Eins og fram kom í skýrslum síðustu helgar þá verður dagurinn í dag helgaður því að liðin okkar ætla að mæta liði Spurs á heimavelli. Núna kl. 11 verða það stelpurnar okkar sem mæta stöllum sínum á St. Helens leikvanginum. Strákarnir mæta svo á Anfield síðar í dag, og rétt að minna á frábæra upphitun Ingimars fyrir þann leik.
Það er nú að talsvert minna að keppa fyrir okkar konur heldur en strákana. Þær eru einna helst að tryggja 5. sætið í deildinni, gera það svosem ekki með sigri í dag en færu langt með það.
Liðið lítur svona út:
Laws
Fisk – Bonner – Clark – Hinds
Kerr – Nagano
Smith – Höbinger – Holland
Roman Haug
Bekkur: Micah, Parry, Evans, Matthews, Fahey, Bartel, Kapocs, Daniels, Enderby
Taylor Hinds spilar sinn 100. leik fyrir félagið í dag, og Jenna Clark er komin í 50. leiki sömuleiðis. Full ástæða til að fagna þeim áföngum.
Leikinn má sjá á Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=2wo-pkfjGUY
KOMA SVO!!!
Leik lokið með 2-2 jafntefli, Sophie Roman Haug með bæði mörkin eftir hornspyrnu í báðum tilfellum. Okkar konur eru því áfram í 5. sæti, en það gæti breyst ef Brighton vinna Everton í þeirra leik sem nú er í gangi.
Um næstu helgi er það svo Merseyside Derby leikur á Anfield þegar Everton koma í heimsókn. Bölvuninni hefur verið létt og þá er bara að vona að okkar konur taki sinn fyrsta sigur gegn Everton á Anfield.