Upphitun fyrir Tottenham (og titil númer 20)

Á morgun geta leikmenn Liverpool gert nokkuð sem þeir hafa ekki gert áratugum saman: Unnið Englandsmeistaratitilinn á Anfield. Ef það gerist er Liverpool formlega komið með tuttugu titla, jafn marga og ónefnt lið sem fékk því miður að kalla sig sigursælasta lið Englands tímabundið. Þessi sigur í deildinni hefur nálgast óðfluga síðustu vikur og því hefur spennan fengið að magnast upp janft í borginni og meðal stuðningsmanna um allan heim. Við á Kop.is byðjum þá íslendinga sem eru á staðnum vinsamlegast um að skemmta sér fáranlega vel.

Andstæðingurinn á morgun eru Tottenham Hotspurs. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þá. Þeir eru búnir að eiga hörmungar tímabil, sitja nú í sextánda sæti og ljóminn sem var yfir Ange Postecoglou fyrir ári er horfin. Liðin hafa mæst þrisvar á tímabilinu, Tottenham vann fyrri leikinn í deildarbikarnum þegar Liverpool var með augun á Meistaradeildinni en Liverpool sigraði hina tvo sannfærandi.

Spurs geta þó vonast til að enda tímabilið vel, þeir eru í dauðafæri að vinna Evrópudeildina. Ekkert væri Spurs-legra en ef þeir loksins næðu að vinna bikar, það Evrópubikar og það væri á tímabilinu sem Arsenal vinnur Meistaradeildina og tekur montréttinn í Norður-Lundúnum.

En mótherjar Liverpool eru ekki aðalmálið á morgun. Liðið ætlar að tryggja sinn tuttugasta deildartitil og því tökum við saman tuttugu misstór andartök, ákvarðanir og staðreyndir sem leiddu okkur að þessu augnabliki. Í engri sérstakri röð eru þau:

 

Arne Slot er ráðinn

Fyrir um ári var nákvæmlega engin stuðningsmaður Liverpool að óska þess að stjóri Feyenoord tæki við Liverpool. Alonso var efstur á lista flestra og fæst okkar höfðu heyrt um þennan geðþekka Hollending. En FSG sáu eitthvað annað en við hin og kusu að bjóða Slot starfið, sem eftir á að hyggja var ótrúleg ákvörðun. Það er ekki allir þjálfarar sem geta tekið við frábæru búi af heitelskaðasta þjálfara liðs í marga áratugi og haft svo mikla trú á sér að krefjast ekki einu sinni  að fá nokkra leikmenn inn.

Hópnum haldið saman

Við elskum öll af fá nýja leikmenn inn í liðið. Hver einasti leikmaður sem er keyptur eða kemur úr akademíunni er vítamínssprauta fyrir stuðningsmenn. Hversu góður getu hann orðið? Er þetta maðurinn sem breytir liðinu til hins betra. En eitt það vanmetnasta í íþróttum er hvernig lið batna við að spila lengur saman. Hver maður sem kemur inn getur bætt liðið, en það þarf bara einn tvo fýlupoka til að skemma liðsandann. Í fyrra kom engin leikmaður inn í liðið og niðurstaðan var að liðið varð sterkara og betra undir handleiðslu Slot.

Sigur í fyrsta leik gegn Ipswich

Þegar lið koma fersk upp úr b-deildinni er versti leikurinn til að mæta þeim sá fyrsti. Þau eru alla jafnan ekki búin að fatta að þau eiga ekki heima meðal þeirra bestur, stemningin í pöllunum er sturluð og leikmenn stórliðanna vita að ef þeir misstíga sig verður hlegið af þeim árum saman. Yfir þessum leik hék líka að flestir bjuggust við að það tæki tíma að aðlagast áherslum Slot.

Þessi kokkteill olli því að það var mikill léttir þegar Liverpool sigldi heim 2-0 sigri, þar sem Jota og Salah skoruðu báði í seinni hálfleik. Í skýrslu Kop.is um leikinn stendur meðal annars: „Þetta var lítið en mikilvægt skref, gott að sjá að Slot stóðst þessa prófraun. Úrslitin þýða líka vissulega að þó svo það verði enginn keyptur, þá er ekkert öll nótt úti enn.“

Gravenberch aðlagast að sexunni (á svona fimm mínútum).

Síðan að Fabinho hætti (í raunar síðan fór að hægjast á honum undir lok ferilsins) hefur Liverpool augljóslega þurft góðan varnartengilið. Þegar Slot kom til Liverpool vonuðu margir að hann gæti náð meiru úr landa sínum en Klopp hafði gert en fáir spáðu að Gravenberch, sem er að upplagi sókndjarfur miðjumaður, yrði að einn besti varnartengiliður deildarinnar. Hvað þá að hann léti það lýta út fyrir að vera ekkert mál. En það er nú það sem gerðist og um nokkra hríð deildu Gullkastsmenn helst um hver væri fagmaður vikurnar Salah eða Ryan Gravenberch.

 

Salah verður svindlkall

Ef Salah spilar vel, vinnur Liverpool yfirleitt. Engin heilvita maður efast um hæfileika hans en það bjóst líka engin við að hann myndi verða afgerandi besti sóknarmaður heims á þessu tímabili. Frá upphafi tímabils og þangað til nýlega niðurlægði kóngurinn deildina. Tölurnar tala sínu mál: 27 mörk í deildinni í vetur, 18 stoðsendingar. Engin hefur komið að fleiri mörkum á einu tímabili. Já og hann er að gera þetta 32 ára gamall!

Slot uppgötvar Endo

Í öllum meistaraliðum þarf þjálfari leikmann sem hann getur treyst á. Klopp hafði þetta með Milner árum saman, henti gamla brýninu inn undir lok leikja til að brjóta af sér, ná stjórn á leiknum og miðla af reynslu sinni. Slot virðist hafa fundið sinn mann í Wataru Endo, sem hefur 16 sinnum komið inn á og kastað sér á allt og alla, komið með baráttu inn í liðið, unnið hjörtu stuðningsmanna og nánast aldrei séð boltann fara inn í mark Liverpool. Vissulega hafa mínúturnar ekki verið margar en karlinn er búin að gera helling með þær.

Truflaður febrúar

Þökk sé árangri í Meistaradeildinni og Deildarbikarnum stóð Liverpoo frammi fyrir ótrúlegu leikjaálagi í deildinni. Frá 12 febrúar til og með 26. spilaði liðið fimm deildarleiki, þar með útileiki við Villa, Manchester City og Everton. Á þessum tíma var liðið með forystu í deildinni og tilfinningin var að ef liðið kæmist vel frá þessum tíma væru þeir meistarakandídatar. Liðið sneru bökum saman og tapaði aðeins fjórum stigum og ef minnið er rétt jókst munurinn á toppnum.

 

 

Kelleher kemur inn í upphafi vetrar

Alisson er besti markmaður í heimi en hann er búin að vera meiðslapési. Þegar hann meiddist í október fór um marga en Kelleher steig upp eins og hetja. Írinn hefur spilað næstum þriðjung af deildarleikjum vetrarins, hellingur fyrir varamarkmann í deildinni. Hann er vissulega ekki jafn góður og Alisson en ef hann fer í sumar þá er hann að fara beint í byrjunarliðið hjá góðu Úrsvaldeildarliði og hann á það bara skilið. Lang best varamarkmaður deildarinnar.

 

Jafnað gegn Arsenal á 81’ mínútu

Í lok október mættu Liverpool á Emirates í algjörum toppslag. Arsenal voru fjórum stigum á eftir Liverpool fyrir leikinn og City tveimur á undan Liverpool. Heimamenn komust yfir strax á níundu mínútu og voru töluvert sterkari. En fyrirliðinn jafnaði skömmu seinna og leikurinn var í járnum. Í lok seinni hálfleiks kom Mikel Merino Arsenal yfir og risa seinni hálfleikur framundan.

Í skýrslu Kop stendur:“ Þegar að manni fannst heimamenn vera að ná að standa af sér mesta áhlaupið kom jöfnunarmark. Geggjuð hockey sending frá Trent upp hægri losaði Darwin sem keyrði inn í teig og lagði á Salah sem auðvitað kláraði af öryggi framhjá Raya á 82.mínútu – fyrsta markið okkar á lokakortérinu í vetur, megi þau fleiri koma. Þarna vorum við klárlega líklegri til að keyra á stigin þrjú, Arsenal búnir að þurfa að hreyfa verulega til í vörninni sinni og Saka kominn útaf, vonin maður. Vonin!“

Þarna fóru fyrstu menn virkilega að trúa að Liverpool gæti unnið titilinn!

 

Liverpool 2 – 0 City í byrjun desember

Nokkrum vikum seinna var risa vika. Leikur í Madrid á miðvikudegi og svo heimsókn frá meisturunum á sunnudeginum. Okkar menn byrjuðu á að sigra Real öruggt (setning sem ég væri alveg til í að geta skrifað oftar) og biðu æstir eftir að fá City í heimsókn. Niðurstaðan var rúst. 2-0 sagði ekki alla söguna, okkar menn sundurspiluðu meistaranna, stuðningsmenn sungu um að Pep yrði rekinn morguninn eftir og Liverpool á toppnum,

Van Dijk skallar boltann inn gegn West Ham

Í byrjun apríl var staðan sú að Liverpool gátu klúðrar titlinum og það væri stórslys. Frammistöður liðsins voru ekkert bilaðslega sannfærandi og báru þess merki að menn væru orðnir andlega þreyttir. Gegn West Ham komst liðið yfir snemma en náðu ekki að auka forystuna upp í 2-0. Það sem margir óttuðust gerðist gestirnir náðu að jafna eftir ótrúlegt klúður hjá Van Dijk og Robbo, sem skoraði sjálfsmark. En fyrirliðinn steig upp örskömmu síðar og stangaði boltann í netið, vann leikinn og kyssti merkið á brjóstkassanum!

Trent skorar eftir hornspyrnu

Nokkrum dögum seinna var komið að Trent að vera hetja. Það hefur mikið gustað um scouserinn síðustu vikur og margir langt frá því sáttir með að hann virðist vera á leið til Spánar. Leikurinn gegn Leicester var með fyrirmyndum pirrandi, svo gott sem fallið botnliðið tókst að standa vörnina þrátt fyrir aragrúa færa sem Liverpool bjó til. Inn á kom Trent, sem var búin að vera frá vegna meiðsla í nokkar vikur.

Eftir hornspyrnu náðu leikmenn Liverpool að setja skot í stöng, slá og varnarmann. Boltinn skoppaði út í teiginn þar sem Trent beið og hann kláraði færið snyrtilega með „veiku“ löppinni og allt trylltist af fögnuði!

Liverpool 5 – 0 West Ham

Ein af stóru breytingunum á Liverpool milli ára hefur verið að liðið reynir ekki jafn mikið að keyra á lið allan leikinn eins og var lenskan hjá Klopp. Af þessum sökum hefur liðið ekki tekið marga og rústað þeim, en eitt slíkt rúst kom í lok desember. Á þessum tíma var liðið líklega að toppa gæðalega og London Stadium sýndi liðið sýnar bestu hliðar. Fimm leikmenn skoruðu, heimamenn áttu aldrei séns. Í skýrslu Kop.is stendur:

„Tölum líka um miðjuna okkar, sem leik eftir leik sýnir að hún er með bestu miðjum í deildinni og þó víðar væri leitað. Þvílíkur gluggi hjá klúbbnum sumarið 2023, þegar Macca, Szoboszlai, Gravenberch og Endo voru allir keyptir, og reyndar kom Trey Nyoni líka, vonum að eftir nokkur ár verði hann nefndur í sömu andrá og þessir kappar.”

 

Jota skorar á móti Everton

Allir grannaslagir eru stórir en sumir eru stærri en aðrir. Þökk sé endurröðun á leikjaskipulaginu mættust Liverpool og Everton tvisvar á stuttum tíma, í lok fyrri leiksins náðu blánefir að tryggja jafntefli á síðustu sekúndu og fögnuðu því eins og þeir hefðu unnið titil. Allt sauð upp úr og stuðningsmenn Liverpool byrjuðu að telja niður dagana þangað til að hefnd væri í boði.

Seinni leikurinn byrjaði ekki vel. Tarkowski gerði tilraun til að klára tímabilið hjá MacAllister með broti sem að aðeins tveir menn töldu ekki verðskulda rautt, dómari leiksins og Joey Barton. Pirringurinn og reiðinn jókst en var svo sannarlega þess virði þegar Jota kom inn á og skoraði sitt fyrsta mark í marga mánuði!

Úr skýrslu Kop.is:

„Sigur, þrjú stig, 12 stiga forysta. Gleði. Feginleiki. Hvenær fáum við að fagna?”

 

Liverpool vinnur Villa 2-0 eftir að City tapar gegn Brighton

Í upphafi leiktíðarinnar áttu flestir von á að City og Arsenal myndu keppa um titilinn. Mánaðarmótin október-nóvember var farið að bera á miklum veikleikjamerkjum hjá þeim bláklæddu. Níunda nóvember var landsleikjahlé framundan og Liverpool var með eins stigs forskot á City. City átti erfiðan leik við Brighton og Liverpool ekki síðri leik við Aston Villa. Haaland kom City yfir snemma en mávarnir tóku gjörsamlega yfir og unnu að lokum 2-1. Leikmenn Liverpool vissu því að sigur gegn Villa þýddi að þeir gætu náð að auka forystuna í fjögur stig.

Okkar menn tóku leikinn á þann hátt sem við vorum að venjast. Nunez skoraði snemma, Liverpool stóð af sér gagnárásir Villa og að lokum tryggði Salah sigurinn. Úr skýrslu Kop.is:

„Egypski kóngurinn, Mo Salah. Lagði upp fyrsta markið hjá Darwin Nunez og skoraði svo hið gríðarlega mikilvæga annað mark á virkilega góðum tíma. Það þýðir að Salah er kominn með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum þetta tímabilið, enginn verið fljótari síðustu 40 árin!”

 

Nunez snýr við leik gegn Brentford

Janúar er alltaf erfiður mánuður hjá liðum sem eru að keppa á öllum vígstöðvum. Um miðjan mánuðinn heimsótti Liverpool býflugurnar í Brentford. Það gekk bara ekkert upp. Kostas fékk gult spjald á upphafsmínútunum, pressan okkar var í rugli og Brentford áttu í raun skilið að vera komnir yfir í hálfleik. Eftir hlé stigu okkar menn upp, en ekki gekk að koma tuðrunni í netið. Leyfi skýrsluhöfund að eiga orðið:

„ Á 80.mínútu ákvað Slot að skipta um fremri miðjumennina, Elliott og Jones komu inn í stað Szobo og MacAllister. Ferskir fætur þemað þar.

Leikurinn var ennþá opinn og alls konar sénsar, Trent skaut rétt framhjá og Salah spilaði illa úr séns sem var gott skotfæri eða sending i teignum og Slot ákvað stuttu síðar að henda Chiesa inn. Svo gerðist hið ótrúlega!

Okker eigin Darwin Nunez fokking skoraði!!!!

Ekki bara einu sinni heldur tvisvar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!”

Jaros heldur hreinu gegn Palace

Í lok október fékk ungur markmaður að upplifa drauminn. Kelleher var meiddur og því var hin ungi þriðji markmaður Liverpool, tékkinn Jaros á bekknum. Þegar tíu mínútur voru eftir og staðinn 0-1 fyrir Liverpool dúndraði Alisson boltanum útúr teignum og eitthvað í lærinu á honum gaf sig. Jaros kom inn og ásamt góðri vörn tókst að sigla stigunum þremur heim. Frábært augnablik fyrir markmanninn, sem hefur líklega ekki gert ráð fyrir að spila mikið í vetur.

 

Taplausir frá september til apríl

Ef það er eitt stórt mál sem útskýrir að Liverpool sé með níu og hálfan fingur á bikarnum fagra þá er það þetta. Frá vonbrigðunum gegn Forest og þangað til að liðið spilaði við Fulham í Apríl, leið hálft ár milli tapleikja í deildinni. Já margir leikjanna voru ótrúlega pirrandi, já það er margt sem má laga í leik liðsins. En hugarfarið hjá liðinu, leikskipulag og einstaklingsgæði hafa verið slík að liðið náði alltaf að sækja í það minnsta stig, oftast þrjú.

 

Konate og Van Dijk haldast heilir

Eitt af því sem einkennir meistaralið í deildarkeppnum er stöðuleiki í hryggjasúlu liðsins. Miðvarðarparið er frábært og hefur vandamálið mörg tímabil verið að þessir kóngar hafa hreinlega ekki getað spilað nóg. Hvort sem það sé heppni, áherslubreytingar hjá Slot eða að þeir (þá sérstaklega Konate) hafa hugsað betur um sig þá hefur það skipt miklu máli að þessir tveir kappar hafa spilað flesta leiki vetrarins. Frakkinn missti af sex leikjum, en það kom ekki af sök og er miklu betra en hann hefur alla jafnan verið að ná. Hann er til að mynda þegar með fleri mínútur spilaðar en í fyrra, sem var þangað til núna besta tímabil hans upp á meiðsli.

Stöðuleiki þeirra er ástæðan fyrir að aðeins Arsenal hefur fengið færri mörk á sig en Liverpool í vetur. Þar munar tveimur mörkum, ekkert ólíklegt að þegar tímabilið klárast muni Liverpool vera með bestu vörnina.

Liverpool 2 – Spurs 0 (Spá fyrir morgundaginn)

Síðasta augnablikið sem ég ætla að velja eru auðvitað svindl og smá jinx hætta. En það er einfaldlega tvö núll sigur á Spurs á morgun. Ég spái að Salah og Diaz skori í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur verður fremur bragðdaufur á vellinum, en þeim mun meira partý í stúkunni, á sófum og knæpum um allan heim. Liverpool er að fara að tryggja sér titil númer 20, drekkið þetta í ykkur kæru Kopverjar og njótið hverjar mínútu!

Vafalaust hefur mér yfirsést einhver augnablik á þessu tímabili, endilega skrifið ykkar bestu minningar hér fyrir neðan, hvort sem það sé stórir hlutir eða litlir!

6 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Grunar að þessi leikur virki á menn eins og bikarúrslitaleikur hvað stress factorinn varðar.
    Leikurinn sem tryggir stóru verðlaunin, titil nr 20.
    Okkar menn höndla það vel.

    Það eru aungvar smá tilfinningar sem munu brjótast fram hjá laikmönnum þegar okkar menn finna Anfield titra alla leið inn í búningsherbergi, hvað þá þegar gengið er inn á alrauðann leikvanginn þar sem aðdáendur eru að öskra sig hása.

    Vorkenni eiginlega vonlausum leikmönnum Spurs og þeirra aðdáendum, væntanlega svipuð tilfinning og þegar vannærður og rýr skylmingaþræll gengur inn á Colosseum gegn andstæðingi sem er rammur að afli og dyggilega studdur af áhorfendum. Baráttan en vonlaus, ekkert Davíð gegn Golíat bull sem gerist hér. Þetta er búið!

    Okkar menn munu klára þennan leik með sóma og titill nr 20 er okkar!

    YNWA!

    3
  2. Mitt móment er klárlega jöfnunarmark Jota gegn Fulham á Anfield í lok leiks, eftir að liðið hafði í tvígang lent undir og verið manni færri lungann úr leiknum. Mögulega hefur þarna áhrif að hafa verið viðstaddur á Anfield

  3. Er Minigarðurinn málið fyrir þennan leik? Þekki þennan bransa ekki lengur enda búið úti í mörg ár.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Eitt Stig!