanagildi 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið gegn Leicester: Gakpo byrjar