Silly season er farið aftur af stað með látum eftir afar þunga viku og alvöru bombur tengdar Liverpool, Alexander Isak var sterklega orðaður við Liverpool af blaðamönnum eins og David Ornstein sem gefur til kynna að þar sé einhver reykur. Minna áreiðanlegir miðlar tala um Rodrygo líka frá Real Madríd auk þess sem Liverpool á eftir að selja nokkrar stórar kanónur líka, eða hvað?
Það hefur aldrei verið eins rosalegt að fylgjast með leikmannaglugga Liverpool.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 527
(án þess að vera byrjaður að hlusta), … ég hef aldrei upplifað “silly season” í raun. Er þó búinn að vera fastur á kop.is ca. 10 ár (var áður dormandi áhugamaður).
En þetta árið, þetta er BARA klikkað!
Fyrsta spurning er afhverju? Afhverju fær Slot allt / helling núna eftir sína fyrstu umferð? Klopp tók allan slaginn, alltaf í hvað 8, 9 ár, byggði okku algjörlega andlega upp. Afhverju fékk hann aldrei tækifæri til að kaupa vel inn í sitt lið?
Vissulega og mögulega er það vel breytt fjárhagsaðstaða, veit samt ekki hvort það sé rétt, en væri til í að vita nákvæmlega það. FSG fjárfesti í LFC fyrir ca. áratug, og hafa verið uppbyggingu á liði (vissulega) og Anfield. … en samt hvers konar fjárhagslegur tappi losnaði með síðasta vori?
Ég er alls ekki að gagnrýna, en mig langar SVO til að skilja brotabrot af því sem er í gangi síðustu 4-8 vikur!! Ég vil heyra og vita þetta með meiri vissu.