Florian Wirtz

Það er sannarlega nóg að gera á kop.is skrifstofunni þessa dagana. Hér kemur enn ein færslan!

“I feel very happy and very proud. I was waiting for a long time”. 

Í dag staðfesti Liverpool Football Club kaup á Þjóðverjanum Florian Wirtz. Menn gera sér kannski ekki almennilega grein fyrir því hversu stórt þetta er:

  • stærstu kaup sögunnar hjá Liverpool
  • stærsta salan í sögu Bundesligunnar
  • stærsta salan í sögu Bayer Leverkusen
  • ef allar klásúlur verða greiddar eru þetta stærstu kaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Og þetta er ekkert smá.

Hver er Florian Wirtz?

Florian Wirtz er fæddur 3.maí árið 2003 og er því nýorðinn 22 ára. Hann er frá Norður-Rín/Westfalíu, sem er hérað í norð-vesturhorni Þýskalands, með landamæri að Hollandi og Belgíu. Hann fór 7 ára til 1.FC Köln og svo 16 ára til Bayer Leverkusen, í janúar 2020. Það olli reyndar fjaðrafoki þar sem Kölnarar voru ekki par sáttir við aðferðir Leverkusen til að fá hann til félagsins.

Hann lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki sama ár, þann 18.maí 2020, nýorðinn 17 ára. Hann var yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í Bundesligunni en reyndar er búið að slá þau met síðan.

Næstu tímabil hélt hann síðan áfram að slá met. Hann festi sig í liði Leverkusen og sló eftirfarandi met:

  • fyrstur til að skora fimm mörk í Bundesligunni fyrir 18 ára aldur
  • fyrstur til að skora yfir 10 mörk í Bundesligunni fyrir 19 ára aldur
  • yngsti leikmaðurinn í Bundesligunni til að spila 50 leiki

Það er því sannarlega ljóst og hefur verið lengi að þessi strákur hefur lengi verið algjör gullmoli. En lífið hefur ekki verið eintómur dans á rósum hjá honum því í mars 2022 sleit hann liðbönd í ökkla og var frá í 10 mánuði, allt fram í janúar 2023. Það eru einu teljandi meiðslin sem hann hefur átt í síðan hann hóf meistaraflokksferil sinn þótt eitthvað smávægilegt hafi hrjáð hann annað slagið.

Tímabilið eftir er síðan kannski tímabilið sem hann sprakk út fyrir alvöru, þ.e. tímabilið 2023-2024. Bayer Leverkusen vann þýska meistaratitilinn, þýska bikarinn og komst í úrslit í Evrópudeildinni. Hann lét það þó ekki duga heldur var hann valinn besti leikmaður deildarinnar og kom að 23 mörkum í 32 leikjum, 11 mörk og 12 stoðsendingar. Síðasta tímabil var svipað hjá honum, 31 leikur, 10 mörk og 13 stoðsendingar í deildinni.

Alls á hann 31 a-landsleik fyrir Þýskaland (munum að hann er 22 ára) og hefur skorað 7 mörk. Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu síðan í mars 2021 fyrir utan auðvitað meiðslatímabilið 2022. Til að mynda lék hann 15 leiki árið 2024 og skoraði 6 mörk fyrir landsliðið. Hann lék með landsliðinu í lokakeppni EM um sumarið.

Hvers konar leikmaður er Florian Wirtz?

Flestir kannast líklega við ungstirnið Musiala hjá Bayern Munchen. Hér er samanburður á Wirtz og Musiala á helstu tölum:

Og einhverjir gætu líka kannast við stoðsendingakónginn Mohammed Salah. Florian Wirtz er nú bara ekkert mjög langt fyrir aftan okkar allra besta Mo:

Þetta eru bara ansi magnaðar tölur. Væntanlega eru flestir búnir að sjá klippur af þessum frekar mjóa gutta, sem spilar með kaffimál fyrir legghlífar og er eiginlega með sokkana niðri – a la Ásgeir Sigurvinsson. Hann er ekki stór, 1,77 á hæð og honum finnst gaman að sóla, er alveg skuggalega teknískur og útsjónarsamur að sjá leiðir að marki andstæðinga í sóknarleiknum. Hann er líklega það sem svo marga dreymir um að vera, tía af gamla skólanum. Eiginleikar hans hafa gert það að verkum að Xabi Alonson hefur haft hann í þessu mikilvæga sóknarhlutverki í stórskemmtilegu liði Bayer Leverkusen og landsliðsþjálfarar Þýskalands, Joachim Löw, Hansi Flick og núna Julian Nagelsmann hafa verið á sömu skoðun.

Það sem við eigum eftir að sjá af honum í nýju adidas-treyjunni hjá Liverpool verður akkúrat það sem hann hefur verið að gera undanfarin ár. Slot sér hann sem lykil að þéttum varnarpökkum andstæðinganna, hvort sem er með því að sigla framhjá varnarmönnum með bolta eða finna hlaup samherja og taka þríhyrningaspil. Hann bætist í hóp teknískra sóknarmanna og eykur til mikilla muna sköpunarkraft sóknarlínunnar. Hann er líka duglegur, með mjög góðar hlaupatölur. Einar kemur inn á áhrif á miðjuna hér að neðan:

Hann var að mestu framarlega á miðjunni vinstra megin hjá Leverkusen sem spilaði með þriggja manna vörn, tvo fljúgandi bakverði og tvo varnarsinnaða miðjumenn fyrir aftan sig. Það er erfitt að sjá Slot stilla honum þannig upp næsta vetur. Mun líklegra er eitthvað í ætti við 4-2-3-1 þar sem Wirtz er í gömlu góðu Gerrard holunni eða einhverja útgáfu af 4-3-3 þar se Wirtz er fremstur.

Önnur pæling er hvort koma Wirtz verði til þess að öll miðjulínan okkar færist aftar, Szoboszlai verði meira átta, MacAllister og Jones meira í holunni og Gravenberch í miðverði líkt og við sáum stundum í leikjum á síðasta tímabili?

Það verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með ferli hans hjá Liverpool á næstu árum. Áhrifin hans verða án efa víðtæk og það er óhætt að láta sig fara að hlakka til næsta tímabils. Tökum fagnandi á móti Florian Wirtz!

 

25 comments

  1. Velkominn Florian Wirtz, geggjuð leikmaður.
    Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir eigendur Liverpool því hingað til hafa þeir verið heldur sparir á aurinn þegar kemur að leikmanna kaupum að mati okkar fársjúku aðdáanda sem allt viljum kaupa en ég tek þessar breytingu svo sannarlega fagnandi.
    Ég er svo sjúkur að ég goggel alla sem eru orðaðir við okkur og trúi alltaf á hverju hausti að þetta verði tímabilið okkar og á því er enginn breyting núna nema að núna er líklega fullt tilefni til bjartsýni.
    Ps, ég var reyndar svolítið efins þegar Roy Hodgson var ráðinn en trúði samt á kraftaverk sem reyndar lét ekki sjá sig frekar von var á með þann ágæta mann.
    YNWA

    12
    1. FSG vinna svolítið öðruvísi en flestir aðrir.

      Það var ekki út af sparsemi FSG að Zubimendi kom ekki sl. sumar. Hefðu þau kaup farið í gegn værum við að taka um rúmlega 100m evra í kaup sumarið 24.

      Í stað þess að fara neðar á listann var Gravenberch færður í dm.

      Hvað hefðu menn sagt um 2023 gluggann hefði Caisedo komið? Hann líkt og Zubimendi neitaði að koma.

      Margir bölvuðu líka FSG fyrir að klúðra Lavia. Var ekki bara eðlilegt að FSG væru hikandi varðandi Lavia sem hafði átt í vandræðum með meiðsli aftan í læri hjá Southampton? Eftir að Lavia fór til Chelsea hefur hann meiðst 8x, þar af 4x aftan í læri.

      Peningurinn er til staðar en FSG eru bara ekki tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í leikmenn sem eru ekki fyrsti kostur.

      8
  2. Hvaða lið eru með betri miðju en Liverpool núna ?
    Segjum svo að við fáum Isak líka 🙂

    ————-Isak———–Salah—-
    ?——————–Wirtz—————
    —-MacAllister—–Szobozlai—
    —‘———–Gravenberch———–
    Kerkez-Van Dijk-Konate-Frimpong
    ——————-Allison——————–

    Verð að segja að þetta myndi líta ansi vel út.

    7
    1. myndi alveg slappa af varðandi Isak.

      Þó áhugi sé til staðar er hann er beint raunhæfur kostur.

      Osimhen eða Ektitike mun líklegri

      3
    2. Ísak er frábær leikmaður en bölvaður meiðslapési þannig að ég vona eiginlega að Liverpool snúi sér að einhverjum öðrum toppframherja en ef svo slysalega vidi til að hann kæmi þá tæki ég honum fagnandi.

      5
  3. Sælir félagar

    Velækomin Florian Wirtz og til hamingju Liverpool með Frimpong, Wirtz og Kerkez 🙂 Takk fyrir FSG og afsakið allt það eilífðar bölv sem ég hef heft um ykkur 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    16
  4. Þetta er alveg frábært.

    Höldum áfram að kaupa úr efstu hillu sem er geggjað.

    Koma svo. Klárum þennan glugga eins og hann hefur byrjað.

    7
  5. Hef aðeins verið að binge-a klippur af Wirtz í dauða tímanum í útilegu og maður horfir aðeins öðruvísi á þær eftir að hann var staðfestur.

    Guð minn góður hvað þetta er ógeðslega spennandi leikmaður. Burtséð frá verðmiða og svona þá man ég ekki hvenær við keyptum síðast leikmann sem hafði þetta sem lætur mann missa hökuna í jörðina (Suarez, líklega)

    Þessi boltatækni, hraða hugsun og eiginleikinn til að geta sprengt upp leiki og varnir með sprengju úr kyrrstöðu er eitthvað annað spennandi – hvort sem það er að búa til skot fyrir sjálfan sig eða leggja upp. Hann minnir mig rosalega á Hazard hvað þetta varðar og ég held ég gæti ekki verið spenntari fyrir að sjá hvað hann mun gera hérna.

    11
  6. Frábær gluggi það sem af er og ekki allt búið enn – gaman að vera Púllari í dag miðað við sama tíma í fyrra!

    Sammála Indriða hér ofar varðandi Isak, mér finnst hann alltof dýr og að mínu mati ætti FSG að leita að ódýrari kosti. Ég allavega sultuslakur þó hann komi ekki.

    Menn að stilla upp sterku liði á pappír en mínar vangaveltur snúa að bekknum og hverjir taka við keflinu ef okkar sterkustu menn taka upp á því að meiðast? Hvað t.d. ef Virgil og Konate yrðu frá í einhvern tíma?!

    Annars súrt að horfa uppá að Skotinn okkar sé líklega á leiðinni til Spánar, örugglega sterkur í klefanum og víðar þegar kemur að móral í hópnum! Að mínu mati verður alltaf að minnsta kosti að vera einn Skoti í hópnum! :0)

    11
    1. Það verður eftirsjá af Robison ef hann fer en svo er spurning hversu góður hann væri í klefanum ef hann væri ekki að spila reglulega.

      2
  7. Eru fleiri að lenda í vandræðum með að komast inná kop.is ?

    2
    1. Nei, ekki kop, en redditsoccerstreams virðist vera dautt í augnablikinu.

      1
  8. Þá er allt klárt með Quansah 34 miljónir punda og flott að fá buy back klásúlu í þennan samning, Bayern er að kaupa sinn dýrasta leikmann í sögunni og við náum að troða inn buy back klásúlu, smart move hjá Hughes.
    Næst er þá vonandi að selja Tsimikas frekar en Robbo og fá inn þá Kerkez og Guehi frá Palace, sagt er að Palace vilji 50 fyrir hann en hann á 12 mánuði eftir á samning þannig að þeir gætu neyðst til að lækka það því hann ætlar ekki að framlengja.

    Þannig að út Tsimikas/Robbo og Quansah
    Inn Kerkez og vonandi Guehi
    Það væri alvöru upgrade hjá englandsmeisturunum.

    6
  9. Það ágerast sögur um að Bayern München ætli sér að krækja í Gakpo. Því ætti hann að vilja að yfirgefa Liverpool? Dettur ykkur eitthvað gáfulegt svar í hug?

    4
  10. Club World Cup – veit einhver um stream til að horfa á þetta dálítið ólöglega? Ég hef notað reddit soccerstreams en það virðist hafa fengið hægt andlát…

    1
      1. Ég sá það og byrjaði að skrá mig en þegar þeir vildu fá símanúmerið mitt, þá hætti ég við.

        3
  11. Jæja ég ætla aðeins að koma inn á fjárhag en og aftur. 🙂
    Maður er að hlusta á allar þessi þætti sem fjalla um fótbolta.
    Þar er oft verið að ræða um okkur stuðningsmenn Liverpool. við erum svona og hinseigin.
    þessir þættir eru reyndar oftast stjórnað svo af Manutd mönnum.

    En allavega í síðasta þætti af Dr.football
    er verið að ræða verðmæti íþróttarfélaga í kjölfar sölu L.A. Lakers.
    fortíðarþráin er víðar.
    þar segir þáttarstjórnandi að Manutd sé líklega eina Knattpsyrnufélagið sem kæmist á topp 10 listann. worldwide
    Ég má til með að leiðrétta það.
    það kemst ekkert Knattpsyrnufélag á topp 10.
    en Real Madrid í næst því í 13 sæti.
    Manutd er svo í 14. sæti
    okkar félag er svo í 22 sæti.
    En þar kemur svo að aðal atriðinu.
    og það er FSG, og sú uppbygging sem þeir hafa gert, man eftir þeim fleygu orðum þegar þeir sögðu að Liverpool hefði setið eftir í öllum markaðsfræðum og framveigis.
    staðan er einfaldlega sú að á næstu 5-6 árum ef ekkert óvænt gerist í rekstri enskra félaga þá mun Liverpool fara frammúr Manutd á þessum lista.
    ég tel svo að við munum sigla frammúr þeim í PL fyrir þann tíma.
    þannig að ungir Poolarar eru að lifa geggjaða tíma og ættu að njóta þeir eru að lifa 1990-2013 ár ungra manutd manna á þeim tíma.
    eða upplifa þá tíma að Liverpool verði efst á öllum stöllum sem menn horfa til.

    12
  12. Sælir félagar

    Þeir eru svo fatlaðir í Dr. Football að þegar þeir ræddu um ensku deildina, nýja leikmenn og möguleg félagaskipti minntust þeir ekki á Liverpool sem er að gera magnaða hluti á markaðnum. Það er oft hlægilega heimskulegt MU runkið hjá Hjörvari sem er að vísu stundum að “tröllast” en blind trú hans og sumra viðmælenda á þetta miðlungs lið er æði oft gráthlægileg. Þeir virðast halda að vörumerkið (sem er jú dýrmætt) sé nóg til að liðið geti eitthvað og nái árangri á knattspyrnusviðinu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
    1. Þegar þeir byrja þá fæ ég mér bara gosdrykki sem minnir á ónefndan fótbolta leik sem var spilaðu 23 mars 2024 endaði 7-0 fyrir okkar mönnum.

      6
  13. Nat Phillips til WBA.
    Darwin Nunez til Napoli.
    Ben Doak til Crystal Palace og 20 millur (og klásúla um að geta keypt hann til baka á ákveðnu verði) í stað Marc Guehi?
    Calvin Ramsay þarf að selja.
    Harvey Elliott til Brighton fyrir 40 millur.
    Harvey Davies að láni til Crawley.

    1
  14. Ekki komist hingað á kop.is fyrr en núna frá því á laugardag hún opnast ekki síðan…

Wirtz kominn (Staðfest!)

Nat Phillips til WBA (Staðfest)