Slúðrið: gæti Wirtz komið?

Það hafa verið að ganga sögur um Florian Wirtz upp á síðkastið, lang líklegast að hann sé að fara til Bayern, en talað var um að City hefðu verið að bera víurnar í hann og að hann hefði heimsótt England tengt því. En nýjustu kjaftasögurnar eru að sú heimsókn hafi verið vegna áhuga Liverpool á kappanum. Sá áhugi á víst að vera þess eðlis að Liverpool sé til í að borga uppsett verð fyrir kappann, hann er ekki ódýr og væri eitthvað vel fyrir norðan 100 milljónirnar.

Ef af yrði, þá er spurning hvernig Slot sæi hann fyrir sér í leikkerfinu, því ekki væru menn að kaupa leikmann af þessu kaliberi til að fara á bekkinn. Væri hann að spila meira eins og fölsk nía, eða hann og Szobo í tvöfaldri 10?

Þetta er allt á slúðurstiginu eins og reyndar öll önnur möguleg vistaskipti leikmanna, og hætt við að ekkert verði staðfest fyrr en glugginn opnar. En við leyfum okkur að dreyma þangað til, og fantasera um uppstillingar og fleira.

Annars er auðvitað ennþá hellings slúður tengt Frimpong, félaga Wirtz hjá Bayer, eins er Geertruida hjá RB Leipzig eitthvað orðaður við okkur, sem og þeir Bournemouth félagar Huijsen og Kerkez. Allt slúður og ekkert staðfest, bara svo það sé nú marg sagt.

Ef þið þekkið hárgreiðslumanninn sem klippir blaðberann í húsinu þar sem umboðsmaður Wirtz býr, og hafið heyrt einhverjar sögur frá honum, þá endilega droppið því í athugasemdir hér fyrir neðan. Nú eða hvaða aðrar slúðursögur sem þið hafið heyrt varðandi mögulega nýja leikmenn. Eitthvað verðum við jú að tala um!

5 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Við gætum líka haldið áfram að tala bara um staðreyndir, eins og þá að við erum Englandsmeistarar 🙂

    En annars eru þetta allt saman virkilega góðir leikmenn sem eru orðaðir við félagið þó ég hafi enga trú á þessi Florian Wirtz slúðri en Frimpong er nú ansi líklegur.
    Einnig hefur eitthvað minnkað slúðrið um Kerkez

    6
  2. Alveg full ástæða til að vera vongóður varðandi Wirtz.

    Væntanlega er ástæða fyrir því að Wirtz hitti fulltrúa Liverpool í Blaclpool.

    Sagt er að Leverkusen vilji allra síst selja hann til Bayern.

    Bayern eru sagðir hafa boðið smánarlegar upphæðir sem þeir þyrftu að tvöfalda ætli þeir að eiga möguleika.

    Líklega veldur Wirtz á milli Liverpool og Man City.

    3
    • Talandi um City, hvernær er áætlað að það komi eitthvað úr þessum 115 ákærum á þá ?
      Þeir sjá Wirtz auðvitað fyrir sér sem arftaka Kevin De Bruyne en ég hélt að Phil Foden væri sá maður.

      En fyrir 110-130 miljónir á miðjuna hjá Liverpool, finnst eins og ég hafi séð þessa mynd áður og við fengum Endo í staðinn og kannskinekki sú staða sem þarf mest að styrkja þó svo að Wirtz myndi styrkja okkur gríðarlega

      Svo eru real madrid búnir að senda inn tilboð í Dean Huijsen þannig að við getum strokað hann af innkaupalistanum.

      1
  3. Breytt leikkerfi.
    3 – 4 -3 eða 3 – 5 – 2 með þá Frimpong og Kerkez í vængbakvörðunum. Og hafsentarnir þrír Konate, Virg og Branthwaite sem yrði keyptur frá Everton.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 2-2 Arsenal