Isak keðjan að leysast?

Liverpool gerði tilboð í Alexander Isak núna fyrir helgi sem var umsvifalaust hafnað af Newcastle, bæði er tilboðið undir væntingum og verðmiða Newcastle og eins þar sem þeir hafa ekki tryggt sér arftaka Isak sem þarf að gerast áður en þeir heimila sölu á honum.

Þannig að þetta er smá að verða eins og dæmigerð fasteignakeðja sem þarf að ganga upp á öllum vígsstöðvum. Það hjálpar málinu alls ekki að það eru algjörir viðvaningar að stjórna Newcastle þessa stundina og ráða bókstaflega ekki við að kaupa leikmenn þrátt fyrir að vera með ríkustu eigendur í íþróttaheiminum á bak við sig. Það að liðið tryggði sér aftur sæti í Meistaradeildinni hefur ekki heillað marga virðist vera.

Newcastle gerði þó tilboð í dag í Sesko frá Leipzig og takist þeim að landa honum ætti leiðin að verða miklu greiðari fyrir Liverpool að landa Isak. Vandamálið með Sesko er að það eru fleiri lið sem hafa áhuga á honum og eitt þeirra en Man Utd sem gæti flækt málið geri þeir tilboð. Það að Newcastle bjóði í Sesko bendir samt vonandi til að þeir séu eitthvað búnir að klára heimavinnuna áður. Man Utd er nú þegar búið að kaupa tvo sóknarmenn og þarf líklega að losa sig við Hojlund og/eða Zirkzee áður en þeir hjóla í Sesko í sömu stöðu. Þar fyrir utan eiga þeir eftir að losa Sancho, Garnacho og Anthony. Að því sögðu þarf Leipzig ekkert að selja leikmenn og ætla ekkert að gefa Sesko frá sér.

Newcastle eru líka að reyna landa Wissa frá Brentford, þar er svipuð staða og hjá Isak, leikmaðurinn er staðráðinn í að fara og setur mikla pressu á félagið að heimila söluna en tilboð Newcastle er ekki nógu gott að mati Brentford, þeir þurfa heldur alls ekki að selja fleiri leikmenn.

One comment

  1. Ég efast um að Man Utd geti gert fullnægjandi kauptilboð í Sesko. Þeim gengur illa að losa leikmenn. Meira að segja held ég að þeir séu nauðugir til að selja fleiri leikmenn til þess að Mbeumo kaupin lendi réttu megin mið PSR regluverkið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Æfingaleikur gegn Yokohama