Liverpool að landa Hugo Ekitike

Liverpool er skv. fréttum kvöldsins að landa hinum franska Hugo Ekitike á um £82m frá Frankfurt. Hann er með £86.7m klásúlu og líklega er kaupverð eitthvað í grend við hana en þó án þess að virkja hana enda þyrfti þá að greiða alla fjárhæðina strax.

Þetta er vægast sagt gríðarlega spennandi 190cm franskur strákur sem er alinn upp hjá Reims. Ekitikie hefur undanfarin 4-5 ár verið ein bjartasta vonin í boltanum og fór til PSG árið 2022, fyrst á láni en sá díll var með kaup klásúlu sem var gegnið frá árið eftir. PSG var fullt af stjörnum með stórt egó þannig að Ekitike var lánaður til Frankfurt í febrúar 2024 og keyptur til þeirra um sumarið á €16,5m. Hjá Frankfurt sprakk hann út á síðasta tímabili, fyrst sem samherji og aðeins í skugga Omar Marmush en svo sem aðalmaðurinn eftir að Egyptin fór til Man City í janúar. Hann er aðeins með eitt alvöru tímabil að baki sem fastamaður í alvöru liði og ennþó nokkuð hrár. Það að Liverpool sé tilbúið að taka sénsinn á honum segir okkur að þarna er töluvert potential. Hann er bara 23 ára og því nákvæmlega á því aldursbili sem Liverpool vill vinna með í leikmannakaupum og vonandi á barmi þess að taka skrefið uppávið sem leikmaður, hann þarf þess hjá Liverpool.

Alexander Isak líka?

Leikmannagluggi Liverpool í sumar er þannig að maður veit varla hvað snýr upp og hvað niður. Ekitike virðist sannarlega vera að koma og varla er Liverpool að fara kaupa bæði hann og Alexander Isak í sumar fyrir nákvæmlega sömu stöðuna, er það? Isak til Liverpool sagan var nokkurnvegin að fjara út þar til í dag að Eddie Howe skildi Isak eftir heima og hafði ekki einu sinni í stúkunni í æfingaleik gegn Celtic. Howe segir það hafa verið til að vernda leikmannninn frá sviðsljósi fjölmiðla sem heldur litlu vatni enda var þetta eins og að setja olíu á eldinn. Það er nokkuð ljóst að hausinn á Isak er ekki 100% á Newcastle og miðað við fréttir undanfarna daga hefur Liverpool aldrei gefið alveg upp vonina á að landa svíanum.

Á sama tíma og Liverpool vann ensku úrvalsdeildina nokkuð sannfærandi og endaði efst í 32 liða riðlakeppni Meistaradeildarinnar var nokkuð auðveldlega hægt að finna holur í leikmannahónum og svigrúm til bætinga. Nýr stjóri með öðruvísi áherslur og leikstíll kallar auðvitað á nýja leikmenn í einhverjum tilvikum. Núna ætti heldur betur að vera uppsafnað svigrúm, Slot fékk ekkert að gera sl. sumar og félagið hefur oftast haldið að sér höndum undanfarin ár og nánast alltaf misst af stóra bitanum sem reynt var við undanfarna 3-4 tímabil.

One comment

  1. og félagið hefur oftast haldið að sér höndum undanfarin ár og nánast alltaf misst af stóra bitanum sem reynt var við undanfarna 3-4 tímabil.

    Þetta er hárrétt! En áður en einhverjir fara að misskilja og ætla halda þvi fram og sérstaklega í vetur að ef Isak kemur ekki missti Liverpool 5 árið í röð af stóra bitanum.

    Þá er hann komin í Wirtz. !

    Þetta með Isak er bara heiðarleg tilraun við mann með langann samning og í liði sel horfir á okkur sem risa keppinaut.

    Ef Isak kæmi værum við með 2 risabita og unnið nánast kraftaverk í sumar

    Hugo Ekitike er vissulega mjög spennandi
    En hann er hrár eins og þú Einar segir og eftir að Jóta lést og datt út úr myndinni.
    Þá er ég ekki að kaupa að félagið ætli að setja öll eggin í körfuna hjá jafn reynslulitlum manni.
    Ef hann deleverar ekki í vetur þá er Nunez eða annar í hópnum ekki að fara bakka hann upp að ráði.
    En Slot er taktískur anskoti svo ég held að hann sé með hugmyndir og pússli einhverju upp eins og með Gravenberch í fyrra.

    Svo þarf að leysa Diaz málið sem fyrst á einn eða annan hátt ásamt miðvarðarmálunum.
    Hvort sem konate verði áfram eða ekki. Þá er einn farinn og við þurfum backup.

    Það virðist vera svo mikið eftir af þessu en samt erum við meistarar.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Isak til Liverpool?