Gullkastið – Isak til Liverpool?

Silly season er farið aftur af stað með látum eftir afar þunga viku og alvöru bombur tengdar Liverpool, Alexander Isak var sterklega orðaður við Liverpool af blaðamönnum eins og David Ornstein sem gefur til kynna að þar sé einhver reykur. Minna áreiðanlegir miðlar tala um Rodrygo líka frá Real Madríd auk þess sem Liverpool á eftir að selja nokkrar stórar kanónur líka, eða hvað?
Það hefur aldrei verið eins rosalegt að fylgjast með leikmannaglugga Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 527

46 comments

  1. (án þess að vera byrjaður að hlusta), … ég hef aldrei upplifað “silly season” í raun. Er þó búinn að vera fastur á kop.is ca. 10 ár (var áður dormandi áhugamaður).

    En þetta árið, þetta er BARA klikkað!

    Fyrsta spurning er afhverju? Afhverju fær Slot allt / helling núna eftir sína fyrstu umferð? Klopp tók allan slaginn, alltaf í hvað 8, 9 ár, byggði okku algjörlega andlega upp. Afhverju fékk hann aldrei tækifæri til að kaupa vel inn í sitt lið?

    Vissulega og mögulega er það vel breytt fjárhagsaðstaða, veit samt ekki hvort það sé rétt, en væri til í að vita nákvæmlega það. FSG fjárfesti í LFC fyrir ca. áratug, og hafa verið uppbyggingu á liði (vissulega) og Anfield. … en samt hvers konar fjárhagslegur tappi losnaði með síðasta vori?

    Ég er alls ekki að gagnrýna, en mig langar SVO til að skilja brotabrot af því sem er í gangi síðustu 4-8 vikur!! Ég vil heyra og vita þetta með meiri vissu.

    7
    1. Í þættinum kemur m.a. fram að markaðurinn hafi verið lokaður 20/21 þegar hefði verið hægt að byggja á slagkrafti PL titils. En vissulega fékk Klopp að versla – Virgil, Alisson, Nunez – allt leikmenn úr efstu hillu sem og miðjan öll.

      4
      1. Já lítil hreyfing allsstaðar 2020. Hvers vegna ertu þá að vitna í 2018 kaup og 2022?

        1
  2. Takk takk fyrir gott spjall. Hvenær hefur markaðurinn verið skemmtilegri en þessar vikurnar?

    Smá múdböster: Er efins um Isak. Er hann ekki of meiðslagjarn? er hann nógu öflugur til baka? og var það ekki alltaf planið að byggja ekki á framliggjandi 9?

    Mitt sófateik:

    Selja: Diaz, Nunez, Konate, Tsimikas, Chiesa = ca. 200+ mills.
    Kaupa: Rodrigo + öflugan miðvörð = 150 mills.
    Lánsmenn í lið: Doak, Morton og Rio

    Þá er sóknin:
    Rodrigo – Gakpo – Salah
    Miðjan:
    Grav – Macca – Szobo – Wirtz
    Vörnin
    Kerkez/Robbo – Virgil – nýr miðvörður – Frimpong/Bradley

    Bekkurinn, feykisterkur m.a. með Elliot, Jones, Endo og Gomez

    3
    1. Ég myndi vilja hafa Alisson sem einn af fyrstu 11 og til vara einhvern annan markmann. Ekki viss um að dómarinn myndi samþykkja 443 uppleggið.

      7
      1. aha! vel spottað. :/

        þurfum víst að fórna einhverjum þarna fyrir Alisson!

        2
  3. Newcastle búnir að draga sig úr kapphlaupinu um Ekiteke samkvæmt Romano.

    ??? Understand Newcastle have now already left talks for Hugo Ekitike, deal considered off at this stage.

    #NUFC now focus on different targets as since Monday bid got rejected, Liverpool entered race + there were no advances with the Magpies.

    Liverpool are now advancing ??

    3
  4. Þetta ætlar að gerast hratt með Ekiteke og menn virðast ætla að klára þessi kaupa ASAP

    Fabrizio Romano
    @FabrizioRomano
    ·
    13m
    EXCL: Liverpool have submitted official bid to Eintracht for Hugo Ekitike!

    Eintracht already informed Liverpool that they want more, proposal rejected but it was initial contact as talks continue.

    Ekitike said ??? Liverpool, no issues on personal terms. He wants #LFC.

    @DaveOCKOP

    9m
    BREAKING: Liverpool have reached an agreement on personal terms with Hugo Ekitike on a 6-year-contract. It’s now up to clubs to find an agreement, according to RMC Sport.

    5
  5. Newvastle eru hættir að eltast við Ekitike enda er hann verðsettur eins og Ronaldo eða Messi þrátt fyrir að vera meðal framherji. Höfum gert þau mistök áður að ofborga fyrir sóknarmenn úr lélegri deildum (Nunez, Wirtz) og ættum alls ekki að gera það aftur. Ég er farinn að finna smá 2022 lykt af þessu sumri en það er vonandi bara ég.
    YNWA

    2
    1. Ofborga eða ekki, Liverpool bráðvantar markaskorara. Hvort Ekitike sé maðurinn veit ég ekki. En það er lítið í boði þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni. Og Isak væri minnst tvöfalt dýrari sem dæmi.

      Ég vil bara sjá menn inn. Sama úr hvaða deild og hvaða verðmiði er á þeim. Hér er allavega verið að eltast við leikmann sem allir virðast vera sammála um sé góður.

      10
      1. Hann átti stórkostlegt síðasta tímabil með Frankfurt hann kom frá PSG.
        Hann er ungur ný orðinn 23 ára og er sterkur og teknískur sóknarmaður minnir mig á blöndu af Sturridge og Gakpo þaes leikstíll og þannig.

        Mun hann koma og fara á næsta stig með Liverpool ? ég hef ekki hugmynd um það en hann er já spennandi leikmaður og mér finnst og mun halda áfram að finnast verðmiðin á Isak djók ég er feginn að við missum af honum.
        Getum fengið Ekitike OG Guehi fyrir minni upphæð.

        13
    2. Ha? Og ekkert call the season off?

      Í fyrra vildirðu slaufa tímabilinu vegna þess að LFC voru ekki að kaupa leikmenm.

      Núna væri réttast að flauta þetta alltsaman af vegna þess að LFC eru að ofborga.

      Mikil speki að furryrða að verið sé að ofborga fyrir leikmenn áður en þeir spila sinn fyrsta æfingaleik.

      8
  6. Frábært hjá Liverpool að klára þessi mál fljótt of örugglega ! Svo fer Darwin, og Guehi kemur inn, svo vonandi Rodrygo fyrir Diaz.

    5
  7. Vissulega hefði ég frekar viljað Isak en Isak og Ekitike eru mjög svipaðir leikmenn.

    Báðir hávaxnir, um 190cm, báðir virkilega tekniskir og góðir “link up” spilarar.

    Helstu efasemdirnar um Ekitike eru þær að slúttin hans mættu vera betri en um leið hugsar maður til Firmino sem var afleiddur slúttari en frábær “link up” spilari.

    Í kringum Ekitike verða þó þrír frábærir slúttarar í Salah, Wirtz og Gakpo þannig að það er nokkuð ljóst að pælingin með Ekitike er ekki einungis að kaupa markaskorara.

    Svo er að verða nokkuð marktækt slúður um að Rodrygo sé næstur í röðunni. 24 ára leikmaður sem getur spilað allar sóknarstöðurnar.

    Væntanlega eru þá Diaz, Nunez, Chiesa og Doak allir á útleið.

    7
    1. Firmino skoraði vissulega ekki jafn mörg mörk og Salah og Mane en hann var sannarlega góður slúttari, ekki síst þegar hann leit undan. Mér sýnist fjöldi marka hjá honum vera gjarnan fleiri en xG, en hann kom sér vissulega ekki í mörg góð færi en var þeim mun mikilvægari í að skapa færi.

      Ég bara varð að koma Bobby mínum til varnar.

      12
    2. “Firmino afleitur slúttari” hvaða vitleysa hann var frábær þurfti ekki einu sinni að sjá markið til að skora. Svo var það allt hitt sem hann gerði sem var eiginlega það besta við hann.

      4
      1. Firmino var með 0,35 mörk á 90 mín.

        Til samanburðar var Jota með 0,79 per 90min.

        Mörkin hefðu væntanlega orðið fleiri væri Firmino frábær slúttari.

        Aðrir eiginleikar eru óumdeildir.

        3
  8. Bobby var algjörlega minn maður.

    Ég ætla taka síðasta tímabilið hans.
    22-23. skoraði 11 mörk
    og með xG uppá 5,48% sem þýðir að hann skoraði rúmlega tvöfalt meira af mörkum miðað við væntanleg mörk.

    í heildina nýti hann 14% af skotum sínum fyrir Liverpool og hann var ekki venjulegur target senter sem fékk boltan inn í markteig
    sem dæmi eru góðir strikerar með 12-18% svo hann er bara í flottum málum með færnanýtingu.
    En er ekki að koma sér í færi sem á sér svo aðrar skýringar. t.d. lykilmaður í fyrstupressu og er að droppa niður að sækjabolta í svokölluðu false 9 hlutverki.

    Salah er með 18-20% á sínum ferli sem segir okkur hversu stórkostlegur hann er í þessu.
    Darwin Nunez er með 11% . en þess má geta að 24-25 árið sem var að klárast endaði hann með 16% svo hann var að bæta sigr. komast í betri færi undir stjórn Slot eða hvað veldur..

    Svo við tökum Ekiteke.
    á síðasta tímabili hann er með xG uppá 21,6 sem segir að hann er að skora milli 7-8 of lítið miðað við færi sem hann féll.

    útkoma
    síðasta tímabil bobby er að hann er yfir xG sínu
    Darwin er 0,8 undir á síðasta tímabili en samt mun betra en fyrri tímabil hans.
    Ekiteke er 7,6 undir. sem er verri tölfræði en öll ár Darwins hjá lfc.
    en xG segir svo ekki allt.
    Ég veit ekkert hvað hann er að taka þessi skot. og hvort hann sé í alvöru færum eða hvað.
    það er verkefni sem Slot þarf að vinna með til þess að bæta hans tölfræði

    og nú eru menn kannski að spá í Isak
    hann er +2,4 yfir í Xg og næstum 2,5 árið á undan. svo Isak er frábær slúttari greinilega.

    en xG er ekki allt, innkaupadeild Liverpool sem er starfandi í dag er fullkomin til þess að meta afhverju ekiteke er að koma en ekki eitthver annar. þótt Isak hafi örugglega verið nr.1 þá reyndu menn þótt það kannski var ekki raunhæft en glugginn er opin svo sjáum til.

    5
    1. Ertu með þessa tölfræði yfir 21/22 tímabilið þegar Bobby skoraði 5 mörk?

      Var það ekki þá sem honum tókst næstum því að spila heit ár án þess að skora á Anfield?

      3
  9. Það er rosalega rólegt slúðrið í kringum sölur frá félaginu finnst mér.

    Nunez, Napoli hættu við hann
    Diaz er reyndar að semja við Bayern
    Chiesa, hvert fer hann í heimalandinu ?
    Elliot, var ekki West Ham að spá í honum ?
    Morton, heyrist lítið sem ekkert.
    Tsimikas, ekkert slúður í kringum hann ?
    Ben Doak, heyrðist eitthvað með Everton en svo lítið sem ekkert
    Ramsey hlýtur að verða lánaður
    Rhys Williams er ennþá hjá félaginu
    Bajcetic, ætli hann fái séns fram að áramótum eða seldur ?

    5
  10. Mörg stórlið hafa reynt að gera eitthvað ámóta og Liverpool er að gera í þessum glugga. Þau hafa boðið í dýrustu og girnilegustu bitana og ekki er hægt að segja að það hafi alltaf gengið upp hjá þeim og sýnist mér að þeirra fjármálaafglöp, vera megin ástæða þess að Liverpool er að hegða sér dálítið eins og Real Madrid þessa stundina. Önnur lið hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að keppa við okkur eða eru búnir að koma sér í alvarlega klemmu út af fjármálareglum.

    Það er t.d hálf ótrúlegt að við erum að snúa upp á handlegginn á Newcastle, þeir eru miklu ríkara lið en Liverpool. Þetta var öðruvísi á tímum Roman Abramovich þegar hann átti Chelsea. Hann hefði keypt þá besta bitan sem var í boði og haldið hinum girnilega bitanum sínum. Þannig að það er eitthvað réttlæti í þessum fjárhagsreglum, þrátt fyrir allt.

    Það stórlið sem runnið hefur hvað oftast á rassgatið með dýrum leikmannakaupum og orðið sér að athlægi sökum sóryrðaglaðra yfirlýsinga er Man Und. Þeir eru orðnir brunarúst út af því þeir halda að næstu stórkaup eru þau sem muni gera þau aftur að besta liði Englands. Það ætti að kenna okkur að vera með hæfilegar væntingar fyrir tímabilið og gera okkur grein fyrir að dramb er falli næst.

    Cheslea ætti líka að vera miklu ofar í deildinni miðað við hvað þeir hafa eytt miklu.

    Man City hefur verið ágætlega skynsamt í sínum stórkaupum þó þau hafi ekki endilega alltaf gengið upp eins og t.d með kaupum á Jack Grealish. Þeir hafa samt fjárfest með þeim hætti að þeir náðu að halda sér á floti sem stórlið undir stjórn Gardiola.

    Sama á við um Arsenal. Þeirra kaup hafa flest gengið vel undir stjórn Arteta og þeir eru dæmi um klúbb sem hafa fjárfest af skynsemi.

    Við megum ekki gleyma því að það er skynsemi í peningamálum sem er þess valdandi að við höfum efni á þessum bitum og erum að valta yfir hina aðilana á markaðnum. Ef við hegðuðum okkur alltaf svona, þá værum við í svaðinu. Þetta snýst um tímasettningar.

    Ég vil meina að liðið okkar er þegar það sterkt fyrir og það er fjarri því sjálfgefið að þessi kaup muni endilega bæta okkur. Pressan er ómennsk. Darvin Nunez hefur t.d skorað 25 mörk í 95 leikjum en þykir samt af mörgum gjörsamlega afleiddur og oft kallaður “shit Andy Carol” af aðhanendum annara liða. Leikmenn eins og Elliott, sem fá ekki nægjanlega mikin séns, eru liklega að fara til annars klúbbs fyrir fína fúlgu því hann er að brillera í unglingalandsliðinu. Leikmenn sem komast auðveldlega í byrjunarlið annara stórliða eru að verða varaskífur fyrir okkur.

    það er staðreynd að td 4 sæti í ensku úrvaldsdeildinni er fádæma góður árangur, miklu meira virði en að verða bikarmeistari og það sem hræðir mig er að ef leikmenn eins og Florian Wirtz, Frimpong, eða Kerkes sýna ekki alltaf sína bestu töfra og Ekiteke reynist ekkert betri en Nunez þá muni það þýðir að að tímabilið verði algjört vonbrigði jafnvel þó við náum meistaradeildarsæti

    Við erum þegar einn besti klúbbur í heimi og kannski eru leikmenninir okkar það góðir sem voru fyrir þetta tímabil að jafnvel Florian Writz getur litlu bætt við.

    Þannig að ég ætla að vera með hæfilegar væntingar fyrir tímabilið.

    13
    1. Miðað við hvað það eru miklar breytingar í leikmanna málum hjá Liverpool þá er ég ekki viss um að við verjum titilinn þannig að ég sætti mig alveg við eitt af topp fjórum sætunum þrátt fyrir væntingar um annað.
      City, Arsenal, Chelsea og Liverpool koma líklega til með að berjast um þessi fjögur sæti og svo gæti jafnvel Newcastle og Aston Villa nartað í hælana á topp fjórum.

  11. Hlakka til næsta vetur.
    Mér sýnist á lauslegri yfirferð núna að Ekiteke sé líklegri til að koma en Isak og þó tölurnar hans séu ekki eins góðar, þá nær hann vonandi að stýra boltanum í netið hjá okkur.

    1
    1. p.s. toppmaður hann Hlynur Geir á Selfossi, þetta verður flott ferð hjá ykkur..

  12. Sælir og takk fyrir þáttin,

    Hugo Ekitike, hvernig finnst ykkur þessi gæi. ég veit ekkert um hann. Kannski er hann svona Salah þegar hann var hjá Chelsa, springur út.

    Hvað finnst spekingum um þennan Hugo.

    ég fýla alla vega nafnið.

    4
  13. Ef Arsenal lætur verða af kaupum á Kepa, Mosquera, Zubimendi, Eze, Madueke og Gyokeres þá eru þeir búnir að eyða um 300m punda og missa lítið sem ekkert. Það verður að segjast að þær væru komnir ansi verðugir kandídatar um titla…eða hvað???

    2
  14. Ekitiki kemur.

    Ég sé ekki að diaz né nunez verði seldir, við þurfum 2 í bakkupp þarna frammi, diaz, ekitiki og salah og gadpo og nunez sem bakkupp, seljum við diaz og nunez verðum við að kaupa 2 í sóknina í viðbót, rodryko og einn í viðbót og erum ekki búnir að leysa konate vandamálið

    Ég lít á þetta þannig að seljum við diaz, nunez og elliott þurfum við að kaupa rodryko, annan sóknarmann og varnarmann, er raunhæft að 4 séu að koma inn?

    Ég held að ekitiki komi og hugsamlega maður fyrir konate og elliott verði seldur.

    3
  15. Það var spurt um Hugo Ekitike. Hvað finnst mér um hann ?

    Ég hef ekki séð neitt í honum sem sannar það algjörlega fyrir mér að hann er betri en þeir framherjar sem við höfum fyrir. Jú hann er leikinn með boltann og skorar þónokkuð af mörkum, sterkur líkamlega og snöggur en ég hef ekki séð þetta extra sem þarf til að vera einn af þeim allra bestu.

    Ég er ekki að segja að hann hafi það þá ekki. Hef bara ekki séð það.

    Ég sé aftur á móti ótvíræða hæfileika í Florian Wirtz.

    4
    1. Alveg sammála, en isak er ekki til sölu og jota fallinn frá, nunez er drasl, eitthvað þarf að kaupa inn.

      1
  16. Takk fyrir góðan þátt að venju.
    Ein hugmynd varðandi styrktaraðila: Við hlustendur með því að geta keypt svona boli og treyjur eins þið eruð í á meðfylgjandi mynd með færslunni.

    3
  17. Hugo Ekitike á bekknum hjá Frankfurt og spilaði ekkert í æfingarleik hjá þeim og Ísak sendur heim fyrir æfingar leik hjá Newcastle.
    Ég held að það sé hæpið að Newcastle sleppi Ísak en ég tel næsta víst að Hugo Ekitike komi en hann er virkilega spennandi frumherji eftir því sem ég hef séð.

    1
    1. Hugsa að Isak vilji komast í burtu.

      Mig grunar að Liverpool hafi sannfært hann áður en þeir hófu viðræður.

      Er samt ekki að sjá að LFC kaupi bæði Isak og Ekitike.

      1
  18. Loksins búinn að hlusta og nokkrir dagar liðnir síðan kastið kom. Over hyped slúður eða sádarnir hafi sagt þvert nei við sölu á Isak og svo átti að klára Ekitike fyrir helgi en lítið að frétta. Gat samt ekki annað en jútúbbað(aftur) Ekitike og hann virkar mjög spennandi. En að selja Nunez til að kaupa hann er massívt gamble. Eftir hina hræðilegu atburði er ég hallast að því að halda Nunez. Það er ekki mikið framboð á góðum pjúra níum. Jújú, vildi hann burt fyrir mánuði síðan en lfc þyrfti þá að kaupa þrjá inn í sóknarlínuna ef Nunez og Diaz fara báðir auk mögulega Chiesa. Vill samt ekki missa Diaz. Hef sagt það áður og segi enn, hann er að toppa núna og verður geggjaður næstu 2-3 árin amk. Finnst þetta spes níska að hækka ekki launin og verðlauna manninn. Rodrygo yrðu samt rosaleg kaup. Ekki láta nallarana taka hann. Ok, Nunez út fyrir góða summu, Rodrygo og Ekitike inn. Sætti mig við það.

    Konate, Konate, Konate…erum við að fara í gegnum sama helv kjaftæðið og TAA bauð okkur uppá? Halda honum frekar í eitt ár, vinna stóra titla og missa hann frítt og sleppa að lesa fréttir um hann sé það besta í stöðunni. Hvort það raungerist verður bara að koma í ljós. Skil samt ekki af hverju ekki sé meiri hávaði í að sækja Lukeba frá Leipzig. Finnst það miklu betri kostur en Guhei eða hvað sem hann heitir.

    Annars takk fyrir kastið strákar. Góðan bata Steinn. Og hvíldu í friði Jota#20.

    2
    1. Guehi er „homegrown”. Það spilar inn í kaupin á honum. Það er víst ekki hægt að hafa eintóma s.k. útlendinga í enska boltanum.

      1. Ef það á að fara í homegrown dc þá frekar Brainthwaite fyrst að lfc er að spreða. Guehi er lágvaxinn og spilar oftast í 3ja manna línu. Hæð liðsins minnkar ágætlega með Frimpong og Kerkez. Þurfum tröll í dc. Hef ekkert verið að míga á mig úr spenningi v/Guehi.

      2. Þetta er allt náttúrulega bara fokking woke og feminismi.

      3. Það þorir enginn að drulla yfir leikmenn ískenska kvennalandsliðsins af þeirri einföldu staðreynd að þær eru konur. Ef dæminu væri snúið við og ísl. karlalandsliðið hefði verið í riðli sem það átti að vinna og gjörsamlega choke-að á verkefninu hefðu fjölmiðlar rifið annað rassgat á þeim. Þetta dæmi sýnir hvað allir eru hræddir við öfga feminisma.

        En fyndið að þú sért að svara mér til að rökræða og hendir svo einhv quote frá mér úr gömlum þræði til að drepa umræðuna. Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þín vegna Henderson14.

        1
      4. Brainthwaite var að semja við Everton. Það verður hægt að virkja £70m klásúlu næsta sumar.

        1
  19. Isak var ekki látin spila fyrir Newcastle. Það getur vel verið eðlileg skýring, eins og t.d að hann sé að skríða upp úr meiðslum en þegar það er út af “slúðursögum” þá þykir mér þetta farið að vera dálítið grunnsamlegt og svo fanst mér svarið hjá Howe ósannfærandi.
    “Ég er fullviss um að hann verði leikmaður Newcastle í lok gluggans”. Þetta orðalag hljómar mjög svipað því og þegar við eða önnur lið eru að missa lykilmenn eða þegar þeir vilja ekki skrifa undir eins og t.d Konate eða Diaz. Ef Howe væri 100% viss þá hefði hann einfaldlega sagt. “isak er ekki til sölu”.

    Síðan hvenær eru leikmenn ekki látnir spila út af slúðursögum ? Þetta hljómar eins og “opinber” skýring sem oft á tíðum lygar eða yfirskin.

    Ég er farinn að halda að þeir verði að selja Ísak út af því þessu FFP þaki og Liverpool viti það. Það séu samningaviðræður í gangi og Isak sé að ýta á eftir því að vera seldur. Hvort ísak komi og samningar náist er aftur á móti annað mál. Ég veit ekkert um það.

    Svona raunsætt séð, hver vill ekki spila fyrir Liverpool núna sem telur sig eiga erindi í byrjunarliðiðið?

    Fyrir mér meikar sens að þeir eru að reyna að fá Isak og Ekiteke ef Darwin er á förum og Diogo jota, einn okkar hæfileikaríkasti og vanmetnasti fótboltamaður, féll frá með sviplegum hætti. Blessuð sé minning hans.

    Diogo Jota minnti mig dálítið á Sturridge að því leitinu til að hann var sútfullur af hæfileikum en var mikið að meiðast. Færanýtingin hans var afbragðsgóð, eins og hjá toppframherjum og sá eini leikmaður með boltatækni sem minnti mig á Coutinho. Hann væri klárlega valkostur fyrir okkur í dag ef hann væri lifandi.
    Ég held að eina leiðin til að fylla upp í skarðið sem dauðsfall Jota skildi eftir sig sé kaup á stórstjörnu og því finnst mér þónokkuð líklegt að Ísak er á leiðinni.

    2
    1. Eddie Howe og Newcasle klúbburinn gefa sitthvora skýringuna og skýring Eddie bendir til að Isak sé ekki sáttur.

      Newcastle eru í mikilli PSR klemmu og geta takmarkað hækkað laun Isak.

      Sádarnir vilja væntanlega kaupa sinn eigin leikmann yfir til Sádí.

      Ef Isak vill ekki til Sádí þá eru Newcastle í PSR klemmur með óánægðan leikmann.

      Best að útiloka ekkert þó maður sjái ekki fyrir sér að Liverpool kaupi Isak og Ekitike.

      3
      1. og þó,, ef Isak verður seldur þá vantar Newcastle sóknarmann.

        Sér maður Newcastle skoða það að taka Nunez og eða Elliott sem hluta af kaupverðinu?

        Maður er líka að lesa að Ekitike hafi talsvert spilað á vinstri kantinum.

        1
  20. LFC hefgur samið um kaupverð samkvæmt Sky Sports: Liverpool hefur lagt fram tilboð upp á 69 milljónir punda auk viðbóta fyrir Hugo Ekitike, framherja Eintracht Frankfurt.

    2
  21. Ég ætla bara að segja hér og nú, fullyrða, og leyfi mér að efast um að ekkert lið í heiminum, á hvaða tíma sem er, mundi aldrei vinna þetta lið.
    GK-4-2-3-1
    Alison – Robertson (þetta er eina staðan sem þarf að útskýra valið. Nútíma fótbolti er mikið erfiðari, spilaður af leikmönnum í mikið betri formi og taktískari en leikurinn sem spilaður var fyrir 40 árum. Þess vegna Robertson en ekki Kennedy.) – Dijk- Hansen – Neal. Souness-Alonso. Barnes-Gerrard-Salah. Rush.
    Hér hafið þið besta LIVERPOOL lið allra tíma og hana nú!!

    0

Liverpool í viðræðum við Newcastle?

(Uppfært) Hugo Ekitike á leið í læknisskoðun