GULLKASTIÐ – LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR

Það er komið (Staðfest) á Englandsmeistaratitilinn og tilfinningin er vægast sagt frábær. Meistarar á Anfield og samt eru fjórar umferðir eftir. Liverpool hafa einfaldlega verið langbestir í vetur sama hvað hávær hópur stuðningsmanna annarra liða hefur grenjað. Loksins fá leikmenn og stuðningsmenn að fagna almennilega saman og líklega er veislan bara rétt að byrja. Stöðutaflan í deildinni er eins og listaverk sem rétt væri að ramma inn og hengja upp á vegg.

Njótum kæru vinir og til hamingju með titilinn. Þessi er eins sætur og þeir verða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


MP3: Þáttur 519

2 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þegar PL vinnst með litlum mun er eðlilegt að þeir sem styðja liðið sem lendir í 2. sæti svekki sig á niðurstöðunni. Heppni, meiðsli, dómarar ect.

    Liverpool voru hins vegar að vinna deildina með yfirburðum og hvernig sem stigataflan verður að lokum þá geta önnur lið ekki svekkt sig á neinu þegar meistararnir vinna deildina í april þegar forskotið er 15 stig.

    Þetta hefur einfaldlega ekkert með heppni, dóma eða meiðsli að gera.

    Frábær árangur eftir að hafa tapað félagaskiptaglugganum og dómsdagsspár um að samningamál leikmanna myndu eyðileggja tímabilið.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool – Tottenham 5-1 – LIVERPOOL ER ENSKUR MEISTARI 2024/25!!