Fyrsta uppstilling tímabilsins komin, og Slot er að tefla fram allnokkuð breyttu liði frá síðasta leiknum í vor – sem var einmitt líka gegn Palace. Við áttum svosem von á því, svona í ljósi þess hvernig kaupin á eyrinni hafa gengið fyrir sig í sumar. Semsagt:
Bekkur: Mamardashvili, Robertson, Endo, Mac Allister, Nyoni, Elliott, Chiesa, Doak, Ngumoha
Semsagt, enginn Gravenberch í hóp, talað um að konan hans sé komin á steypirinn. (Ótrúlegt tillitsleysi gagnvart okkur stuðningsmönnum hjá leikmönnum að plana fengitímabilið ekki betur en þetta).
Þá er Tsimikas ekki í hóp heldur, eitthvað talað um áhuga Forest á honum. Skyldi þó aldrei fara þannig að Forest endi með bæði vinstri og hægri bak sem fyrrum Liverpool menn?
Tölfræðin ku víst ekki vera okkar mönnum í hag varðandi sigurlíkur, þ.e. það eru víst oftar bikarmeistararnir sem fara með sigur af hólmi í þessum leikjum. En á móti kemur svo að sigurvegari þessa leiks er sjaldnast að vinna deildina í framhaldinu. Þetta er allt bara tölfræði, svo við spáum sigri í dag og í vor.
KOMA SVO!!!!!
Guehi er n.b. í byrjunarliði hjá Palace í dag, og fyrirliði þar að auki.
Gravenberch er í feðraorlofi, honum fæddist barn í gærkvöldi.
Er einhver með link á leikinn?
Ekitike !!!!
Mikið asskoti var þetta magnað mark hjá nýliðanum !
Mögnuð byrjun
Soft víti
Meirihluti víta eru soft.
Hver man eftir að Allison hafi varið víti.
20min
Frimpong!! Þvílík sending ? Mark
Nýliðarnir að sanna sig.
Trent hvað
Ótrúlega fallegt að sjá Liverpool skora mark á 20stu mínútu.
Diogo Jota, gone but never forgotten! YWNA
Þvílíkt upgrade á Nunez. Ekitike lítur vel út
Ekitike, Wirtz, Szobo, Frimpong – þvílík vél!
Sælir félagar
Chris Kavanagh mætti sýna meira jafnræði í dómgæslunni. Spjöld og aukaspyrnur á Liverpool leikmenn en ekkert dæmt fyrir það sama á Palace leikmenn. Þetta er að vísu ekkert nýtt í enska boltanum að leikmenn Liverpool fái lítið frá dómurum nema jafnræðislausa dómgæslu. Að því sögðu hefa okkar menn verið klassa betri og eig forustuna skilið. Ekitike og Frimpong með skemmtileg mörk báðir og Virgil óheppin í þessri vítaspyrnu sem alveg var hægt að sleppa en Chris Kavanagh greip hana fegins hendi. Wirtz búinn að vera mjög góður og tengja menn vel saman og Kerkez flottur en Salah ósýnilegur nánast.
Það er nú þannig
YNWA
Það er ekki mikið út á hann að setja ef maður tekur afsér Liverpool gleraugun
Hvernig dettur mönnum í hug að setja Chris Kavanagh manu sem dómara í þessum leik, það sést alla leið hingað á klakan hvar hann er
Hægri kantur mjög opinn.
Salah heillum horfin
Ekitike engin smá uppfærsla í 9unni.
Spái því að Konate fari á bekkinn með gula spjaldið en hver kemur inn í miðvörðinn?
Ég var einmitt að hugsa það að Liverpool litu út fyrir að vera hættir að nenni þessu.
Það er sð koma a daginn með dómarann, það var brotið á Gapko.
Týpískir enskir dómarar að reyna að skemma fyrir Liverpool. Og getið hver er í VAR herberginu.
Liverpool hefði getið fengið á sig hendi víti. VAR bjargaði Mac Allister.
Við erum á hælunum.
Frekar þungir í seinni tökum þetta í vító
Sælir félagar
Seinni n jafnslakur og sá fyrri var góður. Ennþá æfingaþyngsli í mannskapnum ennþá.
Það er nú þannig
YNWA
Kerkez útaf meiddur ?
Held þetta hafi verið taktísk skipting.
Salah mun vilja gleyma þessum leik sem fyrst úff
Shit hvað þetta er lélegt.
Eru þeir að nenna þessu ? hvað er að gerast í þessum vítum hjá þeim
Djufull er þetta lélegt
Jæja ekkert við þessu að gera.
Frekar lélegur leikur hjá okkur.
1. Við vinnum ekki deildina nema við bætum varnarleikinn.
2. Við þurfum að halda áfram keyrslu og klára leiki. Féllum niður í algera lognmollu á löngum köflum.
3. Nýju mennirnir eru ferskir.
4. Fannst Gakpo ekki góður í leiknum (en fannst samt brotið á honum þegar Palace skora seinna. markið). Hefði viljað sjá Rio koma inn. Án vafa hefði Diaz komið inn ef enn í hópnum.
5. Szobo var alltof kærulaus með boltann oft þegar hann var aftarlega.
6. Salah og Virgil báðir frekar slakir. Vona veit það ekki á neitt til lengri tíma
Held að Arsenal hafi forskot á okkur til að byrja með í deildinni. Breiðari hóp sem er betur samstilltur og betri vörn, þó að við höfum sennilega betri einstaklinga í fleiri stöðum en þeir.
– YNWA
Jæja þannig fór um sjóferð þá. Ekki mikill stæll yfir Liverpool í seinni og svona andleysi er bara ekki í boði. Salah þarf aldeilis að hysja upp um sig buxurnar, hrikalega lélegur í þessum leik. Annars bara gaman að sjá nýju leikmennina sem stóðu sig vel.
YNWA
Bara eitt orð yfir þennan leik. Lélegt. Skástu menn Allison og Kerkez. Fyrstu 20 mín sæmilegar. Lítið flæði, 2-3 skotfæri illa nýtt, vörnin herfileg. Letilegt, líflítið og lint. Vonandi hristir þetta upp í mönnum. Alveg sama hvað margir menn eru keyptir, menn þurfa að leggja sig fram og mæta með hausinn rétt skrifaðar á í alla leiki.