Liðið gegn Bournmouth

Það er komið að þessu, fyrsti leikur tímabilsins og það er ekkert í liðsvali Slot sem kemur á óvart.

Gravenberch er í banni svo inn kemur Mac Allister, sem er virkilega jákvætt. Það eru svo fjórir leikmenn sem spila sinn fyrsta leik með Liverpool í úrvalsdeildinni, Frimpong, Kerkez, Ekitike og Wirtz.

 

Líst vel á þetta lið og er bjartsýnn.

Koma svo!

YNWA

#20

55 comments

  1. Gott að sjá Gomez á bekk. Vonandi fá þeir Nyoni, Ngumoha og Chiesa einhverjar mínútur á grasinu.

    3
  2. Jæja. Eftir söluna á Trent og Diaz þá finnst mér eins og þetta byrjunarlið sé á pari við liðið sem vann deildina. En var ekki nægilega sannfærandi eftir áramót.

    Að því sögðu, allt spennandi kaup í þessum sumarglugga. En menn þurfa tíma sem er ekki beint mikið af í ensku deildinni.

    Þetta ætti að heita góður leikur til að byrja á. Spái þvi við höldum hreinu. Aðallega vegna þess ég vona það. Og skorum tvö.

    2-0 sigur, Salah úr víti og Ekitike með skallamark.

    KOMA SVO!!!

    4
  3. Peysutog dæmt á okkur, held að það hafi verið rétt. En þá á herra dómari líka að dæma á öll peysutog

  4. Frábær byrjun á mótinu. Leifturhraður leikur. Wirtz á eftir að finna taktinn. Búinn að vera svolítið úr sambandi við hina. Eketike, Frimpong og Kerkez frábærir!

    Viðbúið að líðið þurfi að stilla sig betur saman! Þetta kemur.

    Vinnum 2-0.

    3
      1. Sammála með Kerkez, hann hefur ekki verið að heilla so far. Virkar stressaður en maður sér potential þarnar. Það mun taka tíma að finna taktinn. Margir nýjir leikmenn. En Ekitike að heilla klárlega. Er Isak ofaukið?

        1
  5. Þessi hendi á 12 mínútu. Ég er ekki búinn að jafna mig því rugli. Og gaurinn í hjólastólnum, var hann fjarlægður?

    Hrikalega skemmtilegur fyrri hálfleikur og Liverpool heppnir að vera ekki búnir að fá á sig mark.

    4
    1. Ég missti af fyrstu 20 mín. Hvaða hjólastólagaur? Og hvað var með VAR – var skorað og dæmt af?

      1
      1. Hjolastolagaur með eh racsist comment á leikmann bournemouth halda menn en ekkert staðfest

        1
      2. Nei hendi á leikmann bourne þegar Hugo var að sleppa i gegn VAR hefði átt að senda domara að skjá og þa er það rautt held ég

        3
      3. Mæli með því þú kíkir á þetta atvik. Og hafir í huga þetta var í stöðunni 0-0. Óskiljanlegt að VAR hafi ekki skoðað það.

        2
    1. Váá hvað ég fékk sterkt á tilfinninguna við fyrstu snertingu Gakpo við horn vítateigsins að eitthvað væri að fara að gerast.

      Hann er farinn að búa til sömu væntingar þeim megin í vítateignum og Salah hefur gert í nokkur ár.

      1
  6. Wirtz er orðinn mjög þreyttur. Hissa að hann sé áfram inná. En maður sér alveg gæðin í þeim manni.

    2
    1. Ok, viðurkenni að ég hef ekki náð að fylgjast með honum nákvæmlega í dag.

      En sé það tilfellið, þá held ég því fram (auðvitað eftirá) að það hefði verið sniðugt við brotthvarf Milners að semja um að hann mætti í hina árlegu haustþrekmælingu, bara til að leggja sífellt yngri mönnum línurnar til framtíðar.

      1
  7. Jæja…..hvað er hægt að segja. Við erum bara á hælunum í seinni. Erum yfir en leggjum samt allt í sóknina og fáum hraða sókn í bakið. Ætlum seint að læra að klára leiki
    YNWA

    1
  8. Þarf ekki að ráðast á boltann til að vinna hann?? Hvaða aumingja varnarleikur var þetta.

    2
      1. Já bara taka brotið á sig. Gult spjald og hægt að stilla upp í vörn.

        1
    1. Varnartengiliður kominn inn í teig og enginn til að stöðva upphlaupið. Væntanlega á það að vera Endo en hann skortir hraða.

  9. Semenyo gerði þetta vel.

    En þessir tveir leikir á móti Palace og svo Bournemouth í dag lofa ekki góðu ef markmiðið er að verja titilinn.

    2
  10. að horfa á leiki með liverpool er GÓÐ SKEMMTUN!

    Frábær leikur. Opinn og hraður og öskubuskuævintrýri Chiesa í lokin!

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Giovanni Leoni kominn (Staðfest!)

Liverpool 4-2 Bournmouth