Boltinn búinn

Þetta skrifaði ég upphaflega sem komment á [þessa færslu](http://www.jupiterfrost.net/index.php?p=74#comments). Ég skrifaði þetta eftir að Liverpool komst í Meistaradeildina eftir að Newcastle klúðraði sínum síðasta möguleika:


Það verður ekki annað sagt en að þú hefur alveg hræðilegt minni. Þrátt fyrir að Liverpool hafi unnið síðustu 4 leiki, þá er liðið í Meistaradeildinni fyrst og fremst vegna þess að hin liðin, sem kepptu um sætið virtust keppast um að komast ekki í keppnina. Ég meina come on, Newcastle gerði jafntefli á móti Wolves.

Ég hef reynt að hugsa einsog þú, en ég bara get það ekki. Houllier mun aldrei gefa okkur neitt nema hræðilegan hroka, vanvirðingu fyrir aðdáendum, varnarbolta og vonbrigði. Þú þarft ekki nema að horfa á blaðamannafundinn fyrir Newcastle leikinn til að sjá hversu örvæntingarfullur hann er orðinn.

Houllier verður að fara. Menn mega ekki bara gleyma öllu því slæma bara af því að við unnum Man United og Birmingham.

Þú hefðir í raun getað skrifað þennan pistil fyrir einu ári. Þá vonaði maður að við værum að horfa á síðasta leik Biscan, Cheyrou, Smicers og Heskey, en hvað gerðist? Jú, þeir eru allir hérna ennþá. Það vill ekkert lið kaupa þessu hræ (jú, ha ha ha, Birmingham innsk. ritstjóri) .

Hvað bíður okkar? Við erum orðaðir við þrjá leikmenn. Joey Barton, Shaun-Wright Phillips og Michael Dawson. Og eiga þessir leikmenn að breyta einhverju? Eru menn alveg orðnir trítilóðir að halda að fyrstu deildar leikmaður og tveir leikmenn sem léku fyrir lélagasta liðið í deildinni muni hjálpa okkur að nálgast Arsenal?

Fyrir ári trúði ég að munurinn á okkur og hinum liðunum væri einn að tveir leikmenn, en núna sé ég hlutina skýrar. Munurinn er fyrst og fremst á þjálfurum og einnig á fjórum eða fimm leikmönnum. Biscan, Traore, Cheyrou, Murphy, Hamann, Henchoz, Heskey og Smicer eiga aldrei að spila fyrir Liverpool aftur. Þeir hafa gefið okkur einstaka góðar stundir, en þeir eru ekki nógu góðir í dag. Enginn þessara leikmanna myndu komast í byrjunarlið Chelsea, Man United eða Arsenal og því eiga þeir ekkert erindi í okkar byrjunarlið.

Það eina, sem getur bjargað þessu sumri er ef að Houllier verði sagt upp strax eftir Newcastle leikinn og við getum byrjað uppá nýtt. Eftir allt, segir það ekki allt um hæfni Houlliers á leikmannamarkaðinum að tveir langbestu leikmennirnir okkar eru uppaldir hjá liðinu.

Bring on Real Madríd!

Heskey seldur!