Mörkin
1-0 Ekitike, (37.mín)
2-0 Gakpo (49. mín)
2-1 Semenyo (64. mín)
2-2 Semenyo (76. mín)
3-2 Chiesa (88. mín)
4-2 Salah (94. mín)
Hvað réði úrslitum
Sóknarleikur Liverpool “beilaði” vörnina og miðjuna út úr þessum leik. Vantar vissulega aðeins uppá breiddina en það er svo svo dýrmætt að geta fengið menn inn af bekknum sem breyta leikjum. Það er langt síðan ég hef vonað svona innilega að einhver myndi meika það á Anfield eins og ég geri með Chiesa – svo þegar þetta fór inn hjá honum á 88 mínútu og söngurinn og lætin á Anfield í kjölfarið…. vertu velkominn aftur enski boltinn, þar sem ég hef saknað þín!
Hvað þýða úrslitin
Það er mjög einfalt, þrjú stig. Þetta var alltaf að fara vera erfitt og tilfinningaríkt kvöld. Ekki bara að það hafi verið 4 nýir leikmenn í byrjunarliðinu með það stress og annað sem því fylgir heldur var þetta auðvitað fyrsti keppnisleikurinn á Anfield eftir fráfall Diogo og Andre – skilst líka að kona hans og börn hafi mætt á völlinn. Það sást á Salah í lokinn að leikmennirnir eru ennþá að syrgja. Maður tekur bara ofan fyrir þeim að geta mætt, spilað og kallað fram svona endurkomu á svona kvöldi og við þessar aðstæður.
Hvað hefði mátt betur fara?
Maður þarf að varast að ætla að greina fyrsta leik tímabilsins of mikið, sérstaklega við þessar aðstæður. Það verður samt ekki annað sagt heldur en að við séum að horfa uppá sama vandamál og við sáum í æfingarleikjunum í sumar. Holningin á miðjunni er ekki góð og við erum alltof opnir fyrir skyndisóknum. Hvernig Bournmouth kemst 4 á 2 eftir að við missum boltann við vítateig þeirra í stöðunni 2-1 er rannsóknarefni útaf fyrir sig og alveg ofboðslega mikill dómgreindarbrestur hjá miðjunni.
Wirtz var dapur í dag, Mac Allister ekki kominn í stand og var svolítið off-pace. Vörnin í heild sinni var léleg, Virgil átti að geta betur í fyrsta markinu, Konate leit mjög illa út í því seinna og Salah var alls ekki góður í 70-80 mínútur í dag – en poppaði svo upp og kláraði þetta eins og honum einum er lagið.
Næsta verkefni
Það eru alveg 10 dagar í næsta leik og það er mánudagsleikur. Mér finnst ekki ólíklegt að það bætist 2 leikmenn við á þessum tíma, stóra spurningin er bara….. í hvoru liðinu verður Isak þegar við mætum á St James Park 25 ágúst? Spilar eflaust ekkert, sama hvernig þetta fer en það er alveg ljóst að okkur vantar enn sóknarmenn.
Þar til næst
YNWA
#20
Já, Kisi malaði þetta!
Salah hérumbil versti maður liðsins allan leikinn…
og svo þetta snilldarmark með vondu löppinni. Hann ÆTLAÐI sko að skora fyrir Jota!
Hver veit nema fráfall Jota hafi einmitt átt sinn þátt í að Salah var ekki upp á sitt besta? En svo þegar hann fattaði að það væri nú eða aldrei að skora í þessum leik, þá áttu varnarmenn Bournemouth einfaldlega aldrei séns.
Salah þarf að skora þrjú mörk i viðbót til að komast í fjórða sætið yfir þá leikmenn Liverpool sem skorað hafa flest mörkin. Billy Liddell er núna í fjórða sætinu. Ian Rush er auðvitað efstur á þessum lista og annar er Sir Roger.
Ertu ekki að skoða einhver gömul gögn? Skv. LFC History (https://www.lfchistory.net/Stats/PlayerGoalscorers), þá er hann kominn í 3ja sætið, og gerði það á síðasta tímabili.
Skyldi hann ná því?!? 🙂
Alvöru skemmtun. Og stemningin eftir þriðja markið.
Það hefði nú varla verið hægt að biðja um betri menn til að skipta milli sín mörkunum í dag.
En þrátt fyrir sigur sitja eftir smá áhyggjur varðandi varnarleikinn. Ekki hægt að fá á sig tvö mörk í leik og það a móti Palace og Bournemouth. Með fullri virðingu fyrir þeim ágætu liðum.
Vonandi verður Gravenberch tilbuinn í Newcastle leikinn. Svo er rosaleg dagskrá hjá Liverpool, nánast allt stórleikir næstu mánuði. Þvílík veisla!
VAR 1 – 0 Liverpool (strax lentir umdir)
Ég var ekki að fatta neitt þessar skiptingar fyrir utan Chiesa en það er gaman að fá sokk í lok leiks.
Er virkilega ánægður hvernig Chiesa svaraði kallinu og Salah kláraði þetta svo.
Ekitike frábær í fyrri
Það er ekki yfir miklu að kvarta þegar að menn svara svona!
Sigurinn frábær … liðið ryðgað … verður bara betra … spennandi tímabil framundan
Sælir félagar
Ég er ekki sammála um Salah en skiptir svo sem engu. Wirtz var dapur og Kerkes í vandræðum með besta mann Bournmouth. Hinsvegar voru skiptingartnar Frimpong og Kerkez út fyrir Robbo og Endo nálægt því að klára leikinn fyrir Bournmouth. Endo í bakverði móti svona hröðum sóknamönnum var einfaldlega ömurleg hugmynd hjá Slot. Hann áttaði sig á því sem betur fer og leikurinn bjargaðist. Konate er bara ekki búinn að vera nógu góður undanfarið en þrjú stig í hús og ég er sáttuir.
Það er nú þannig
YNWA
Frimpong var víst með hamstring-óþægindi, þess vegna tók Slot hann út af. En algjörlega kreisí að setja Endo í staðinn. Sem betur fer áttaði foringinn sig og meistari Gomez leysti málið.
Þetta varnarhringl var ekki sniðugt, þreföld breyting í vörn og tvö mörk í bakið eftir það. En sigur er sigur og hver annar en Chiesa!
Top of the league! 🙂
Frábært að klára leikinn á þessum nótum, það hefði ekki verið eins gaman að fagna mörkum 3 og 4 nema af því að Bournemouth skoraði tvö.
Maður skyldi ætla að Dijk og Konate þyrftu ekki að spila sig saman, hvað þá að læra á hvorn annan – en hvernig þeir bökkuðu báðir frá Semenyo í seinna markinu var merki um að þeir vissu ekki neitt hvernig þeir ætluðu að bregðast við þessari stöðu, það þarf að laga. Fyrra mark Bournemouth var klassískt, geggjuð fyrrigjöf og gott slútt, lítið hægt að kvarta yfir þvi nema ætli Frimpong hefði ekki verið á undan kanntmanninum í boltann hefði hann verið inná.
Ekitike er að hefja þetta mót í einhverjum gír sem ég sá ekki fyrir, var persónulega ekki spenntur fyrir þessum kaupum, en nú er ég að hugsa um að fá mér treyju með nafninu hans aftan á. Wirtz verður orðinn góður eftir svona mánuð, kominn í takt við deildina og læra betur á liðsfélagana, hef engar áhyggjur af honum.
Svo momentið, það sem maður hefur beðið eftir því að fá að fagna og öskra nafnið hans Chiesa af svona mikilli innlifun, vonandi er þetta eitthvað sem mun halda áfram!
Að lokum var virkilega gaman að sjá Gomez koma svona yfirvegaðan inná, sá gæti spilað stóra rullu helst hann heill.
YNWA
Hvernig upplifði ég þennan leik?
Ég mætti til leiks ca. 4 mínútum eftir að hann byrjaði, kom dauðþreyttur úr vinnu, glorhungraður og eiginlega bara alles slíkt niðri. (Missti af hverju sem það var fyrir leik, býst við að Jota hafi átt minninguna.)
En punktarnir mínir:
– Mínúta 20: Anfield byrjaði að syngja Jota sönginn sinn á 19. mínútu.
– Markaskorarnir 4, hver og einn. Það var stemming að upplifa hvert augnablik, þeir áttu allir sitt eitthvað, eitthvað (þið vitið hvað ég meina allt frá fyrsta PL marki upp í kominn í gang þetta árið í PL).
– Samt var Chiesa markið svolítið mikið meira. Ef hann sérstaklega og svo allir aðrir eru til í það þá má hann vera næsti super, super sub liðsins. Hann má stimpla sig inn hvar sem hann vill á milli nafna eins og Fairclough, Kuyt, Origi, Jota (sem átti marga líka mikið meira en super sub+ takta), Shakiri o.fl.
– Gakpo vinstra megin í markteig, hann verður sífellt meira spennandi þar.
– Salah vinstra megin í markteig, hann er oft þar þegar Allison á flestar af sínum skyndisóknarbyrjunum.
– Margt skemmilegt sá maður í fyrstu snertingu, en vá hvað þetta lið hefur mikið “potential” í að vinna sig saman næstu vikurnar.
B-ham mættu til leiks greinilega búnir að horfa margoft á palas- leikinn. Hörku leikur og frábær úrslit.
Verum bjartsýn, þetta er bara smá byrjunar,,,,vesen..
YNWA. #20
Szobo maður leiksins. Engin spurning. Margir góðir og margir slæmir. Skiptingar undarlegar. Að skipta báðum bakvörðum út í einu bretti er gamble. Rannsóknarefni af hverju augljóst VAR dæmi var látið óathugað í hönd Guðs Part II. Rautt að mínu viti. Kannski sama VAR lið og var í Tottenham-leiknum forðum daga?
Szobo gefur boltann hræðilega frá sér í fyrsta markinu þegar hann reynir hælsendingu. Hann fær lestur held ég
3 stig er það sem skiptir máli.
Gravenberg kemur til baka í næsta leik og það mun skipta höfuðmáli.
Miklar leikmannabreytingar hafa greinilega áhrif og menn ekki alveg búnir að slípa sig saman, en það kemur.
Geggjaður leikur!
YNWA
Svo sammála…
Chiesa maðurinn. Ítalskur Euros sigurvegari sem er geðveikur i fotbolta. Þarf bara sitt spott. Menn sjá það. Wirtz ungur og þarf nokkra leiki. Margir leiðtogar í liðinu. Slott goður i in game breytingum. Konate drumbur og vornin ryðguð. Skiljanlega. Frimpong er ekkert eðlilega ahugaverður, ragetta hingað og þangað og kannski ekki sterkur en kann að hlaupa til baka og djoflast.
Við virkum sterkir sóknarlega en veikir varnarlega í þessum leik.
Varnarlínan virkaði mjög ósanfærandi í dag. Frimpong verður í vandræðum varnarlega í vetur, Kerkez var of æstur, Konate alveg týndur í dag en Virgil reyndi að bjarga því sem bjargað var.
Sóknarlega áttum við nokkra flotta sóknarkafla þar sem miðjumenn liðsins voru að spila flott saman og opna gestina og koma sóknarlínuni okkar í góða stöðu.
Ætla að vera ósamála um Wirtz og MacAlister hafi verið slakkir í dag. Þetta var ekki frábær leikur hjá þeim en vinnusamir varnarlega og sóknarlega með flott tilþrif inn á milli. Hef ekki áhyggjur af þeim .
Það sem ég hef áhyggjur af er hversu opnið við erum. Við erum 2-0 yfir á heimavelli en fáum á okkur tvö mörk eftir skyndsóknir þar sem of margir eru komnir fram og fáir að passa varnarlínuna.
Mark 1 er Sly að tapa boltanum og engin djúpur varnamaður að passa og Van Dijk sofandi að loka á sendinguna.
Mark 2 er óafsakanlegt. Þar er Endo og Jones bara komnir báðir inn í teig og þegar við töpuðum boltanum er aftur engin að passa varnarlínuna okkar. Þetta er aga og skipulagsleysi hjá okkur.
Virkilega flott samt að klár þennan leik en við söknuðum Gravenberg en hann hefði ekki náð að redda öllu sem var að í dag.
Fyrstu Slot skiptingarnar virkuðu ekki. Endo í hægri bakverði var galið en ég skildi Andy en það sást greinnilega að okkur vantar annan striker inn í hópinn. Wirtz á aldrei að spila sem striker.
Við tökum þessi 3 stig en þurfum að gera betur í næsta leik
YNWA
Slot átti herfilega ákvörðun með að taka báða bakverðina út af á sama tíma og Kirsuberin komust inn í leikinn en Salah átti lok leiksins með þessarri fallegu sendingu sem Chiesa skoraði á endanum úr og slaufaði leiknum í lokin. Konaté var shaky en 3 stig í hús og Taylor og VAR keyra grátandi heim. Einn leikur búinn og dómaranir byrjaðir að skíta upp á bak.
Yndislegt að fá þrjú stig og það skiptir öllu máli núna þar sem meistari Arne er að pússa saman liðið.
Elska Chiesa og mikið var frábært að fá þetta mark hjá honum!
Stórskemmtilegur og líflegur leikur og stemmning á Anfield í kvöld sem endranær. Frábær vinnsla í Sobo en þessi kæruleysislega hælspyrna varð til þess að B’mouth fengu líflínu. Í jöfnunarmarkinu litu svo miðverðirnir okkar ekkert ofsalega vel út og Konate var yfir það heila frekar ósannfærandi framan af leik að mínu mati. En Hugo hélt uppi heiðri Frakka í dag, gríðarlega spennandi frammi. Litli þjóðverjinn okkar þarf þó lengri aðlögunartíma, var á stundum eins og drengur meðal manna og virtist ekki alveg klár í þennan hraða og ákafa.
Margt mjög gott í kvöld en annað síðra, eins og gengur, myndi velja Ekitike mann leiksins fyrir mitt leyti en Chiesa verður að fá “honorable mention” líka, held að allir hafa samglaðst honum að skora þetta mikilvæga mark. Þrjú stig í hús og toppsætið í bili, kvörtum ekki yfir því!
Svona eftir á að hyggja fannst mér besta mómentið vera þegar Chiesa skoraði. Ég samgleðst honum svo innilega. Aldrei fengið nein tækifæri hjá Slot.
Þessar rúmar 2 mín sem Salah átti með Kop eftir leikinn í kvöld voru tregablandar, en einnig það fallegasta sem ég hef séð á Anfield. Mögnuð stund – magnað samband.