Gullkastið – Ballið Byrjað

Sigur á Anfield í fyrsta leik tímabilsins en frekar ósannfærandi. Lokakaflinn á leikmannamarkaðnum að hefjast og ljóst að Liverpool má ekki vera búið á markaðnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 531

6 comments

  1. Þessi fatlaði einstaklingur vanvirti minningu Diogo Jota. Kynþáttahatur á hvergi að líðast og frábært hvernig tekið var á þessu. Ævilangt bann frá fótboltavöllum og má ekki koma nær þeim en sem nemur 1610 metrum. Semsagt nálgunarbann. Slot spjallaði við Semenyo eftir leikinn og væntanlega beðist afsökunar á þessu.
    Við vorum berskjaldaðir í þessum skyndisóknum en það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi tvö mörk. Andy Robertson var á eftir Semenyo í fyrra markinu og í seinna markinu hefði Konate átt að taka sig gult fyrir liðið með því að brjóta á Semenyo en vissulega hafði hann valmöguleika til að gefa á.

    8
  2. Þar sem ég hef tjáð mig um þennan Liverpool leik. þá ætla ég ekki að tala mikið um hann,
    en ég einn púnktur sem komið var inná og það er staðsetning C.jones og Endo í seinna markinu
    ég skaut á C.Jones og mér finnst hann alltof oft ætla leika hetju en sinna hlutverkinu inná vellinum.
    þið komuð inn á hvort Slot sé að segja við mennina sem eiga að sinna því að verjavörnina að fara svona framarlega þegar liðið er að sækja. það má vel vera en þá spyr ég hverjir eiga að sitja eftir?
    gamla klopp liðið með TAA og Robbo sækjandi upp kanntana þá sátu þessir miðjumenn eftir og hlupu í stöðunar þeirra í break-outi.
    Og ef svarið er að það á enginn að setja eftir,
    Þá endar Slot eins og Óskar H og sækir brendu skipinn úr slipp og byrjar að spila annan fótbolta þegar líða fer á þetta tímabil. ef þetta er uppleggið þá er 2014 undir stjórn Rogers ekkert svo galið?

    Svo verð ég að segja þetta! þvælan frá stuðningsmönnum sumra liða á sér enginn takmörk!
    og þetta virðast vera þetta fólk sem er með gullfiskaminnið sem er verið að tala um í þessu þjóðfélagi.

    Gyökeres byrjum þar. hvernig var tek bara eitthverjar fréttir sem komu efstar.
    google it ef þið viljið aðrar heimildir.

    Er klár í að fara í verkfall til að þröngva skiptunum í gegn
    https://www.dv.is/433/2025/06/11/er-klar-ad-fara-verkfall-til-ad-throngva-skiptunum-gegn/

    Mættu með borða til að mótmæla hegðun Gyokeres – „Ég græt ekki fyrir þá sem fara“
    https://www.dv.is/433/2025/07/17/maettu-med-borda-til-ad-motmaela-hegdun-gyokeres-eg-graet-
    ekki-fyrir-tha-sem-fara/

    Anthony Gordon – google ið hvernig hann forsaði skipti til Newcastle á sínum tíma.
    Sama með þennan Yoane Wissa gaur.

    þetta er að gerast endalaust og oft í öllum gluggum.

    Setti linka á fréttir af hinum svíjanum, útaf rantinu sem Jón Kári Eldon átti í doc í dag um Isak.
    Menn eru helvíti fljótir að gleyma…

    A.Isak er ekki að gera neitt sem ekki er þekkt í nútíma fótbolta.

    10
  3. Sælir félagar

    Mo Salah besti leikmaðurinn á Englandi á síðustu leiktíð og 4 aðrir leikmenn Liverpool í dag í liði ársins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  4. Glæný yfirlýsing frá Newcastle United

    https://www.newcastleunited.com/en/news/alexander-isak-statement-190825

    We are disappointed to have been alerted to a social media post by Alexander Isak this evening.

    We are clear in response that Alex remains under contract and that no commitment has ever been made by a club official that Alex can leave Newcastle United this summer.

    We want to keep our best players, but we also understand players have their own wishes and we listen to their views. As explained to Alex and his representatives, we must always take into consideration the best interests of Newcastle United, the team and our supporters in all decisions and we have been clear that the conditions of a sale this summer have not transpired.

    We do not foresee those conditions being met.

    This is a proud football club with proud traditions and we strive to retain our family feel. Alex remains part of our family and will be welcomed back when he is ready to rejoin his teammates.

    1
  5. Isak er búinn að mála sig algjörlega út í horn og fyrir mér kjánalegur að gera þetta fyrir opnum dyrum.
    Sama hvort aðrir menn hafa náð í gegn skiptum með verkföllum þá eru þessir leikmenn samningsbundir og það virðist vera orðin leiðinda lenska hjá mönnum að gefa bara skít í þá ábyrgð að standa við samninga sem þeir fá greiddar tugi milljóna á mánuði fyrír að standa við.
    Isak sýnir ekki góðan karakter með þessari hegðun.
    Væri til í að fá Ísak í Liverpool samt sem áður en mér finnst virðingarvert ef Newcastle nær að halda honum og koma honum aftur út á völlinn.

    1
    1. Það eru mannréttindi að hætta í vinnu ,svo einfalt er það. En mannnrettindi eru ekki virt í Saudi Arabíu og þar liggur sennilega vandamálið,en eigendur Newcatle verða á endanum að sætta sig við það að Ísak vill ekki lengur vinna hjá þeim,svo einfalt er það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Giovanni Leoni