Fráfall Diogo Jota og André bróður hans er auðvitað ofsalegt áfall fyrir alla tengda Liverpool og knattspyrnuheiminn í heild. Þessi vika átti að vera spennandi þar sem nýir leikmenn mæta til æfinga í fyrsta skipti ásamt öllum hópnum en byrjaði á jarðarför Diogo Jota í Portúgal. Erfitt í raun að ná utan um þennan harmleik. Hvaða áhrif hefur þetta á Liverpool og hvernig bregst félagið við?
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 526
virðist sem síðasti þátturinn hafi komið inn aftur
Ah komið í lag, nýr þáttur fór á helstu hlaðvarpsveitur en vantaði að uppfæra á síðunni.
Flottur þáttur að vanda en einstaklega vel rætt og fjallað um þetta hörmulega mál – og afleiðingar þess. Ég verð að segja að mér líður aðeins betur eftir að hafa hlustað á ykkur og vil því þakka sérstaklega fyrir það. Góðar og hlýjar baráttukveðjur til Sigursteins … og áfram kop.is! YNWA.
p.s.
Heyrði ykkur ekki minnast á Alexander Isak í þættinum (gæti hafa misst af því) en ætli hann sé líklegri eða ólíklegri í dag?
Takk kop.is púlarar.
Þið tókuð í raun allan vinkilinn í þessu spjalli í að undirbúa okkur áhangendurna fyrir komandi haust. Frá því að leikmenn verði í sjokki og mögulegur upphristingur í samspilinu upp í að “gera eitthvað stórt í minningu Jota”.
Hvaða tilfinningar munu þá ráða hjá hverjum einstökum leikmanni en ekki síður hjá stjórnendateyminu?
Ég virkilega vona að Slot sér naglinn sem nær fram 20+1 (… og lífið gengur sinn gang) út úr aðstæðum dagsins!
Nái hann því þá getur hann kreyst hvað sem er út úr hvaða (vel valdri) liðsuppstillingu sem er næstu 2, 3, 5, 7, – 11 … árin.
PS.
Góðar batakveðjur til SSteina.
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn og allt spjallið. Hið sviplega fráfall Jota setur svip sinn á upphafið en svo fer liðið bara í sinn gír og faglegt atvinnumanns viðhorfið tekur yfir. Sá einhvers staðar að Ísak sé út úr myndinni og hafi ákveðið að vera kyrr hjá Newcastle. Fyrir mína parta er það í lagi því mantran mín um hann er “of dýr, of gamall og of meiðslagjarn”. Bestu baráttukveðjur til Steina.
Það er nú þannig
YNWA
Isak er 25, verður 26 ára í sept.
Sælir félagar
Rétt er það Shankly en það er alveg í það elsta til að kaupa fyrir 120 til 140 pund sterling. Fjáfesting uppá 3 til 4 ár. Ef hann væri sömu gerðar og Salah þá væri þetta annað mál finnst mér. En það er hann ekki því hann er að missa af 20% af leiktíð vegna meiðsla og þegar hann þarf að fara að spila í meistaradeild að auki við efstu deild á Englandi ásamt öðrum keppnum (bikar) þá má búast við meiri frátökum.
Það er nú þannig
YNWA
Það er auðvitað spurning hversu lengi menn endast í efsta klassa. Ég hefði litið á Isak sem fjárfestingu til 6-7 ára sirka.
Isak er orðinn alveg 21 árs þegar hann springur út á Spáni. Þannig að hann varð ekki ofnotaður unglingur.
Varðandi meiðslin þá hafa öll meiðsli Isak sl. 2 árin verið smávægileg. Sl. tímabil spilaði Isak 34 af 38 leikjum, 30 af 38 tímabilið á undan.
Tímabilin já Sociedad spilar hann 37, 34 og 32 leiki af 38.
Eina tímabilið sem Isak er talsvert meiddur er 22/23 timabilið en þá spilar hann 22 leiki með Newcastle en hann kom seint í ágúst eftir að nokkrir leikir voru búnir. Var þá frá í rúma 3 mánuði út af mjaðmameiðslum sem eru einu langtímameiðslin á ferlinum.
Eins frábær og þessi leikmaður er þá eru verðin vissulega galin.
Spurning hvort væri meira vit í að borga 80 milljón pund fyrir Ekitike eða 120 fyrir Isak.
Sælir bræður og takk fyrir einstaklega vandaðan þátt. Ekki sjálfgefið að hægt sé að fjalla um þetta mál með vandfærnum hætti – þið leystuð þetta af mikilli prýði og hafið þið miklar þakkir fyrir.
Það er svo skrýtið hvernig manneskja sem maður hefur aldrei hitt og aldrei kynnst skuli hafa svona djúpstæð áhrif á mann með andláti sínu. Þetta er hreint út sagt alveg skelfilegur atburður og get ég hreinlega ekki ímyndað mér hvernig fjölskyldunni líður, hvort sem það eru börnin hans og eiginkona eða foreldrar sem misstu þarna tvö af börnum sínum.
Við lifum sem betur fer tíma þar sem við megum sýna tilfinningar okkar og ólíkt því sem tíðkaðist lengi vel á síðustu öld þar sem það var talið veikleikamerki að gráta að þá umföðmum við það og leyfum okkur að vera berskjaldaðir við aðstæður sem þessar. Það er styrkleikamerki að fara í gegnum sorgarferlið og sýna tilfinningar sínar. Ég er t.a.m. ekkert endilega viss um að við værum í verri stöðu með Klopp við stjórnvölinn við þessar aðstæður. Vissulega bar hann tilfinningarnar oft utan á sér en að sama skapi þá gat hann beislað tilfinningarnar og beint þeim í réttan farveg – verið leiðtoginn sem við þurfum við erfiðar aðstæður – doubters to believers! Slot er auðvitað að tækla þetta af einskærri fagmennsku og var það virkilega átakanlegt að sjá hann með konunni sinni heimsækja minningasvæið við Anfield um okkar besta nr. 20. Sömuleiðis sáust myndir af Michael Edwards við sömu aðstæður þar sem hann átti erfitt með sínar tilfinningar, þá sjaldan sem sá maður næst á mynd.
Það að þessi atburður eigi sér stað í okkar stærsta og mesta glugga í áraraðir er gífurlega þungt og erfitt viðureignar. Hinsvegar fannst mér þeir á The Anfield Wrap leysa þetta vel með stuttum pistil þar sem þeir voru svolítið að jarðtengja umræðuna hjá sér og fékk mann aðeins til þess að horfa á hlutina í stærra samhengi. Það er enginn hættur að syrgja Diogo Jota þrátt fyrir að við séum farin að horfa í það hvernig hægt er að bæta við liðið, þá sérstaklega í skarðið sem eftir hann stendur. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt það er fyrir Hughes og Edwards að fara í gegnum þetta núna en við þurfum líka einhverja sem geta nálgast stöðuna núna með yfirvegun og auðmýkt. Engum treysti ég betur til þess en þeim tveimur með Slot í fararbroddi.
Æfingaleikurinn við Preston er á dagskrá og mun fara fram um helgina. Ég held þegar uppi er staðið þá sé þetta jákvætt skref í sorgarferlinu okkar. Okkar menn þurfa að finna það að lífið heldur áfram, þetta er kjörið tækifæri til þess að heiðra minningu okkar besta manns og það er það sem við þurfum á að halda akkúrat núna.
Megum við öll finna styrk í því að geta stutt við hvort annað, lagt okkur í Guðs hendur og fundið kraftinn í því að geta haldið áfram.
Áfram að markinu – YNWA – #20
Sælir félagar
Það virðist vera klárt að Ísak fer ekki í þessum glugga frá Newcastle og samkvæmt slúðrinu hefur Liverpool snúið sér að Ekitiké og spurning eins og Shankly bendir á hvort við þurfum að borga 80 millur fyrir hann. Hann er gríðarlegt efni og er (ef ég man rétt) 23 ára. núna 20 júlí. Ég hefi trú á að hann verði keyptur til Liverpool og reikna með 70 millum plús árangurtengdar greiðslur uppá 5 millur. Darvin gæti svo farið á milli sem þýðir að beinn kostnaður gæti orðið 10 millur.
Þetta eru auðvitað bara tölur sem ég ímynda mér og veit svo sem ekkert um en það er gaman að fabúlera í leikmannamálum. Það er samt ljóst að ég hefi áhuga á þessum leikmanni og er hann efstur á mínum lista í dag. Áhugi minn á Gyökeres hefur dalað en hann er samt áhugaverður. Höfum samt í huga að Darwin skoraði eins og vindurinn í Portugal en náði ekki þeim hæðum í ensku deildinni því miður. En hvað um það, æfingatímabilið er að hefjast, menn að koma til æfinga og fyrsti leikur á sunnudag sem að vísu verður ansi litaður af ömurlegu og sorglegu fráfalli Jota.
Það er nú þannig
YNWA
Rétt, Ekitike er mun líklegri en Isak þó ég hafi ekki lesið neinar áreiðanlegar fréttir um að Isak fari ekki í þessum glugga. Amk hefur Isak ekki samið við Newcastle ennþá.
Það eru einfaldlega fáir kostir á markaðnum í dag sem eru bæði álitlegir og rauhæfir. Margir klúbbar hafa sýnt Ekitike áhuga svo ég hugsa að Frankfurt haldi fast í sinn 100 milljón evra verðmiða vitandi það að eftir hörmungar síðustu viku þá er þörf Liverpool fyrir framherja enn meiri en áður.
Engin spurning um að Ekitike er efnilegur og er líklega sú týpa af framherja sem hentar Liverpool.
Hins vegar er hann 23 ára og á ekki nema eitt gott tímabil í alvöru fótbolta að baki.
Ýmsilegt varðandi Ekitike minnir á Nunez, mjög hrár, duglegur að koma sér í færi og klúðra þeim.
Hins vegar er Ekitike frábær dribblari, vinnusamur, og góður í uppspili og ætti því að henta leikstíl LFC.
Ég myndi vissulega taka Ekitike fagnandi þó vissulega sé það brjálæði að borga 80 milljón pund fyrir leikmann sem ekki er búinn að sanna sig meira en þetta.
Þegar Nunez kom til Liverpool var hann jafngamall og Ekitike er í dag. Likt og Ekitike var Nunez hrár og átti að baki einungis eitt gott tímabil í alvöru fótbolta.
Diaz sagður í viðræðum við Bayern og lið í Sádí Arabíu.
Staða hans er nokkuð skýr. Fyrst hann fær ekki nýjan samning þá vill hann fara.
Enginn virðist vita neitt um laun Diaz hjá Liverpool, en þau eru sögð á bilinu 55 til 120.000 pund.
Ef Diaz er undirborgaður þá sýni ég afstöðu hans skilning og er frekar hissa á að Liverpool vilji ekki gefa honum sanngjarnari samning.
Sælir félagar
Allt satt og rétt að ínu viti Shankly
Það er nú þannig
YNWA
. . . mínu viti . . . á þetta að vera
Við Ystu Nöf syrgjum
Það er með þungum huga sem við í söfnuðinum á Ystu Nöf kveðjum Diogo Jota, leikmann Liverpool og hetju á vellinum sem utan hans. Fréttirnar um bílslysið í Zamora, þar sem hann og bróðir hans létust, hafa skilið eftir sig djúpt sár í hjörtum okkar allra.
Jota var ekki aðeins snjall framherji sem skoraði mikilvæg mörk fyrir Liverpool og Portúgal – hann var líka maður sem bar með sér gleði, auðmýkt og eldmóð. Hann hafði nýverið gengið í hjónaband og átti framtíðina fyrir sér. En lífið er brothætt, og stundum tekur það óskiljanlegar beygjur.
Við munum aldrei gleyma honum. Ekki fyrir mörkin, heldur fyrir brosið, baráttuna og hjartað sem hann lagði í leikinn. Við á Ystu Nöf munum aldrei kaupa Lamborghini – ekki vegna öfundar, heldur vegna sorgarinnar sem nú tengist því nafni. Kannski var það Michelin dekk sem brást. Kannski voru það örlögin. En það sem við vitum er að við höfum misst einn af okkar.
Hvíldu í friði, Diogo. YNWA.