Það var svona nokkuð hefðbundin uppskriftin í þessari viðureign Newcastle og Liverpool á St James’ Park í kvöld fyrir utan alveg extra hátt utanaðkomandi spennustigi vegna sápuóperunni um Alexander Isak, Liverpool og Newcastle. Tæklingarnar voru á sínum stað, spjöldin voru á sínum stað, mörkin voru á sínum stað, föstu leikatriðin voru á sínum stað og dramatíkin var á sínum stað.
Mörkin
0-1 Gravenberh 35.mín
0-2 Ekitike 46.mín
1-2 Guimaraes 57.mín
2-2 Osula 88.mín
2-3 Ngumoha 90+10.mín
Hvað réði úrslitum?
Það er kannski erfitt að segja hvað nákvæmlega réði úrslitunum en ætli það sé ekki bara það að Liverpool átti ansi efnilegann matchwinner á bekknum sem kom inn og skoraði glæsilegt mark. Liverpool átti annars efnilegar sóknir og skoraði þrjú góð og verðskulduð mörk svo ætli það sé ekki bara það.
Hvað þýða úrslitin?
Liverpool er nú með sex stig eftir tvo nokkuð strembna leiki með sínum hæðum og lægðum og var ljóst að þetta yrði afar erfiður leikur á ansi margan hátt í dag. Það að koma úr leiknum þar sem vantaði til að mynda hægri bakverðina og Mac Allister þá var margt ágætt þarna en sömuleiðis ansi mikið sem þarf enn að laga.
Þetta er vonandi ágætis vítamínsprauta fyrir heimaleikinn gegn Arsenal um næstu helgi og ég held að það sé nokkuð ljóst að föstu leikatriðin verði mikið á dagskránni á æfingasvæðinu fram að leik. Liverpool vann þennan leik við Newcastle sem missir þann sem byrjaði leikinn sem striker fyrir þá í þriggja leikja bann fyrir ljóta tæklingu og vel verðskuldað rautt spjald svo spurning hvort einhver sárindi hafi áhrif á það hvort Liverpool takist að kaupa Isak í vikunni.
Hvað hefði betur mátt fara?
Á margan hátt þá fannst mér Liverpool díla mjög vel við þungt og erfitt andrúmsloft á erfiðum útivelli og tókst að stinga vel á blöðruna með því að komast yfir, ná ágætri stjórn á aðstæðunum í kjölfarið og verða svo manni fleiri. Tvö stór einstaklingsklúður í föstum leikatriðum og dekkingu fannst mér helsta ástæða þess að Newcastle komst aftur inn í leikinn – auðvitað pressuðu þeir á Liverpool með bakið upp við vegg og svona en það að þeir komust á bragðið og að Liverpool hafi bara ekki haldið áfram að stinga á blöðruna þeirra og náð fullri stjórn var vissulega böggandi og líkt og gegn Palace og Bournemouth þá þarf að fara að laga það.
Bestu menn Liverpool
Van Dijk fannst mér frábær og er ekki við hann að sakast, fannst hann vinna nær allt sem kom í einhverjum radíus í kringum hann. Konate fannst mér ekki nógu sannfærandi sem og Kerkez sem báðir áttu þátt í mörkum Newcastle. Szoboszlai spilaði bakvörðinn mjög vel og átti risa þátt í sigurmarkinu þegar hann var í fínni stöðu en sá að Rio Ngumoha var í enn betri stöðu og lét boltann fara á milli fóta sér, fannst hann öflugur.
Gravenberch byrjaði nokkuð illa og var kannski alveg heppinn að hafa sloppið með gult spjald fyrir tæklingu snemma leiks en skoraði gott mark og var nokkuð góður eftir það. Gakpo átt háværari leiki en endaði engu að síður með tvær stoðsendingar. Wirtz var nokkuð týndur og Salah gekk lítið að ná að komast í leikinn en lagði upp sigurmarkið svo það er fyrirgefið. Ekitike skoraði glæsilegt mark og var nokkuð líflegur á köflum.
Já og Rio Ngumoha kom inn á í frumraun sinni í Úrvalsdeildinni í mjög erfiðum aðstæðum en sýndi ekkert eðlilega mikla yfirvegun þegar hann skoraði stórglæsilegt sigurmark í blálokinn. Þessi strákur verður eitthvað!
Næstu verkefni
Nú er vika eftir af félagsskiptaglugganum og spurning hvort Liverpool takist að klára díla fyrir menn eins og Isak og Marc Guehi. Þá er dregið í Meistaradeildinni í miðri viku og svo stórleikur gegn Arsenal um helgina.
Vá, þvílík snilld! Eins reiður og maður var með margt í þessum leik, þá fagnar maður ekkert smá! En það er samt ekki gott hvernig liðið getur verið of passívt undir Slot. Það vantar stundum þetta agression sem við höfðum undir Klopp. Við hefðum aldrei pakkað svona í vörn undir hans stjórn einum manni fleiri. Þetta þarf að laga. En í kvöld leyfir maður sér að fagna!
Dominik Szoboszlai maður leiksins. Tvímælalaust.
Og Rio hinn ungi, kom sá og sigraði.
En við áttum þetta ekki skilið…
Miðvörð á morgun takk
Mammadu sahko ég meina konate þarf að setjast á bekkinn
Þegar Salah tekur engan þátt í leiknum og missir boltann fimm sinnum þá er Slot alveg óhætt að skipta honum út af. Segi svona.
Og ég held að Salah syrgi Jota svo mikið að hann eigi erfitt með að vera inni á vellinum. Við sáum hvernig hann brást við um daginn og grét fyrir framan áhorfendur.
Hann átti nú stoðsendinguna á Rio.
En jú hann átti svo sem ekki góðan leik í kvöld en hann hefur sýnt það í mörg ár að hann getur klárað leiki hvort sem það er stoðsending eða mörk.
En innkoman hjá Rio, þessi getur orðið rosalegur.
Núna þarf að klára þessi Isak og Guehi kaup sem fyrst.
Þessum texta við lag Barry Manilow óskast lekið til Kop-kórsins fræga, eða einhverju tilbrigði við hann…
His name was Rio, he was a showman
With golden feathers in his shoes and a red shirt on the cruise
He would merengue and do the cha-cha
And while he’s meant to be a star
The others watch him from a far
Across the crowded pitch, he always finds a glitch
He is young and has the power
To score and bewitch!
At the Kop-a Kop-acabana
The hottest spot north of Havana…
Sama hvað hver segir að Newcastle átti sigurinn skilið eða meira skilið þá skiptir það ekki máli.
Mörk vinna leiki og þau voru öll frábær afgreiðsla hjá leikmönnunum Liverpool.
Nú má Isak koma og miðvörður.
Djöfull er gaman að enski sé byrjaður að rúlla.
YNWA
Það skiptir ekki máli hvernig, heldur hvort.
Gaman þegar Slot lætur leikina verða svona interesting og hleypir andstæðingunum inn í leikinn.
Segir svo bara “DJÓK!” og snatchar þessu aftur í blálokinn.
Thats what I call entertainment!
Það er nú þannig
Sælir félagar
Ég ætla ekki að tala um Konate, Wirzt, Kerkez, Jones og Salah. Frekar vil ég tala um þennan dásemdar dreng hann Rio. Þvílíkur gullmoli og verðmæti hans margfölduðust í kvöld. Frammistaða áðurnefndra leikmanna var döpur og Konate á ekki skilið kauphækkun með svona frammistöðu. Salah var gjörsamlega heillum horfinn allan leikinn en bjargaði andlitinu með síðustu sendingu sinni á Rio. Kerkez á auðvitað að standa uppréttur og berjast þannig en ekki glápa ofan í klofið á sér og Wirzt verður að fara að átta sig á hraða og ákafa ensku deildarinnar, Jones var mest eins og keila á vellinum og svo sem ekkert nýtt þar. En að lokum 3 stig í hús og allir – sáttir er það ekki.
Það er nú þannig
YNWA
Og þú sem ætlaðir ekki að tala um Konate, Wirzt, Kerkez, Jones og Salah.
Það var nú þannig
Ekki sammála þér með Jones. Fannst hann fínn
Mér fannst við koma mjög vel inn í leikinn
Mjög meðvitaðir út í slagsmálin sem við vorum að fara í.
Og auðvitað unnu Newcastle þá baráttu þegar leið á. Og við áttum bara erfitt með uppspilið enda liðið ekki sett upp í þennan leikstíl
Svo eftir að við komust 0-2 yfir.
Tóku þeir þetta á nýtt level reyndu að búa til aælskonar kondtakta og féllu útum allt og dúndruðu svo boltanum inn í teig endalaust og gerðu okkur erfitt að verjast í þessum leikhæfileikum sínum.
Það var svo virkilega pirrandi að tapa þessu niður. Og við verðum að fara læra loka leikjum !
En þetta reddaðist í kvöld . 3 stig á þessum djöfulega velli !
Núna er bara að taka þau með til Anfield og vonandi var eitt sæti laust í rútunni fyrir Isak.
3 stig og Isak heim ! Það yrði geggjað !
Sáttur við úrslitin alls ekki sáttur við spilamennskuna í seinni eftir að hafa komist í 2-0 fannst menn slökkva á sér í kring um 50. mín að lulla með boltann í stað þess að keyra á þá.
Rio verður maður leiksins fyrir mér þrátt fyrir að Gakpo hafi gert helling í þessum leik átti 2 stoðsendingar en mörkin hjá Grav og Ekitike voru gæði.
En að vera í svona vandræðum 1 fleiri allan seinni hálfleik er rannsóknar efni en ætla njóta núna og vonandi rífa menn sig upp fyrir leikinn gegn Arsenal þurfum að spila betur.
YNWA
Game management núll í seinni hjá Slot fyrir utan skiptingarnar sem skiptu öllu.
Skelfileg frammistaða heilt yfir. Grav var ömurlegur fram að þessu stórkostlega marki sem hann skoraði algjörlega gegn gangi leiksins. Það sem betur fer gaf honum sjálfstraust til að gera betur.
Konate skelfilegur. Heppinn að fá ekki seinna gult stuttu eftir 2núll markið.
Salah leggur upp sigurmarkið en er algjörlega non factor í öllu uppspili og hvað þá sóknarleik í 195mins.
Ég vona að Slot og liðið sé ekki orðið cocky á að vinna 1 epl titil og haldi að allt verði easy peasy með þessum frábærum kaupum. Margir farnir, nokkrir inn en betur má ef duga skal ef það á að gera atlögu á verja titillinn og fara langt í CL.
Liðið aldrei með neina stjórn á leiknum, hvað þá manni fleiri! Sýna smá balls núna og henda 100 plús í Baleba, klára Isak og Guhei og þá er kannski séns.
Mér fannst við koma vel inni þennan leik, en að sama skapi fannst mér dómarinn fyrstu 30+ mínúturnar sirka vera mjög einhliða. Á fyrstu mínútunum áttum Newcastle menn að fá tvö gul spjöld (a.m.k annað brotið sem var spark í hausinn, jaðraði við rautt) en okay, dómarinn ákvað að sleppa því. Síðan við fyrsta brot Liverpool I leiknum var gefið gult, að mínu viti engu verra en þessi tvö brot Newcastle.
Þetta gaf tóninn fyrir fyrstu 30 til 35 mínúturnar, Newcastle komst eiginlega upp með allt meðan við vorum ekki á sama stað, dómarinn var mjög einhliða.
Eftir þetta vorum við með yfirhöndina í fyrri sérstaklega eftir að Gravenberch skoraði frábært mark. Síðan auðvitað fékk Gordon mjög verðskuldað rautt spjald. Seinni hálfleikurinn var í rauninni slakur og fyrir utan fyrstu 20 sekúndurnar og seinustu ca 96 mín + þá var þetta eiginlega skandall. Má tína margt til en það voru margir lélegir, sérstaklega Konate. Ég vil ekki henda nýju mönnunum undir strætóinn ennþá þar sem þeir eru ennþá að aðlagast, þjálfarinn þarf að stjórna því og þetta eru klárlega gæðaleikmenn.
Allt í allt goður sigur þar sem margir þurfa að standa sig miklu betur, fannst samt rannsóknarefni hvernig dómarinn höndlaði þetta fyrstu 45, hann fékk meira að segja hjálp við augljóst rautt.
Og eftir ca seinust 96 + mín*
Svona leikir geta ekki verið góðir fyrir taugakerið en þrjú stig eru kominn í hús þrátt fyrir bandbrjálaða Newcastle menn og slaka dómara.
YNWA
Ég held að okkur vanti nauðsynlega alvöru miðvörð í staðinn fyrir “clumsy” Konate. Ég held að hann skáni ekkert við hærri laun kallanginn. Svo, eins og komið hefur fram þá er spurning hvort Kerkez ræður við þetta. Annars bara góður, var ekkert smá ánægður með markið hjá Rio og gabbið Szoboszlai.
Konaté er farinn að minna ansi mikið á Mamadou Sakho. And not in a good way…
Spurning um að skella sér á eins og eina Adidas-Liverpool treyju og setja 73 á bakið?
Ég var fyrsti Púllarinn sem setti Suarez aftan á treyju í Jóa útherja á sínum tíma. Er með sama fiðringinn núna.
Þú ákveður þetta Hendó þegar þú kemur aftur niður á jörðina eftir leikinn 😉