Það er komið að lokaleik þessa tímabils hjá kvennaliðinu okkar, þær eru mættar til London og taka þar á móti Chelsea sem urðu meistarar (mjög fyrirsjáanlega) fyrir nokkru síðan, Arsenal var þeirra helsti keppinautur en þegar lið tapar ekki leik í deild yfir heilt tímabil þá er erfitt að stoppa það. Og þannig er staðan í dag, þ.e. það er til nokkurs að vinna fyrir okkar konur að ná sigri í dag, því með því kæmu þær í veg fyrir að Chelsea fari taplausar í gegnum þetta tímabil. Ekki eru nú líkurnar með okkar konum, en þær stóðu þó upp í hárinu á þeim bláklæddu í undanúrslitum bikarsins fyrr í vor og það þurfti mark í uppbótartíma til að slá okkar konur úr keppni. En nóg um það.
Það er nokkuð ljóst að okkar konur ná ekki 5. sætinu eftir að Brighton unnu Arsenal í síðustu umferð, eru þar með 3 stigum fyrir ofan okkar konur og með mun betra markahlutfall. Þannig að nú snýst þetta í raun um að halda 6. sætinu, og það gæti orðið þrautin þyngri því West Ham, Villa og Everton eru öll að anda ofan í hálsmálið og gætu komist uppfyrir í töflunni með hagstæðum úrslitum í dag. Það er óhætt að segja að ef Liverpool fer frá því að lenda í 4. sæti í fyrra yfir í að lenda í 9. sæti (sem gæti orðið raunin í versta falli), þá sé óhætt að tala um vonbrigðatímabil. En leyfum leikjum dagsins að klárast áður en við förum að gera upp tímabilið.
Amber Whiteley stýrir liðinu í leik sem gæti mögulega verið hennar síðasti með liðinu, það á eftir að koma í ljós hvaða stefnu klúbburinn tekur varðandi að velja næsta stjóra. Það kemur í ljós í sumar, og gæti þess vegna komið í ljós mjög fljótlega enda er það ákveðið grunnatriði að vera með stjórann á hreinu áður en það verður farið í að sækja nýja leikmenn.
Svona stillir Amber liðinu upp:
Fisk – Bonner – Evans – Hinds
Kerr – Nagano
Smith – Höbinger – Holland
Roman Haug
Bekkur: Micah, Kirby, Clark, Matthews, Fahey, Daniels, Kapocs, Enderby
Þær Leanne Kiernan og Lucy Parry eru báðar frá vegna meiðsla. Alveg magnað að bæði kvenna- og karlaliðin séu að fara inn í sumarglugga þar sem þarf að ákveða hvort það eigi að stóla á “homegrown” hægri bakvörð sem er meiðslagjarn.
Við sjáum þær Teagan Micah, Niamh Fahey, Jasmine Matthews og Yana Daniels allar í síðasta skipti í Liverpool búning í dag, tja nema þær komi inn í fleiri Liverpool Legends leiki eins og Natasha Dowie…? Skulum ekkert útiloka slíkt.
Leikinn má sjá á Youtube eins og venjulega: https://www.youtube.com/watch?v=DDXppk-fyIQ
Það væri gaman að enda tímabilið á sigri, munum að síðasti tapleikur Chelsea í deild kom á Prenton Park í 4-3 sigri okkar kvenna síðasta vor. Nú þarf að finna svipaða geðveiki og var við lýði í þeim leik.
KOMA SVO!!!!
0-0 í hálfleik, og eins og staðan er í augnablikinu þá enda okkar konur í 6. sæti. En það eru 45 mínútur eftir í öllum leikjum, og það eiga örugglega eftir að koma mörk sem breyta stöðunni.
What i do not realize is in fact how you are no longer actually much more wellfavored than you might be right now Youre very intelligent You recognize thus considerably in relation to this topic made me in my view believe it from numerous numerous angles Its like men and women are not fascinated until it is one thing to do with Lady gaga Your own stuffs excellent All the time handle it up
Vá, Man City náði ekki nema markalausu jafntefli á móti botnbotnbotnliði Southampton. Voru samt með fullskipað lið og þursinn Háland fremstan í flokki. Hvað er eiginlega í gangi hjá Pep?