Þvílíka snilldar tímabilið sem þetta er að verða, Liverpool eru Englandsmeistarar og lyfta bikarnum á loft um helgina á meðan lið eins og Arsenal, Man City og Man Utd fara öll titlalaus í gegnum mótið.
Leikmannaglugginn virðist heldur betur ætla að verða fjörugri í sumar en hann var síðasta sumar og mjög spennandi nöfn orðuð við Liverpool, jafnvel strax í næstu viku.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 522
Takk fyrir gott hlaðvarp.
Ég er Þórður þessa dagana eins og þið. Tengt því þá hlustaði ég á annað hlaðvarp í dag þar sem Pollýanna (einnig þekkt sem dr. Football) gladdist yfir Evrópuleysi sinna manna næsta vetur því þá myndi hann í staðinn alltaf sjá sína menn spila á laugardögum kl 15. Hann gleymdi að taka það með í reikninginn að aldrei þessu vant verður helmingurinn af andstæðingunum í Evrópukeppnum þ.a. rökin hans fyrir laugardagsleikjum kl 15 halda ekki vatni.
Það þarf ekki meira en þetta til að gleðja Þórðinn mig.
Man Utd eru að verða af gríðarlegum peningum sem áttu að fara í að kaupa leikmenn fyrir leikkerfið góða.
Auk þess er Man Utd skuldum vafið og eru alveg upp við þanþolsmörk FFP.
Þeir eru í aævarlegum vandræðum og þessi doktor hefur í langan tíma verið í afneitun gagnvart þessu lélega liði sem að óllum líkindum mun ekki spila í Evrópu næstu 2 árim.