David Ornstein og eins og venjulega strax í kjölfarið Romano eru að brjóta þær fréttir að Liverpool hafi sett sig í samband við Newcastle til að ræða hugsanleg kaup á Alexander Isak. Fyrr í dag var sagt frá tilboði Newcastle í Hugo Ekiteke sem væri mjög líklega þá arftaki Isak. Það er ekkert steinsteypt í þessu ennþá og ekki einu sinni búið að leggja fram tilboð en þetta er orðrómur sem hefur verið lifandi í allt sumar og Liverpool er varla að byrja frá grunni í viðræðum við Newcastle eða Isak…
? Liverpool make approach to sign Alexander Isak from Newcastle United. #LFC say no formal bid + well aware #NUFC stance has always been: not for sale. But communicated interest in deal for 25yo Sweden international worth in region of £120m @TheAthleticFC https://t.co/qffFlyq9w3
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 15, 2025
?? EXCL: Liverpool made club to club approach with Newcastle to discuss record bid for Alexander Isak.
??? If Isak won’t be available, Liverpool can enter Ekitike race.
Decision up to Newcastle as they never wanted to sell Isak + offer new deal.
? https://t.co/gtmNUXA91U pic.twitter.com/aQphEiuOhr
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2025
Þetta væri auðvitað gríðarlega spennandi.
Sömuleiðis voru fréttir í morgun þess efnis að Liverpool hefði hafnað boði Bayern í Luis Diaz og eins er orðað Darwin Nunez við lið í Saudi Arabíu ef Napoli nær ekki að landa honum. Nóg af kubbum í þessum dómínó-i
Það væri nú eitt stykki sturlaður gluggi ef við fengjum inn Wirtz og Isak í sama glugganum ásamt öllum hinum sem eru nú þegar komnir, það er ekki eins og við höfum verið með besta liðið á seinasta tímabili og unnið deildina sannfærandi 🙂
En það er nokkuð ljóst að það er mikill áhugi á Isak frá Liverpool og ætli þeir séu ekki að vona að Isak muni reyna að þrýsta á söluna, því að það eru engar líkur á því að newcastle hafi nokkurn áhuga á því að selja hann.
240 miljónir sirka fyrir Isak og Wirtz… Sælir
Við vitum í dag að Sky sport hafa enga innri sýn inn í klúbbana í dag,, það voru jú þeir sem fullyrtu að Wirtz væri í Englandi til að ganga frá samning við City á meðan Ornstein sagði hann vera í viðræðum við Liverpool.
Sky segja nú að Isak sé ekki til sölu.
Samt er Newcastle búnir að bjóða í Ekitike og eru orðaðir við fjölmarga leikmenn. Þetta er klúbburinn sem slapp naumlega við PSR refsingu og telja sig í dag geta keypt 80mp backup framherja.
Newcastle ætluðu að stöðva áhuga Liverpool í fæðingu með að bjóða Isak nýjan samning. Ekkert hefur heyrst af því.
Það hefur verið hljótt um Isak í margar vikur en mann grunar að Liverpool séu búnir að sannfæra Isak um að koma.
Mögulega hugsa Newcastle stöðuna þannig að fái þeir álitlegan staðgengil þá eru þeir betur settir með Ekitike og 40m en leikmann sem vill fara. Auk þess er ólíklegt að markaðsvirði Isak hækki úr þessu.
Þess má geta að R. Hughes og Eddie Howe eru bestu vinir og því má ætla að samband liðanna sé gott.
Það er hamagangur á hóli….vonandi verður Díaz áfram hjá okkur
Við kaupum isak og varnarmann.
Þetta er topp gluggi.
Við KAUPUM mpapppe, isak og yamal og ekkert kjaftæði. YNWA.
Já hérna hér! Svona eiga sumrin að vera!