Uppfært: Liverpool sagt vera undirbúa tilboð í Isak

Isak vill fara frá Newcastle

Uppfært: Hlutirnir gerast hratt í dag – Liverpool sagt vera undirbúa tilboð í Isak

Isak vill augljóslega fara frá Newcastle og fór ekki með í æfingaferð félagsins af þeim sökum, hann hefur tilkynnt félaginu að hann vilji fara. Eftir að þær fréttir komu hefur komið hver vísbendingin á fætur annarri að þetta sé eitthvað sem var ekkert að byrja bara í dag heldur sé búið að vera í vinnslu í einhvern tíma. Það að Isak taki þessa ákvörðun gæti sett pressu á Newcastle sem hingað til hafa alltaf sagt að hann sé ekki til sölu.

Núna er verið að orða Wissa frá Brentford við Newcastle og að það sé langt komið, eins eru þeir núna sagðir í viðræðum við Leipzig um Sesko sem væri nokkuð augljós leikmannakaup í staðin fyrir Isak. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist bara eftir hádegi í dag vegna þess að Isak tilkynnti í morgun að hann vilji fara.

Hann hefur verið orðaður við Al Hilal í Saudi Arabíu en fréttir í dag herma að hann hafi engan áhuga á að fara þangað. Eins er Chelsea ekki sagt vera með í þessu kapphlaupi þó þeir hafi sýnt honum áhuga í fyrra. Chelsea er búið að kaupa Pedro og Delap auk þess að eiga Jackson. Ekki að það myndi endilega stoppa Chelsea. Liverpool virðist vera eitt í þessum viðræðum sem eins bendir til að þetta sé komið lengra en hefur hefur verið upp. Þannig að þetta hreinlega gæti bara alveg verið að gerast. Spáum aðeins í stöðunni ef af verður:

Þrátt fyrir að Liverpool hafi keypt Ekitike í þessari viku er alls ekkert galið að Isak sé þrátt fyrir það ennþá á óskalistanum. Það þarf nefnilega að fylla skarð þeirra sem fara. Liverpool má alls ekki fækka í sóknarlínunni í sumar eða gefa afslátt á gæðum. Salah fer sem dæmi á AFCON og missir úr sex leiki sem gera þarf ráð fyrir. Peningahliðin á ekki heldur að vera vandamál, bæði á Liverpool töluvert svigrúm hvað PSR reglur varðar auk þess sem þá á eftir að selja nokkra stóra bita.

Breytingar á hópnum:

Wirtz > Elliott = Töluverð bæting og hentar Slot mikið betur

Ekitieke > Jota = Kannski svipuð gæði en mun hærra þak hjá Ekitike og vonandi minni meiðsli

Frimpong > Trent = Hraði vs. Sendingar. Auðvitað ekki jafn góður leikmaður en hentar vonandi Slot ekki síður vel.

Kerkez > Tsmiikas = Rosaleg bæting ef svosem hvort sem Kostas fer eða ekki

Isak > Nunez = Töluvert upgrade ef af yrði og litlu minna statment en kaupin á Wirtz. Gleymum samt ekki að ef Nunez er að fara þarf að koma annar í staðin.

? – > Diaz og Chiesa = Það þarf jafnvel einn enn til ef Diaz og Chiesa fara líka. Eðlilegt væri að ná í þá leikmenn úr hópnum, Doak eða Rio sem dæmi. Draumurinn væri samt að hjóla bara í Rodrygo frá Real líka. Fofana eins verið orðaður og raunhæfari kostur

Mamardashvili > Kelleher = Töluverð bæting á hópnum og líklegri til að verða framtíðarmarkmaður Liverpool

Nýr miðvörður > Quansah = Ef Liverpool klárar t.d. Guéhi er það töluverð bæting m.v. Quansah. Það þarf samt klárlega einn miðvörð í viðbót.

Þetta eru rosalega spennandi breytingar á pappír og nánast allt bæting á hópnum frá síðasta tímabili fyrir utan Trent. Nettó eyðslan verður heldur ekkert svo galin m.v. hvað flest önnur topplið hafa verið að gera undanfarin á og þá leikmenn sem Liverpool er líklega að fara selja. Það þarf líka að eyða aðeins rúmlega í ljósi þess að Trent fór á nánast frjálsri sölu og Diogo Jota féll frá.

__________________________________________________________

Leikmannagluggi Liverpool þetta sumarið er nú þegar orðin sögulegur. Ívar Örn var að kynna okkar nýjasta leikmann Hugo Ekitike sem spilar sem sóknarmaður í gærkvöldi. Maður hefði haldið að kaupin á Ekitike myndu drepa endanlega vonina um að Liverpool kaupi Alexander Isak frá Newcastle líkt og orðrómur hefur verið um í allt sumar, en sú von lifir ennþá góðu lífi.

Isak er að taka öll helstu trkkin í bókinni fyrir leikmann sem vill fara. Eddie Howe skildi hann eftir heima þegar Newcastle spilaði við Celtic. mætti ekki einu sinni á leikinn. Hann sást æfa einn um daginn (vegna “meiðsla”) og svo var hann skilin eftir í Englandi í gær þegar Newcastle flaug til Asíu í æfingaferð, smávægileg meiðsli eru ástæðan en samt svo lítið að þau koma ekki fram á myndum, immitt! Svona “meiðsli” kallast Coutinhoitis.

Núna áðan kom svo loksins frétt um að Isak vill skoða möguleika sína á að fara annað í sumar…

Þetta þýðir ekkert endilega að hann sé að koma til Liverpool, kannski eru Liverpool ekkert að spá í að setja ofur pening í hann eftir kaupin á Wirtz og Ekitike en það hefur sannarlega enginn útilokað Liverpool ennþá, þvert á móti er Liverpool eina liðið sem hefur alltaf verið í þessari umræðu af einhverri alvöru.

Öll önnur sumur myndi maður mæla með að halda væntingum í lágmarki hvað þennan díl varðar, en í sumar. Ahverju ekki bara kaupa Isak líka?

31 comments

  1. Ef Isak kemur þá förum við bara að nálgast svona meðal Chel$ea glugga þegar kemur að upphæðum! Spennandi!

    3
  2. ef Liverpool kaupir Isak á 138 m (tala tekin af netinu og bara milliverðs ágiskun frá 120 – 150 sem talað er um )
    Er félagið búið að eyða 433,5 m í sumar. Deilum því í 5 þá er eyðslan 86,7 á þessu rekstrar ári.
    Það var listi að Liverpool nætti fara upp í 75m
    Quansah var seldur á 30 m [5] add ons sem telur ekki núna
    Svo félagið stendur í 56,7 mínus eftir þá sölu
    46,7 eftir þessar 10 frá TAA
    Svo þetta er vel gerðlegt hjá Liverpool bókhaldið stendur svo svakalega vel hjá félaginu.
    ATH hagnaður er ekki reiknaður inn í þessar tölur sem mun hækkaverulega í ár.

    Heildar sölur Liverpool frá Janúar
    Jarell Quansah £30–35?m
    Caoimhín Kelleher £20?m
    Nat Phillips £5?m
    Sepp van den Berg £20?m
    Rhys Williams £3?m
    Leighton Clarkson £4?m
    Billy Koumetio £2?m
    Samtals ~£84–89?m

    Liverpool virðast hafa undirbúið þessar fjárfestingar með góðum rekstri síðustu ára og lítilli eyðslu og mörgum minni sölum næstu ára.

    Ef Elliott,Chiesa,Nunez, og tala nú ekki um Diaz.
    Verða svo allir seldir. Ekki viss í þessum glugga allir yrði fjárhagslega ekki rétt að gera það.

    En ef 2 af þessum mönnum fara á háar upphæðir þá eru Kaup á Isak ekkert neitt sem ætti að hræða menn útaf eyðslu. Félagið er virkilega vel stætt.

    9
    1. Nýtt PSR ár hófst 1. júlí. Quansah skrifaði undir hjá Leverkusen 2. júlí,

      Í raun getum við reiknað Wirtz, Kerkez og Frimpong inn í bókhald síðasta árs.

      Staðan á nýja 25/26 árinu er:

      Inn
      Ekitike £69m + 10m

      Út
      Quansah £30m +5m

      3
      1. Maður skyldi áætla að liðið gæti eytt um 200 milljón pundum umfram sölur á nýju PSR ári.

        3
      2. Þó árlegur ársreikningur sé oft gefinn út í júní/september og sé sagður ná yfir tímabil eins og 1. júní 2024 – 30. maí 2025, þá miðast PSR og fjárhagslegt mat alltaf við opinbert bókhaldsár félagsins – og það er 1. júlí til 30. júní.

        Þetta er ekki mjög einfalt :). En best er að skoða ársreikninga. Og 24-25 er komin frá LFC.
        En liverpool er byrjað að afskrifa td wirtz 20.jún afskrift sem kemur inn 25-26 ásamt næstu mánuðum

        2
  3. Ef hann vill vera áfram í ensku deildinni þá eru svo sem ekki mörg félög sem myndu ráða við svona eða eru á höttum eftir svona sóknarmanni.

    Það er Liverpool, united og ég set svo chelsea hérna líka því að þeir virðast hafa áhuga á flest öllum leikmönnum, menn fara bara beint á sölulista þar með 7-8 ár eftir á samningum.

    2
    1. United? Eiga engan pening og hafa ekkert aðdráttarafl. Þeir eru í mestu vandræðum með að kaupa menn. Hvað þá 150 milljón punda mann.

      5
  4. Spurning hvort einhver önnur lið í Evrópu geti boðið 120+m.

    Það virðist aldrei vera hægt að útiloka Chelsea og Real Madrid, en að öðrum kosti sé ég einunigs Sádana koma að borðinu ásamt Liverpool.

    Liverpool voru greinilega búnir að sannfæra Isak um að koma þegar þeir hófu umræðurnar.

    Ég held að Newcastle séu nauðbeygðir til að selja. Þeir eru í PSR basli og geta lítið hreyft sig á leikmannamarkaðnum. Það að þrefalda laun Isak myndi gera þeim ennþá erfiðara fyrir varðandi PSR regluverkið.

    Eddie Howe virðist einnig vera skynsamur og vill ekki hafa óánægðan leikmann í hópnum.

    Svo er spurning hvort Newcastle myndu íhuga að taka Elliott eða Nunez upp í kaupin.

    Wirtz, Kerkez og Frimpong tilheyra síðasta PSR ári. Salan á Quansah tilheyrir nýja PSR árinu.

    Liverpool geta auðveldlega reitt fram þessar 120m og meira til.

    Nunez, Diaz, Elliott, Doak, Morton, Tsimikas, Chiesa gætu gefið um 200 til 250m í kassann.

    3
  5. Þetta er einn sá svakalegasti og mest spennandi gluggi í manna minnum!

    Takk Fannar og sófinn fyrir að fara yfir tölfræðina í kringum þessi kaup og PSR fræðin þar á bakvið!

    YNWA

    8
    1. Minnsta mál.
      Maður hefur örlítið lært fjármálalæsi.
      Og fótbolti er áhugarmál
      Og PSR er eins og kínverska.

      Það pirraði mig mikið og ég skildi lítið í þessum kaupum hjá t.d liðum eins og Chelsea.
      Svo maður fór í kaf að reyna fatta þetta.
      Þetta er í raun bara árskýrslulæsi og svo eru þessi PSR þök.
      Afskriftir á eignum er þekkt númer og fótboltamaður er bara eins og bíll,tölvunúnaður,vél í bókhaldi eða öðrar skammtíma eignir.

      Eina sem við getum ekki 100% treyst þegar við förum yfir þetta eru tölurnar, söluverð og kaupverð. Þær geta verið rangar eða bónusar sem reiknast ekki inn á ákveðnu rekstrar ári. Svo mögulega er villa í útreikningum.
      En strúkturin er réttur
      Og Liverpool eru í virkilega flottum rekstri.

      Eina sem við getum ekki fullkomlega treyst

      5
  6. Afhverju ekki að bjóða aðdáendum Newcastle að sjá Isak og Ekitike splia saman? Það var þeirra draumur. Ég vil fá Isak með 50 mörk í öllum keppnum.

    20
  7. Ég held Nunez væri flottur í Newcastle. Áhangendur á St. James’s Park ættu að muna vel eftir honum. Ég gæti alveg sætt mig við hann færi upp i kaupverðið. Ef það væri það sem þyrfti til að koma Isak yfir línuna.

    Eins mikið og ég held með Nunez þá trúi ég því ekki hann eiga mikla framtíð í Liverpool. Hvorki Klopp né Slot virðast hafa náð honum almennilega í gang.

    Helst vil ég samt sjá Nunez í Napoli.

    7
  8. Þessi gluggi er nú þegar orðinn frábær og þó ég þori ekki að búast við að Isak komi líka til Liverpool, þá má alveg dreyma..
    Ef Slot nær að stilla þessa leikmenn saman, þá verður Liverpool illviðráðanlegt næstu árin..

    4
  9. Þetta er mjög merkilegur gluggi hingað til, ég ætla að geyma “frábær gluggi” merkið aðeins lengur því svona miklar breytingar taka yfirleitt tíma, þeas, margir leikmenn að koma inn, og aðeins seinna líklega nokkuð margir á útleið. Það verður erfitt fyrir Slot að koma öllum sínum áherslun osfrv á framfæri hugsa ég mv hópinn sem hann hafði í fyrra og breytti litlu. Ég er ekki sannfærður um svona “all-in” glugga, en vona að Liverpool stjórnendur viti hvað þeir eru að gera, þeas fjármálalega líka.

    2
  10. Ég er ekki í nokkrum vafa að Liverpool á eftir Ísak. Vandamálið er ekki peningarnir eða að leikmaðurinn vilji ekki koma, heldur sú einfalda staðreynd að Newcastle vilja ekki selja hann til okkar. Frekar í aðra deild eða fá hann til að semja aftur.

    Við könnumst við svona vesen.þetta var svipað þegar Sterling eða Súarez voru seldir. Þá þvinguðu þeir fram sölu. Núna erum ivð hinum megin við borðið.

    4
    1. Þá er spurning hvaða lið í öðrum deildum séu tilbúin með 120-130 milljón punda?

      Auðvitað vilja Newcastle ekki selja til Liverpool. Ekki frekar en Liverpool vildu selja Torres til Chelsea á sínum tíma.

      Ég er búinn að kíkja á nokkur live stream í dag og Newcastle aðdáendur eru á einu máli um að selja hann og telja sig gera þokkalega díl með að losna við óánægðan leikmannn og fá Sesko plús 50 millur.

      Svo er það auðvitað Eddie Howe. Sá er grjótharður og rak Isak heim fyrir Celtic leikinn og bannaði honum að fara til Sigapore.

      Þessi saga um meiðsli átti ekki við nein rök að styðjast.

      Höfum í huga að Newcastle eru að fá toppverð fyrir leikmanninn.

      Þess utan er vissuelga áhyggjuefni fyrir öll lið hvernig leikmenn geta þvingað svona sölur í gegn. Isak er einfaldlega að fara svipaða leið og Gyokerez.

      1
  11. Eftir söluna á Suárez leit Liverpool til Sanches sem var þá á förum frá Barcelona. Rodgers og co. mættu á HM þar sem hann lék en gáfu sér ekki tíma til að funda með honum og hans fólki. Wenger var aftur á móti með úthugsað plan, átti í miklum samskiptum við hann, og það fór líka svo að kappinn endaði hjá Arsenal og var mögulega einn besti leikmaður þeirra frá því að Henry var og hét. Það hefði nú heldur betur munað um hann í liðinu okkar, þegar Suárez var á bak og burt!

    Nú sjáum við að vinnubrögðin eru orðin miklu betri hjá okkar liði. Þarna virðist vera búið að stilla Newcastle upp við vegg og hálfpartinn þvinga þá til að leyfa honum að fara. Þeir hafa augljóslega unnið heimavinnuna sína.

    Ef hann endar í okkar röðum þá vonandi: 1) helst hann sæmilega heill, 2) leikur hann líka til baka, og hjálpar til í vörninni/pressunni 3) afsannar þá kenningu að liðið þurfi ekki hreinræktaða níu!

    1
  12. Það væri gaman að hitta Klopp í nokkra bjóra núna. Maðurinn byggði upp þetta lið og svo kemur Slot og vinnur deildina og fær 400m til versla.

    7
    1. Spurningin er fékk hann ekki að versla leikmenn eða vildi hann ekki kaupa í það minnsta þá vekur það athygli hvað eigendurnir eru viljugir núna að kaupa dýra leikmenn sem ég að sjálfsögðu fagna þótt það sé ekki endilega ávísun á árangur þótt maður voni það besta.

      3
      1. Tek það fram að ég var ekki að segja Klopp samgleðjist ekki okkur stuðningsmönnum, leikmönnum og Slot. En svona séð frá mínum bæjardyrum þá átti hann svona innilega skilið eitt svona alvöru sumar. En kannski, og bara kannski var samtalið milli Klopp og FSG ekki eins gott og milli FSG og Slot.

        Þess vegna segi ég það væri gaman að ræða málin yfir bjór með meistara Klopp. Maður þarf að vera bindindismaður til að vilja það ekki.

        Áfram Liverpool!!!!

        5
  13. Eru menn í alvöru tilbúnir til að kaupa Ísak fyrir meira en 120m punda?? Gyokeres að fara fyrir helminginn af þeirri upphæð.???Ég hefði haldið að það vantaði back up miðvörð?? Á Andy Robertson að verða back up hafsent?

    2
    1. Ef að eigendur Liverpool vilja borga 120-130 miljónir fyrir Isak þá er mér sama, þetta er auðvitað rosalegur peningur en þetta er líka leikmaður sem að er algjör game chancer,
      Gyokeres þekkir svo sem ensku deildina eftir að hafa spilað 2021-2023 fyrir Coventry í neðri deildunum en Isak er premier league proven og yngri en Gyokeres

      Ég held samt að eigendur Newcastel muni ekki selja hann til Liverpool

      1
  14. Daginn

    Ég bara verð að vekja athygli á því að margir hér hafa verið að bölva FSG í sand og ösku undanfarin ár og fundið þeim allt til foráttu. Ég og einhverjir fleiri hafa haldið uppi vörnum fyrir þá og bent á staðreyndir um það að ekkert fé hefur verið tekið úr klúbbnum undir þeirra stjórn og félagið ákaflega vel rekið og mikil uppbygging átt sér stað.

    Nú koma menn fram með hvað staða félagsins sé góð og að við getum gert allskonar frábæra hluti… Við erum meistarar og getum bætt liðið verulega án einhverra vafasamra bókhaldsæfinga ólíkt flestum öðrum liðum.

    Þessir eigendur hafa verið klúbbnum frábærir og því ber að fagna!

    13
  15. Er einhver sem veit eitthvað um hvort við fáum eitthvert tryggingarfé fyrir Jota? Kannski óviðeigandi spurning.

  16. Þungavigtin

    Sérfræðingar að eigin sögn en líkja okkur við city og að það þurfi að rannsaka þessa eyðslu hjá liverpool. Held að flestir sem hafi smá áhuga á fótbolta viti að þetta sé allt eftir bókinni !!!

    0
  17. Crystal Palace er að spila við Crowley er staðan 3-0 fyrir Palace
    Allar helstu stjörnur CP eru með
    Nema Marc Guéhi er hvergi sjáanlegur. Þrátt fyrir að þeir byrjuðu leikinn með þrjá hafsenta
    N.clynie byrjaði td þennan leik.
    Ekki eru neinar upplýsingar um hvort
    Marc Guéhi sé meiddur til að mynda tók hann þátt í leiknum við Milwall um daginn.
    Ttansfermarkt hefur sett yfir 70% að hann sé á leið til Liverpool ánn þess að ég viti hvað þýðir nkl eða hversu áreiðalegt það er.

  18. Varð að flétta þessu upp og þetta er kómískt rant hjá þremur bitrum utd fans. Maður skellti bara uppúr. Eigum bara að grjóta varðandi 115 og rannsaka þyrfti lfc. Og svo í einhverju panikki að lfc hlaupi ekki með epl þá er Ars með svaka lið sko. Mike kallinn fær væntanlega kjánahroll ef hann hlustar aftur á sjálfan sig. Þetta var next level biturleiki. Mæli með að hlusta, min 53:20.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hugo Ekitike til Liverpool