Liðið gegn Newcastle – enginn hægri bakvörður

Þá hefur verið opinberað byrjunarlið Liverpool sem heimsækir Newcastle í heldur umtöluðum leik!

Alisson

Szoboszlai – Konate – Van Dijk – Kerkez

Jones – Gravenberch – Wirtz

Salah – Ekitike – Gakpo

Bekkur: Mamardashvili, Gomez, Endo, Bradley, Chiesa, Leoni, Elliott, Robertson, Ngumoha

Það er kannski ekki mikið óvænt í byrjunarliðinu vitandi það sem við vissum fyrir leik að hægri bakverðirnir voru ekki allir tilbúnir í slaginn og reikna ég með að Szoboszlai taki hægri bakvörðinn í dag þar sem hann spilaði hann í nokkur skipti í sumar. Jones kemur þá inn á miðjuna og Mac Allister er ekki með þar sem nú virðist röðin komin að honum að mæta á fæðingadeildina.

Conor Bradley er á bekknum sem er flott, Leoni er í fyrsta skiptið í byrjunarliðinu og annað er nokkurn veginn þar sem það á að vera. Hörkuleikur framundan, sjáum hvað setur!

81 comments

  1. Ég skrifaði hér á þessa síðu um daginn ég sæi fyrir mér Szoboszlai leysa þessa stöðu. Ég er mjög ánægður með byrjunarliðið og spenntur að sjá hægri kantinn á eftir.

    Núna er mikilvægt að mæta tilbúnir frá fyrstu mínútu. Við höfum séð aðeins of oft Liverpool liðið byrja kæruleysislega.

    Vona Salah skori í kvöld. 0 – 2 sigur, Egyptian King með bæði.

    KOMA SVO!!!

    2
  2. Ég spái að Jones eigi eftir að lenda í vandræðum inni á miðjunni með Joeliton og Guimaraes að tudda hann sundur og saman. Þetta verður erfitt kvöld.

    2
  3. Miðja, miðja, miðja… 300+ kg. af vöðvum bíða okkar hjá svarthvítum. Grjóthörð kvikindi þar á ferð. Vonandi stöndumst við prófið en slagurinn verður klárlega á miðjunni.

    1. Þá lendir hann í vandræðum með hraðan á Barnes. Jones er bara ekki nægjanlega góður til að fá marga leiki með Liverpool.

      1
  4. Er ég einn um það að finnast bekkurinn hjá okkur vera í lakara lagi? Mér finnst enginn þar vera “game changer” ef á þarf að halda.

    YNWA

    4
  5. Já mögulega, ég hefði nú frekar viljað eiga Diaz, Jota og Nunez á bekknum. :0)

    YNWA

    1
  6. Hooper búinn að sleppa amk. einu ef ekki tveimur gulum spjöldum sem Newcastle átti að fá.

  7. Og þarna átti Gordon að fá spjald fyrir að hindra útsparkið hjá Alisson. Hooper er ekki að gera gott mót.

  8. Verð alltaf hálf hræddur þegar leikmenn fara að hleypa dómaranum og hans ákvörðunum inn í hausin á sér. Við erum nákvæmlega í þeirri stöðu núna. Nú má Eyjólfur fara að hressast sem og dómarinn 🙂
    YNWA

    2
  9. Það er kannski dæmi um almennt gengi liðsins síðustu ár að maður man varla eftir því að það skori svona alveg gegn gangi leiksins….

    2
  10. Maður átti von á að VAR myndi sleppa þessu eins og venjulega, en það var nú eiginlega ekki hægt í þetta skiptið.

    6
  11. Frábær endurheimt eftir rosalega pressu hjá heimamönnum. Með Isak þarna frammi hefðu þeir vafalítið skorað gegn okkur.

    Snilldin ein að komast aftur inn í leikinn. Um leið og hápressan dofnaði þá komumst við inn í leikinn og af öllum mönnum skoraði sá hollenski!

    2
  12. Rosalega er þetta samt lélegur leikur hjá okkur fyrir utan þetta mark hjá Grav.
    Það er eins og liðið sé ekki í synci og lítil hreyfing á mönnum þannig að miðverðirnir hafa enga til að senda á.
    En verðskuldað rautt að Gordon og vonandi náum við að sigla þessu heim en en þeir halda að newcastle muni hætta að berjast þá mun það aldrei gerast.

    Lýsi eftir flestum leikmönnum Liverpool í þessum leik

    4
  13. Afhverju var ekki ref-cam sýnt í brotinu á Virgil. Eru menn eitthvað hræddir að sýna að dómarinn reyndi sitt allra besta til að sleppa eldrauðu spjaldi

    2
  14. Núna vil ég að mínir menn mæti klárir í seinni og klári leikinn eins og menn. Fyrri búin að vera andlaus, kraftlaus og klaufalegur. Getum svo sannarlega verið ánægðir með stöðuna í hálfleik. Sanngjarnt….nei en mér er bara drull. Breytingar í hálfleik, veit bara ekki.
    YNWA

    3
  15. Meistari Ekitike, sá er að stimpla sig inn.
    Slot ennþá að pissa og missti af markinu 🙂

    1
    1. Mjög leiðinlegt að segja það en hann hefur verið býsna dapur í rauðu treyjunni. Vonandi rífur hann sig upp.

      3
  16. Shit hvað þetta er lélegt hjá Liverpool. Þetta eru atvinnumenn og ríkjandi meistarar. Þeir eiga bara að keyra yfir lið einum fleiri, a.m.k ekki fá á sig mark!!

    2
  17. Hvað eiga Hugo Ekitike, Daniel Sturridge og goðsögnin Ray Kennedy sameiginlegt? Jú þeir skoruðu allir í þremur fyrstu leikjum sínum fyrir Liverpool.

    6
  18. Hvernig getur Kerkez verið svona lélegur að mæta háan bolta. Hann er 180cm og mér finnst alltaf verið stóla á að hann misreiknir bolta í fyrirgjöfum.

    1. Kerkes er svona kraftafótboltamaður sem kannski hentar ekki að,spila fyrir lið eins og Liverpool

  19. Sko upp með einbeitinguna og skorum annað mark! Það verða a.m.k 10min í uppbót!!

    1
  20. Þarna átti Guimaraes að fjúka út af með seinna gula spjaldið. En nei, ekki hjá Hooper.

  21. Þetta er alfarið Slot!?!! Búinn að vera að reyna að drepa leikinn í allt kvöld í stað að bara keyra á þá manni fleiri. ÖMURLEKT!!

    1
  22. Hvaða rugl er í gangi í þessu uppleggi í þessum leik? Undir Klopp hefðu menn ekki pakkað svona í vörn. Það vantar alla agression í þetta lið. Bara pakkað í vörn frá upphafi. Svo kann þetta lið heldur ekki að halda forystu. Þetta er hrikalegt að horfa upp á.

    1
  23. Þetta er ævintýralega lélegt. Við þurfum að bæta vörnina því hún er ónýt. Getum ekki einu sinni unnið þó að Newcastle séu manni undir.

    Er brjálaður!!!

    1
  24. Þetta var hörmung. Ekkert plan. Ekkert í gangi. Bara lull með boltann á eigin vallarhelmingi og svo fá þeir föstu leikatriðin. Stungu upp í áhorfendur eru nú búnir að vekja þa aftur til lífsins.

    Glatað.

    Þeir eru manni færri og stjórna leiknum frá a-ö

    1
  25. Skil hreinlega ekki hvers vegna uppleggið er að pakka í vörn, og það heldur áfram þó þeir hafi jafnað. Við erum stjarfir af hræðslu. Djöfull væri Klopp búinn að öskra á þessa menn og segja þeim að HUNSKAST fram á við. Þetta er svo laflaust og veiklulegt.

    2
  26. 11 mínútur í uppbótartíma einum fleiri og maður getur ekki beiðið eftir þessi leikur verði flautaður af!

    2
  27. Framtíðarstjarnan að bjarga einum versta leik sem maður hefur séð Liverpool spila!

    6
  28. Samspilið og slúttið í sigurmarkinu var unaðslegt! Nánast það eina sem okkar menn gerðu vel í leiknum.

    YNWA

    5
    1. Við skorðum nú tvö önnur mörk. En brjálæðisgangurinn í heimamönnum setti þá úr jafnvægi. Mikið sem má læra af þessum leik.

      1
  29. Rio
    Ben Woodburn
    Kaide Gordon
    Michael Owen
    Jordan Rossiter
    Ki-Jana Hoever
    Raheem Sterling
    Jayden Danns
    Jimmy Melia
    Stefan Bajcetic

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Upphitun fyrir Newcastle

Newcastle 2-3 Liverpool