Kerkez er kominn til Liverpool og því búið að staðfesta alla sem voru líklegastir til að koma núna strax í júní. Þá eru leikmannasölur líklega næstar á dagskrá og líklegt að þar verði ekki minna að gera hjá okkar mönnum.
Skoðum líka stöðuna á leikmannamarkaðnum hjá hinum stórliðunum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 525
Alltaf gaman að þessu.
É hjó sérstaklega eftir því sem Maggi sagði um Manutd og þeirra stöðu varðandi þessar reglur og það vesen sem þeir eru í.
og en og aftur þá klóra ég mér í hofðinu yfir því.
Það er alveg ljóst og komið fram að PSR-Svigrúm 2024-2025
Liverpool leyfilegt tap 75 m
Manutd leyfilegt tap 141 m
Manutd stendur betur akkúrat núna!.
EN! afþví sögðu
Liverpool rekur sig almennt sjálfbærari.
Liverpool fær mun betri einkunn þegar kemur að sölum á leikmönnum
Manutd er almennt með hærri launakostnað
rekstrarmódel félagana er þannig að Liverpool er sjálfbært en Manutd ekki
Og það er talið líklegra að Manutd komist í vandræði næstu ár.
Niðurstaðan er sú að Manutd stendur betur séð til þess að fjárfesta í sumar en stendur í heildina verr!
ætla setja link á þennan lista https://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-14784075/Premier-League-PSR-rule-breaks.html
og ekki skjóta á dailymail. þetta koma í öllum fjölmiðlun og er opinber psr listi.
Chelsea ætti t.d. að geta eytt skriljónum út frá þessu.
geri mér grein fyrir að þetta er örugglega drep leiðinleg pæling! en ég bara þoli ekki að skilja þetta ekki!
hver ætlar að útskýra þetta fyrir mér?
Spurning hvernig þessir blaðamenn fá innsýn inn í fjáhag liðanna?
Síðan þessi grein birtist hefur Liverpool keypt 3 leikmenn fyrir sirka 170 milljónir punda en hafa einungis svigrúm til 75 milljón punda eyðslu?
Eru LFC að fara Chelsea leiðina og greiða allt saman út á jöfnum afborgunum til margra ára. Ég held ekki.
Nýtt fjárhagsár hefst um næstu mánaðamót.”This year’s deadline is June 30. This date marks the end of the Premier League’s financial year” Ein af ástæðum þess að Liverpool kláraði kaupin á þessum þremur leikmönnum snemma er sögð vera að liðið hafi mikið svigrúm innan PSR.
Þessi grein segir að svo sé ekki en raunveruleikinn talar örðu máli og varla eru FSG að leggja út í þessi kaup nema að vel athuguðu máli.
Ein af ástæðum þess að LFC geti mögulega keypt Isak er sú að Newcastle gæti freistast til að selja vegna þess að þeim eru þröngar skorður settar innan PSR. En skv. þessu skjali hafa þeir meira svigrúm en LFC.
Man Utd eyddu margfalt meira en LFC sl. sumar en skv skjalinu hafa þeir sirka helmingi meira svigrúm en LFC. Aðrar heimildir segja að þeir þurfi að selja til að geta keypt fleiri leikmenn og verði m.a. þess vegna að bíða með að kaupa Mbeumo þar til eftir mánaðarmót.
Ef ég man það rétt að þá eru þessar 170 millur eru settar inn sem tap en því er dreift yfir samningstímann sem eru held ég 5 ár í öllum tilfellum. Þannig tapið þetta árið er bara brot af þessari upphæð (34 mills sirka).
Chelsea stendur vel meira og minna útaf því að þeir gátu dreift yfir 8 ár sem er bannað núna en það gæti vel bitið þá í rassgatið á næstu árum.
Sælir bræður og takk enn og aftur fyrir þáttinn sem og ykkar fórnfúsu þjónustu við okkur hlustendur.
Það sem vakti athygli mína í kringum Wirtz-kaupin er að drengurinn gersamlega kolféll fyrir æfingasvæðinu okkar í Kirkby eftir að Leverkusen fékk afnot af svæðinu eftir Meistaradeildaleikinn við okkur í vetur. Spáið í því ef svona hlutir eru farnir að vekja athygli heimsklassa leikmanna. Veltið þessu fyrir ykkur síðan í samanburði við þetta ruslagámsbál sem er í gangi á Old Trafford þar sem mönnum þar á bæ munar ekki um að borga einhverjum misvitrum jólasveinum 300.000 pund í vikulaun en ákveða svo að segja upp fólki á skrifstofunni til þess að ‘spara pening’. Hvaða heilvita leikmaður vill mæta og taka þátt í þessu skúi-spili hjá þeim? Ég hef sagt það áður og segi það enn, megi ógæfa ManYanited vara eins lengi og byggð verður hér á landi.
Spurning hvort við ættum ekki bara að fagna þessum mótum sem er verið að troða félagsliðum í og nota þetta þá bara sem æfingamót fyrir akademíuna eða eitthvað svoleiðis? Ég er t.d. mjög ánægður að Carabao-framrúðu-mjólkurbikarinn sé svona B-liða mót og ef það er vilji hjá þessum skoffín-samböndum að troða fleiri leikjum inn á okkur þá eigum bara að meðhöndla þetta sem slíkt.
Annars þá held ég að það sé deginum ljósara að Chiesa og Nunez fara frá okkur í sumar og það verði enn ein sprengjan sem lendir inn á gafli hjá okkur í framlínunni. Það finnst mér vera orðið meira aðkallandi heldur en bæta 3ja eða 4ja hjólinu undir vörnina. Við ættum að geta þraukað með VVD, Konaté og Gomez þarna aftast, með aðstoð frá nýju bakvörðunum, Endo og Gravenberch.
Svo hlakka ég mikið til að sjá Richard Hughes-sokkakappátið sem ég geri fastlega ráð fyrir að þið munið vera með um verslunarmannahelgina á útíhátíðinni ‘Aldrei náði ég suðu’ 🙂
Áfram að markinu – YNWA!
Já það er svo akkúrat málið.
þess vildi ég ekki að umræðan færi að fjölmiðlunum sem svo bara birta þessar tölur
Þessar tölur koma úr opinberum ársreikningum félaganna sjálfra.
þá vætnanlega fegnar frá Compaines house
Svo eru menn eins og t.d. Kieran maquire fjármálaprofessor og fleiri sem leggjast svo yfir
þessa ársreikninga fyrir fjölmiðla t.d.
Það eru margar breytur sem þarna reiknast inn félag selur t.d. leikmann það reiknast sem hagnaður
félag fjárfestir í unglingastarfi telst sem tap.
Og svo fyrir áhugasama þá eru ársreikningar félaga opin
og menn geta glöggað sig á þessu
https://find-and-update.company-information.service.gov.uk
Þessar tölur eru ekki bara eitthverjar greinar eftir blaðasnápa, þetta eru gögn úr ársreikninga félagna svo eru fengið læsir menn á fjármál til þess að fara yfir þetta.
Takk fyrir þáttinn því án hans væri minna gaman að vera til.
Nú er gaman að vera Liverpool maður og það meira segja meira gaman en venjulega en ég er aðeins að spá á þá ágætu félaga okkar sem öskruðu sig hása hér á kop og víða yfir þessum vonlausu eigendum Liverpool sem væru alveg vonlausir sem slíkir og ef ég mann rétt þá voru þeir farnir að renna hýru auga til þess að klúbburinn fengi eigendum sem ættu nóg af ólíulindum og horfðu öfundaraugum til man city og Newcastle og gott ef þeir öfunduðu ekki líka man utd af laxabóndanum þegar hann ætlaði að bjarga öllu hjá þeirri hripleku skútu sem man utd er.
Það heyrist lítið í þessu ágætu félögum núna en þeir vakna örugglega til lífsins við fyrst tapleik okkar manna.
Konan var að kalla á mig í mat þannig að ég læt þetta duga af tuði í bili.
YNWA
Konan var að kalla á mig í mat… 🙂
Árið 1965 var hringja, er að leita að týndu eldhúsborði!
…þarf að skila spólu ?
Sælir félagar
Ég eins og margir fleiri var orðinn afar þreyttur á “nísku” FSG og skammast mín ekkert fyrir það. Það er auðvelt að koma núna og þykjast alltaf hafa vitað að þeir væru frábærir, þannig eftirá fræði eru frekar ómerkileg. Ég er afar ánægður með FSG í dag og eins og flestir aðrir þakka það sem þeir eru að gera í leikmannamálum og hefi viðurkennt hér í öðrum þræði að ég vanmat þessa gaur og það er í góðu lagi.
Það er nú þannig
YNWA
Nákvæmlega. Ætla ekkert að fara í grafgötur með það að ég var orðinn vel pirraður á nísku þeirra. Nú eru þeir að framkvæma það sem þeir áttu að gera eftir tímabilið 19/20. Einnig þurftu bakvarðastöðurnar nauðsynlega á styrkingu að halda. Annar farinn og hinn búinn. Mjög ánægður að Frimpong og Kerkez, fyrstu kostir, voru keyptir. Sýnir að klúbburinn er aðlaðandi fyrir unga og góða leikmenn að koma til.
Einu out of this world kaupin eru auðvitað Wirtz. Heyrði fyrst að lfc væri á eftir honum í vetur en mar var bara jájá, þeir og 15 aðrir klúbbar væntanlega. Það voru áhyggjur uppi um að Slot gæti ekki laðað top class leikmenn til lfc eftir brotthvarf Klopp en annað hefur komið á daginn. Þvílíkur karakter og sannfærir menn um verkefnið framundan. Nú er morgunljóst að afsögn Klopps var blessing in disguise.
Elliott er að brillera núna en að mínu mati er hann ekki nógu sterkur og fljótur fyrir epl. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og mjög hæfileikaríkur og aðrar deildir gætu hentað honum betur. Ef hann verður seldur þá þarf að setja inn buy-back klásúlu því hann gæti alveg sprungið út sem world class playmaker eftir 2-3 ár. Ég sá hann alltaf fyrir mér sem arftaki Salah úti á hægri væng en hann hefur því miður ekki hraðann, veit ekki hvort meiðslin hafi tekið eitthvað af snerpunni. Væri samt alveg til í að halda honum uppá breiddina en strákurinn þarf leiki week in week out til að komast uppá næsta level.
Maturinn var góður en óþarflega margir bjórar fylgdu á eftir, ég hef svo sem ekki alltaf verið sáttur með nískur eigandann frekar en þið en aldrei dottið í hug að biðja um nýja eigendur því ég verð þessum eigendum ævinlega þakklátur fyrir að þeir björguðu okkur þegar fyrrverandi eigenda fábjánarnir voru nánast búnir að setja klúbbinn á hausinn og ég held ef ég mann þetta rétt að Liverpool hafi verið á leiðinni í gjalþrot þegar okkar menn tóku við Liverpool.
Sigkarl er reyndar oft fúll í fyrrihálfleik líka og svo vinnum við leikina og hann samt ekki sáttur hahah
En þetta er satt og rett. Það er auðvelt að vera glaður núna en fokk hvað maður hefði viljað sja svona eyðslu oftar með klopp
Forvitni, hvað var i matinn? Annars bara allt i goodie goodie.
YNWA
Mér finnst lang líklegast að það hafi verið gúrka í matinn.
Kannski sokkapör
Væri gaman að heyra meira update í sambandi við Guehi ég er handviss um að hann komi til okkar það þarf að gerast!
Það er allt of mikið að gerast Daniel, engin gurkutið um þessar mundir.
YNWA
Þegar spjallið er farið að snúast um hvað sé í matinn? Jú veistu, þá er nú hálfgerð gúrka í gangi.
Steini talaði um að hæð Marc Guehi en hann er 182 cm. Ég for því að athuga staðreyndir varðandi þennan gaur og komst að því að hann er með 52% skallaeinvígjum unnin í leikjum samkvæmt tölfræði. Mér finnst 52% af unnum skalleinvígjum hjá miðverði ekki hátt hlutfall og því er ég sammála Steina að hæðin gæti verið vandamál.
Hitt er að þessi gaur rosalega góður alhliða varnamaður bæði sóknarlega og varnarlega og mjög góður í hápressu. Kannski eru þeir með einhverja hugmynd um að spila honum þannig að eiginleikar hans nýtast sem best.
Það má vera að hann sé með annað hlutfall þegar hann t.d spilar fyrir enska landsliðið eða að Arne Slot telur sig getað lagað þetta hjá honum.
EN ég get skilið þessar efasemdir hjá Steina.
Harvey Elliott kominn með mark eftir fimm mínútna leik í úrslitum U-21, England – Þýskaland! Hann verður bara að komast í gott lið núna og fá að blómstra.
Elliott er frábær með boltann rétt fyrir utan teig skapar alltaf hættu…finnst hann vanta meiri líkamlegan styrk til að standa í þeim bestu væri frábær með Fulham og þeim liðum…
Hann hefur ekki nægan hraða. Það sást vel í leiknum þegar hann fékk sendingu innfyrir og tók á rás en bakvörðurinn rúllaði honum upp á sprettinum.
Vá og núna Omari Hutchinson! Hann er ekki að fara að spila í 1. deild með Ipswich í haust. Neibb, hann verður keyptur í úrvalsdeildina.
Tyler Morton með glæsistoddara! Okkar drengur (ennþá). Og England komið yfir í framlengingu.
Það er bókstaflega óþægilegt að fylgjast með PSG – Inter Miami í dótakeppninni núna. Leikhlé og staðan er orðin 4-0 fyrir Frökkunum. Óumdeilanlega besta lið heims eins og er. Ekki skrýtið að þeir hafi unnið Meistaradeildina.
Lið sem vann Meistaradeildina á móti liðinu sem vann sér ekki inn þátttökurétt á þessu vináttuleikjamóti.. Hver hefði haldið að það yrði ójafnt.